Fréttablaðið - 02.04.2022, Síða 26
Karl og Iryna kynntust í
Úkraínu á umbrotatímum í
sögu landsins. Þau vöknuðu
upp við vondan draum í
febrúar þegar Rússar réðust
inn í landið og segja frá því
hvernig er að ræða við fimm
ára dóttur sína um stríðið í
heimalandinu.
Karl Garðarsson og Iryna
Novakovska k y nnt-
ust í Kænugarði í árs-
byrjun 2014. Karl, sem
er fjölmiðlamaður og
fyrrverandi alþingismaður, var þá
staddur í Úkraínu við kosningaeftir-
lit á vegum Evrópuráðsins og Iryna,
sem er úkraínsk, vann á skrifstofu
Evrópusambandsins.
Iryna: „Úkraína var þá byrjuð að
breytast, það voru miklar breyting-
ar í loftinu,“ segir hún, en þau Karl
kynntust skömmu eftir Maidan-
byltinguna þegar forsetanum Vikt-
or Janúkovítsj var steypt af stóli.
Með Karli og Irynu tókst vinátta
sem blómstraði yfir í hjónaband
og árið 2017, skömmu eftir að Iryna
f lutti til Íslands, eignuðust þau
dótturina Lilju.
Iryna: „Á þessum fimm árum
síðan ég flutti frá Úkraínu hef ég séð
miklar breytingar í landinu mínu.
Fólkið er orðið þjóðræknara, er farið
að tala úkraínsku og klæða sig þjóð-
lega, maður sér þetta sérstaklega hjá
ungu kynslóðinni og á götum Kíjív,
þær eru orðnar mun evrópskari.“
Iryna er alin upp í þorpinu
Horodníjtsíja í Shíjtomíjr-hér-
aði, um 300 kílómetra norðvestur
af höfuðborginni Kænugarði og
skammt frá landamærum Hvíta
Rússlands. Hjónin eiga nú saman
íbúð í miðborg Kænugarðs en Karl
viðurkennir þó að honum hafi
hreint ekkert litist á blikuna í fyrstu
heimsókn sinni þangað árið 2014.
Karl: „Þetta er eina skiptið á
ævinni sem ég hef komið til borgar
þar sem ég var hræddur um öryggi
mitt úti á götu. Ég gekk þarna fyrsta
daginn um miðborgina og það
voru þarna alls konar menn í her-
klæðum með skotvopn starandi á
mann. Mér leið eins og ég væri eini
útlendingurinn, sem ég var nánast
á þessum tíma, rétt eftir byltingu.
Eins og Iryna kom réttilega inn á
áðan hefur þessi borg gjörbreyst á
sjö, átta árum. Hún er orðin bara
eins og hver önnur austur-evrópsk
borg með iðandi mannlífi, menn-
ingu og tækniþekkingu.“
Vakin klukkan fjögur um nótt
Karl og Iryna hafa fylgst grannt með
stöðu mála í Úkraínu síðan stríðið
hófst. Þegar blaðamaður settist
niður með hjónunum á heimili
þeirra í Kópavogi, nákvæmlega
mánuði eftir að Rússar hófu innrás
sína í Úkraínu var sjónvarpið stillt
á úkraínsku fréttirnar sem sýndu
Selenskíj forseta í miðri ræðu.
Iryna: „Þetta var sjokk, það voru
mörg tár, þetta var eins og hryllings-
mynd eða martröð. Ég bjóst alls
ekki við þessu, af því Pútín ítrekaði
stöðugt að hann myndi aldrei ráð-
ast á Úkraínu, að við værum sama
þjóðin, með sömu trúarbrögðin og
sama tungumálið.“
Allt kom þó fyrir ekki og þrátt
fyrir að Pútín haldi áfram að endur-
taka þrástefið um að einungis sé um
að ræða „sérstaka hernaðaraðgerð“
þá er staðreyndin sú að þann 24.
febrúar hóf rússneski herinn inn-
reið sína yfir landamæri Úkraínu
á sama tíma og byrjað var að varpa
sprengjum yfir helstu borgir og
hernaðarleg skotmörk landsins.
Iryna: „Við vöknuðum klukkan
fjögur um nóttina. Dóttir mín
Ég hef
miklar
áhyggjur
en þegar
maður
situr ekki
sjálfur í
sprengju-
byrginu þá
veit ég ekki
hvort
maður geti
raunveru-
lega skilið
það og
fundið á
eigin
skinni.
