Fréttablaðið - 02.04.2022, Side 74

Fréttablaðið - 02.04.2022, Side 74
Sigrar mannsandans ■ Því verður ekki lýst með orðum að horfa á úkraínska flóttakonu koma fótgangandi yfir einskismannslandið, leiðandi börnin sín við Medyka. ■ Greina feginleika í andlitsdráttum þegar skrjáfar í pólskum jarð­ vegi undir fótum fjölskyldunnar. ■ Sjá móðurina bresta í grát þegar hún loks er örugg. ■ Sjá hana fagna von um framtíð, heyra hana svo gráta nokkrum mínútum síðar. ■ Sjá hana lýsa því hve sakbitin hún sé af söknuði, sakbitin af því að hafa bjargað eigin lífi og barnanna á langri eyðimerkurgöngu. Vegna þess að hún vill ekki vera byrði á öðrum. ■ Við hittum fólk sem hafði bjargað lífinu með því að hafast við í helli á meðan sprengjur féllu alls staðar í kring. ■ Við sáum björgunarfólk stumra yfir konu sem var nýbúin að fá þær fréttir að maður hennar hefði fallið í stríðinu. ■ Við sáum konur sigrast á ómanneskjulegum aðstæðum með því að ganga yfir landamæri lífs og dauða við Medyka. ■ Við sáum þær hlæja, sigra og fagna. Sjálfboðaliðar sjá um að hlúa að flóttafólki við komuna til Póllands, sjá þeim fyrir brýnustu nauð­ synjum og upp­ lýsingum. Áfangastaður ókunnur ■ Eitt andartak fannst okkur kannski eins og upplif­ unin við landamæri lífs og dauða sendi íslenskan hégóma út í hafsauga. ■ Við vitum ekki hvernig þessar sögur munu enda. ■ Við vitum það eitt líkt og flest úkraínska flótta­ fólkið. ■ Að áfangastaður er ókunn­ ur. Stundir sem aldrei gleymast Eitthvað segir okkur að augnablikin í Medyka muni fylgja okkur áfram. Kannski þurfa augu barnanna og mæðra þeirra að fylgja okkur áfram. Vegna þeirrar sögu sem þau hafa að geyma. Okkur hafði verið sagt að fjöldi hjálparsamtaka og einstaklinga yrði við landamærin til að taka á móti flóttafólkinu. En það var enginn venjulegur svipur á þessu fólki. Ekki frekar en að svipurinn á fólkinu sem kemur gangandi yfir landamærin var ekkert venjulegur. Þótt Pútín sé hataður og fyrirlitinn af flestum í Póllandi (eins og merkja má af veggspjöldum í Varsjá) verður ekki annað séð en göfugar tilfinningar líkt og samhygð og mannúð keyri björgunar­ starfið áfram. Við höfum kannski aldrei séð eins mild og góðleg andlit og þarna voru samankomin. Kannski hefur heimsbyggðin aldrei sameinast af eins miklu afli og nú um að mæta í sameiningu því hrottalegu ofbeldi sem íbúar Úkraínu hafa mátt þola. Kannski er það sem er að gerast við Med­ yka til marks um breytta tíma. Mikill fjöldi flóttamanna frá Úkraínu hefur komið fótgangandi yfir landa­ mærin til Medyka. Forsetahöllin í Varsjá. Bílalest yfirgefur höllina. Pawel Siedecki og Magdalena Kulik hjá mið­ stöð félagslegs stuðnings í Gorskiego í Varsjá ræða úr­ ræði fyrir flótta­ fólk frá Úkraínu í Varsjá. Tjaldbúðir fyrir utan Medyka. Á rúmum mánuði hafa Pólverjar tekið á móti nærri tveimur og hálfri milljón flóttamanna frá Úkraínu. 38 Helgin 2. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐINNRÁS Í ÚKRAÍNU FRÉTTABLAÐIÐ 2. apríl 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.