Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 1
Neytendur hafa ekki hætt að kaupa á netinu en það hefur hægt verulega á þróuninni frá síðasta ári. Diðrik Örn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri hjá MediaCom 6 3 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 3 1 . M A R S 2 0 2 2 Ilmur leikur flókna konu Íslenskt hráefni í Parísarbúningi Menning ➤ 40 Lífið ➤ 44 HRINGINN OPIÐ ALLAN SÓLAR- Á GRANDA OG Í MJÓDD Pssst ... Einn smellur og maturinn lifnar við! – með Snjallverslun Krónunnar Þú finnur Snjallverslun Krónunnar í App store Play store kronan.is Hægt hefur á stafrænni net- verslun Íslendinga en hún náði hámarki á síðasta ári. magdalena@frettabladid.is VIÐSKIPTI Diðrik Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri stafrænna miðla hjá MediaCom og stundakennari við Háskólann í Reykjavík, segir að gull- öld netverslunar hafi náð hámarki. „Netverslun náði hámarki árið 2021 en það hefur verið að hægja á netverslun síðan. Neytendur hafa ekki hætt að kaupa á netinu en það hefur hægt verulega á þróuninni frá síðasta ári,“ segir Diðrik. Í mars árið 2021 hafi 48 prósent landsmanna keypt á netinu samkvæmt Netversl- unarpúlsi Prósents en 36 prósent nú. „Það sem hefur breyst frá árinu 2018 er að þá höfðu um 55 prósent fólks keypt í netverslun og 66 pró- sent svarenda höfðu keypt í erlendu netverslununum en nú hefur sú þróun snúist við. Síðustu mánuði hefur innlend netverslun 70 pró- senta vægi meðan erlend verslun hefur 30 prósenta vægi.“ Diðrik segir að Covid-19 faraldur- inn hafi neytt fólk til að versla meira á netinu en áður og leitt til þess að allir aldurshópar hafi kynnt sér kosti tækninnar. Diðrik bætir við að það sem sé fram undan í þessari stafrænu þróun sé að íslenskir kaupmenn þurfi að finna leiðir til að nálgast neytendur sem séu að minnka kaupin. SJÁ SÍÐU 10 Netverslun fer minnkandi P Ó L L A N D Ma rc i n P r z yd ac z , aðstoðarutanríkisráðherra Pól- lands, ræddi við blaðamann Frétta- blaðsins um innrásina í Úkraínu og öryggismál Evrópuþjóða í gær. Przydacz segir pólsku þjóðina ekki óttast Vladímír Pútín og hvetur Evrópu til að herða refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Pólverjar ák váðu nýlega að hætta alfarið að kaupa rússneska olíu og gas fram til áramóta og hafa aukið verulega við hernað- arútgjöld sín. „Það má aldrei verða að verðmiði verði settur á blóð úkraínskra borgara sem nú falla í innrásinni,“ segir Przydacz. SJÁ SÍÐU 8 Pólska þjóðin óttist ekki Pútín EFNAHAGSMÁL Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Vilhjálmur Birgisson, for- maður Starfsgreinasambandsins, eru á öndverðum meiði um hvort rétt sé að setja þak á verðtryggingu lána vegna mikillar og vaxandi verðbólgu. Þeir eru hins vegar einhuga um að nú þurfi víðtæka samstöðu um aðgerðir til að stemma stigu við af leiðingum uggvænlegrar verð- bólgu. Auk aðila vinnumarkaðarins þurfi stjórnvöld og Seðlabankinn að koma að borðinu. Enginn geti firrt sig ábyrgð. SJÁ SÍÐU 4 Vilja aðkomu stjórnvalda og Seðlabankans Fréttablaðið heimsótti dagvistun í Gorskiego í Varsjá þar sem tugir úkraínskra barna á flótta dvelja. Mörg þeirra glíma við alvarleg áföll eftir vikur af árásum. SJÁ SÍÐU 4 FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.