Iryna
Þetta var
sjokk, það
voru
mörg tár,
þetta var
eins og
hryllings-
mynd eða
martröð.
Iryna
Vonast eftir
kraftaverki
Karl og Iryna ásamt dóttur þeirra Lilju sem varið hefur flestum sumrum ævi sinnar í sumarparadís ömmu og afa í Úkraínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Þorvaldur S.
Helgason
tsh
@frettabladid.is
vaknaði fyrir tilviljun og svo vakn-
aði Karl og sagði mér að stríðið væri
byrjað. Ég hringdi auðvitað í bróður
minn sem var vakandi af því þau
höfðu heyrt sprengingar. Ég sagði
honum að yfirgefa Kíjív strax. Ég var
mjög hrædd. Ég sagði honum að fara
til foreldra okkar, það væri betra að
þau væru saman á þessari stundu.“
Karl: „Bróðir hennar og kona
hans bjuggu í íbúð sem við eigum
í Kíjív og þegar hún hringdi í þau
fyrsta daginn um morguninn og
sagði „Stríðið er byrjað“, þá fóru þau
strax yfir í þorpið þar sem foreldrar
hennar búa og eru þar enn.“
Íhugaði að gerast sjálfboðaliði
Iryna segist hafa farið í gegnum þrjú
tilfinningaleg stig eftir upphaflega
áfallið þegar stríðið hófst.
Iryna: „Fyrst afneitar maður
þessu, eftir það verður maður reiður
og loks samþykkir maður það. Af
því að þetta er augljóslega eitthvað
sem gerðist og það er ekkert sem
maður getur gert til að breyta því.
Ég hugsaði mjög mikið um hvað
ég gæti gert til að hjálpa héðan frá.
Karl vildi upphaflega fara og bjóða
sig fram sem sjálfboðaliða.“
Karl: „Þetta eru svona fyrstu við-
brögð, sem eru mjög eðlileg. Hins
vegar, ef maður hugsar málið betur,
þá getur það að fara til Úkraínu sem
sjálfboðaliði verið mjög hættulegt.
Og ég hefði í sjálfu sér aldrei getað
farið í herinn, því ég er of gamall.“
Karl ákvað því að halda kyrru
fyrir á Íslandi en þau Iryna fylgjast
grannt með stöðunni í Úkraínu og
ræða við ættingja sína og vinafólk
á hverjum degi. En þótt Iryna sé
vel upplýst um stöðu mála í heima-
landinu segir hún það geta verið
erfitt að setja sig í spor fólksins sem
er í miðju átakanna.
Iryna: „Jafnvel ég get ekki skilið
sorgina sem þau eru að upplifa.
Ég hef miklar áhyggjur, en þegar
maður situr ekki sjálfur í sprengju-
byrginu þá veit ég ekki hvort maður
geti raunverulega skilið það og
fundið á eigin skinni. Það var mikil
sorg hjá þeim fyrstu dagana og þau
voru mjög þunglynd. Ég tala við þau
á hverjum degi í einn klukkutíma
og þau reyna að halda í vonina, þau
binda vonir við herinn okkar, en
vita ekki hvenær þessu mun ljúka.“
Vel tekið á móti flóttamönnum
Að sögn Irynu hefur fjölskylda
hennar í Úkraínu enn sem komið
er ekki reynt að f lýja land og þau
kjósa heldur að vera öll saman í
heimabænum á meðan þau geta.
Bróðir Ir y nu, Dmíjtro Nova-
kovskííj, er tölvuverkfræðingur og
getur ekki yfirgefið landið frekar en
flestir karlmenn undir sextugu, því
hann er skráður í varalið úkraínska
hersins.
Karl: „Hann getur ekki farið út
af herskyldu. Konan hans vill ekki
fara nema hann komi með og for-
eldrar hennar held ég vilja ekki fara
á meðan sonurinn er í Úkraínu,
þannig að þau eru öll föst saman.“
Iryna kveðst þó eiga nokkra fjar-
skylda ættingja sem hafi f lúið til
Póllands. Þrátt fyrir að hafa hlotið
góðar viðtökur þar hafa þau ekki
hug á að setjast að utan heimalands-
26 Helgin 2. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