Fréttablaðið - 31.03.2022, Síða 8
Við erum
líka að
verja
Evrópu.
Það má
aldrei
verða að
verðmiði
verði settur
á blóð
úkraínskra
borgara
sem nú
falla í
innrásinni.
Björn
Þorláksson
bth
@frettabladid.is
Sigtryggur Ari
Jóhannsson
sigtryggur
@frettabladid.is
n Fréttablaðið
í Póllandi
Aðstoðarutanríkisráðherra
Póllands segir pólsku þjóð-
ina ekki óttast Pútín. Hann
hvetur Evrópuríki til að herða
aðgerðir gegn Rússum. Finna
þurfi nýja seljendur orku
því efnahagur Rússa standi
og falli með olíuútflutningi
ríkisins.
Marcin Przydacz, aðstoðarutanrík-
isráðherra Póllands, segir að aðild
að NATO sé lykilatriði í vörnum
heimsins í dag. Mjög gott samband
hafi skapast milli Bandaríkjanna
og stjórnvalda í Póllandi og gildi
einu þótt stjórnvöld í Póllandi
séu íhaldssamari en Demókratar
í Bandaríkjunum. Hann segir að
fundur Joes Biden Bandaríkjafor-
seta í Póllandi á dögunum hafi
verið mjög góður. Hann vill ekki
ráðleggja Finnum um hvort þeir
gangi í NATO en segir að innganga
Pólverja í Atlantshafsbandalagið
hafi verið gæfuskref.
Fréttablaðið er með blaðamann
og ljósmyndara í miðju atburða
við Úkraínu og í Póllandi. Blaðið
náði tali af ráðherranum í utan-
ríkisráðuneytinu í Varsjá í gær og
spurði fyrst hver viðbrögð ráð-
herrans væru við þeim ummælum
Pútíns að það tæki hann aðeins 48
klukkustundir að senda herlið til
sex höfuðborga og Varsjá væri ein
þeirra.
Przydacz segir Pólverja ekki ótt-
ast Pútín þótt hann belgi sig og
böðlist um Úkraínu. Átakasaga
Rússa sé löng og yfirgengileg. Stríðið
núna sé engin nýlunda. Hann vill
þó gera greinarmun á rússneskum
almenningi og stjórnvöldum.
Przydacz segir að ef ekki væri
fyrir gasið og olíuna hefðu Rússar
ekki margt fram að færa. Hann
vitnar í John McCain sem sagði að
Rússar væru ekki annað en ein risa-
stór bensínstöð í eigu mafíunnar.
Herða þurfi aðgerðir
Pólverjar ákváðu í gær að hætta
alfarið að kaupa olíu og gas af
Rússum fram til áramóta. Pólski
ráðherrann hvetur ríki Evrópu til
að herða enn frekar refsiaðgerðir
vegna innrásarinnar. Hann segir að
núverandi aðgerðir dugi augljóslega
ekki, því rússneska rúblan hafi náð
vopnum sínum eftir að hafa fallið
fyrst eftir innrásina.
„Við erum ekki bara að verja
okkur, við erum ekki bara að verja
Pólland þegar við aukum herafla,
verjum meira fé til varnarmála og
stöndum fyrir efnahagsaðgerðum
líkt og að hætta að kaupa gas og olíu
af Rússum eins og ákveðið hefur
verið til áramóta,“ sagði Przydacz.
„Við erum líka að verja Evrópu.“
Auka fé til varnarmála
Um gríðarlegan orkuskell verður
að ræða fyrir Pólland að óbreyttu
nema annað komi í staðinn. Hlut-
deild gass og olíu í orkuforða Pól-
verja hefur orðið allt að 30 prósent.
Ekki er þá allt upp talið, því fyrir-
sjáanlegt er að útgjöld Pólverja til
varnar- og öryggismála aukist nú
mjög auk þess sem þeir horfa til þess
að NATO styrki varnir landsins. Pól-
verjar hafa varið um 2 prósentum
af landsframleiðslu til öryggismála
um skeið en hækka nú hlutfallið í 3
prósent. Í lögum hefur verið veitt
heimild til að þeir geti varið 6 pró-
sentum af landsframleiðslu til varn-
ar -og öryggismála undir sérstökum
kringumstæðum.
„Við verðum að finna nýja selj-
endur orku,“ segir Przydacz. Horfa
þurfi til Noregs og auka áherslu á
græna og endurnýjanlega orku.
Ráðherrann vill ekki svara því
með beinum hætti hvort fjölgað hafi
verið í herliði Pólverja síðustu daga.
Hann segir um 300.000 hermenn
klára og að allir verði að leggja lið.
Hann segir helstu vonbrigðin eftir
innrásina hve önnur ríki eigi enn í
miklum viðskiptum við Rússa og
haldi þeim með viðskiptunum efna-
hagslega á floti.
„Það má aldrei verða að verðmiði
verði settur á blóð úkraínskra borg-
ara sem nú falla í innrásinni,“ segir
Przydacz.
Hann segir efnahag Rússa standa
og falla með þeim gríðarviðskiptum
sem felast í olíuútflutningi ríkisins.
Hvert einasta ár fái Rússland í sinn
hlut 132 milljarða evra fyrir við-
skiptin.
Um aðstoð Pólverja við Úkraínu,
þar sem Pólland hafi tekið við fleiri
f lóttamönnum á nokkrum vikum
en Þýskaland frá Sýrlandi fyrir
nokkrum árum á heilu ári eins og
ráðherrann orðar það, segir hann
bræðalag milli Póllands og Úkraínu.
„Ég er óendanlega stoltur af mínu
fólki, hvernig Pólverjar hafa hjálpað
til við þennan mikla vanda,“ segir
Przydacz. n
Segir Rússland bensínstöð í eigu mafíunnar
Marcin telur inn-
göngu Pólverja
inn í Atlants-
hafsbandalagið
hafa verið gæfu-
spor.
Fréttablaðið ræddi við ráðherrann í Varsjá í gærdag. Pólverjar hafa tekið við gríðarlegu magni af flóttafólki.
Viðbúnaður og gæsla hefur verið aukin til muna eftir að innrás Rússa hófst.
8 Fréttir 31. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐINNRÁS Í ÚKRAÍNU FRÉTTABLAÐIÐ 31. mars 2022 FIMMTUDAGUR