Fréttablaðið - 12.03.2022, Síða 4

Fréttablaðið - 12.03.2022, Síða 4
Ofan á Covid-áhrifin bætast olíuverðshækkanir sem þyngja rekstur Strætó um hundruð milljóna. Mikill halli á síðasta ári. Framkvæmda- stjóri vonast til að ekki komi til uppsagna nema stórfelldur niðurskurður yrði á leiða- kerfinu. bth@frettabladid.is SAMGÖNGUR „Við vorum að ljúka við ársreikning, það varð 440 milljóna króna tap á síðasta ári hjá Strætó, það er erfitt að koma út úr þessu Covid-ástandi,“ segir Jóhann- es Svavar Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Strætó. 454 milljóna króna halli varð á rekstri Strætó árið 2020 þannig að samanlagður halli tveggja síðustu ára er tæplega 900 milljónir króna. Árið 2019 var hallinn 34 milljónir króna. Sjaldan er ein báran stök, að sögn Jóhannesar, því ofan á Covid kemur innrás Pútíns og stórfelldar olíuverðshækkanir sem munu að óbreyttu hafa mikil neikvæð rekstraráhrif. Jóhannes segir að olíuhækkunin breyti heilmiklu, kostnaðaraukinn hafi verið ófyrir- séður, Strætó hafi minnkað f lota þeirra bíla sem gangi fyrir jarðefna- eldsneyti og noti í auknum mæli bíla með umhverfisvænu eldsneyti. Eigi að síður sé um verulegt högg að ræða. „Þetta hefur allt veruleg áhrif á rekstrarhliðina.“ Önnu r áskor u n sem f ylg ir ástandinu er að innrásin í Úkra- ínu og áhrif hennar auk Covid- áhrifanna hafa líka áhrif á kaup á rafmagnsvögnum fyrir Strætó. Til stóð að fara í útboð á rafmagns- vögnum en tafir verða á því að líkindum fram á næsta ár, að sögn Jóhannesar. Kostnaðarauki vegna eldsneytis- hækkunar einn og sér gæti orðið 100-200 milljónir á þessu ári, að sögn framkvæmdastjóra Strætó. Hann segir erfitt að gera áætlanir þar sem vandi sé að spá fyrir um þróun olíuverðs. „Við fylgjumst vandlega með stöðunni og vonumst til að fólkið sem hefur verið heima vegna Covid fari nú að koma í auknum mæli í vagnana og veltan verði meiri,“ segir Jóhannes. „Maður var að vonast til að hægt yrði að byggja upp eftir Covid en stríðið hefur mikil áhrif og það eru krefjandi tímar fram undan,“ bætir hann við. Spurður hvort Strætó bs. þurfi mögulega að segja upp fólki til að mæta viðvarandi rekstrarhalla segir Jóhannes að ekki muni koma til þess nema ef verulegur niður- skurður yrði á leiðakerfinu. „Það er ekki í pípunum.“ Jóhannes telur einnig mögulegt að hægt sé að horfa á olíuverðs- hækkanirnar sem tækifæri. Kannski hvíli einhverjir einkabílinn og nýti almenningssamgöngur þess í stað. „Mér finnst ekki ólíklegt að nýt- ingin muni aukast hjá okkur, það er töluverður peningalegur munur á að reka bíl eða taka strætó. Kerfið okkar er alveg þokkalegt á mörgum leiðum á höfuðborgarsvæðinu og það þolir fleiri farþega.“ Ýmis f y rirtæk i sem byg gja afkomu sína að nokkru á verði elds- neytis hafa fallið á hlutabréfamörk- uðum síðustu vikur. n Maður var að vonast til að hægt yrði að byggja upp eftir Covid. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Strætó Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Þórdís flutti munnlega skýrslu um inn- rás Rússa í Úkra- ínu á Alþingi á mánudag. Þar kom fram að Ísland væri á lista Rússlands yfir óvinveitt ríki. Þórdís Kolbrún sagði veru Íslands á listanum ekki óvænta og benti á að áhrif hans væru óljós, félagsskapur Íslands á listanum væri „ekki slæmur“. Ragnar Kjartansson myndlistarmaður Ragnar vakti mikla athygli þegar hann ákvað að loka sýningunni Santa Barbara í Moskvu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Hann segir listaverkin í öruggum höndum, en vill ekki gefa mikið upp, enda sé staðan viðkvæm. Michael Jón Clarke tónskáld Tónskáldið bauð fram kjallara- íbúð sína fyrir flóttamenn frá Úkraínu. Hann hefur einnig samið ljóð um stríðið og biðlar til stjórnvalda um að skipu- leggja strax leiðir til að hýsa flótta- fólk frá Úkraínu. n n Þrjú í fréttum Strætó tapaði nærri hálfum milljarði Mikið tap hefur orðið á rekstri Strætó bs. undangengin tvö ár og nemur tap tveggja ára um 900 milljónum króna. Eldsneytishækkun kemur illa við reksturinn og innrásin í Úkraínu tefur komu fleiri rafvagna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 100% RAFMÖGNUÐ ÍTÖLSK HÖNNUN FIAT 500e ER FYRSTI FALLEGI RAFMAGNSSMÁBÍLLINN. SJÓN ER SÖGU RÍKARI UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • FIAT.IS • ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 TÍMALAUS ÍTÖLSK HÖNNUN MEÐ ALLT AÐ 433 KM DRÆGNI. kristinnhaukur@frettabladid.is TRÚMÁL Kaþólsku biskuparnir á Norðurlöndum, þar á meðal David Tencer biskup Reykjavíkur og Peter Bürcher fyrrverandi biskup Reykja- víkur, hafa lýst áhyggjum af hvaða leið kaþólska kirkjan í Þýskalandi sé að fara. Taka þeir sér því stöðu með íhaldsöflum innan kirkjunnar. Mikið samtal á sér nú stað innan þýsku kirkjunnar um hvort fara eigi í róttækar breytingar og nútíma- væðingu. Meðal þeirra breytinga sem ræddar eru af mikilli alvöru er að leyfa giftingar samkynhneigðra og að samkynhneigð verði ekki fordæmd, að leyfa konum að verða prestar, að afnema skírlífiskröfu presta og að auka lýðræði innan kirkjuskipulagsins. Þessi sjálfsskoðun hófst með kirkjuþingi í desember árið 2019 og stefnt er að því að ljúka henni á næsta ári. Ástæðan fyrir því að farið var í þessa sjálfsskoðun er ótalmörg kynferðisbrotamál sem komið hafa upp innan kaþólsku kirkjunnar, bæði í Þýskalandi og annars staðar. Margir, bæði innan og utan Þýskalands, hafa gagnrýnt þetta og óttast klofning þótt þeir sem standi fyrir vegferðinni hafni því. Frans páfi hefur farið varlega í gagnrýni. Stanisław Gądecki, erkibiskup í Póllandi, gagnrýndi Þjóðverjana í opnu bréfi fyrir skemmstu og sagð- ist efast um að aðgerðir þeirra ættu stuðning í ritningunni. Norrænu biskuparnir fylgdu í kjölfarið með yfirlýsingu á mið- vikudag á fundi í Tromsö í Noregi. Í bréfinu segir að sú stefna og sú aðferð sem þýska kirkjan beiti fylli biskupana áhyggjum. „Í leit að svörum við spurningum samtímans verðum við að virða mörk sem finnast í óbreytanlegum þætti kristinnar kenningar,“ segir í yfirlýsingu norrænu biskupanna um kynhneigð, hlutverk kvenna í kirkjunni og fleira. n Norðurlandabiskupar hafa áhyggjur af frjálslyndi Þjóðverja David Tencer biskup Reykjavíkur. MYND/AÐSEND 4 Fréttir 12. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.