Fréttablaðið - 02.04.2022, Side 2
Ef menn setjast niður á
sushi-stað á þessum
slóðum má heita
öruggt að allt að 70
prósent af því masago
sem menn eru að neyta
þar eigi uppruna sinn í
Vestmannaeyjum.
Binni í Vinnslustöðinni í
Vestmannaeyjum
Stangveiðitímabilið hafið
100% náttúruleg
hvannarrót
60 HYLKI FÆÐUBÓTAREFNI
hvannarrót
Leyndarmál
hvannarrótar
Loft í maga?
Glímir þú við
meltingartruflanir?
Næturbrölt
Eru tíð þvaglát
að trufla þig?
Fæst í næsta apóteki, heilsuvöru-
verslun, Hagkaupum og Nettó.
Stangveiðitímabilið hófst formlega í gær og voru margir veiðimenn eflaust ánægðir að komast aftur út með stöngina eftir langan vetur. Myndin er tekin af
stangveiðimönnum í Leirá í Leirársveit en þar veiddust í gær tuttugu og tveir fiskar, var þeim öllum sleppt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Íslensk loðnuhrogn eru eftir-
sótt sem aldrei fyrr til sushi-
gerðar, líklegt er að sá sem
sest niður á fínum sushi-stað
á vesturströnd Bandaríkjanna
fái afurð frá Vestmanna-
eyjum.
ser@frettabladid.is
SJÁVARÚTVEGUR Íslensk loðnu-
hrogn eru eftirsótt sem aldrei fyrr
til sushi-gerðar, jafnt í Japan sem
og á veitingastöðum um allan heim
sem leggja áherslu á matargerð úr
landi hinnar rísandi sólar.
Þetta þekkja útf lytjendur á
íslenskum fiskafurðum, á borð við
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
öðru nafni Binni í Vinnslustöðinni
í Vestmannaeyjum, en sá hinn sami
framkvæmdastjóri eins öflugasta
útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækis
landsins segir það vera með ólík-
indum hvað hrognaframleiðendur
í Eyjum hafi náð sterkri markaðs-
stöðu vestra, einkum og sér í lagi á
vesturströnd Bandaríkjanna.
„Ef menn setjast niður á sushi-
stað á þessum slóðum má heita
öruggt að allt að 70 prósent af því
masago sem menn eru að neyta þar
eiga uppruna sinn í Vestmanna-
eyjum,“ segir Binni, en masago er
einmitt japanska heitið á loðnu-
hrognum sem þykja lostæti í jap-
anskri matargerð fyrir nú utan að
skreyta réttinn með ágengum og
alla vega litum sínum.
Spyrja má hver ástæðan sé fyrir
þessum einstaka árangri í útflutn-
ingi loðnuhrogna til margra bestu
og viðurkenndustu sushi-staða í
Vesturheimi. Og það stendur ekki
á svari hjá Binna í Vinnslustöðinni
í Eyjum. „Margra áratuga þróunar-
vinna okkar manna,“ svarar hann
að bragði og vitnar í söguna.
Japanskir kaupendur loðnu-
hrogna hafi fyrir hálfri öld eða
svo horft upp á fiskvinnslufólkið í
Eyjum missa hrognin í gólfið. „Þeir
sáu þarna mikil verðmæti fara í
súginn og strengdu því kjötgrisju
undir affallið af loðnunni sem tók
þá á móti því sem út af féll. Þar með
héldu menn eftir verðmætum sem
áður höfðu skilað sér niður í ræsin.“
Þessi vakning hafi hrint af stað
nýsköpun. Eyjamenn áttaðu sig
ekki einasta á því að það þurfti að
halda hrognunum til haga heldur
urðu þau þeim mun verðmætari
sem hreinsun þeirra batnaði.
