Fréttablaðið - 31.03.2022, Page 23

Fréttablaðið - 31.03.2022, Page 23
Listasafn Kópavogs í Gerðar- safni er forvitnilegt og lif- andi safn sem gleður gesti á öllum aldri með frábærum sýningum, viðburðum, safnbúð og girnilegu kaffi- húsi. „Ég er Reykvíkingur, alin upp af fjölskyldu sem hafði mikinn áhuga á myndlist og menningu. Menningin hefur því alltaf verið nálægt mér, sem og menningar- læsið: hvernig hægt er að túlka menningu á mismunandi hátt. Pabbi er bókmenntafræðingur, föðuramma mín lærði listfræði og föðurafi myndlist í Flórens. Móðurfjölskyldan hefur svo mikinn áhuga á söfnum, myndlist og ljósmyndum sem hluta af dag- legri næringu. Allt seytlaðist þetta í gegn þótt ég hafi ekki áttað mig á því fyrr en á háskólaárunum, hversu menningaruppeldið hafði sterk og viðloðandi áhrif á mig.“ Þetta segir Brynja Sveinsdóttir, nýr safnsstjóri Listasafns Kópa- vogs í Gerðarsafni. Brynja tók við starfi safnstjóra í október í fyrra en hafði þá unnið á safninu frá árinu 2015. Hún er menntuð í listfræði, heimspeki og hagnýtri menningarmiðlun og lauk auk þess námi í sýningar- stjórnun í Stokkhólmi. „Ég þekki hvern krók og kima í Gerðarsafni og þótt safneignin sé sú þriðja stærsta á landinu er það í sjálfu sér lítið safn. Það þykir mér kostur því teymið er lítið og þétt og sér um allar hliðar safnstarfs- ins, sem gefur færi á að kynnast fjölbreyttum hliðum þess og eiga víðara samtal um ólíka nálgun í starfinu. Starf safnstjóra er margþætt, því auk þess að sjá um reksturinn er það að setja listræna stefnu safnsins, ákveða sýningar og stóru línurnar í starfseminni, bæði hvað varðar sýningar, við- burði og viðmót, en líka safn- eignina, hvernig henni er miðlað,“ segir Brynja sem þessa dagana er hugleikið hvernig hægt er að tvinna saman heildræna upplifun og myndlist á listasafninu, bæði hið innra og ytra. Lifandi samtal við verk Gerðar Gerðarsafn var opnað árið 1994, eftir að erfingjar listakonunnar Gerðar Helgadóttur (1928-1975) færðu Kópavogsbæ að gjöf 1.400 listaverk úr dánarbúi Gerðar. Skil- yrði fyrir gjöfinni var að bærinn byggði listasafn sem tengdist nafni Gerðar, geymdi og sýndi verk hennar og héldi minningu hennar á lofti. „Ég kynntist verkum Gerðar vel eftir að ég byrjaði að vinna á safninu. Gerður var frumkvöðull innan íslenskrar myndlistar og mér þykir spennandi að miðla verkum hennar og vinna út frá hennar arfleifð og í hennar anda í öllu starfi safnsins. Gerður var mikil tilraunamanneskja og framúrstefnuleg á sínum tíma. Einmitt það er svo gaman, að teygja inn í okkar samtíma og láta tala við listamenn sem vinna á svipaðan hátt og hún gerði, prófa mörkin, ný efni og efnistök. Sýningar safnsins á samtíma- list eru því að kanna stefnur og strauma innan myndlistar og sjá hvert samtal listarinnar er við ólíkar hliðar samfélagsins. Það er því alltaf skemmtilegt að vinna með verk Gerðar og sem fyrir- mynd að ákveðnu viðhorfi, hug- sjón og nálgun. Ég legg því áherslu á að hún sé lifandi hluti af safninu og við erum alltaf með litla grunn- sýningu á neðri hæð Gerðarsafns þar sem verk hennar eru aðgengi- leg um leið og við gerum reglulega uppbrot með annarri sýningu inni í grunnsýningu Gerðar, eins Það þarf ekki að hvísla eða læðast á listasöfnum Brynja Sveinsdóttir er nýr safnstjóri í Gerðarsafni sem hún segir heillandi samkomustað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI og verður á HönnunarMars í maí með verkum Hönnu Dísar White- head. Því á sér stöðugt stað lifandi samtal við verk Gerðar,“ greinir Brynja frá. Fram undan er spennandi rannsóknarverkefni á ferli Gerðar Helgadóttur, en safnið fékk stóran styrk frá Safnasjóði til að fara í tveggja og hálfs árs rannsókn á ferli og verkum listakonunnar. „Við ætlum að skoða gögnin hennar Gerðar, bréfin og verkin, og gefa út bók og halda sýningu að rannsókn lokinni. Rannsóknir sem þessar getur maður sjaldan framkvæmt á söfnum, en á sama tíma er það virkilega mikilvægt og því frábært að fá stuðning til þess.