Fréttablaðið - 02.04.2022, Síða 55
ÚTBOÐ
Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í að byggja anddyri, bún-
ingsklefa og tengibyggingu við núverandi sundlaugarbygg-
ingu og íþróttahús á Siglufirði, samtals 292,3 m2 á tveimur
hæðum ásamt rifi á tengigangi skv. útboðsgögnum AVH.
Verktími er frá apríl 2022 til síðla árs 2023 en sérstaklega
er bent á að frávikstilboð eru heimil m.t.t. þess hvernær
verkinu verði lokið.
Helstu magntölur eru:
Gröftur 1.200 m3
Steypumót 1.400 m²
Steypustyrktarstál 10.000 kg
Steinsteypa 190 m3
Kerfisloft 260 m²
Málun 600 m²
Flísalögn samtals 600 m²
Ósk um afhendingu rafrænna útboðsgagna skal senda
á netfangið avh@avh.is og verða þau afhent frá og með
6. apríl n.k.
Tilboð skulu berast rafrænt á netfangið avh@avh.is fyrir
kl. 13:00 þriðjudaginn 20. apríl og verða tilboðin opnuð
kl. 13:30 sama dag í ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24,
Siglufirði í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.
Bjóðendum mun gefast kostur á að fylgjast með opnun
tilboða á fjarfundi óski þeir þess.
Leikskólinn Álfasteinn,
Hörgársveit
– Útboð á framkvæmdum
Sveitarstjórn Hörgársveitar óskar eftir tilboðum í
verklegar framkvæmdir við gerð viðbygginga við
Leikskólann Álfastein, Hörgársveit. Viðbyggingar eru
norðan og austan við núverandi húsnæði og er heildar
stærð viðbygginga 335,6 fermetrar.
Verkið er áfangaskipt skv. útboðslýsingu og verklok
eru 20. júlí 2023.
Helstu verkþættir eru;
• Jarðvinna
• Steypa grunn og reisa burðarvirki úr timbri
• Frágangur utanhúss
• Frágangur innanhúss og uppsetning á föstum búnaði
• Uppsetning og fullnaðarfrágangur allra lagna og rafkerfa
Útboðsgögn verða aðgengileg í gegnum tölvupóstfangið
ts@opusehf.is frá 28. mars 2022.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu Hörgársveitar, Þelamörk,
fyrir kl. 11:00 þann 22. apríl 2022 og verða tilboð
opnuð á sama stað og tíma að viðstöddum þeim
bjóðendum sem óska þess.
Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er
eða hafna öllum.
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir eftir
umsóknum um styrki til gæða- og
nýsköpunarverkefna í heilbrigðis-
þjónustu.
Veittir verða styrkir til afmarkaðra
verkefna og tæknilausna sem stuðlað
geta að umbótum, nýbreytni eða
auknum gæðum. Ekki eru veittir
ferðastyrkir.
Að þessu sinni er sérstök áhersla
lögð á heilsueflingu og nýtingu nýrra
lausna til að auka gæði þjónustu og
hagkvæmni. Verkefnin þurfa að hafa
skýran ávinning fyrir heilbrigðisþjón-
ustuna og þann hóp sem þjónustan
beinist að.
Styrkirnir eru veittir til stofnana á
sviði heilbrigðismála, einstaklinga og
fyrirtækja. Fyrirtæki eða einstaklingar
sem sækja um styrki þurfa að gera
það á grundvelli samstarfs við heil-
brigðisstofnanir.
Vakin er athygli á að einungis er unnt
að sækja um á rafrænu formi.
Umsóknarform ásamt reglum um
úthlutun styrkjanna eru á vefslóðinni
www.stjornarradid.is/gogn/styrkir-
og-sjodir/
Umsóknarfrestur er
til og með 1. maí 2022
Styrkir til gæða- og
nýsköpunarverkefna
Rekstraraðili óskast
að Hótel Grími í Grímsbæ
Til leigu: Tuttugu herbergja, 695 fermetra, gistihús/hótel á þriðju hæð. Hótelið er fullbúið
og getur leigst með húsgögnum og búnaði, vefsíðu, vörumerki o.fl. Húsnæðið var innréttað 2017.
Nánari upplýsingar á reitir.is/hotel-grimur
ATVINNUBLAÐIÐ 21LAUGARDAGUR 2. apríl 2022