Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2022, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 02.04.2022, Qupperneq 30
Þær Tinna Hrafnsdóttir, Aníta Briem og Edda Björg- vinsdóttir fara með hlutverk mæðgna í kvikmyndinni Skjálfta þar sem þrúgandi fjölskylduleyndarmál er rauði þráðurinn. Handrit myndarinnar er byg gt á skáld- sög u Auðar Jóns- dóttur, Stóra skjálfta, og f jallar um Sögu Gunnarsdóttur sem Aníta Briem túlkar. Söguþráðurinn hverfist um karakter hennar og leit hennar að sannleikanum um fjölskyldu sína sem býr yfir harmþrungnu leyndar- máli og hefur bæling þess haft slæm áhrif á líf og heilsu Sögu. Tinna, sem bæði skrifar handrit myndarinnar og leikstýrir henni, fer jafnframt með hlutverk Jóhönnu, eldri systur Anítu. Tinna: „Þetta eru mæðgur sem hafa upplifað ýmislegt.“ Aníta: „Það er eitthvað svo kunn- uglegt að vera svo náinn einhverjum en sjá þó heiminn á allt annan hátt,“ segir hún aðspurð um samband systranna. „Það er mikill skilningur á milli þeirra og þær deila miklu en nálgast hlutina á ólíkan hátt.“ Tinna: „Það kristallast einna helst í því að eldri systirin veit eitthvað sem fjölskyldan er að fela. Hún veit jafnframt að yngri systirin veit ekki af því og þess vegna verður ábyrgð- artilfinning hennar gagnvart yngri systur sinni svo sterk.“ Aníta: „Jafnvel þótt þær séu báðar fullorðið fólk þá er þessi dýnamík sterk. Önnur sér um að allt sé eins og það á að vera og hin er meira með allt niður um sig.“ Tinna: „Eldri systirin lifir í skýr- um ramma, tekur engar áhættur og neitar sér um ýmislegt í lífinu. Það að elska er í ákveðnum skilningi stórhættulegt því ef maður elskar af heilindum og öllu hjarta er svo mikið í húfi ef eitthvað kemur fyrir þann sem þú elskar. Að elska er hug- rekki og í þessari sögu hefur elsku Jóhanna ekki það hugrekki.“ Lífið hjákátlegt í dramatíkinni Svo er það móðirin, Dídí, sem Edda túlkar. Edda: „Já, það er svo fallegt hvern- ig móðirin hefur ákveðið alveg frá byrjun hvernig samband systranna er og hefur einfaldað það rosalega mikið. Hún virðist hafa ákveðið að það sé ekkert í æsku þeirra sem þarf að tala um. Það virðist hafa verið þögult samkomulag fjölskyldunnar hver veit hvað, hver man hvað og hvernig er farið með það ef einhver man eitthvað.“ Leitin að sannleikanum um for- tíðina hefst þegar Saga fer að fá óút- skýrð flogaköst sem hún hafði verið laus við frá æskuárum. Edda: „Það er brugðist við þeim á þann hátt sem fólk sem ekki þorir að takast á við stórar tilfinningar gerir. Lausnirnar sem blasa við eru að eldri systir f lytji til yngri og svo framvegis. Þetta eru svona ekta mömmu-lausnir og við tölum svo bara saman yfir kjötsúpunni og gerum eins og mér finnst best,“ útskýrir Edda með sínum einstöku tilþrifum. „Þetta er týpískt f jölskyldu- mynstur. Ég grét svo mikið yfir bókinni hennar Auju en ég grét og hló yfir myndinni. Tinnu tekst svo Þetta er týpískt fjölskyldumynstur Í Skjálfta leika þær Edda, Tinna og Aníta mæðgur sem búa yfir leyndarmáli sem eitrar allt þeirra líf. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is vel að ná fram svo mörgum litum. Það finnst mér svo mikilsvert.“ Tinna: „Lífið getur verið svo hjá- kátlegt í allri sinni dramatík. Það að geta hlegið að hlutum er ákveðin sjálfsbjargarviðleitni.“ Edda: „Það er svo mikil heilun í því.“ Getur maður fyrirgefið allt? Aníta: „Ef ég bara horfi á mína eigin fjölskyldu: frá afa og ömmu, foreldr- um mínum og til mín og þau ólíku verkfæri sem við höfum til að tak- ast á við heiminn. Kynslóð ömmu minnar og afa átti engin verkfæri til að ræða erfiða hluti eða einu sinni setja fingur á það hvað ætti að tala um. Það finnst mér svo fallegt við Dídí, ég upplifði að hún hefði ekki tungumálið til að tala um hlutina. Hér áður fyrr var rétt að vera hug- rakkur og harka af sér. Það var það besta sem fólk gat gert.“ Edda: „Þar eru þau fjölskyldan til fyrirmyndar.