“ Ólíkir snertifletir samtímalistar Gerðarsafn er lifandi og skemmti- legt listasafn heim að sækja. „Ég vil helst að allir líti á safnið, og reyndar öll söfn, sem heim- ilislegan stað sem er leyfilegt að detta inn á, hvort sem ætlunin er að eyða þar fimm mínútum eða klukkutímum, og hvort sem það er til að fara á kaffihúsið, í fræðslurýmið eða á sýningu. Að listasafn sé skapandi áfangastaður og aðgengilegur þar sem maður getur líka hangsað, án þess að setja sig í sérstakar stellingar. Söfn hafa stundum yfir sér áru þar sem á að læðast um og hvísla, en þau eru ekki svo hátíðleg. Ég vil að fólki finnist það alltaf velkomið og finn að fjölskyldufólk áttar sig æ betur á að Gerðarsafn er góður staður til að njóta samveru eftir leikskóla eða jafnvel verja heilum degi hjá okkur, og þannig vil ég hafa það,“ segir Brynja. Sjálf átti hún æskudrauma um að verða dýralæknir eða leikkona, og fiktaði ekkert við myndlist. „Ég er því engin myndlistarkona. Ég er meira í því að njóta myndlist- ar, skoða hana og túlka og nýt þess til hins ítrasta að sýningarstýra. Mér finnst gefandi að vinna að sýningum með listamönnum með ný verk en líka spennandi að setja upp sýningar með eldri verk og þá í nýju samhengi eða samtali, því það er hægt að skapa svo miklar frásagnir í gegnum sýningar,“ segir Brynja. Hún er í draumastarfinu. „Já, svo sannarlega. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og gefandi starf. Nú eru hér til dæmis fjöl- margir að vinna að uppsetningu sýningarinnar Stöðufundar sem verður opnuð á laugardaginn, 2. apríl, klukkan 15, og allir vel- komir. Því er mikið fjör í húsinu og á Stöðufundi verða sýnd verk eftir fimm myndlistarmenn og fimm rithöfunda sem taka afstöðu til samtímans okkar: hvernig við förum að eftir tveggja ára tak- markanir og frestun verkefna – já, hvað gerist nú? Sýningarnar okkar tala við hugðarefni samtímans og hafa snertifleti við aðrar greinar eins og þessi um myndlist og bókmenntir. Á HönnunarMars verður það myndlist og hönnun og á Listahátíð myndlist og dans, þegar Katrín Gunnarsdóttir dans- höfundur sýnir verk. Við leyfum myndlistinni því að teygja sig út fyrir sitt skilgreinda svið og það eru virkilega spennandi tímar í myndlistinni,“ segir Brynja og hlakkar mikið til opnunarinnar á laugardag. „Það er alltaf hátíðlegt að opna sýningu og gleðilegt að geta aftur boðið fólki á opnun eftir langar takmarkanir og til að samgleðj- ast listafólkinu að geta loks sýnt afrakstur vinnu sinnar. Stöðufund- ur er einmitt hægmallandi sýning sem átti að opna 2020 en sem veiran hamlaði æ ofan í æ. Spenn- andi hluti af þema sýningarinnar er líka hvað gerum við þegar við stöðnum í tíma? Er kannski enn 2020, þegar allt var sett í pásu?“ Samkomustaður fyrir túlkun og sköpun Við Gerðarsafn er stór og fallegur garður með vindbelg og leiktækj- um fyrir börn, og náið sambýli við önnur menningarhús í Kópavogi, svo sem Salinn, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Bókasafn Kópavogs og Héraðsskjalasafnið. „Við vinnum öll mikið saman, enda eru miklir möguleikar í því að hafa þverfaglega nálgun í menn- ingarstarfi, eins og nú með Nátt- úrustofunni þar sem við skoðum umhverfissjónarmið í sýningum og finnum snertifleti á milli mynd- listar og náttúru. Þá erum við alltaf með spennandi starf í fræðslu- rýminu Stúdíó Gerðar, kaffihúsið Reykjavík Roasters er sívinsælt fyrir æðislegar kræsingar og safn- búðin freistandi með fögrum listmunum. Það eru þessar ólíku hliðar sem gera Gerðarsafn ein- mitt að spennandi viðkomustað og alltaf er hægt að dunda sér við ótal margt.“ Brynja segir gesti Gerðarsafns líka skemmtilega og ólíka. „Hingað koma gestir sem fylgjast vel með myndlist, aðrir mæta á viðburði í fræðslurýminu okkar og á laugardögum er vinsælt að koma á fjölskyldustund sem eru þrír viðburðir í samvinnu við Menn- ingarhúsin í Kópavogi, og á mið- vikudögum eru ýmist tónleikar, fyrirlestrar eða leiðsögn í hádeg- inu. Þá höfum við yndi af því að taka á móti skólahópum enda eru börn svo ótrúlega klár og tilbúin að mynda sínar eigin skoðanir. Það er gaman að sjá hvernig þau eru orðin vön nálgun og orðræðu í myndlist, því þau eru skapandi í hugsun og þora að nálgast listina og túlka á eigin forsendum. Þau sem eru hér heimavön fara rak- leiðis að skoða sín uppáhaldsverk, halda sína fyrirlestra um Gerði og skúlptúra og nokkrir krakkar í nágrenninu koma á eigin vegum, hoppa í garðinum, koma inn að teikna og svo aftur heim. Allt er þetta draumur að fylgjast með.“ n Í Gerðarsafni njóta gestir sín á öllum aldri, enda fádæma fallegt safn með margvíslegt til yndisauka og dundurs. kynningarblað 3FIMMTUDAGUR 31. mars 2022 MYNDLIST Á ÍSLANDI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.