Fréttablaðið - 31.03.2022, Side 13

Fréttablaðið - 31.03.2022, Side 13
Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa ákveðið að eyðileggja hluta fjörunnar í Skerjafirði. Það á að gera með uppfyllingu og einhvers konar nýrri gervifjöru út frá suður­ enda Reykjavíkurflugvallar. Málið er flókið af því að það tengist áralöngum deilum um flugvöllinn. Bretar byggðu þennan flugvöll eftir að þeir hernámu Ísland og við misstum fullveldið um skamma hríð. Þannig er flugvöllurinn lif­ andi minnismerki um þann tíma þegar útlendingar fóru með full­ veldisráðin. Enginn hefur haldið því fram að flugvöllurinn eigi að varðveitast sem áminning um þá atburði. En stundum er þó engu líkara. Samkomulag í lausu lofti Deilan stendur um landnotkun­ ina. Annars vegar eru þeir sem telja að landið verði best nýtt sem byggingarsvæði. Hins vegar eru þeir sem telja best að nota landið í þágu flugsamgangna. Stefna Reykjavíkurborgar hefur legið fyrir um langan tíma. Borgaryfirvöld vilja nýta landið og byggja upp hverfi með íbúðum og fjölbreyttri þjónustu. Í öndverðu var þessi stefnu­ mótun samþykkt í allsherjar­ atkvæðagreiðslu kjósenda í höfuð­ borginni þótt þátttakan hafi verið dræm. En niðurstaðan sýndi góða framtíðarsýn. Ríkisvaldið hefur formlega fallist á stefnu borgaryfirvalda í Reykjavík. Það hefur um leið gert samkomulag um að gera nýjan flugvöll eftir skoðun á öðrum kostum. Á móti hafa borgaryfir­ völd samþykkt að framlengja líf­ tíma flugvallarins á meðan. Allt er þetta skynsamlegt. Einhvern veginn virðist þetta samkomulag þó hanga í lausu lofti. Ríkið stendur ekki við sitt Í fyrsta lagi bendir ekkert til að innviðaráðherra ætli sér að finna flugvellinum nýjan stað. Hann er einfaldlega á móti breytingum. Í besta falli f lýtir hann sér svo hægt að í raun mun engin hreyfing komast á málið að óbreyttu. Því verður ekki séð að ríkis­ valdið áformi að standa við sam­ komulagið. Í annan stað hafa eldsumbrotin á Reykjanesi á síðasta ári sett strik í reikninginn. Hugsanlega dregur það úr kostum Hvassahrauns, sem einkum var litið til. Gagnvart þeim, sem vita ekki meir um boltaleik borgaryfirvalda og ríkisvaldsins með flugvöllinn en það sem fram kemur opinber­ lega, er eins og raunveruleikinn felist í því að flugvöllurinn fari ekki fyrr en sátt verður um að reka einn flugvöll fyrir innanlands­ og millilandaflug á suðvesturhorn­ inu. Enginn talar þó fyrir slíkri sátt enn sem komið er. Með greiðari samgöngum gæti hún þó verið skynsamleg. Athyglisvert er að enginn, ekki einu sinni fjármálaráðherra, ræðir kostnaðinn við að reka tvo stóra flugvelli nánast hlið við hlið með ekki meiri umferð en einn flug­ völlur getur auðveldlega annað. Rökin vantar Þetta þrátefli um flugvöllinn milli borgaryfirvalda og ríkisins færir okkur aftur að þeirri ákvörðun að eyðileggja hluta fjörunnar í Skerja­ firði. Í ljósi loforða ríkisins um flutning flugvallarins er þegar risið íbúðahverfi í norðausturkrika flugvallarsvæðisins. Takmark­ aður skilningur á náttúruvernd virðist ekki vera ástæðan fyrir því að eyðileggja á hluta fjörunnar í Skerjafirði vegna nýja hverfisins við suðurendann. Rökin fyrir eyðileggingunni eru þau að landskikinn við flugbraut­ ina sé of lítill og því verði hverfið ekki sjálfbært nema með uppfyll­ ingu. Enginn dregur í efa að þetta sé rétt reiknað. En við þessa röksemdafærslu er þó þetta tvennt að athuga: Ef flugvöllurinn er á förum innan fárra ára eins og samkomu­ lagið við ríkið gengur út á er meira en nægjanlegt pláss fyrir sjálf­ bært hverfi. Örfá ár í bið eftir því réttlæta ekki með nokkru móti eyðileggingu fjörunnar. Séu hins vegar engar raunveru­ legar líkur á að flugvöllurinn fari vegna afstöðu ríkisins er einfald­ lega ótímabært að byggja svæðið. Ábyrgðarleysi ráðherra veitir ekki skjól Augljóslega stendur upp á ríkis­ valdið að framkvæma samkomu­ lagið. Það er í sjálfheldu vegna forystuleysis ríkisstjórnarinnar. Pólitísk ábyrgð innviðaráðherra á sjálfheldunni er augljós. Það ábyrgðarleysi veitir borgaryfir­ völdum aftur á móti ekki skjól til að eyðileggja fjöruna. Faxaflóahafnir eyðilögðu nýlega hluta fjörunnar við innanvert Laugarnes með landfyllingu. Það var mikil skemmd á þeim friðsæla og lítt snortna reit í borgarlandinu. Ástæðulaust er að endurtaka þau mistök. n Fjöruvernd og flugvallarpólitík Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli Pólitísk ábyrgð inn- viðaráðherra á sjálf- heldunni er augljós. PRESSAN Í KVÖLD KL. 20.00 Hraður þáttur um helstu fréttamál líðandi stundar, í umsjón Sigurjóns M. Egilssonar. FIMMTUDAGUR 31. mars 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.