Fréttablaðið - 02.04.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.04.2022, Blaðsíða 2
Ef menn setjast niður á sushi-stað á þessum slóðum má heita öruggt að allt að 70 prósent af því masago sem menn eru að neyta þar eigi uppruna sinn í Vestmannaeyjum. Binni í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum Stangveiðitímabilið hafið 100% náttúruleg hvannarrót 60 HYLKI FÆÐUBÓTAREFNI hvannarrót Leyndarmál hvannarrótar Loft í maga? Glímir þú við meltingartruflanir? Næturbrölt Eru tíð þvaglát að trufla þig? Fæst í næsta apóteki, heilsuvöru- verslun, Hagkaupum og Nettó. Stangveiðitímabilið hófst formlega í gær og voru margir veiðimenn eflaust ánægðir að komast aftur út með stöngina eftir langan vetur. Myndin er tekin af stangveiðimönnum í Leirá í Leirársveit en þar veiddust í gær tuttugu og tveir fiskar, var þeim öllum sleppt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Íslensk loðnuhrogn eru eftir- sótt sem aldrei fyrr til sushi- gerðar, líklegt er að sá sem sest niður á fínum sushi-stað á vesturströnd Bandaríkjanna fái afurð frá Vestmanna- eyjum. ser@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Íslensk loðnu- hrogn eru eftirsótt sem aldrei fyrr til sushi-gerðar, jafnt í Japan sem og á veitingastöðum um allan heim sem leggja áherslu á matargerð úr landi hinnar rísandi sólar. Þetta þekkja útf lytjendur á íslenskum fiskafurðum, á borð við Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, öðru nafni Binni í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, en sá hinn sami framkvæmdastjóri eins öflugasta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækis landsins segir það vera með ólík- indum hvað hrognaframleiðendur í Eyjum hafi náð sterkri markaðs- stöðu vestra, einkum og sér í lagi á vesturströnd Bandaríkjanna. „Ef menn setjast niður á sushi- stað á þessum slóðum má heita öruggt að allt að 70 prósent af því masago sem menn eru að neyta þar eiga uppruna sinn í Vestmanna- eyjum,“ segir Binni, en masago er einmitt japanska heitið á loðnu- hrognum sem þykja lostæti í jap- anskri matargerð fyrir nú utan að skreyta réttinn með ágengum og alla vega litum sínum. Spyrja má hver ástæðan sé fyrir þessum einstaka árangri í útflutn- ingi loðnuhrogna til margra bestu og viðurkenndustu sushi-staða í Vesturheimi. Og það stendur ekki á svari hjá Binna í Vinnslustöðinni í Eyjum. „Margra áratuga þróunar- vinna okkar manna,“ svarar hann að bragði og vitnar í söguna. Japanskir kaupendur loðnu- hrogna hafi fyrir hálfri öld eða svo horft upp á fiskvinnslufólkið í Eyjum missa hrognin í gólfið. „Þeir sáu þarna mikil verðmæti fara í súginn og strengdu því kjötgrisju undir affallið af loðnunni sem tók þá á móti því sem út af féll. Þar með héldu menn eftir verðmætum sem áður höfðu skilað sér niður í ræsin.“ Þessi vakning hafi hrint af stað nýsköpun. Eyjamenn áttaðu sig ekki einasta á því að það þurfti að halda hrognunum til haga heldur urðu þau þeim mun verðmætari sem hreinsun þeirra batnaði. „Og nú hjálpaði hraunið í Eyjum,“ útskýrir Binni. „Með því að bora tuttugu til þrjátíu metra ofan í hriplekt yfirborðið hér í Eyjum komu menn niður á ómengaðan og örveru frían sjó sem reyndist kjör- inn til að hreinsa hrognin.“ Hann kveðst vonsvikinn fyrir þær sakir að verkafólkið í Eyjum, um og upp úr gosi, hafi ekki fengið eitt klapp fyrir að þróa þessar hreinsunaraðferðir sem nú skili árangri á heimsvísu í útflutningi á masago frá eyjunni undan Íslandi á marga bestu sushi-staði vestanhafs og víðar um lönd. ■ Fiskvinnslur Eyjamanna eiga masago-markaðinn Masago skreytir sushi-réttina og gefur þeim lit, en Eyjamenn hafa stóraukið markaðshlutdeild sína á þessum litríka mat í Vesturheimi. ser@frettabladid.is BÍLAR Tesla var mest seldi bíllinn á Íslandi í mars með 240 selda bíla samkvæmt nýjum tölum frá Bíl- greinasambandinu, en Toyota kemur þar á eftir með 217 selda bíla. Sala nýrra fólksbíla heldur áfram að aukast jafnt og þétt frá áramót- um, en fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafa 3.218 bílar selst í samanburði við 2.089 bíla í sömu mánuðum á síðasta ári. Sala nýrra fólksbíla í mars jókst um ríf lega 50 prósent miðað við mars í fyrra, en alls var skráður 1.451 nýr fólksbíll í mars í ár en 956 nýir fólksbílar í sama mánuði í fyrra. Til einstaklinga seldust 734 nýir fólksbílar í mars samanborið við 570 á sama tíma í fyrra og er því aukning í sölu til einstaklinga nærri 30 prósent milli ára í mars. Á árinu 2022 hafa selst 1.675 nýir fólksbílar til einstaklinga en í fyrra hafði selst 1.261 nýr fólksbíll á sama tíma sem þýðir aukningu í sölu til einstakl- inga um þriðjung á þessu ári. Á árinu 2022 hefur sala nýrra fólksbifreiða í ökutækjaleigur auk- ist gríðarlega og hefur sú aukning hlutfallslega mest áhrif á sölukipp nýrra fólksbifreiða á þessu ári. Nýorkubílar eru tæplega 66 pró- sent allra seldra nýrra fólksbíla á árinu en hlutfall nýorkubíla heldur áfram að aukast jafnt og þétt sam- kvæmt þessari talnasamantekt Bíl- greinasambandsins. ■ Tesla var mest seldi bíllinn í mars arib@frettabladid.is SAMFÉLAG Þónokkrir féllu fyrir apríl gabbi Fréttablaðsins sem birtist í blaðinu í gær. Þar sagði frá fölskum fiski og kjöti af tilraunastofu í boði á veitingastaðnum Brút. Þeir Ólafur Örn Ólafsson og Ragnar Eiríksson, veitingamenn á Brút, sátu fyrir á mynd með kjöt- og fiskbita í tilraunaskálum. Með því fylgdi hvatning til að smakka þessa afurð sem ræktuð hafði verið á tilraunastofum Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar. Fréttablaðið vill þakka Ólafi, Ragnari og Kára Stefánssyni, for- stjóra Íslenskrar erfðagreiningar, fyrir þátttöku sína í gabbinu. Nokkrir munu hafa viljað smakka þetta ræktaða kjöt, þá hafði annar fjölmiðill samband vegna umfjöll- unar um þetta stórmerkilega fram- tak. Það er því miður eitthvað í að boðið verði upp á tilraunastofu- ræktað kjöt og fisk á veitingastöð- um höfuðborgarinnar. ■ Langt í ræktað kjöt Kjötið og fiskurinn hjá Ragnari Eiríks- syni og Ólafi Erni Ólafssyni voru af gamla skólanum, ekki frá tilrauna- stofu Kára Stefánssonar. 2 Fréttir 2. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.