Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2022, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 12.03.2022, Qupperneq 86
Það er bara ein regla við matar- borðið og hún er sú að ekki má vera með síma við borðið. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, veit fátt skemmti- legra en að prófa sig áfram með nýjar uppskriftir og bjóða góðum vinum í mat. Þrátt fyrir að hafa ekki alltaf mikinn tíma í matseld kemur það ekki í veg fyrir að hún reiði fram einfaldan og góðan mat fyrir sitt besta fólk. Valgerður hefur komið sér vel fyrir í Grafarvogi ásamt manni sínum og hafa þau búið þar í 20 ár. „Við eigum þrjú börn og hundinn okkar, hana Betu. Okkur líður alveg frábærlega hérna, hér er einstakt samfélag. Mikill náungakærleikur og fólk náið, við höfum eignast okkar bestu vini eftir að við fluttum hingað í Grafarvog. Það er ekkert skemmtilegra en að fá fólk í mat og við leggjum mikla áherslu á að hafa börnin með, svo oft erum við ansi mörg og mikið fjör í eldhúsinu.“ Ein regla við matarborðið Þau útbjuggu draumaeldhúsið fyrir örfáum árum og þar slær hjarta heimilisins. „Við elskum að vera í eldhúsinu okkar, við bökum, eldum og það er gaman að sjá að máltækið „þau læra það sem fyrir þeim er haft“ á svo sannarlega við hérna hjá okkur. Krakkarnir eru mjög duglegir að baka og eru að fikra sig áfram í eldamennsku líka. Það er bara ein regla við matarborðið og hún er sú að ekki má vera með síma við borðið. Það er því mikið spjallað um allt og ekkert, stundum heims- málin, stundum um lélega pabba- brandara og allt þar á milli.“ Ferðuðust gegnum mat „Við höfum nýtt síðustu tvö ár vel og gefið okkur meiri tíma til að prófa okkur áfram með nýja hluti þegar kemur að matargerð. En Covid og heimavinna gáfu okkur auka tíma. Ég lærði að elda indverskan mat sumarið 2020, en hann er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Þegar við gátum ekki ferðast þá ferðuðumst við í gegnum mat, hlustuðum á indverska tónlist og elduðum. Ind- verskur matur er svo fjölbreyttur og alger veisla fyrir bragðlaukana, ég vil hvetja fólk sem ekki hefur eldað indverskan mat til að prófa sig áfram. Sumarið 2021 ferðuð- umst við til Spánar með matnum sem við elduðum. Við keyptum okkur kolagrill og paella-pönnu og fórum að prófa okkur áfram með paellur. Hlustuðum reyndar á djass frá öllum heimshornum á meðan við prófuðum okkur áfram í þess- ari eldamennsku, sem við féllum algerlega fyrir. Grillið var því óspart notað og við vorum fljót að bæta við okkur auka pönnu til þess að geta boðið fleirum í mat.“ Innbakaður humar Í þættinum Matur og heimili á dög- unum framreiddi Valgerður þrjá ofureinfalda og gómsæta sælkera- rétti, tvo forrétti og einn eftirrétt. „Réttirnir sem ég valdi eru ótrú- lega bragðgóðir, ólíkir en ákaflega einfaldir þegar kemur að elda- mennsku og hráefnum. Stundum langar mann að fá góða vini í mat en hefur kannski ekki langan tíma til að galdra fram eitthvað guðdómlegt og þá eru þetta bestu réttirnir. Ég var að vinna í Íslandsbanka og árið 2010 var haldin matreiðslukeppni á meðal starfsmanna. Ég hafði í nokk- ur ár eldað innbakaðan humar, sem hljómar f lókið en er ótrúlega ein- faldur réttur. Íslandsbanki gaf síðan út matreiðslubók sem starfsmenn fengu í jólagjöf það árið og í fram- haldi fóru 12 uppskriftir á dagatal sem viðskiptavinir fengu gefins og þar endaði þessi frábæra uppskrift. Ég er enn þann dag í dag að fá skila- boð frá fólki sem eldar réttinn ávallt á jólum eða áramótum.“ Allt hráefnið í þessa tvo forrétti fékk Valgerður í Bónus. Í eftirrétt- inn er Cava sérpantað hjá ÁTVR, óáfenga freyðivínið fæst í Krónunni og sorbet-ísinn fær hún í ísbúðinni Huppu. Töfrar gestina upp úr skónum með freyðandi eftirrétti Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Innbakaður humar 1 hvítt samlokubrauð 1 poki skelflettur humar frá Norðanfiski 200 g smjör 3-4 litlir hvítlaukar, pressaðir 1 búnt steinselja, söxuð Sítrónupipar eftir smekk Bræðið smjörið, pressið hvítlaukinn og blandið saman ásamt steinselj- unni. Skerið skorpuna af brauðinu/ brauðsneiðunum og f letjið það út með kökukef linu báðum megin. Hreinsið humarinn og leggið hann á brauðið/brauðsneiðarnar, um það bil tvo til þrjá humarhala á hverja sneið. Kryddið til með sítrónupip- arnum. Vefjið brauðinu utan um humarinn og veltið rúllunum upp úr hvítlaukssmjörinu. Bakið í ofni við 200°C í 10 til 15 mínútur. Berið fram klettasalati og hvítlaukssósu. Steinliggur 150 g geitaostur (Chavroux) Valgerður veit fátt skemmtilegra en að bjóða gestum í mat og er einstaklega útsjónarsöm þegar kemur að því að bjóða upp á dýrindis rétti sem töfra gestina upp úr skónum og tekur örskamma stund að framreiða. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Innbakaði hum- arinn þykir hið mesta lostæti og margir halda að það sé ofur flókið að útbúa hann en það er hinn mesti mis- skilningur. Steinliggur, rétturinn sem fékk nafn þegar Valgerður framreiddi hann í þættinum Matur og heimili. Freyðandi eftirrétturinn sem samanstendur af tvenns lags sorbet, Cava og jarðarberjum slær alltaf í gegn. ½ hvítt samlokubrauð 1 pakki parmaskinka 150 g rjómi Salt og pipar eftir smekk Hunang eftir smekk 1 búnt fersk basilíka Ólífuolía Byrjið á því að setja geitaost og sama magn af rjóma í pott, saltið og piprið eftir smekk og bætið við hunangi eftir smekk. Hitið þetta saman en passið að þetta sjóði ekki. Brauð- sneiðarnar eru ristaðar, miðið við eina sneið á mann, það má skera skorpuna af eða skera sneiðarnar horn í horn. Setjið sósuna yfir brauðsneiðina, um það bil tvær matskeiðar ásamt tveim sneiðum af parmaskinku. Setjið síðan ólífu- olíu og basilíku yfir og hafið magnið eftir smekk hvers og eins. Sósan sem verður eftir í pottinum er borin fram með réttinum svo hægt sé að fá sér ábót. Freyðandi sorbet-eftirréttur Honor Cava (hægt að sérpanta frá ÁTVR) eða óáfengt freyðivín (Tomson&Scott Noughty) 1 box sítrónu-sorbet 1 box jarðarberja-sorbet 1 askja jarðarber til skrauts Ein kúla af jarðarberja-sorbet og önnur af sítrónu-sorbet sett í fallega skál eða glas á fæti. Jarðarber heil eða skorin yfir til skrauts. Freyði- víninu er síðan hellt yfir þegar búið er að bera réttinn fram og þá freyðir hann skemmtilega og slær ávallt í gegn. ■ 34 Helgin 12. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.