Fréttablaðið - 02.04.2022, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 02.04.2022, Blaðsíða 64
Mæðginin Bjarni Gabríel Bjarnason og Eva Dögg Sigurgeirsdóttir hafa síðustu vikur verið að undirbúa fermingardag Bjarna Gabrí­ els, en hann er með sínar hugmyndir um hvernig hann vill hafa drauma­ fermingardaginn. sjofn@frettabladid.is Í þættinum Matur og heimili á dögunum gaf Bjarni Gabríel áhorfendum innsýn í hvernig góða fermingarveislu gjöra skal. „Á ferm- ingardaginn langar mig að allir sem mér þykir vænt um séu með mér að halda upp á daginn. Ég vil að allir séu glaðir og að það sé mikið stuð í veislunni. Mig langar að hafa skemmtilegar veitingar bæði fyrir mig og vini mína og svo líka fyrir fullorðna. Mig langar að hafa poppvél, nammibar og selfí-box þar sem fólk getur tekið myndir. Svo langar mig bara að hafa geggjað stuð allan daginn og bara eiga frábæran dag,“ segir Bjarni Gabríel sem valdi líka drauma- veitingarnar í veisluna í samráði við móður sína. Bjarni Gabríel valdi að vera með hollustuhorn fyrir vinina og Fabrikkuborgara, svo vildi hann vera með eitthvað fyrir heldra fólkið eins og hann orðar svo vel og þá komu canapé- snitturnar frá Jómfrúnni sterkar inn. „Svo langar mig að bjóða upp á flotta fermingartertu á gamla mátann, eins og var í veislum hér áður, fyrir svona eitís.“ Uppáhaldslitirnir í forgrunni „Þema veislunnar er smá í bland, mig langaði að hafa uppáhalds- litina mína, blöðruskreytingar og falleg lifandi blóm í forgrunni. Síðan ætla ég að stilla upp takka- skónum mínum og fótbolta á borðið þar sem gestabókin verður. Mamma var alveg sammála þem- anu og því sem mig langar að hafa í veislunni. Það má segja að þetta sé smá retró, bóhó þema þar sem blár og silfurlitaður blær svífur yfir,“ segir Bjarni Gabríel enda er hann með sjálfstæðar skoðanir og veit hvað hann vill. Hann valdi sér líka falleg grá jakkaföt með svörtu vesti í Kingsman-stíl svo það má segja að hann hafi hugsað fyrir hverju smáatriði. „Við fengum fallegar blöðru- skreytingar og selfí-myndabox frá Partýbúðinni og blöðrulengjur frá Confetti Sisters, ásamt fleira skemmtilegu skrauti og popp- uðum þetta upp með lifandi blómum,“ segir Eva, og sá í hendi sér að það væri upplagt að fá aðstoð við að setja skreytingarnar þar sem þau völdu að halda upp á stóra daginn í Cavasalnum. „Ég fékk stelpurnar í Balún til setja upp skreytingar, eins og blöðrulengj- urnar og stilla upp nammibarnum. Frábært að geta panta þjónustu þeirra gegnum heimasíðuna þeirra, balun.is.“ Lifandi blóm mynda heildarstemninguna Eva fékk Hrafnhildi Þorleifsdótt- ur, blómaskreyti frá Blómagall- eríinu við Hagamel, til að aðstoða við val á blómum og ná heildarút- komunni á umgjörð veislunnar. „Til að binda veitingaborðið saman eru lifandi blóm full- Þema fermingarbarnsins tekið alla leið Bjarni Gabríel hugsar vel um mataræðið og vill bjóða upp á hollar veitingar fyrir íþróttafólkið, sjálfur æfir hann fótbolta af fullum krafti. Hann valdi því Lemon-samlokur og -djúsa sem eru í miklu uppáhaldi hjá honum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Veitinga- borðið er hið glæsilegasta og mikið um náttúrulegan efnivið, blóma- skreytingin er frá Blómagall- eríi og fallegu viðarbrettin, bæði kringlóttu og ílöngu, eru frá Bakó Ísberg. Canapé-snitt- urnar eru frá Jómfrúnni og makkarón- urnar eru frá Tertugalleríi Myllunnar eins og fermingar- tertan. Nammibar er orðinn algengur í fermingarveislum. Girnilegar litlar snittur gleðja gesti. komin og í þessu tilfelli gerði ég eina stóra skreytingu með fal- legri samsetningu af afskornum blómum – það verður allt fallegra þegar blóm lenda á borðinu,“ segir Hrafnhildur og bætir við að það sé ótrúlega gaman að leika sér með blóm þegar kemur að því að skreyta í veislum. „Það er líka mjög fallegt að vera með skreytingar á gesta- borðunum, til að mynda mis- stóra glæra vasa þar sem villtir blómvendir eða stök falleg blóm raðast saman við og verða í raun upphafið að óskrifuðu ævintýri veislunnar, blóm eru svo mikið augna konfekt.“ n Grandagarði 13 Glæsibæ, 5.hæð eyesland.is fylgja með kaupum á gleraugum! Frí sólgler Grandagarði 13 Glæsibæ, 5.hæð eyesland.is 6 kynningarblað A L LT 2. apríl 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.