Fréttablaðið - 12.03.2022, Page 98

Fréttablaðið - 12.03.2022, Page 98
Um stærri bíl en CX-5 er að ræða sem aðeins verður seldur í tengil- tvinnútgáfu. njall@frettabladid.is Með nýjasta sportjeppa sínum er Mazda greinilega á höttunum eftir samkeppni við lúxusflokkinn, en Mazda frumsýndi á miðvikudag CX-60 sportjeppann. Um stærri bíl en CX-5 er að ræða sem aðeins verð- ur seldur í tengiltvinnútgáfu. Ofan í húddinu er 2,5 lítra bensínvél sem ásamt rafmótor skilar samtals 327 hestöflum, sem gerir bílinn að afl- mestu Mözdu sem hingað til hefur komið beint frá verksmiðju. Bíllinn er búinn átta þrepa sjálfskiptingu og er aðeins 5,8 sekúndur í hund- raðið. Rafhlaðan undir bílnum er 17,8 kWst og kemst bíllinn 63 km á rafmagninu einu saman. Von er á f leiri útgáfum seint á þessu ári með sex strokka línu- vélum. Önnur þeirra er 3,3 lítra með 48V tvinnkerfi og þriggja lítra línu- sexa með mildu 12V tvinnkerfi mun fylgja í kjölfarið. Innandyra er bíllinn innréttaður með leðri og viði, ásamt málmi á ákveðnum stöðum. Farang- ursrýmið er 570 lítrar sem gerir hann samkeppnishæfan í sínum flokki. Að sögn Benný Ósk Harðardóttur, sölu- stjóra Mazda hjá Brimborg, er bíllinn væntanlegur síðla sumars til lands- ins. „Þetta er spennandi tengiltvinn- bíll með 2.500 kílóa dráttargetu. Við munum kynna verð á bílnum núna í vor,“ segir Benný. ■ Mazda CX-60 fyrir almenningssjónir Útlit nýja CX-60 sportjeppans er mildari útfærsla Kodo-hönnun- innar. Fljótandi upplýingaskjá er stjórnað með skruntakka og það eru eigin- legir takkar sem stjórna mið- stöðvarkerfi. njall@frettabladid.is Opel hefur lýst því yfir að merkið ætli að rafvæðast fyrir 2028 og hluti af þeirri áætlun er að koma með Mantra-nafnið aftur á markað. Þótt að Mantra verði ennþá Coupe þegar hann kemur á markað árið 2025 er það þó með öðru formi en áður, því að ný Mantra verður kúpulaga blendingsbíll líkt og Tesla Model Y og Polestar 2. Þannig mun hann fylgja nokkurn veginn línum Mantra-e tilraunabílsins sem frum- sýndur var í fyrra. Þar sem Opel er nú í eigu Stellantis mun bíllinn koma á STLA-undirvagninum sem þýðir að rúmlega 700 km drægi gæti verið í spilunum. ■ Opel Mantra sem rafbíll árið 2025 Opel Mantra-e tilraunabíllinn var frumsýndur árið 2021 og verður grunnur nýrrar Möntru þegar hún kemur á markað árið 2025. njall@frettabladid.is Nýjasta módelið í f lokki rafbíla frá VW-bílarisanum er ID. Buzz sem frumsýndur var á miðvikudag í Wolksburg í Þýskalandi. Um fjöl- notabíl er að ræða sem byggir á sama undirvagni og ID.3 og er því með 201 hestafls rafmótor við aftur- drif. Hægt verður að fá bílinn með allt að 77 kWst raf hlöðu en ekki hefur verið gefið upp hversu mikið drægi bíllinn hefur. Búast má við aðeins lægri tölum en í ID.3 þar sem bíllinn er bæði þyngri og stærri en loftmótstaða er samt ekki nema 0,28 Cd. ID. Buzz verður með 170 kW hleðslu sem virkar í báðar áttir, þannig að einnig verður hægt að fá rafmagn frá bílnum aftur inn á heimilið ef því er að skipta. Eins og sjá má af myndunum er bíllinn mjög svip- aður tilraunabílnum sem fyrst kom fram á sjónarsviðið 2017. ID. Buzz er 4.712 mm langur og hjólhafið rétt tæpir þrír metrar, en samt kemur hann bara í fimm sæta útgáfu, reyndar þá með 1.121 lítra farangurs- rými sem stækka má í 2.205 lítra með því að taka burtu aftari sætaröðina. Upplýsingakerfi og þess háttar er það sama og áður hefur sést í ID.3 og ID.4. Von er á öflugri fjórhjóladrif- inni útgáfu árið 2023 og 2024 kemur bíllinn í California Camper útgáfu. Framleiðsla á bílnum hefst seinna á árinu en fyrstu eintökin koma til Íslands í september, og mun verð liggja fyrir eftir þrjár vikur.■ VW frumsýnir loks ID. Buzz VW ID. Buzz var fyrst frumsýndur sem tilraunabíll á Bílasýningunni í Detroit árið 2017. Bíða þarf þar til lengri útgáfan kemur til að fá bílinn í sjö sæta útgáfu. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 12. mars 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.