Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2022, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 02.04.2022, Qupperneq 52
SveitarfélagiðÁrborg er að leita eftir öflugum einstaklingum sem vilja ganga til liðs við skemmtilegan vinnustað sem sinnir fjölbreyttum verkefnum í þágu samfélagsins. Árborg er ört vaxandi samfélag með um 11 þúsund íbúa. Hjá sveitarfélaginu vinnur breiður hópur fólks í sameiningu að því að veita íbúum og öðrum þjónustuþegum sem besta þjónustu. Starfsfólk sveitarfélagsins eru um 1000 manns á rúmlega 30 vinnustöðum. Laus störf í grunnskólum Árborgar Vilt þú taka þátt í því að byggja upp öflugt skólastarf í barnvænu samfélagi? Í Sveitarfélaginu Árborg búa tæplega 11 þúsund manns og lögð er áhersla á öflugt skóla- og frístundastarf og góða velferðarþjónustu. Skólar og aðrar deildir fjölskyldusviðs vinna að því að styrkja heildstæða nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Áhersla er lögð á snemmtækan stuðning, góð tengsl skóla og skólastiga og skólaþróunarverkefni sem unnin eru í anda lærdómssamfélagsins. Fjórir grunnskólar eru starfandi í sveitarfélaginu; Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Stekkjaskóli, Sunnulækjarskóli og Vallaskóli. Okkur vantar starfsmenn í fjölbreyttar stöður grunnskólanna, s.s. grunnskólakennara, húsvörð, matreiðslumann og stuðningsfulltrúa. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum sem búa yfir þekkingu, reynslu og áhuga á skólastarfi. Nánari upplýsingar um laus störf má sjá á ráðningarvef sveitarfélagins; https://starf.arborg.is/ Vakin er athygli á stefnu Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Umsóknum fylgi leyfisbréf, yfirlit yfir nám, fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni í starfi. Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins https://starf.arborg.is/ kopavogur.is Menntasvið Kópavogsbæjar sameinar málefni grunnskóla, leikskóla, íþrótta og frístunda í Kópavogi. Kennsluráðgjafi í málefnum nemenda með stuðningsþarfir tekur virkan þátt í áætlanagerð og stefnu- mörkun skólamála í Kópavogi. Hann vinnur að innleiðingu Menntastefnu Kópavogsbæjar, framkvæmd stefnu um menntun fyrir alla og innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Helstu verkefni: · Þátttaka og frumkvæði í stefnumörkun skólastarfs í Kópavogi í samvinnu við starfsmenn menntasviðs og aðra starfsmenn bæjarins. · Frumkvæði að þróun og nýbreytni við skólaþjónustu grunnskóla. · Tekur þátt í innleiðingu á lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. · Eftirlit með því að lögum, reglugerðum og stefnu bæjarins um stuðning við nemendur og menntun fyrir alla sé framfylgt. · Heldur utan um málefni nemenda með skólasóknarvanda. · Heldur utan um ákveðin verkefni sem snúa að nemendum með miklar stuðningsþarfir, s.s. innleiðingu starfsreglna og stuðningsáætlana. · Afgreiðir umsóknir um akstursþjónustu. · Situr í þjónustuteymum vegna einstakra nemenda. · Samskipti og samvinna við önnur svið bæjarins og stofnanir sem fara með málefni barna og ungmenna. · Ráðgjöf og fræðsla fyrir nemendur, foreldra og fagfólk. Menntunar- og hæfniskröfur: · Kennaramenntun og leyfisbréf kennara. · Reynsla af kennslu í grunnskóla. · Framhaldsmenntun (MA, M.Ed eða diploma) á sviði uppeldis- og menntunarfræða eða önnur menntun sem nýtist í starfi. · Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum. · Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi. · Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar. · Færni til að tjá sig bæði í ræðu og riti. Umsóknarfrestur er til og með til og með 10. apríl 2022. Ráðið verður í stöðuna eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið má finna á ráðningarvef Kópavogsbæjar https://kopavogur.alfred.is/ Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt í gegnum ráðningarkerfið Alfreð. Kennsluráðgjafi í málefnum nemenda með stuðningsþarfir Stekkjaskóli - laus störf Vilt þú taka þátt í því að byggja upp sterka liðsheild í nýjum grunnskóla á Selfossi? Stekkjaskóli er nýr grunnskóli á Selfossi sem tók til starfa haustið 2021. Í dag fer starfið fram í færanlegum kennslustofum og í lok árs verður tekin í notkun 1. áfangi nýbyggingar skólans. Á komandi hausti verða um 160 nem- endur í 1.-5. bekk. Fullbyggður verður skólinn fyrir um 500 nemendur í 1.-10. bekk. Í Stekkjaskóla er lögð áhersla á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og nýsköpun, skapandi skólastarf, umhverfismál og jákvæðan skólabrag. Stefnumörkun skólans tekur meðal annars mið af mennta- stefnu Árborgar sem byggir á hugmyndinni um skólann sem lifandi lærdómssamfélag. • Verkefnastjóri og kennari í upplýsingatækni • Umsjónarkennarar í 1.-5. bekk, fjórar stöður • Matreiðslumaður • Húsvörður • Stuðningsfulltrúar, tvær 70% stöður Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl 2022. Vakin er athygli á stefnu Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Nánari upplýsingar um störfin veita Hilmar Björgvinsson, skólastjóri, hilmarb@stekkjaskoli.is, sími 480-1600 / 863-0922 og Ástrós Rún Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri, astros@stekkjaskoli.is, sími 480-1600. Sjá einnig heimasíðu skólans www.stekkjaskoli.is . Umsóknum fylgi leyfisbréf, yfirlit yfir nám, fyrri störf og rök- stuðningur fyrir hæfni í starfi. Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins http://starf.arborg.is/. Umhverfismat framkvæmda Umhverfismatsskýrsla í kynningu Framleiðsluaukning eggjabús Vallár á Kjalarnesi Stjörnuegg hafa lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna umhverfismats fyrir endurnýjun búnaðar og aukna framleiðslugetu eggjabús Vallár á Kjalarnesi í Reykjavík. Kynning á umhverfismatsskýrslu: Tillaga að ofangreindri framkvæmd og umhverfismatsskýrsla liggur frammi til kynningar hjá Skipulags- stofnun frá 5. apríl til 17. maí 2022. Umhverfismatsskýrslan er aðgengi- leg á vefsíðu stofnunarinnar: www.skipulag.is. Umsagnarfrestur: Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og lagt fram umsögn. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. maí 2022 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. intellecta.is RÁÐNINGAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.