Fréttablaðið - 02.04.2022, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 02.04.2022, Blaðsíða 68
Ég hugsa mikið til hans í pontu og ég fæ alltaf smá svona í hjartað þegar ég sé Davíðs- dóttir á skjánum eða það er lesið upp. Ég ákvað svo bara að láta slag standa og taka þátt í forvali. Sem var líka á Zoom. En allt í einu var ég komin í pallborðs- umræður með for- sætisráð- herra á Zoom og hitti eigin- lega ekki sálu. En ég hef áhyggjur, því vísind- in eru skýr. Við höfum ekki mörg ár til að bregðast við og við þurfum skýra stefnu- mótun sem er fylgt eftir. Eva Dögg Davíðsdóttir hefur síðustu vikur setið sem varaþingmaður á þingi og segir starfið hafa komið sér rækilega á óvart. Hún missti pabba sinn í slysi fyrir þremur árum en hefur vel fundið fyrir áhrifum hans á þinginu. Ég hef alltaf tengst Vinstri grænum á einhvern hátt en ekki tekið beint þátt. Svo ákvað ég í fyrra að skrá mig á Zoom málefna- fund um umhverfismál. Ég hafði oft hugsað um að láta að mér kveða en aldrei látið af því verða,“ segir hún. Hún segir að henni hafi strax verið vel tekið og að eftir þátt- tökuna í málefnahópnum hafi hún verið beðin um að vera með í því að skrifa upp umhverfis- og loftslags- stefnuna fyrir kosningabaráttuna sem þá var fram undan. „Ég ákvað svo bara að láta slag standa og taka þátt í forvali. Sem var líka á Zoom. En allt í einu var ég komin í pallborðsumræður með forsætisráðherra á Zoom og hitti eiginlega ekki sálu. Ég fékk þriðja sætið í Reyk javík urk jördæmi norður eftir forvalið. Ég var ekki með væntingar eða miklar kröfur, verandi ný, en ég átti greinilega ein- hvern hljómgrunn. Því það á ekki að vera þannig í pólítík að fólk eigi sín sæti,“ segir Eva Dögg og að það verði að vera fjölbreytni. Hún segir að það hafi verið gaman í kosningabaráttunni því þá hafi þau fengið tækifæri til að hitta fólkið í landinu, fyrirtæki og aðra og að hún hafi fengið innsýn í alls konar málefni og það sé dálítið eins og starf þingmannsins sem þarf að koma sér inn í mörg og fjöl- breytt mál og koma inn í alls konar umræður. Hún segir starf ið kref jandi, vinnudagana langa en að hún njóti þess mikið að starfa inni á Alþingi og skemmtilega stemmningin í þingflokknum spilar stóran þátt í því að gera langa daga fjöruga. Þrjú ár frá missi Eva Dögg missti pabba sinn í slysi fyrir þremur árum og segir að hann hafi alltaf hvatt hana til að taka þátt í stjórnmálum. „Það voru núna í mánuðinum þrjú ár frá því að pabbi minn lést í slysi. Hann var alltaf að segja mér að fara í pólitík og var viss um að ég ætti heima þar. Ég var aldr- ei eins viss um að það væri minn vettvangur,“ segir Eva Dögg, sem á sínum yngri árum hafði meiri áhuga á alþjóðastofnunum og mannúðar- samtökum. „Hann hefði verið mjög stoltur af mér. Ég hugsa mikið til hans í pontu og ég fæ alltaf smá svona í hjartað þegar ég sé Davíðsdóttir á skjánum eða það er lesið upp,“ segir Eva Dögg sem er elst fimm systkina. „Það er mikill stuðningur í mömmu. Hún er skólastjórnandi og ég leita mikið til hennar um þann málaflokk, sem ég hef líka mikinn áhuga á,“ segir Eva, og að hún von- ist til þess að málaflokkurinn verði tekinn föstum tökum á kjörtíma- bilinu og nefnir sérstaklega börn með fjölþættan vanda. Eva Dögg hefur ferðast nokkuð og búið víða. Hún hefur verið búsett í Noregi, Bandaríkjunum og Ind- landi. „Við f luttum út til Noregs þegar ég var tvítug en mamma kom aftur heim eftir að pabbi dó. Hann dó hér á Íslandi í hestaslysi. Fjölskyldan er um víðan völl. Tvö systkini mín eru enn í Noregi. Einn bróðir minn í Bandaríkjunum og einn hér á Íslandi,“ segir Eva Dögg og að þrátt fyrir fjarlægðina séu þau mjög náin. Fékk símtalið í Tansaníu Hún segir að eftir andlát föður hennar hafi hún leitað