Fréttablaðið - 02.04.2022, Side 44

Fréttablaðið - 02.04.2022, Side 44
ÍSAFJARÐARBÆR Laus störf á skóla- og tómstundasviði Ísafjarðarbæjar Ísafjarðarbær er bær í sókn og hefur upp á margt að bjóða. Má þar nefna öfluga grunnskóla og leikskóla, menntaskóla, fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, öflugt tónlistar- og menningarlíf, eitt besta skíðasvæði landsins og endalausa möguleika á að njóta einstakrar náttúrfegurðar svæðisins. Í Ísafjarðarbæ búa um 4000 íbúar og þar eru fimm leikskólar og fjórir grunnskólar í fjórum byggðakjörnum. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf milli skólanna en þó sjálfstæði og fjölbreytni. Ísafjarðarbær auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar: Grunnskólinn á Ísafirði • Umsjónarkennarar á öllum stigum 100% • Umsjónarkennari á miðstigi 100% (tímab. til árs) • Sérkennari 60-70% (tímabundið til árs) • Þroskaþjálfi 100% Grunnskólinn á Suðureyri • Grunnskólakennari 60-70% • Sundkennari (3 kennslust) Grunnskóli Önundarfjarðar • Grunnskólakennari 100% • Sundkennari (1 kennslust) Leikskólinn Grænigarður Flateyri • Leikskólakennari 100% Heilsuleikskólinn Laufás Þingeyri • Leikskólakennari 100% Leikskólinn Sólborg Ísafirði • Leikskólakennarar 100% Leikskólinn Tjarnarbær Suðureyri • Leikskólakennari 100% Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til og með 21. apríl 2022. Frekari upplýsingar um störfin má nálgast á vef Ísafjarðarbæjar (www.isafjordur.is) undir „Laus störf“. Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. -Við þjónum með gleði til gagns- Sérfræðingur við húsasafn Þjóðminjasafns Íslands Auglýst er eftir sérfræðingi við húsasafn Þjóðminjasafns Íslands. Helstu verkefni starfsmanns tengjast viðhaldi á húsum í húsasafni Þjóðminjasafns og innviðauppbyggingu þeim tengdum. Helstu verkefni og ábyrgð • Stefnumótun og áætlunargerð fyrir húsasafnið • Stjórnun og eftirlit með viðhaldsframkvæmdum • Samnings- og skýrslugerð • Öryggismál • Samstarf við rekstraraðila • Þátttaka í rannsóknarvinnu og fræðslu • Þátttaka í öðrum verkefnum kjarnasviðs safneignar Hæfniskröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi, háskólapróf í arkitektúr æskilegt • Reynsla af skipulagningu og verkstjórn verkefna í byggin- gariðnaði er kostur • Þekking á íslenskum byggingararfi og torfhúsum og viðhaldi þeirra er kostur • Reynsla af rannsóknarstörfum og skýrslugerð æskileg • Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð • Góð almenn tölvukunnátta og þekking á teikniforritum • Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli. Þekking á norðurlandatungumáli er kostur • Starfinu fylgja talsverð ferðalög um landið og er bílpróf nauðsynlegt Umsóknarfrestur er til og með 19.04.2022. Sótt er um starfið á www.thjodminjasafn.is Nánari upplýsingar veita: Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri kjarnasviðs, netfang: agusta@thjodminjasafn.is sími: 620 7744 Þorbjörg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og - þjónustu, netfang: Thorbjorg@thjodminjasafn.is sími: 864-7900. Þjóðminjasafn Íslands er höfuðsafn á sviði menningarminja og starfar á grundvelli laga nr. 140/2011, safnalaga nr. 141/2011 og laga um menningarminjar nr. 80/2012. Þjóðminjasafn Íslands starfar í alman- naþágu og er hlutverk þess að stuðla sem best að varðveislu menningarminja á landsvísu, þekkingarsköpun og fjölbreyttri fræðslu um menningarsögu Íslands. Við byggjum landeldi til framtíðar Samherji fiskeldi leitar að drífandi og öflugum byggingarverkfræðingi í reynslumikið teymi sem vinnur að hönnun og undirbúningi framkvæmda sem tengjast fyrirhugaðri uppbyggingu félagsins á Reykjanesi og í Öxarfirði. Til stendur að reisa eldisgarð fyrir 40 þúsund tonna framleiðslu á laxi á landi í Auðlindagarðinum á Reykjanesi. Þar er markmið okkar er að framleiða frábæra vöru með lægra vistspori en þekkist annarstaðar með nýtingu affallstrauma. Menntun á sviði byggingarverkfræði/tæknifræði eða aðra menntun sem nýtist í starfið. Reynslu, þekkingu og getu til að skipuleggja framkvæmdir og fylgja þeim eftir. Reynslu úr stórum byggingarframkvæmdum, gerð útboðsgagna, samningum við verktaka og eftirfylgni. Þekkingu á Autodesk umhverfi og BIM/ACC. Góða tölvukunnátta, vald á helstu forritum. Góða enskukunnáttu. Lausnamiðað hugarfar og hugmyndaauðgi. Jákvæðni, hæfni og vilja til að takast á við flókin verkefni og starfa í hóp ólíkra einstaklinga með sama markmið Við leitum að aðila með: Samherji fiskeldi er dótturfyrirtæki Samherja og er fiskeldisfyrirtæki sem rekur fimm eldisstöðvar, tvær á Suðurnesjum, eina í Ölfusi og tvær í Öxarfirði. Hjá okkur starfa tæplega 100 manns með fjölbreytta menntun og reynslu. Samherji fiskeldi er sérhæft í landeldi á laxi og bleikju og rekur eina fullkomnustu fiskvinnslu landsins í Sandgerði sem er sérhæfð til vinnslu á bleikju. Félagið er stærsti bleikjuframleiðandi í heimi. Samherji fiskeldi hefur verið í landeldi á laxi í meira en tvo áratugi og hyggst stækka vaxa á því sviði á komandi árum. Nú standa yfir framkvæmdir við stækkun eldisstöðvar í Öxarfriði. Undirbúningur að 45 milljarða framkvæmda á Reykjanesi er í fullum gangi. Félagið og selur afurðir sínar ferskar og frosnar til kröfuhörðustu stórmarkaða og veitingahúsa víða um heim. Gæði og áreiðanleiki eldisferils Samherja fiskeldis er vottaður af óháðum aðila. Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl 2022 og sækja skal um á www.mognum.is og skila með fylgigögnum. Nánari upplýsingar um starfið veita Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri í síma 560 9000 og Sigríður Ólafsdóttir hjá Mögnum, sigga@mognum.is. Samherji er eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu, með fjölbreytta starfsemi víðsvegar um heim. Samherji hefur á að skipa hæfu og framtakssömu starfsfólki og stjórnendum, öflugum skipaflota, miklum aflaheimildum og fullkomnum fiskvinnslum í landi. Húsasmiður og kranamaður Fullt starf Iðnaðarmenn Afltak ehf óskar eftir vönum húsasmið og kranamanni, næg verk- efni framundan. Áhugasamir sendi tölvupóst á jonas@afltak.is eða hringið í síma 6600770 Sjá nánar á Job Erum við að leita að þér?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.