Fréttablaðið - 31.03.2022, Page 10
Það tók Íslendinga 20
ár að læra og þora að
nota bílastæðahús og
það sama er að gerast
með stafræna verslun.
Eimskip verður fyrir
óverulegum áhrifum af
innrás Rússa í Úkraínu.
Hægt hefur á stafrænni net-
verslun Íslendinga en hún náði
hámarki á síðasta ári. Þá eru
Íslendingar farnir að kaupa
meira í innlendu netverslun-
unum en þeir gerðu áður.
magdalena@frettabladid.is
Diðrik Örn Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri stafrænna miðla hjá
MediaCom og stundakennari við
Háskólann í Reykjavík, segir að gull-
tíð netverslunar hafi náð hámarki.
„Netverslun náði hámarki árið
2021 en það hefur verið að hægja á
netverslun síðan. Neytendur hafa
ekki hætt að kaupa á netinu en það
hefur hægt verulega á þróuninni frá
síðasta ári. Í mars 2021 voru 48 pró-
sent Íslendinga sem höfðu keypt á
netinu á meðan í mars 2022 voru 36
prósent Íslendinga samkvæmt Net-
verslunarpúlsi Prósents sem höfðu
keypt á netinu. Það sem hefur áhrif
eru útlandaferðir. Fólk er að fara í
auknum mæli til útlanda og kaupir
sjálft vöruna þar,“ segir Diðrik og
bætir við að fólk sé nú í meiri mæli
að kaupa úr innlendu netverslun-
unum en áður.
„Það sem hefur breyst frá árinu
2018 er að þá höfðu um 55 prósent
fólks keypt í netverslun og 66 pró-
sent svarenda höfðu keypt í erlendu
netverslununum en nú hefur sú
þróun snúist við. Síðustu mánuði
hefur innlend netverslun 70 pró-
senta vægi meðan erlend verslun
hefur 30 prósenta vægi. Þegar fólk
var spurt hvort það myndi kaupa
meira á netinu næstu mánuði þá
sögðu um 60 prósent svarenda að
þau myndu kaupa jafnmikið og
áður.“
Diðrik segir að Covid-19 faraldur-
inn hafi neytt fólk til að versla meira
á netinu en áður og leitt til þess að
allir aldurshópar hafi kynnt sér
kosti tækninnar.
„Áður en Covid kom til sögunnar
var notkunin ekki til staðar og fólk
veigraði sér við að fara á netið og
kaupa sökum þekkingarleysis. En
það sem gerðist í upphafi farald-
ursins var að elsti markhópurinn
sem er 55 ára og eldri tileinkaði sér
tæknina og yngri hóparnir kenndu
þeim eldri. Þannig að það má með
sanni segja að faraldurinn hafi
f leytt okkur töluvert áfram í notk-
un á stafrænum lausnum. Covid
kenndi okkur svo margt, ekki bara
neytendum heldur auglýsingafólki
líka. Það sem Covid kenndi aug-
lýsingafólki var að hugsa hlutina
upp á nýtt og það er það sem við í
Media Com köllum Covid-möntr-
una. Það er að vera með allsherjar
stafræna dekkun í bland við hefð-
bundnar auglýsingar. Það er margt
sem bendir til þess að fólk muni
nýta netið í auknum mæli til að
kaupa föt og skó en muni halda
áfram að versla í matinn með hefð-
bundnum hætti.“
Aðspurður hvort fólk muni í meiri
mæli nýta sér heimsendingarþjón-
ustu hjá fyrirtækjum þegar fram
líða stundir segir Diðrik að það
muni ráðast af nokkrum þáttum.
„Það sem fólk mun alltaf horfa til
er sendingarkostnaðurinn og þjón-
ustan verður að vera góð og betri
en að fara í verslunina sjálfa svo
netverslun haldi dampi. Það eru til
dæmis sífellt fleiri verslanir að bjóða
upp á fría sendingu og að varan komi
hratt og örugglega til viðskiptavin-
anna. Það er það sem skiptir mestu
máli í þessu. Einnig mun upplifun
notenda skipta mjög miklu máli,
upplifun neytanda sem versla á net-
inu er atriði sem rekstraraðilar net-
verslana ættu að huga vel að.“
Diðrik segir auk þess að ef skoðað
er hvaða hópar versli mest á netinu
komi ýmislegt áhugavert í ljós.
„Fólk sem býr á höfuðborgar-
svæðinu verslar til að mynda meira
á netinu heldur en fólk sem býr á
landsbyggðinni. Það er staðreynd
sem kemur verulega á óvart. Þeir
sem kaupa á netinu eru að jafnaði
með meiri menntun og hærri tekjur.
Síðan versla barnafjölskyldur meira
á netinu en aðrir. Sá aldurshópur sem
verslar mest á netinu er 25-34 ára.“
Diðrik bætir við að það sem sé
fram undan í þessari stafrænu
þróun sé að íslenskir kaupmenn
þurfi að finna leiðir til að nálgast
neytendur sem eru að minnka
kaupin.
„Hér á landi höfum við séð lítið
af tryggðarkerfum (e. loyality pro-
grams) til að halda í viðskiptavini.
Það er til dæmis lausn sem myndi
ýta Íslendingum til að kaupa meira
á netinu en ella. En við verðum að
hafa þolinmæði þegar kemur að
stafrænni þróun. Það tók Íslendinga
20 ár að læra og þora að nota bíla-
stæðahús og það sama er að gerast
með stafræna verslun. Þetta tekur
bara tíma.“ n
Gulltíð netverslunar hefur náð hámarki
Diðrik segir að kaupmenn þurfi að finna leiðir til að nálgast þá sem eru að minnka kaupin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
helgivifill@frettabladid.is
Jakobsson Capital verðmetur Eim-
skip átta prósentum lægra en mark-
aðsvirðið eða á 508 krónur á hlut.
