Fréttablaðið - 02.04.2022, Side 47

Fréttablaðið - 02.04.2022, Side 47
AðAlbókAri Flugfélagið Atlanta ehf. leitar eftir öflugum aðalbókara (Director Accounting) til að leiða bókhaldsdeild félagsins. Aðalbókari hefur umsjón með fjárhags- og viðskiptabókhaldi félagsins og tryggir réttmæti fjárhagsupplýsinga. Jafnframt kemur aðalbókari að gerð ársreiknings og reglubundinna uppgjöra félagsins í samvinnu við fjármálastjóra, tekur þátt í greiningu fjárhagsupplýsinga og undirbúningi skýrslu fyrir stjórn félagsins. Um er að ræða spennandi og krefjandi starf hjá rótgrónu alþjóðlegu fyrirtæki með góða rekstrarsögu. lAunAfulltrúi Flugfélagið Atlanta ehf. leitar af öflugum launafulltrúa til liðs við mannauðsdeild félagsins. Um er að ræða stöðu sem annast launavinnslu jafnt sem ýmis tilfallandi verkefni á mannauðssviði. Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl og sótt er um störfin í gegnum alfreð.is Flugfélagið Atlanta býður uppá sérsniðnar lausnir á sviði flugrekstrar bæði á farþega- og fraktmarkaði. Félagið hefur verið starfrækt frá 1986 og stendur á sterkum grunni. Höfuðstöðvar félagsins eru í Kópavogi en flugstarfsemi fer fram um víða veröld. Við leitum eftir öflugu fólki til að ganga til liðs við sterka liðsheild. Helstu verkefni og ábyrgð: • Umsjón og ábyrgð á reikningshaldi og uppgjörum • Daglegur rekstur bókhaldsdeildar • Umsjón með Microsoft Dynamics Navision fjárhagskerfi • Þátttaka og skipulagning ýmissa umbótaverkefna • Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði, meistaragráða (MACC) í reikningshaldi og endurskoðun er kostur • Haldbær reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði • Góð greiningarhæfni, þekking á bókhaldi og uppgjörum • Reynsla af Microsoft Dynamics Navision fjárhagskerfi • Góð enskukunnátta í ræðu og riti • Hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð Helstu verkefni og ábyrgð: • Vinnsla launa og dagpeninga • Skil á skilagreinum til lífeyrissjóða, stéttarfélaga og opinberra aðila • Afstemming launabókhalds • Skráning og utanumhald starfsmannaupplýsinga • Aðstoð og upplýsingagjöf til starfsfólks varðandi launamál • Umbætur og eftirfylgni með ferlum og kerfum við launavinnslu • Framsetning tölulegra gagna • Önnur tilfallandi verkefni á mannauðssviði Menntunar- og hæfniskröfur: • Haldbær reynsla af launavinnslu • Nákvæm og öguð vinnubrögð • Áhugi og auga fyrir umbótum • Góð excel-kunnátta og greiningarhæfni • Góð enskukunnátta í ræðu og riti • Rík þjónustulund og samskiptafærni • Reynsla af Kjarna mannauðs- og launakerfi eða sambærilegu kerfi ATVINNUBLAÐIÐ 13LAUGARDAGUR 2. apríl 2022

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.