Fréttablaðið - 02.04.2022, Síða 8
Inniliggjandi sjúklingum með
Covid-19 fer fækkandi bæði
á Landspítala og á Sjúkra-
húsinu á Akureyri. Frá því
að fyrsta smit greindist hér
á landi hafa yfir 180 þúsund
smit verið staðfest. 101 ein-
staklingur hafði látist vegna
Covid-19 í gær.
birnadrofn@frettabladid.is
COVID-19 Klukkan níu í gærmorgun
voru 39 sjúklingar með Covid-19
inniliggjandi á Landspítala. Einn
var á gjörgæslu í öndunarvél. Meðal-
aldur sjúklinga var 73 ár.
Inniliggjandi sjúklingum með
veiruna hefur farið ört fækkandi
undanfarna daga en síðastliðinn
mánudag lágu 60 sjúklingar með
Covid á Landspítalanum. Í gær voru
þeir 52.
Þá var spítalinn færður af neyðar-
stigi á hættustig í upphafi vikunnar.
Þann 25. október árið 2020 var
Landspítalinn settur á neyðarstig
í fyrsta sinn í sögu spítalans. Nú
þegar Landspítalinn er á hættustigi
eru enn í gildi umfangsmiklar sýk-
ingavarnir á spítalanum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landspítalanum fer spítalinn á
hættustig þegar starfa þarf eftir
viðbragðsáætlun. „Aukið og breytt
álag er á fjölmargar starfseiningar.
Þetta getur falið í sér bæði breytta
starfsemi og tilflutning á verkefnum
og starfsfólki.“
Inniliggjandi sjúklingum með
Covid-19 hefur einnig fækkað á
Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk). Í gær
lágu þar inni tveir sjúklingar með
virkt Covid-smit og annar þeirra
var á gjörgæslu í öndunarvél. Einnig
lágu þar inni tveir til þrír sjúklingar
með inflúensu.
Sigurður E. Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri lækninga og hand-
lækningasviðs SAk, segir álag
vegna Covid-19 á sjúkrahúsinu fara
minnkandi en þar sé þó enn mikið
álag vegna annarra þátta. Í mars
var Sjúkrahúsið á Akureyri við það
að fara á neyðarstig vegna álags og
segir Sigurður starfsfólk hafa unnið
ötullega að því að allt gengi upp.
„Það voru ákveðnar einingar sem
voru við það að fara á neyðarstig
sem felur í sér að spítalinn þyrfti
utanaðkomandi hjálp, en með því
að færa til innanhúss og draga úr
annarri starfsemi þá tókst okkur
að komast yfir þann skafl án þess að
setja allt sjúkrahúsið á neyðarstig,“
segir Sigurður.
„Við gerðum okkar besta, eða
réttara sagt starfsfólkið, þau eru
þvílíkar hetjur sem hafa staðið sig
ótrúlega vel og það er ekki nógu oft
sagt,“ bætir hann við.
Frá því að fyrsta Covid-19 smit
greindist hér á landi, þann 28.
febrúar 2020, hafa 181.830 smit
verið staðfest, rúmlega fjögur þús-
und manns hafa smitast oftar en
einu sinni af sjúkdómnum. 48,3 pró-
sent íbúa landsins hafa greinst með
Covid-19. Tekin hafa verið fleiri en
1,3 milljónir sýna innanlands, það
eru að meðaltali 3,5 sýni á hvern
íbúa. 101 einstaklingur hafði í gær
látið lífið vegna Covid hér á landi.
Fyrsti íbúi landsins var bólu-
settur gegn Covid-19 þann 29.
desember 2020, síðan þá hafa verið
gefnir yfir 800 þúsund skammtar
bóluefnis og eru nú 82 prósent allra
landsmanna fimm ára og eldri full-
bólusett. n
Færri liggja á sjúkrahúsi með Covid
1.302.190
sýni hafa verið tekin
3,5
innan-
lands-
sýni á
hvern íbúa að
meðaltali
48,3 %
íbúa
lands-
ins hafa
greinst
með
Covid-19.
800.000
skammtar bóluefnis
hafa verið gefnir
82 %
allra lands-
manna
fimm ára og
eldri full-
bólusettir.
Sigurður E.