„Og nú hjálpaði hraunið í Eyjum,“
útskýrir Binni. „Með því að bora
tuttugu til þrjátíu metra ofan í
hriplekt yfirborðið hér í Eyjum
komu menn niður á ómengaðan og
örveru frían sjó sem reyndist kjör-
inn til að hreinsa hrognin.“
Hann kveðst vonsvikinn fyrir
þær sakir að verkafólkið í Eyjum,
um og upp úr gosi, hafi ekki fengið
eitt klapp fyrir að þróa þessar
hreinsunaraðferðir sem nú skili
árangri á heimsvísu í útflutningi á
masago frá eyjunni undan Íslandi á
marga bestu sushi-staði vestanhafs
og víðar um lönd. ■
Fiskvinnslur Eyjamanna
eiga masago-markaðinn
Masago skreytir sushi-réttina og gefur þeim lit, en Eyjamenn hafa stóraukið
markaðshlutdeild sína á þessum litríka mat í Vesturheimi.
ser@frettabladid.is
BÍLAR Tesla var mest seldi bíllinn
á Íslandi í mars með 240 selda bíla
samkvæmt nýjum tölum frá Bíl-
greinasambandinu, en Toyota
kemur þar á eftir með 217 selda bíla.
Sala nýrra fólksbíla heldur áfram
að aukast jafnt og þétt frá áramót-
um, en fyrstu þrjá mánuði þessa árs
hafa 3.218 bílar selst í samanburði
við 2.089 bíla í sömu mánuðum á
síðasta ári.
Sala nýrra fólksbíla í mars jókst
um ríf lega 50 prósent miðað við
mars í fyrra, en alls var skráður
1.451 nýr fólksbíll í mars í ár en
956 nýir fólksbílar í sama mánuði
í fyrra.
Til einstaklinga seldust 734 nýir
fólksbílar í mars samanborið við
570 á sama tíma í fyrra og er því
aukning í sölu til einstaklinga nærri
30 prósent milli ára í mars. Á árinu
2022 hafa selst 1.675 nýir fólksbílar
til einstaklinga en í fyrra hafði selst
1.261 nýr fólksbíll á sama tíma sem
þýðir aukningu í sölu til einstakl-
inga um þriðjung á þessu ári.
Á árinu 2022 hefur sala nýrra
fólksbifreiða í ökutækjaleigur auk-
ist gríðarlega og hefur sú aukning
hlutfallslega mest áhrif á sölukipp
nýrra fólksbifreiða á þessu ári.
Nýorkubílar eru tæplega 66 pró-
sent allra seldra nýrra fólksbíla á
árinu en hlutfall nýorkubíla heldur
áfram að aukast jafnt og þétt sam-
kvæmt þessari talnasamantekt Bíl-
greinasambandsins. ■
Tesla var mest
seldi bíllinn í mars
arib@frettabladid.is
SAMFÉLAG Þónokkrir féllu fyrir
apríl gabbi Fréttablaðsins sem birtist
í blaðinu í gær. Þar sagði frá fölskum
fiski og kjöti af tilraunastofu í boði á
veitingastaðnum Brút.
Þeir Ólafur Örn Ólafsson og
Ragnar Eiríksson, veitingamenn á
Brút, sátu fyrir á mynd með kjöt-
og fiskbita í tilraunaskálum. Með
því fylgdi hvatning til að smakka
þessa afurð sem ræktuð hafði verið
á tilraunastofum Háskóla Íslands og
Íslenskrar erfðagreiningar.
Fréttablaðið vill þakka Ólafi,
Ragnari og Kára Stefánssyni, for-
stjóra Íslenskrar erfðagreiningar,
fyrir þátttöku sína í gabbinu.
Nokkrir munu hafa viljað smakka
þetta ræktaða kjöt, þá hafði annar
fjölmiðill samband vegna umfjöll-
unar um þetta stórmerkilega fram-
tak. Það er því miður eitthvað í að
boðið verði upp á tilraunastofu-
ræktað kjöt og fisk á veitingastöð-
um höfuðborgarinnar. ■
Langt í ræktað kjöt
Kjötið og fiskurinn hjá Ragnari Eiríks-
syni og Ólafi Erni Ólafssyni voru af
gamla skólanum, ekki frá tilrauna-
stofu Kára Stefánssonar.
2 Fréttir 2. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