mikið heim. „Ég var í Tansaníu á fundi þegar ég fæ þessar fréttir. Ég fæ þetta símtal þar. Pabbi minn var ungur Hugsar til pabba síns í pontu Eva Dögg segir að það sem hafi mest komið á óvart við þingmannsstarfið séu nefndastörfin FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Eva Dögg var við rannsóknir í Indlandi MYND/AÐSEND Eva missti pabba sinn í hestaslysi fyrir þremur árum í líkama og í anda. Hann var bara 56 ára og afskaplega sprækur og lifandi maður. Þetta var rosalegt áfall og sorgin er eitthvað sem fylgir manni alltaf. Fyrst er maður í algeru „survival mode“ og í púpu með sínum nánustu og rússíban- af læði. En svo af því að við erum búsett á víð og dreif fórum við í sitt- hvora áttina og höfum tekist á við þetta á ólíkan hátt, en mér finnst mikilvægt að finna tóninn. Eins og dánardagurinn hans, ég er enn að reyna að finna hvernig maður á að tækla það.“ Hún segir að minning pabba hennar sé sterk og að vegna þess hve aktívur hann var þá sé hann alltaf stór partur af hestamennsku hennar og öðrum tómstundum eins og sjósundi. „Og svo auðvitað hef ég hugsað sterkt til hans hérna á þingi. Ég heyri röddina og hversu stoltur hann myndi vera af mér. En svona missir breytir manni og kannski til hins betra. Maður verður einhvern veginn næmari og vex.“ Eva Dögg segir að í gegnum tíðina hafi hún verið hvatvís og oft látið vaða, eins og með ferðalög, en eftir að hún missti pabba sinn þá hafi lífið fengið nýtt samhengi og hún meiri kjark til að gera það sem hana langaði að gera. „Það kom því ekkert endilega fjölskyldunni á óvart að ég færi fram en mig hefði aldrei getað órað fyrir því hversu afdrifarík ákvörð- unin var.“ Umhverfismálin alls staðar Spurð um umhverfisstefnu VG segir Eva Dögg að henni þyki mikilvægt að stefna þess f lokks sem hún til- heyrir sé framsækin og að í gegnum tíðina hafi hún alltaf tengt mest við stefnu VG. „Það var ekki spurning hvar ég myndi enda. Ég sá ekki fyrir mér að beita mér neins staðar annars stað- ar en með Vinstri grænum, auk þess sem það er auðvitað spennandi að vera hluti af stjórnarflokki og hafa þannig f leiri tækifæri til að hafa áhrif. Okkar nálgun er þannig að þetta er málefni sem að skarar alla málaf lokka og það þarf að hugsa um það þannig,“ segir hún. En manni finnst stundum eins og það þurfi ekki mikið til að þessi mál endi í aftursætinu? Nú er enn heims- faraldur og svo er stríð í Evrópu. „Já, það er fátt verra fyrir sam- félag og umhverfið en að vera í stríðsrekstri. Ég hef auðvitað áhyggjur af því en ég vona að stríðið verði til dæmis til þess að það skap- ist aukinn þrýstingur á orkuskipti. Því það er ekki sjálf bært, í mörgum skilningi, að treysta á jarðefna- eldsneyti. En ég hef áhyggjur, því vísindin eru skýr. Við höfum ekki mörg ár til að bregðast við og við þurfum skýra stefnumótun sem er fylgt eftir,“ segir Eva Dögg, sem þó bendir á að enn er tími til að snúa þessari þróun við. Stundaði rannsóknir á átakasvæði Samhliða því að vera á þingi er Eva Dögg í doktorsnámi í umhverfis- og þróunarfræðum. Sem hluti af doktorsverkefni hennar fór hún til Indlands og gerði rannsókn í ríki sem kallast Jhark- hand. Fannstu til ábyrgðar? „Auðvitað. Indland er þann- ig að þú ert mætir ójöfnuðinum og finnur fyrir þinni stöðu í sam- félaginu. Það var hálfsúrrealískt að búa í þorpi þar sem er ekki að finna nein nútímaþægindi. Fólk er kannski með sólarsellu en það er ekkert rafmagn eða rennandi vatn. Þarna voru margir, og sérstaklega konur, sem hafa aldrei farið út fyrir kannski 40 ferkílómetra svæði. Þá upplifir maður sterkt hversu hepp- inn maður er.“ n Lovísa Arnardóttir lovisa @frettabladid.is Nánar á frettabladid.is 32 Helgin 2. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.