Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2022, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 31.03.2022, Qupperneq 30
Vöruhönnuðurinn Rebekka Ashley Egilsdóttir heillaðist af sveppasamfélaginu fyrir ári og veitti það henni inn blástur í nýrri fata- og sveppabúnaðarlínu sem hún mun sýna á HönnunarMars í maí. jme@frettabladid.is Rebekka fékk fyrst áhuga á mat- sveppum fyrir tveimur árum, sum- arið eftir útskrift úr vöruhönnun í Listaháskóla Íslands 2020. „Ég kynntist þá þessu samfélagi sem snýst um að fara út í náttúruna, dvelja þar, leita sér matar og borða hann frítt. Í fyrra sökkti ég mér svo almennilega ofan í þetta og fór sjálf í sveppaferðir. Meðal annars fór ég upp á heiði á Vestfjörðum þar sem mikið finnst af matsveppum. Þá fattaði ég hversu mikið veiðisport þetta er. Það er meira að segja veiðitímabil einu sinni á ári, frá lokum júlí fram í miðjan septem- ber, líkt og er í öðru veiðisporti,“ segir Rebekka. Annars konar bráð Allt frá útskrift segist Rebekka hafa unnið verkefni sem tengjast textíl og endurvinnslu á honum. „Ég vann meðal annars í verkefninu Flokk till you dropp. Þar var ég að skapa verðmæti úr hráefni sem annars færi til spillis með því að sauma úr ónýtum textíl frá Rauða krossinum. Eftir það hannaði ég og saumaði fyrirmynd að umbúðum úr tilfallandi seglaefni frá Segla- gerðinni fyrir Spjara fataleigu. Þessar umbúðir eru í framleiðslu núna. Núna hanna ég mína fyrstu eiginlegu fatalínu sem nefnist Góð bráð og byggir á áhuga mínum á sveppatínslukúltúrnum. Fata- línuna vinn ég í samstarfi við Veiðifélagið í Nóatúni. Þaðan fæ ég ónýtar veiðigræjur eins og vöðlur og fleira til þess taka sundur, kryfja, byggja upp og skapa nýtt. Hugmyndin er að endurnýta ónýtar veiðigræjur sem oftast eru ætlaðar til að veiða fisk, gæsir og önnur dýr, til þess að búa til nýjar veiðigræjur með annars konar bráð í huga.“ Minnir á bráðina „Í veiðiverslunum er mikið til af f lottum græjum fyrir veiði- menn sem vilja skjóta dýr, en mér finnst vanta aðeins upp á þennan kúltúr fyrir grænkerana. Góð bráð er tilvísun í bráð sem hentar grænkerum, það er sveppina, og þá hattsveppi aðallega. Meðal annars sauma ég vesti, hanska og hatt með aðferð sem nefnist á ensku „fabric manipulation“ þar sem ég sauma í efnið til að forma það. Í veiðivestinu sauma ég efnið í renninga sem minnir í fanirnar á hattsveppum. Svo forma ég gerviefni í litla bolta og sýð. Við það bráðnar efnið, umbreytist og minnir á sveppagró. Svo ætla ég að gera ofna sveppakörfu úr svipuðu efni, en aðalatriðið er að karfan hleypi sveppagróunum í gegn, svo sveppirnir geti fjölgað sér. Sveppa- tínslumaðurinn labbar þannig um skóginn og sáir gróum í leiðinni. Algengustu sveppategundirnar á Íslandi eru hattsveppir. Einnig eru til kantarellur og kóralsveppir sem líta út eins og kóralrif. Ég ætla þá Sveppirnir veittu henni innblástur Rebekka Ashley er handviss um að sveppaveiðin sé veiði framtíðarinnar. Til dæmis þurfi ekki veiðileyfi til að tína sveppi. Góð bráð er tilvísun í bráð sem hentar grænkerum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Rebekka segir að til séu nokkrar appelsínugular tegundir af sveppum og gulum einnig. Efnið minnir á sveppagró. Rauði liturinn vísar í berserkjasvepp sem veldur heiftarlegum magakrömpum. Sveppatínsla er sjálfbær tómstund sem gefur færi á að njóta gæða- stunda í náttúrunni og afla sér matar. að búa til hanska sem vísa í kóral- svepp. Litirnir í línunni eru aftur til- vísun í sveppina í íslenskri náttúru. Brúnir eru langalgengastir og því nota ég mikið brúna litinn. Svo eru nokkrir appelsínugulir og gulir. Einnig nota ég aðeins rauðan og hvítan sem er tilvísun í Berserks- svepp. Svo nota ég líka ljósbláan því ein tegund af ljósbláum svepp vex á Íslandi.