Fréttablaðið - 02.04.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.04.2022, Blaðsíða 6
 Það er óvenjulegt að haldnar séu tvær jarðarfarir á dag en það er búið að gerast nokkrum sinnum. Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju LÖNG HELGI Í PRAG WWW.UU.IS HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS Á SUMARDAGINN FYRSTA Komdu með í langa helgarferð til Prag, undir fararstjórn Helgu Thorberg. Prag, borg hinna 100 turna, var lengi sem falinn gimsteinn þegar leiðir lágu frekar til stórborga Vestur-Evrópu. En nú til dags er Prag með blómlegustu og vinsælustu ferðamannaborgum Evrópu. Prag er einnig þekkt fyrir mat og drykk og úrval veitingastaða sem bjóða upp á þjóðlegan sem og alþjóðlegan mat. Brugghúsin í Prag eru nú 35, sum ný en önnur sem byggja á eldri grunni. BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR, ÚRVAL 3 OG 4 STJÖRNU HÓTELA MEÐ MORGUNMAT, ÍSLENSK FARARSTJÓRN, AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI INNIFALIÐ Í VERÐI: 21. - 25. APRÍL VERÐ FRÁ 134.700 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Fararstjóri Helga Thorberg Mikið álag er á útfararstofum og kirkjum landsins vegna útfara. Stundum kemst fólk ekki að og þarf að skipta um kirkju. Aflétting hafta er talin líkleg skýring á þessu. kristinnhaukur@frettabladid.is SAMFÉLAG Dauðsföll hafa verið óvenjumörg að undanförnu og skipulagning útfara hefur verið krefjandi. Presta og starfsfólk útfararstofa grunar að þessi aukn- ing tengist afléttingu samkomutak- markana. „Þetta er búið að vera stærsti mánuðurinn hjá okkur,“ segir Lára Árnadóttir, skrifstofustjóri hjá Útfararstofu kirkjugarðanna. En það er stærsta útfararstofa landsins. „Samstarfið á milli útfararstofanna hefur verið gott og við höfum leyst þetta. Það hefur allt gengið upp sem betur fer,“ segir Lára. Meðal þess sem hefur verið krefj- andi er að geta boðið upp á nægt framboð af líkkistum. Seinkun á gámasendingu í síðustu viku hafi ekki hjálpað til. Lára segir hins vegar að stofan hafi þurft að leysa mál þessu tengt. „Við létum þá suma kúnna njóta góðs af því að fá eitt- hvað betra,“ segir hún. Mest er það eldra fólk sem er að falla frá. Lára segir að sig gruni að opnanir hjúkrunarheimila hafi sín áhrif, en fullorðið fólk er viðkvæm- ara fyrir smitandi veirum. „Í Grafarvogskirkju höfum við verið með fjórar jarðarfarir á viku í svolítinn tíma og stundum tvær á dag,“ segir séra Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur. „Það er óvenjulegt að haldnar séu tvær jarðarfarir á dag en það er búið að gerast nokkrum sinnum,“ segir hún. Aðspurð um hvenær þessi bylgja hófst segir hún hana hafa byrjað um áramótin en einkum í febrúar. Veltir hún því fyrir sér hvort þetta tengist afléttingu haftanna. Grafarvogskirkja hefur ekki getað tekið við öllum bókunum og Guðrún segir að þurft hafi að færa margar athafnir í aðrar kirkjur. Kirkjan haldi ekki biðlista en mikið álag sé í bókunum. Engar reglur eru í gildi um hversu langt megi líða frá andláti til útfarar. Flestar eru þó haldnar 10 til 14 dögum eftir andlát. Séra Guðmundur Karl Brynjars- son, sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi, hefur einnig fundið fyrir aukningu. „Það hafa verið margar útfarir í Lindakirkju undanfarið. Ég get staðfest það,“ segir hann. Hann man þó aðeins eftir einu til- felli þar sem þurft hafi að færa útför í aðra kirkju. Skipulagið sé þó búið að vera krefjandi. „Við reynum alltaf að f inna lausnir með fólki og stundum þarf að breyta dagsetningum,“ segir Guðmundur. Á veturna er safnaðar- starfið láta ganga fyrir. Á þriðjudög- um og miðvikudögum er fermingar- fræðslan. „Þá eru