Fréttablaðið - 02.04.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.04.2022, Blaðsíða 4
Hætta er á að eitt fámennasta sveitarfélag landsins missi þjónustusamninga sína um skóla, félagsþjónustu, slökkvi- lið og fleiri lögbundnar skyldur. Oddviti segir sveitar- félagið hafa fleiri möguleika. kristinnhaukur@frettabladid.is VESTURLAND Borgarbyggð mun hætta að þjónusta Skorradalshrepp frá og með 1. júní næstkomandi verði ekki komnir á þjónustusamningar fyrir 1. maí. Samningar hafa verið lausir í meira en ár og viðræður ganga afar illa. Í Skorradalshreppi búa 58 manns og því þarf hann að kaupa mjög stóran hluta af þjónustunni, sem hreppnum er lagalega skylt að sinna, af nágrönnum sínum. Leikskólavist, grunnskólavist, félagsþjónustu, tóm- stundir og slökkvilið þar á meðal. Stóra ágreiningsefnið eru grunn- skólamálin. Borgarbyggð vill að greitt sé hlutfall af rekstrarkostn- aði en Skorradalur vill greiða sam- kvæmt viðmiðunargjaldskrá Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borg- arbyggðar, segir hana aðeins eiga við um skammtímaúrræði. „Við viljum að Skorradalshreppur greiði því sem nemur kostnaði þjón- ustunnar,“ segir Þórdís. „Við teljum eðlilegt að sveitarfélagið sé ekki að greiða með þjónustu við íbúa Skorradalshrepps.“ Samningarnir losnuðu um þar síðustu áramót. „Við gerðum um daginn tillögur að samningum og hreppurinn kom með athugasemdir sem við gátum ekki sætt okkur við. Í apríl verður haldinn lokafundur um hvort hægt sé að ná samningum eða ekki,“ segir Þórdís. Það hefur orðið breyt- ing á mannahaldi og þarna eru komnir inn aðilar sem ætla að snúa upp á höndina á Skorradal. Árni Hjörleifs- son, oddviti Skorradals- hrepps FÁRÁNLEGA LÁGT VERÐ Við bjóðum upp á takmarkað magn af hjólbörðum og felgum fyrir fólksbíla, minni jeppa, stærri jeppa og pallbíla. Ný og ónotuð dekk á ótrúlegu lágu verði. Gott úrval af dekkjum og felgum. Hér fyrir neðan má sjá verðdæmi um dekk og felgur í boði: Dekkja- og felgugangar: 32” 255/75R17 - 199.000 kr. 33,5” 285/60R20 - 199.000 kr. 33” 275/70R18 - 179.000 kr. Dekkjagangur: 15” 185/55R15 - 49.800 kr. 30” 265/60R18 - 69.960 kr. 33” 275/70R18 - 79.600 kr. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ISBAND.IS, DEKK@ISBAND.IS OG Í SÍMA 590 2323 FYRSTIR KOMA - FYRSTIR FÁ ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 07:45 - 17:00 Fleiri stærðir í boði. Uppgefið verð er heill umgangur eða 4 stk með vsk. Hætta þjónustu við Skorradalshrepp náist ekki samningar í mánuðinum n Þrjú í fréttum Borgarbyggð sinnir stórum hluta af þjónustu við íbúa Skorradals- hrepps. FRÉTTABLAÐIÐ/ PJETUR Árni Hjörleifsson, oddviti Skorra- dalshrepps, er harðorður í garð Borgarbyggðar og segir fulltrúa hennar sýna hroka. „Það hefur orðið breyting á mannahaldi og þarna eru komnir inn aðilar sem ætla að snúa upp á höndina á Skorradal,“ segir Árni. „Þeir segja alla samninga sem gerðir hafa verið ónýta og skrifa þurfi þá upp á nýtt.“ Hann segir fráleitt að halda því fram að nemendur úr Skorradal auki kostnaðinn, greitt sé fyrir alla sérþjónustu. „Það ætti nú að vera tekjuauki að fá nemendur úr Skorradal,“ segir Árni og líkir þessu við viðskiptavini hjá fyrirtæki. „Við erum að borga margfalt hærra fyrir þjónustu í Borgarbyggð en önnur sveitarfélög borga fyrir sambærilega samninga,“ segir Árni en auk grunnskólasamningsins sé slökkviliðssamningurinn erfiður. Íbúar í Skorradal greiði hátt í 140 þúsund krónur á haus en íbúar Borgarbyggðar aðeins 15 þúsund. Slökkviliðsbíll Skorradals, sem Borgarbyggð eigi að hýsa á Hvann- eyri, sé á hrakhólum. „Við erum mjög ósátt við hvernig umhirðan hefur verið á þessum bíl,“ segir Árni. Í Fréttablaðinu í gær lýsti fram- k væmd a st jór i Þrosk a hjá lpa r áhyggjum af því að minnstu sveitarfélögin gætu ekki sinnt skyldu sinni gagnvart fötluðu fólki. Skorradalshreppur er eitt af þeim sveitarfélögum sem mótmælt hafa þvinguðum sameiningum. Könnun var gerð á sameiningarkostum við Borgarbyggð eða Hvalfjarðarsveit árið 2014 sem íbúarnir höfðu ekki áhuga á. Hefur engin umræða um þetta verið síðan. Árni segir að Skorradalshreppur hafi aðra möguleika til að þjónusta íbúana náist ekki samningar við Borgarbyggð. Til dæmis við Akra- nesbæ og Hvalfjarðarsveit. Hann segist þó bjartsýnn á að málið leys- ist. „Í samningum eiga báðir aðilar að vera álíka sáttir. Annar á ekki að valta yfir hinn,“ segir hann. n 46 prósent Reykvíkinga vilja að Reykjavíkur- flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. 6.153 krónur eru meðallauna- kostnaður á Íslandi. 865 hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi síðan 1. janúar. 21,3 prósent telja að sveitar- félögin eigi að fara með málefni fatlaðra. 6 hafa smitast þrisvar af Covid-19 á Íslandi. Will Smith, kvikmyndaleikari vakti heimsat- hygli þegar hann sló grínistann Chris Rock utan undir á Óskars- verðlauna- hátíðinni. Kinn- hesturinn var tilkominn vegna brandara Rocks um eiginkonu Smiths, Jödu, sem féll illa í kramið hjá hjónunum. Smith, sem vann til verðlauna sama kvöld, baðst síðar afsökunar á hegðun sinni og Rock tilkynnti að hann myndi ekki kæra málið til lögreglu. Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona tjáði sig í fyrsta skipti opinber- lega um alvar- lega líkamsárás sem hún varð fyrir árið 2012. Í forsíðuvið- tali Vikunnar sagðist hún hafa kært fjölmiðlamanninn Hjört Hjartarson fyrir líkamsárás en þar sem þau hefðu náð samkomulagi sín á milli hefði málið aldrei farið fyrir dóm. Bubbi Morthens, tónlistarmaður Bubbi kallaði eftir nýjum tónlistarverð- launum. Sagði hann að Íslensku tónlistarverð- launin væru komin „í svo mikið bull“ þar sem vinsælustu lögin í landinu væru hunsuð ár eftir ár. n n Tölur vikunnar 4 Fréttir 2. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.