Fréttablaðið - 31.03.2022, Síða 20
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
TRAUST Í 80 ÁR
Fylgdu
okkur á
Facebook
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
LAXDAL
ER Í LEIÐINNI
GlæSikjólAR Í voRveiSlURnAR
Skoðið
laxdal.is
Tími hrútanna er nú í
algleymi en þeir eru þekktir
fyrir aðdáunarverðan stíl og
að skapa ný tískutrend.
thordisg@frettabladid.is
Hrútsmerkið er það fyrsta í dýra-
hringnum. Forn-Egyptar tengdu
stjörnumerkið við guðinn Amon
Ra sem var maður með hrúts-
höfuð og sagður tákna frjósemi
og sköpun. Það rímar ágætlega
við þá staðreynd að hrútar eru
oft ábyrgir fyrir að koma af stað
nýju tískutrendi, eins og til dæmis
mars-skvísurnar heimsfrægu Lady
Gaga og Sarah Jessica Parker, sem
báðar eru fæddar í hrútsmerkinu,
eru þekktar fyrir.
Þeir sem eru fæddir með sól
í hrúti eða rísandi hrútar kjósa
látlausan en áberandi tískufatnað
sem enginn getur fett fingur út í.
Hrútsmerkið stjórnar höfðinu og
vilja margir hrútar því gjarnan
skarta hatti eða hárskrauti,
eða klæðast einlitum
flíkum með fylgihlutum
í djörfum litum sem fá
aðra til að horfa á þá og
þrá.
Hrúturinn er eld-
merki, ákaft og ástríðu-
fullt, og fer einkar
vel að klæðast rauðu.
Þeir eru meira fyrir að daðra við
tískuna á sinn sjálfstæða hátt í stað
þess að fylgja hjörðinni eftir þegar
kemur að tískustraumum. Þeir
leiða tísku og trend en forðast þó
fjöldaframleiðslu og kjósa frekar
að klæðast flíkum eftir minna
þekkta hönnuði eða unga og upp-
rennandi.
Flottir hattar, svartur stuttur
kjóll, háir hælar, rauður fatnaður,
kakí, strigaskjór, camouflage-jakki
eða buxur, æfingagalli, strigaskór,
second-hand flíkur, hjólajakki
og há stígvél eru meðal þess sem
einkennir klæðnað hrúta sem eiga
það sameiginlegt sem stjörnu-
merki að vera kynþokkafullir,
hugrakkir, heiðarlegir, hvatvísir,
ástríðufullir, ævintýragjarnir og
fullir sjálfstrausts. Þeir kunna því
illa að vera niðurnjörvaðir, þeim
leiðist líka auðveldlega og sækja í
dýnamískar og orkugefandi upp-
lifanir.
Hrútar eiga bágt með að fela sig
í fjöldanum því þeir vekja yfirleitt
eftirtekt fyrir sterkan persónuleika
sem dregur aðra að sér, sem og
aðdáun annarra fyrir áberandi fas.
Því er engin furða að frægir hrútar,
eins og söngdívurnar Cel-
ine Dion, Mariah Carey
og Reba McEntire fylli
heilu þjóðarleikvangana
með sjarma sínum,
krafti og útgeislun, og
óhætt að segja að hrútar
ráði vel við miskunnar-
lausan heim frægðar
og frama, því þeir
mæta því sem heimurinn færir
þeim af öryggi, stæl og einstakri
fagurfræði, eins og sjá má hjá hrút-
unum Elton John, Lil Nas X og Lady
Gaga. ■
Þokkafullir hrútar sem daðra við tískuna
Lady Gaga er
ein af skraut-
legri konum
samtímans og
sannur hrútur
þegar kemur að
sjálfstæði í stíl.
Dívan Mariah Carey elskar svarta
litla kjóla eins og títt er um hrúta.
Mars-hrúturinn
Sarah Jessica
Parker er ein af
mestu skvísum
heimsins. Hún
sýnir hér og
sannar að rautt
er einkennislitur
hrútsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Hrútsskvísur vilja himinháa hæla.
Húfur og hermannaklæði.
4 kynningarblað A L LT 31. mars 2022 FIMMTUDAGUR