“ Hugmyndin spratt í veiðiferð Rebekka ætlar líka að búa til sér- stakt sveppatínslusett. „Ég fann það sjálf í sveppatínslunni í haust að það mætti gera ýmislegt til að auðvelda sveppaveiðina. Ég var þarna í skóginum með fjöl- skyldunni og kærastanum með alls konar græjur, sveppahandbókina, í regnjakka og með körfu og fleira. Ég fann einhvern svepp og þurfti að leggja bókina frá mér. Svo þurfti ég að leggja hnífinn frá mér til að verka sveppinn. Svo þegar ég ætlaði að taka hlutina upp þá féllu þeir svo vel að skógarbotninum að ég átti í vandræðum með að finna þá aftur. Því verða öll tólin í Góð bráð-kittinu í áberandi litum þannig að það er auðvelt að koma auga á græjurnar ef þær lenda á jörðinni. Einnig verður einfalt að setja hlutina á sinn stað í kittinu í stað þess að leggja þá frá sér. Þar á meðal verður sérstakur sjúkrakassi fyrir veiðimenn eða göngugarpa. með hlutum sem nýtast sveppaveiðimanninum lendi hann í ógöngum. Þarna verða plástrar, enda eru sveppahnífar beittir. Einnig verður lítill miði með símanúmerinu hjá eitrunar- miðstöð Landspítalans. Ef þú heldur að þú hafir borðað eitraðan svepp, eða einhver í kringum þig, þá er vissara að hafa símanúmerið á hentugum stað. Einnig langar mig að búa til sveppahníf og einhvers konar lyktartól sem einangrar svepp- inn og gerir það auðveldara fyrir sveppatínslumanninn að þefa af sveppnum til að greina hann. Svo verður lítill sveppabursti með og tól til að verka sveppinn. Það er svo skemmtilegt að vera vel kittaður í veiðiferðinni.“ Veiði framtíðarinnar Rebekka sér fyrir mér að sveppa- tínslan sé veiði framtíðarinnar. „Ég hugsaði með mér: Hvernig getur vinahópurinn farið saman í sveppaveiðiferðir, komið sér upp öllu kittinu, farið saman að leita sér að mat og eyða saman dýr- mætum stundum í náttúrunni? Þetta er veiði sem allir geta auð- veldlega byrjað á. Það þarf ekki að kaupa veiðileyfi á sveppi. Þetta er líka sjálfbær tómstund, að fara út og verða sér úti um mat á eigin spýtur, verka hann sjálfur, allt án þess að drepa dýr. Á sama tíma ver maður tíma í náttúrunni og vottar henni virðingu sína. Núvitundin er þannig líka stór hluti af þessu. Þú tínir ekki bara hvaða svepp sem er, því það getur endað illa og jafnvel með dauðsfalli. Við matsveppa- tínslu er mikilvægt að staldra við og nota öll skynfærin til að greina sveppinn. Það þarf að horfa á sveppinn, snerta, skera í hann, þefa af honum og meta aldur og ástand. Þetta krefst staldurs, einbeitingar og núvitundar. Veiðigræjurnar í Góðri bráð endurspegla alla þessa þætti,“ segir Rebekka. „Sveppaveiðisportið eykst sífellt í vinsældum og í kringum höfuð- borgarsvæðið eru sveppirnir fljótir að hverfa þegar þeir spretta. Það þarf því oft að fara í sérstakar ferðir út fyrir næsta nágrenni borgarinn- ar til að finna eitthvað. Mig langar því í framhaldi af sýningunni á HönnunarMars að bjóða upp á ferðir í haust fyrir sveppatínslufólk og áhugamenn. Sjálf er ég enginn sérfræðingur og því væri gaman að fá einhvern, sem er vel að sér, með í ferðirnar, til að fræða fólk um mat- sveppi í íslenskri náttúru og búa til smá veiðikúltúr í kringum þetta. Þá geta fjölskyldu- og vinahópar gert eitthvað skemmtilegt í haust.“ n FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir Jóhann Waage sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5656 / joha nwa ge@frettabladid.is Laugardaginn 9. apríl gefur Fréttablaðið út sérblað um KoN r í upplýsiNg tæKNi Talsvert af ungum konum hafa fetað slóðina í upplýsingatækninni eða hafa áhuga á námi því tengdu. Út frá því langar okkur að tengja saman þessa póla semsagt upplýsingatæknina, fyrirtækin og konurnar sem vinna í geiranum sem og að taka á náminu fyrir þær sem hafa í hyggju að fara þá braut á næstunni. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 6 kynningarblað A L LT 31. mars 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.