Fréttablaðið - 31.03.2022, Qupperneq 26
Tinna Gunnarsdóttir
Snert á landslagi
Touching Landscape
66°05’35.2”N 18°49’34.1”W
26. febrúar – 15. maí 2022
Hallgerður Hallgrímsdóttir
Fáeinar vangaveltur um ljósmyndun – III. hluti
A Few Thoughts on Photography – Vol. III
22. janúar – 18. apríl 2022
Menningar- og lista-
miðstöð Hafnarfjarðar
The Hafnarfjörður Centre
of Culture and Fine Art
Opið kl. 12–17
Lokað á þriðjudögum
Ókeypis aðgangur
Open 12–5 p.m.
Closed on Tuesdays
Strandgata 34
220 Hafnarfjörður
www.hafnarborg.is
6 kynningarblað 31. mars 2022 FIMMTUDAGURMYNDLIST Á ÍSLANDI
Þórunn Bára Björnsdóttir
myndlistarmaður hefur verið
virk í íslenskri myndlist á
undanförnum árum. Þórunn
fæst við náttúruskynjun og
samspil manns og umhverfis
í verkum sínum. Hún gengur
út frá náttúruvísindum í
verkum sínum.
elin@frettabladid.is
„Myndefni mitt síðustu tvo áratugi
er þróun lífs í Surtsey með tilvísun
í framlag náttúrufræðinga sem
þar stunda rannsóknir á tilurð
og framþróun lífs frá upphafi,“
útskýrir Þórunn en segist þó aldrei
hafa komið í Surtsey enda eyjan
friðuð. „Kveikjan að verkunum
tengist hugleiðingum um tilvistina
almennt, stöðu náttúrunnar í ljósi
loftslagsbreytinga og afleiðingar af
atferli mannsins, aðlögunarhæfn-
ina, lífsbaráttuna, seiglu, rótfestu
og samtengingu alls í tilverunni og
mikilvægi hverrar einingar fyrir
sig í lífskeðjunni sem aldrei má
brotna,“ bætir hún við.
Þórunn Bára lauk listnámi
frá listaháskólanum í Edinborg
og frekara námi við Wesleyan-
háskóla í Bandaríkjunum. Hún
er félagi í SÍM og hefur haldið
sýningar árlega hérlendis og
erlendis, meðal annars hjá Gallerí
Fold. Hún starfar að myndlistinni
á vinnustofu sinni að Grenimel
21 þar sem fólk getur komið í
heimsókn. Verk hennar eru auk
þess til sýnis og sölu á Gallerí Fold
og á vefsíðu Apollo Art frá því að
það fyrirtæki tók til starfa, sjá
apolloart.is. Apollo er góð viðbót
í listageiranum sem leiðir saman
áhugasaman listunnanda og lista-
manninn í gegnum traust fagfólk
en það opnar möguleika til heima-
mátunar á listaverkum og spjalli
við listamanninn.
Endalaus uppspretta hugmynda
Náttúran er Þórunni ofarlega í huga
þegar rætt er um listsköpunina.
„Það má segja að ég eyði löngum
stundum í hugleiðingar um lífið og
tilveruna í gegnum Surtsey,“ segir
hún. „Surtsey er mjög áhugavert
fyrirbæri í náttúrunni og okkar
eigin samtíma og í raun mynd-
birting þess sem gerist í náttúrunni
í víðari skilningi. Þarna upphefjast
hlutirnir úr engu og síðan verða
sífelldar breytingar eins og eru
alltaf í náttúrunni. Í mínum huga
er Surtsey blómleg en ég er með
tilvísun í fyrirmyndir eins og berg-
tegundir og jarðveg, þótt plöntu-
lífið hafi átt huga minn undanfarið.
Mögulega mun ég flytja mig yfir
í grænna gras en mig langar að
taka fyrir landsvæði á Íslandi með
villiplöntum, til dæmis vatna- eða
hálendisplöntum. Ég mun samt
ekki sleppa Surtsey því þar er enda-
laus uppspretta hugmynda,“ segir
Þórunn Bára.
Fegurðin í náttúrunni
„Ég lít svo á að listin hafi mikil-
vægu hlutverki að gegna við að
breyta viðhorfi áhorfandans til
náttúrunnar með þjálfun í nátt-
úruskynjun. Skynhyggja er van-
nýtt í samfélaginu en hún er ekki
síður mikilvæg en rökhyggja. Við
þurfum að þora og megna að ná
utan um náttúruna til að tryggja
okkur og afkomendum okkar betri
framtíð,“ bendir hún á og bætir
við: „Náttúruvísindin færa okkur
þekkingu og leiðir til betra lífs.
Önnur leið er að gera fólki kleift
að skynja og upplifa meðvitað og
draga þannig eigin ályktanir af því
sem fyrir augun ber. Slík upplifun
setur listina í persónubundið sam-
hengi við reynslu, minningar og
tilfinningar. Án skynjunar verður
engin hugsun. Frá því að ég var
barn var ég alltaf með hugann við
jörðina, eilíflega að safna, skapa og
búa til úr mold, grjóti og blómum,“
Þórunn hefur þá trú að nátt-
úran sé góð fyrir alla. „Fegurðin í
náttúrunni gerir okkur að betra
fólki. Að vera í náttúrunni hefur
jákvæð áhrif á sál og líkama. Sam-
spil manns og náttúru er flókið og
brothætt. Breytt hugmyndafræði
gegnum aldirnar hefur talið okkur
trú um að við séum yfir náttúruna
hafin og þannig rofið tengslin við
okkar eigin uppruna, jörðinni og
okkur sjálfum til óhamingju og
vanlíðunar. Við berum sameigin-
lega ábyrgð á umhverfi okkar og
náttúru og þurfum að auka nátt-
úrusiðfræði með tilliti til velferðar
jarðar. Það verður að gerast með
hraði því að vandinn felst mikið
til í stigvaxandi skerðingu á lífs-
skilyrðum jarðarinnar,“ segir hún
með áherslu á orð sín. „Ég reyni
að færa náttúruna til fólksins með
myndlistinni. Við gleymum því oft
að við erum hluti af náttúrunni og
eigum að lifa í sátt við hana. Jörðin
er okkar eina heimili.“ ■
Sækir innblástur í Surtsey
Þórunn Bára myndlistarmaður segir að við berum sameiginlega ábyrgð á
umhverfi okkar og náttúru og þurfum að auka náttúrusiðfræði með tilliti til
velferðar jarðar. MYND/AÐSEND
Surtsey er Þórunni hugleikin en
þessi mynd nefnist Fjaran.
Hjúpur er annað verk eftir Þórunni
þar sem innblásturinn kemur frá
Surtsey en verkin eru margs konar.