Fréttablaðið - 31.03.2022, Page 44

Fréttablaðið - 31.03.2022, Page 44
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is ninarichter@frettabladid.is Air-fryer ofnar eru næstir í röðinni á nytjamörkuðum Sorpu, að mati sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, sem hvetur Íslendinga til að hugsa sig um og fá lánað áður en keypt er nýtt raftæki. Fjölbreyttar tegundir neyslu-æða Íslendinga í heimsfar- aldrinum eru sýnileg í þeirri losun sem skilar sér til Sorpu. „Við áttum fund með Sorpu um daginn og erum að reyna að fá mynd af raftækjasóun Íslendinga. Það er brjálæðislega mikið f lutt inn af raftækjum. Við ákváðum að byrja á þessum öfuga enda sem við viljum að sé sem fyrirferðar- minnstur,“ segir Þorbjörg Sandra Bakke, sérfræðingur á sviði hring- rásarhagkerfis og loftslagsmála hjá Umhverfisstofnun. „Maður sér ótrúlega vel hvað hefur verið í tísku. Við erum með raftækjafókus núna. En þau [hjá Sorpu] segja að nú sé Covid-neyslan að koma í ljós og allt að fyllast af ketilbjöllum,“ segir hún. Að sögn Þorbjargar Söndru er vel sýnilegt á nytjamörkuðum hvaða æði hefur gengið yfir árið á undan. „Af því að það eru svo margir sem kaupa eitthvað svona vanhugsað og nota allt of lítið,“ segir hún. „Svo er þetta bara komið í Góða hirðinn fyrr en varir. Og auðvitað er alveg rétt að fara með þetta þangað, en þetta er bara oft svo mikið. Það er vandinn, það er ekki þörf á þessu dóti,“ segir Þorbjörg Sandra. „Okkar mat er að fólk þurfi að hugsa sig tvisvar um og fá lánað þess í stað hjá öðrum. Ef maður fréttir af nýjum græjum og finnst eitthvað geggjað, þá er kannski fyrsta skrefið, ef maður er mjög spenntur, að prófa hjá ein- hverjum öðrum,“ segir hún. „Og kannski horfa til baka: Er ég búin að taka þátt í öllum svona æðum? Er ég að kaupa tæki á tveggja ára fresti?“ n Nytjamarkaðir fyllast af ketilbjöllum Þorbjörg Sandra Bakke, sérfræð- ingur hjá Umhverfisstofnun. N Ó I SÍ R Í US Hinir sívinsælu Nóa Hnappar sóma sér einstaklega vel í páskaeggjum og það er óhætt að segja að hnappaeggin okkar séu sannkallaðir hnappafengir! Við bjóðum upp á tvær ómótstæðilegar tegundir í ár, hið klassíska perluhnappaegg og frábæra nýjung sem svíkur engan, saltkaramelluhnappaegg! Ekki missa af þessum hnappdrættisvinningum! Matreiðslumenn frá veitinga- húsinu Les Enfants du Marché í París taka í kvöld yfir verð- launaða veitingastaðinn Skál! sem staðsettur er í Mathöll- inni á Hlemmi. Eigandi staðar- ins heimsækir Ísland í fyrsta sinn ásamt eiginkonu sinni og teymi matreiðslumanna, og lætur vel af landi og þjóð. ninarichter@frettabladid.is „Við þurftum að tengjast eyjunni og byggja tengingu við hráefnið. Þetta er svo fallegt land, sennilega það fallegasta sem ég hef séð á ævinni,“ segir matreiðslumaðurinn Michael Grosman, eigandi veitingastaðarins Les Enfants du Marché í París sem er á matarmarkaðinum Les Enfants Rouges í Le Marais-hverfinu. Hreifst af náttúru landsins Michael sker brokkolíní-stöngla í gríð og erg og dásamar eiginkonu sína sem situr við barinn á Skál! Hjónin ferðuðust út fyrir höfuð- borgina í gær til að dást að nátt- úru landsins og tengjast hráefninu betur. „Það er tilfinning hérna og orka sem við erum mjög hrifin af. Þegar þú kemur beint frá París er þetta algjörlega dásamlegt. Við vorum svo hissa þegar við komum til Reykja- víkur, að vera komin í siðmenningu og bílaumferð strax fimm mínút- um eftir að hafa verið í algjörlega ósnortinni náttúrunni.“ Erfitt að finna óunninn fisk Kokkarnir vinna með íslenskt ferskt hráefni. „Það var svolítið erf- itt að finna það, en við vinnum með frönsku tæknina í skapandi eldhúsi. Þetta er rosa f lott.“ Michael segir mikilvægt að byggja brú milli land- anna tveggja með matargerð. „Ég held að fólkið hér þurfi að einbeita sér að fersku hráefni. Það var mjög erfitt að finna heilan óunninn fisk hérna. Ég skil að sjávarútvegurinn sé stór. En hér erum við að vinna með ferskan fisk. Hráefnið er mikil- vægasti þátturinn í allri matargerð.“ Kom með fínustu frönsk vín Michael segist eingöngu bjóða upp á náttúruvín á veitingastaðnum sínum í París. Hann dregur fram þrjár flöskur sem hann segir að séu framúrskarandi frönsk vín, þar á meðal flösku af víngarði vinar síns í Suður-Frakklandi. „Við ákváðum, í ljósi þess að Skál! er með framúr- skarandi úrval af vínum, að koma með eitthvað virkilega dýrt og flott og því seljum við bæði hálf og heil glös af þessum vínum í kvöld,“ segir hann. Hafa hlotið fjölda verðlauna „Veitingastaðurinn okkar er stað- settur á elsta matarmarkaði borgar- innar. Þarna er hægt að kaupa mat og blóm og líka setjast niður og fá sér góðan mat með frábæru víni. Við bjóðum upp á matinn við bar- borð undir skýli. Við höfum fengið fjölda viðurkenninga en áherslan hjá okkur liggur í því að njóta þess að vera til og gleðja fólk með góðum mat og víni,“ segir Michael. „Þetta er hvatinn. Þetta er góður staður með góðum lífrænum mat, lífrænum vínum, góðri tónlist.“ Ekki stífur staður Aðspurður hvernig hann hafi fundið teymið í eldhúsið segist Michael vera lánsamur. „Ég hef kynnst fólki í gegnum glasið,“ segir hann. „Ég held að ég sé heldur ekkert voðalega erf- iður í umgengni,“ segir hann og hlær. „Þetta er lifandi staður og við erum ekki stíf. Fólk má segja það sem það vill og tjá sig um matinn og vínið. Við erum ungt teymi og við höfum tæki- færi til að vera með pop-up viðburði eins og hér, þannig að þetta er bara rosa kúl,“ segir Michael. n Ferskt íslenskt hráefni í Parísarbúningi í kvöld  Franski mat- reiðslumaður- inn Michael Grosman mun töfra matgæð- inga landsins upp úr skónum á Skál! í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Kræklingur að vestan að hætti Grosman. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 28 Lífið 31. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.