Sigurðsson,
framkvæmda-
stjóri lækninga
og handlækn-
ingasviðs SAk
Í gær lágu 39 sjúklingar með Covid inni á Landspítalanum. Á Sjúkrahúsinu á
Akureyri voru tveir sjúklingar inniliggjandi með Covid. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Frumsýning
9. apríl
borgarleikhus.is F Y R R
V E R
A
N D I
urduryrr@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Sjúkratryggingar
Íslands munu reyna að leita lausnar
í máli Sæ vars Inga Ör lygs sonar, ní-
tján ára drengs sem var synjað um
niðurgreiðslu til að ljúka með ferð
vegna skarðs í gómi.
Sjúkratryggingar höfðu samband
við Elínu Maríu Óladóttur, móður
Sævars, í kjölfar fréttaflutnings um
málið. Sævari var boðið að koma í
endurmat með það að markmiði að
finna ásættanlega lausn í málinu.
„Ég er rosalega ánægð með það að
fá viðbrögð og ómetanlegan stuðn-
ing frá öllum í kringum mig,“ segir
Elín. „Ég held að við séum í ágætum
málum eins og staðan er núna.“
Elín segir að Sævari hafi verið
boðið endurmat hjá Tannlækna-
deild Háskóla Íslands og í kjölfarið
yrði fundin ásættanleg lausn á mál-
inu.
Að sögn Elínar var upprunalega
ákveðið að halda niðurgreiðslum
ekki áfram þar sem talið var að
tannréttingalæknir Sævars væri að
fresta aðgerðunum um of langan
tíma. Reynir ætli þó að skoða málið.
„Þannig að það hafði áhrif að
kasta þessu í blöðin,“ segir Elín.
„Eitthvað verður maður kannski að
gera til að kveikja á þessu.“
Elín segir að það hafi tekið allt
síðasta ár að reyna að fá meðferð-
ina tryggða, meðal annars kærði
hún niðurstöðu Sjúkratrygginga til
Úrskurðarnefndar velferðarmála.
Nefndin felldi synjun Sjúkratrygg-
inga um framlengingu en gaf ekki
frekari leiðbeiningar.
Þá segist Elín hafa verið ósátt við
svör heilbrigðisráðuneytisins um að
það teldi sig ekki geta aðhafst neitt í
einstaka málum.
Tannlæknadeild Háskóla Íslands
faglegt mat í hverju tilviki. n
Sjúkratryggingar leita lausnar í máli Sævars eftir umfjöllun
Elín María Óladóttir segist vera
ánægð með viðbrögð Sjúkratrygg-
inga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
arib@frettabladid.is
UTANRÍKISMÁL Þórdís Kolbrún
R. Gylfadóttir utanríkisráðherra
hafnaði því á fundi stjórnskipunar-
og eftirlitsnefndar Alþingis í gær að
íslensk stjórnvöld hefðu beitt sér
í þágu kjörræðismanns Íslands í
Hvíta-Rússlandi.
Fram kom í nýlegri fréttaskýr-
ingu Stundarinnar um Alexander
Moshenskíj, auðkýfing og kjör-
ræðismann Íslands, að sumir þar
í landi teldu að hann hefði notið
góðs af sambandi sínu við Ísland og
það komið í veg fyrir að hann hefði
orðið fyrir refsiaðgerðum vegna
tengsla sinna við Alexander Lúkas-
henko, einræðisherra Hvíta-Rúss-
lands.
Þórdís Kolbrún sagði íslensk
stjórnvöld hafa fengið óljósar
ábendingar um að hann myndi
verða á lista yfir þá sem beittir yrðu
efnahagsþvingunum en stjórnvöld
hafi ekkert aðhafst. n
Fengu óljósar
ábendingar
georg@frettabladid.is
REYK JAVÍK Dagur B. Eggertsson
sagði á opnum fundi í Ráðhúsinu
í morgun að í garð væri gengið eitt
stærsta uppbyggingarskeið í sögu
borgarinnar.
Lóðaúthlutun muni tvöfaldast
á næsta ári þar sem farið verði úr
tæpum þúsund úthlutunum á ári
yfir í að úthluta rétt undir tvö þús-
und lóðum á ári.
Nú sé að hans mati komið að
öðrum aðilum sem koma að hús-
næðismarkaðinum til að bregðast
við þessu aukna framboði á lóðum
og vinna að uppbyggingu. n
Úthlutun lóða
muni tvöfaldast
8 Fréttir 2. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