“ Aníta: „Þeir sem ræddu hlutina voru kannski frekar álitnir vera að velta sér upp úr hlutunum. Það var frekar merki um veikleika og að fólk hefði ekki styrk til að halda áfram.“ Tinna: „Eins og Auður Jóns segir einhvers staðar þá erum við sam- nefnari okkar eigin reynslu og minninga. Mér finnst þetta svo sterk og rétt setning og tengi við það sjálf persónulega. Ég finn svo margt í sjálfri mér sem ég tengi við reynslu sem ég hef gengið í gegnum og náð betur stjórn á núna, að hún fari ekki með mig á þær villigötur sem hún fór með mig á þegar ég var yngri. Þess vegna langaði mig svo að segja þessa sögu þar sem er bókstaflega klippt á þessa keðjuverkun þegar minningarnar sem Saga bældi sem barn, fara að brjótast fram og ekki verður aftur snúið. Þá stendur hún frammi fyrir því að vita af hverju hún er eins og hún er og spyrja sig hvort hún ætli að láta það bitna á barninu sínu, sem hún er óafvitandi búin að gera, eða horfast í augu við þetta. Ætlar hún að fyrirgefa sjálfri sér og fjölskyldunni? Getur maður fyrirgefið allt? Þessum spurningum er varpað fram. Það er þessi keðju- verkun sem ég tengdi svo of boðs- lega sterkt við sjálf og vildi miðla og miðað við viðbrögð á erlendum kvikmyndahátíðum þá er þetta það sem fólk tengir svo sterkt við sínar fjölskyldur.“ Aníta: „Getum við breytt hegð- unarmynstrum? Mynstrum fjöl- skyldustrúktúrsins sem er svo djúpur eins og allir þekkja. Það er auðvelt fyrir fólk að setja sína eigin sögu inn í þessa.“ Edda: „Hún á við svo marga.“ Tinna: „Í raun er f logaveikin bara rammi sem er valinn utan um söguna sem hefur ekkert með f logaveiki að gera. Þetta er saga um manneskju sem missir stjórn á eigin lífi og þarf að hugsa hlutina upp á nýtt. Við vitum að eftir að hafa hlaupið á vegg förum við ekki aftur á sama stað. Þá þarftu að fara í rannsókn á sjálfinu og fara í gegnum það ferli sem einstaklingur óháð öllu. Þú sem einstaklingur þarft að bera ábyrgð á sjálfum þér til að geta borið ábyrgð á öðrum. Saga veit að til að verða góð móðir þarf hún að verða heil.“ Sístækkandi ruslahaugur Aðspurðar hvort þær hafi persónu- lega getað tengt söguþráðinn við sig sjálfar og sínar fjölskyldur stendur ekki á svörum frá leikkonunum. Aníta: „Biddu fyrir þér.“ Edda: „Já, biddu fyrir þér. Í svo mörgum fjölskyldum er verið að fela alkóhólisma og þá verður rusla- haugurinn stærri og stærri. Sem aðstandandi þarf maður að skoða svo mikið þegar farið er í sjálfs- vinnuna. Það er í raun doktorsnám og ef maður sleppir því endar maður skakkur úti í horni enda búinn að nota einhvern feluleik sem hækju. Ef læknavísindin myndu bara byrja á samtali áður en hrúgað er í fólk töflum og skoða hvað býr að baki.“ Aníta: „Sjúkdómur eins og alkó- hólismi er ekkert öðruvísi en til að mynda krabbamein en honum getur fylgt skömm sem er ástand og tilfinning sem er mjög erfitt fyrir fjölskyldudýnamík að díla við og liggur eins og svört þoka undir yfir- borðinu.“ Tinna: „Það að hafa gengið í gegnum erfiða hluti eða fundið fyrir vanmætti sínum er ekki eitt- hvað til að skammast sín fyrir. Það er gott að geta endurstillt sýnina og hugsað: Þetta er ekki skömm heldur aðstæður sem ég réð ekki við og hafa mótað mig. Það að reyna að finna réttar leiðir út úr því er hinn stærsti styrkleiki og hugrekki; að geta sagt: Ég er manneskja, ég er breysk, ég get ekki allt og ég þoli ekki allt. Ég hef ekki bak til þess að bera allar þær byrðar sem á mig hafa verið lagðar. En ég get reynt að finna mínar leiðir til að vinna úr þeim.“ n Þú sem einstakl- ingur þarft að bera ábyrgð á sjálfum þér til að geta borið ábyrgð á öðrum. Tinna Kynslóð ömmu minn- ar og afa átti engin verkfæri til að ræða erfiða hluti eða einu sinni setja fingur á það hvað ætti að tala um. Aníta Ef læknavísindin myndu bara byrja á samtali áður en hrúgað er í fólk töflum og skoða hvað býr að baki. Edda 30 Helgin 2. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.