Fréttablaðið - 02.04.2022, Side 72

Fréttablaðið - 02.04.2022, Side 72
Björn Þorláksson bth @frettabladid.is Sigtryggur Ari Jóhannsson sigtryggur @frettabladid.is n Fréttablaðið í Póllandi Blaðamenn Fréttablaðsins í landamæraþorpinu Medyka í suðausturhluta Póllands lýsa upplifun af veru sinni í þorpinu sem og í höfuðborg­ inni Varsjá. Á rúmum mánuði hafa Pólverjar tekið á móti nærri tveimur og hálfri milljón flóttamanna frá Úkraínu. Engin önnur þjóð hefur tekið á móti fleiri flótta­ mönnum frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúarlok. Þetta eru skuggalegar tölur, ekki síst þegar litið er til þess að flóttamannastofn­ un Sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyrir að ríf lega tíu milljónir úkra­ ínskra borgara hafi yfirgefið heimili sín frá því stríðsátök brutust út. Þegar við Björn Þorláksson blaða­ maður stigum út úr bílaleigubíl í miðborg Varsjár á sólbjörtum mánu­ dagsmorgni mátti svo sem gera ráð fyrir hverju sem var. Hvernig gengur Pólverjum að taka á móti öllum þessum fjölda fólks? Ráða innvið­ irnir við álagið? Það var rólegt yfir borginni. Umferðin var viðráðanleg og göngu­ túrinn á aðalbrautarstöðina nota­ legur. Þar innandyra var umferð fólks, kannski eins og eðlilegt er á járnbrautarstöð. Helstu vísbend­ ingar um þessa miklu fólksflutn­ inga voru hópar af sjálfboðaliðum í gulum vestum sem tóku á móti fólki og aðstoðuðu við að veita upplýs­ ingar um úrræði og áframhaldandi ferðalag. Ekkert mátti sjá á götum úti sem benti til þess að samfélagið réði ekki við ástandið. Það kom enda á daginn þegar ferðalaginu vatt fram að margir Pól­ verjar hafa opnað heimili sín fyrir úkraínskum flóttamönnum og öfl­ ugt net sjálfboðaliða var að störfum víðs vegar í samfélaginu við að afla nauðsynja fyrir allt þetta fólk. Sjálf­ sprottin aðstoð heimfólks er mun meira áberandi en starfsemi skipu­ lagðra alþjóðlegra hjálparsamtaka. Eins og oft hefur komið fram þá samanstendur flóttamannahópur­ inn einkum af konum og börnum og svo eldra fólki. Karlmenn eru í her­ þjónustu. Þetta blasti svo við okkur þegar við komum í landamæra­ bæinn Medyka, eftir nokkurt ferða­ lag. Þar var stöðugur straumur fólks yfir landamærin og flest sem komu voru mæður með börn sín. Við ræddum við Olenu með börn sín fjögur. Þau voru að koma frá Kænugarði eftir nokkurra daga ferðalag með rútu. Olena útskýrði fyrir okkur að hún ætti ekki lengur heimili og eina úrræðið hefði verið að flýja borgina með börnin. Bóndinn hefði orðið eftir til að berjast. Hún brast svo í grát þegar hún útskýrði fyrir okkur að yngsta dóttirin, hin þriggja ára Nadíía, ætti erfitt núna. Hún óttaðist öll hljóð eftir að hafa þurft að upplifa sprengjuregnið í Kænugarði. Og jafnvel þótt blaðamenn Frétta­ blaðsins hafi aldrei þurft að f lýja heimili sín í sprengjuregni þá er hinn sammannlegi harmur alveg skýr. Sem aftur kann að endurspeglast í þeim ótrúlega fjölda sjálfboðaliða hvaðanæva að úr veröldinni sem nú starfa um allt Pólland, bæði við landamærahliðin og annars staðar í landinu. Landamæri lífs og dauða Ekki komast allir fótgangandi til Medyka. Meira en tvær og hálf milljón hafa farið yfir landamærin til Póllands síðasta mánuðinn. Straumur fótgangandi flóttamanna frá Úkraínu hefur legið um landa- mærin. Medyka er smábær á landamærum Póllands og Úkraínu. Þar er hægt að fá helstu nauð- synjar. Veggspjöld sem lýsa hatri Pólverja á Pútín má víða sjá á húsveggjum í Varsjá.  36 Helgin 2. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐINNRÁS Í ÚKRAÍNU FRÉTTABLAÐIÐ 2. apríl 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.