fáir dagar eftir sem úr er að spila,“ segir hann. 101 andlát tengt Covid-19 hefur verið tilkynnt til Embættis land- læknis. Þá hefur inflúensan einnig verið afar skæð í vetur. Um miðjan mars greindi Fréttablaðið frá því að umframdauðsföll um áramót, umfram meðaltal síðustu ára, hefðu verið 30,3 prósent. Það er það mesta síðan faraldurinn hófst og öfug þróun miðað við önnur Evrópu- lönd. ■ Óvenjumörg dauðsföll í febrúar og mars skapa álag á útfararstofur Fjöldi jarðarfara hefur reynt á líkkistubirgðir landsins. MYND/AÐSEND kristinnhaukur@frettabladid.is SUÐURLAND Vegagerðin var í gær sýknuð af kröfum sex landeigenda í Hornafirði vegna eignarnáms í tengslum við breytingar á Þjóðvegi 1. Málið er búið að taka langan tíma og er ekki lokið enn. Samið var við tugi landeigenda vegna breytingarinnar, sem tengist gerð nýrrar brúar yfir Hornafjarðar- f ljót. Ellefu neituðu hins vegar að semja og gert var eignarnám á hluta jarða þeirra og bætur ákveðnar 76 milljónir samanlagt. Sex töldu eignarnámið ólöglegt og höfðuðu málið, sem var tekið fyrir árið 2020. Töldu þau þá vegleið sem Vegagerðin vildi upphaflega, númer 1, bæði ódýrari og umhverf- isvænni. Sveitarfélagið Hornafjörð- ur hafi hins vegar viljað þá vegleið sem á endanum var valin, númer 3b, til þess að stytta leiðina inn að Höfn. Málsvörn Vegagerðarinnar var hins vegar sú að leið 3b væri öruggari. Helgi Sigurðsson, dómari í Hér- aðsdómi Reykjavíkur sem kvað upp dóminn, viðurkenndi að málið væri gríðarlega matskennt. „Þetta er mál sem á ábyggilega heima á æðra dómstigi,“ sagði hann við landeig- endur eftir uppkvaðningu. Þá var allur málskostnaður látinn niður falla. Fari svo að málinu verði ekki skot- ið til æðri dómstóls á að minnsta kosti eftir að útkljá gagnstefnu Vegagerðarinnar gegn landeigend- unum. En Vegagerðin vill að eignar- námsbæturnar verði lækkaðar. Í umfjöllun Fréttablaðsins þann 13. nóvember árið 2020 kom fram að Vegagerðin hefði talið landsvæðið of stórt og of hátt metið af mats- nefnd. Einnig hefði rask af fram- kvæmdum verið lítið. ■ Vegagerðin sýknuð af kröfum sex landeigenda vegna eignarnáms Sex landeig- endur kærðu eignarnámið. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM  lovisa@frettabladid.is ÖRYGGISMÁL Í dag hefst varnar- æfingin Norður-Víkingur 2022. Æfingin fer fram á Íslandi og á hafinu í kringum landið frá 2. til 14. apríl. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland og mikilvægra öryggisinn- viða en einnig leit og björgun á sjó og landi. Um er að ræða reglu- bundna tvíhliða varnaræfingu Íslands og Bandaríkjanna með þátt- töku fleiri vina- og bandalagsríkja. Æfingin á 40 ára afmæli í ár en hefur þó ekki verið haldin síðan árið 2011. Það átti að halda hana árið 2020 en vegna heimsfaraldurs þurfti að fresta henni. Stærstur hluti æfingarinnar fer fram á sjó en þó munu fara fram æfingar á landi og mun almenningur að öllum líkind- um verða mest var við æfingar sem fara fram þann 11. apríl við Miðsand í Hvalfirði en þar verður æfð land- ganga bandarískra landgönguliða. Umfang æfingarinnar er svipað og áður. Alls er reiknað með að heildarfjöldi þátttakenda í æfing- unni á Íslandi verði rúmlega 700 manns og má gera ráð fyrir að um helmingur þeirra verði á öryggis- svæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þegar æfingunni lýkur munu að öllum lík- indum tvö til fjögur herskip koma til hafnar í Reykjavík og áhafnir þeirra fara í stutta stund í land. ■ Norður-Víkings- æfingin hefst í dag Búast má við um 700 þáttakendum á æfinguna. Helmingur þeirra verður á Keflavíkurflugvelli. 6 Fréttir 2. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.