Frá 1. október árið 2020 til dagsins
í dag hefur hlutabréfaverð fyrir-
tækisins hækkað um 324 prósent.
Fram kemur í verðmatinu að
rekstur f lutningafélagsins í fyrra
hafi verið magnaður.
„Félagið hafði lengi verið úti í
kuldanum hjá fjárfestum. Undir
lok ársins 2020 fór það að snúast
við og hefur gengi Eimskips hækk-
að nánast viðstöðulaust síðan þá.
Kostnaðarhagræðingar og önnur
straumlínulögun rekstursins í takt
við mikla tekjuaukningu leiddi til
þess að methagnaður var af rekstr-
inum árið 2021. Mikil eftirspurn
var eftir flutningaskipum og verð á
flutningum eftir því.“
Tekjur Eimskips jukust um 32
prósent á milli ára og námu 883
milljónum evra árið 2021. „Það
verður að teljast líklegt að árið í
ár mun ekki verða „spútnik“ ár í
líkingu við árið 2021,“ segir í verð-
matinu.
Reikna megi með að kostnaður
muni aukast. Kjarasamningar séu
að renna út og launahækkanir lík-
lega fram undan. Auk þess hafi
krónan verið að styrkjast gagnvart
evru. Það leiðir til þess að að inn-
lendur launakostnaður eykst.
„Olíuverð hefur hækkað mikið
sem mun hafa áhrif árið 2022. Hvað
varðar annan rekstrarkostnað í
f lutningsmiðlun mun hann lækka
um það sem nemur samdrætti í
tekjum f lutningsmiðlunar,“ segir
í verðmatinu sem Markaðurinn
hefur undir höndum. n
Verðmat lægra en markaðsgengi
Eimskip hefur verið á mikilli siglingu.
Fríar forskoðanir
fyrir laseraðgerðir
út apríl
Tímapantanir 414 7000
/Augljos
helgivifill@frettabladid.is
Stærsta breytingin sem orðið hefur
á vinnustaðamenningu Eimskips er
að nú er árangur mældur í afkomu
en ekki magni eins og áður var. Þetta
segir Vilhelm Már Þorsteinsson, for-
stjóri f lutningafyrirtækisins, í við-
tali við sjónvarpsþátt Markaðarins
sem sýndur var í gærkvöldi.
Hann segir að stóru hagræðingar-
verkefnum fyrirtækisins sé lokið
en það séu þó alltaf tækifæri til að
gera betur. Tækifæri sé til að standa
betur að rekstri frystigeymslna. Að
sama skapi sé verið að skoða sigl-
ingaleiðir, hvort færa eigi skip eða
setja stærri skip á einhverjar leiðir.
Vilhelm Már rifjar upp að hagrætt
hafi verið í rekstri Eimskips frá vor-
inu 2018 til haustsins 2020. Þær hag-
ræðingar hafi verið sársaukafullar.
Starfsfólki hafi verið fækkað sem og
skipum í rekstri. Siglingakerfinu hafi
verið breytt og flutningum hérlendis
og í Færeyjum.
„Við nutum góðs af því í fyrra að
vera með ódýrara og hagkvæmara
fyrirtæki í rekstri,“ segir hann.
Eimskip hefur tekist vel upp að
bæta jafnvægið í f lutningi yfir Atl-
antshafið en Vilhelm Már nefnir
að skipafélagið flytji mikið af mat-
vælum til Bandaríkjanna en minna
hafi verið um útf lutning þaðan
með skipunum sem sigldu þá leið.
„Við höfum notið góðs af því að
vera með frystigámaf lota fyrir
vestan,“ segir hann og nefnir sem
dæmi að íslenska fyrirtækið f lytji
vöruhúsaróbóta fyrir Amazon frá
Bandaríkjunum til Bretlands og
meginlands Evrópu. Hitastigið í
f lutningi á vélmennunum þurfi að
vera 25 gráður.
Eimskip verður fyrir áhrifum
af innrás Rússa í Úkraínu en þau
eru ekki veruleg, að sögn Vilhelms
Más. Eimskip reki frystiflutninga-
skip sem sigli upp og niður norsku
ströndina sem hafði tengingu við
Múrmansk í Rússlandi. Töluverð
viðskipti hafi verið á milli Norð-
manna og Rússa, sérstaklega með
fisk. Og hann nefnir að Eimskip
vilji „vera innan allra viðskipta-
þvingana“.
Auk þess hafi stríðið haft einhver
áhrif í Færeyjum. Færeyskur lax hafi
farið í miklum mæli til Rússlands
og Hvíta-Rússlands. Sá fiskur verði
seldur annað. „Ég veit að Færeyingar
eru á fullu að vinna í því. Við bind-
um vonir við að hann verði áfram í
okkar kerfum,“ segir Vilhelm Már.
Hann bendir á að íslenskar
útgerðir hafi sömuleiðis selt mikið
til Hvíta-Rússlands og Úkraínu.
„Þeir markaðir eru tímabundið í
óvissu.“ n
Eimskip mælir nú árangur í afkomu en ekki flutningamagni
Vilhelm rifjar
upp að hagrætt
hafi verið í
rekstri Eimskips
frá vori 2018 til
hausts 2020.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
10 Fréttir 31. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 31. mars 2022 FIMMTUDAGUR