Fréttablaðið - 02.04.2022, Qupperneq 52
SveitarfélagiðÁrborg er að leita eftir öflugum einstaklingum sem vilja ganga til liðs við skemmtilegan vinnustað sem sinnir
fjölbreyttum verkefnum í þágu samfélagsins. Árborg er ört vaxandi samfélag með um 11 þúsund íbúa. Hjá sveitarfélaginu vinnur
breiður hópur fólks í sameiningu að því að veita íbúum og öðrum þjónustuþegum sem besta þjónustu. Starfsfólk sveitarfélagsins
eru um 1000 manns á rúmlega 30 vinnustöðum.
Laus störf í grunnskólum Árborgar
Vilt þú taka þátt í því að byggja upp öflugt skólastarf í barnvænu samfélagi?
Í Sveitarfélaginu Árborg búa tæplega 11 þúsund manns og lögð er áhersla á öflugt skóla- og frístundastarf og góða
velferðarþjónustu. Skólar og aðrar deildir fjölskyldusviðs vinna að því að styrkja heildstæða nærþjónustu við börn,
foreldra og skóla. Áhersla er lögð á snemmtækan stuðning, góð tengsl skóla og skólastiga og skólaþróunarverkefni
sem unnin eru í anda lærdómssamfélagsins.
Fjórir grunnskólar eru starfandi í sveitarfélaginu;
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Stekkjaskóli, Sunnulækjarskóli og Vallaskóli.
Okkur vantar starfsmenn í fjölbreyttar stöður grunnskólanna, s.s. grunnskólakennara, húsvörð, matreiðslumann
og stuðningsfulltrúa.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum sem búa yfir þekkingu, reynslu og áhuga á skólastarfi.
Nánari upplýsingar um laus störf má sjá á ráðningarvef sveitarfélagins; https://starf.arborg.is/
Vakin er athygli á stefnu Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika
samfélagsins. Umsóknum fylgi leyfisbréf, yfirlit yfir nám, fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni í starfi.
Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins https://starf.arborg.is/
kopavogur.is
Menntasvið Kópavogsbæjar sameinar málefni grunnskóla, leikskóla, íþrótta og frístunda í Kópavogi.
Kennsluráðgjafi í málefnum nemenda með stuðningsþarfir tekur virkan þátt í áætlanagerð og stefnu-
mörkun skólamála í Kópavogi. Hann vinnur að innleiðingu Menntastefnu Kópavogsbæjar, framkvæmd
stefnu um menntun fyrir alla og innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
Helstu verkefni:
· Þátttaka og frumkvæði í stefnumörkun skólastarfs í Kópavogi í samvinnu við starfsmenn
menntasviðs og aðra starfsmenn bæjarins.
· Frumkvæði að þróun og nýbreytni við skólaþjónustu grunnskóla.
· Tekur þátt í innleiðingu á lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
· Eftirlit með því að lögum, reglugerðum og stefnu bæjarins um stuðning við nemendur og
menntun fyrir alla sé framfylgt.
· Heldur utan um málefni nemenda með skólasóknarvanda.
· Heldur utan um ákveðin verkefni sem snúa að nemendum með miklar stuðningsþarfir, s.s.
innleiðingu starfsreglna og stuðningsáætlana.
· Afgreiðir umsóknir um akstursþjónustu.
· Situr í þjónustuteymum vegna einstakra nemenda.
· Samskipti og samvinna við önnur svið bæjarins og stofnanir sem fara með málefni barna og
ungmenna.
· Ráðgjöf og fræðsla fyrir nemendur, foreldra og fagfólk.
Menntunar- og hæfniskröfur:
· Kennaramenntun og leyfisbréf kennara.
· Reynsla af kennslu í grunnskóla.
· Framhaldsmenntun (MA, M.Ed eða diploma) á sviði uppeldis- og menntunarfræða eða önnur menntun
sem nýtist í starfi.
· Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum.
· Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi.
· Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar.
· Færni til að tjá sig bæði í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til og með til og með 10. apríl 2022. Ráðið verður í stöðuna eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á ráðningarvef Kópavogsbæjar https://kopavogur.alfred.is/
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt í gegnum ráðningarkerfið Alfreð.
Kennsluráðgjafi
í málefnum nemenda
með stuðningsþarfir
Stekkjaskóli - laus störf
Vilt þú taka þátt í því að
byggja upp sterka liðsheild
í nýjum grunnskóla á Selfossi?
Stekkjaskóli er nýr grunnskóli á Selfossi sem tók til
starfa haustið 2021. Í dag fer starfið fram í færanlegum
kennslustofum og í lok árs verður tekin í notkun 1. áfangi
nýbyggingar skólans. Á komandi hausti verða um 160 nem-
endur í 1.-5. bekk. Fullbyggður verður skólinn fyrir um 500
nemendur í 1.-10. bekk. Í Stekkjaskóla er lögð áhersla á
teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og nýsköpun, skapandi
skólastarf, umhverfismál og jákvæðan skólabrag.
Stefnumörkun skólans tekur meðal annars mið af mennta-
stefnu Árborgar sem byggir á hugmyndinni um skólann
sem lifandi lærdómssamfélag.
• Verkefnastjóri og kennari í upplýsingatækni
• Umsjónarkennarar í 1.-5. bekk, fjórar stöður
• Matreiðslumaður
• Húsvörður
• Stuðningsfulltrúar, tvær 70% stöður
Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl 2022.
Vakin er athygli á stefnu Árborgar að jafna hlutfall kynjanna
í störfum og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika
samfélagsins.
Nánari upplýsingar um störfin veita
Hilmar Björgvinsson, skólastjóri, hilmarb@stekkjaskoli.is,
sími 480-1600 / 863-0922 og Ástrós Rún Sigurðardóttir,
aðstoðarskólastjóri, astros@stekkjaskoli.is, sími 480-1600.
Sjá einnig heimasíðu skólans www.stekkjaskoli.is .
Umsóknum fylgi leyfisbréf, yfirlit yfir nám, fyrri störf og rök-
stuðningur fyrir hæfni í starfi. Umsókn ásamt fylgigögnum
skal skila í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins
http://starf.arborg.is/.
Umhverfismat framkvæmda
Umhverfismatsskýrsla í kynningu
Framleiðsluaukning eggjabús Vallár á
Kjalarnesi
Stjörnuegg hafa lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna umhverfismats
fyrir endurnýjun búnaðar og aukna framleiðslugetu eggjabús Vallár á
Kjalarnesi í Reykjavík.
Kynning á umhverfismatsskýrslu: Tillaga að ofangreindri framkvæmd
og umhverfismatsskýrsla liggur frammi til kynningar hjá Skipulags-
stofnun frá 5. apríl til 17. maí 2022. Umhverfismatsskýrslan er aðgengi-
leg á vefsíðu stofnunarinnar: www.skipulag.is.
Umsagnarfrestur: Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og lagt
fram umsögn. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 17.
maí 2022 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með
tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
intellecta.is
RÁÐNINGAR