Fréttablaðið - 02.04.2022, Síða 86

Fréttablaðið - 02.04.2022, Síða 86
Þessi heimur er nokk- uð óræður og ein- kennist af tímaleysi en er samt svo skyldur okkar heimi. Aldís Eitt verkanna hefur aldrei heyrst áður, sum verða flutt í fyrsta sinn hér á landi. kolbrunb@frettabladid.is Ljósbrot í hafinu er yfirskrift vatns- litasmiðju sem fram fer í Sjóminja- safninu í Reykjavík sunnudaginn 3. apríl kl. 14-15. Smiðjan er ætluð börnum og fjölskyldum þeirra. Í lok smiðjunnar taka börnin síðan listaverkin með sér heim. Þátttaka er ókeypis og allur efniviður er á staðnum. Myndlistarkonan Andr- ea Ágústa Aðalsteinsdóttir sér um smiðjuna. n Vatnslitasmiðja fyrir börn Þátttaka í smiðjunni er ókeypis og efniviður er á staðnum. MYND/AÐSEND  kolbrunb@frettabladid.is Á tónleikum í Norðurljósasal Hörpu á morgun, sunnudaginn 3. apríl klukkan 16.00, má heyra kammer- verk af ýmsum toga, f lest samin á síðustu fimmtíu árum. Eitt verk- anna hefur aldrei heyrst áður, sum verða flutt í fyrsta sinn hér á landi og önnur í nýjum búningi. Tónleikarnir verða án hlés og standa í um það  bil  eina klukku- stund. Á efnisskránni verða Russian Rag eftir Elenu Kats-Chernin, fjögur lög úr Children’s Songs eftir Chick Corea, sönglög eftir Jóhann G. Jóhannsson við ljóð Halldórs Laxness og Þórarins Eldjárns, Þrjú stykki fyrir strengjakvartett eftir Igor Stravinsky, Stefnumót eftir Jóhann G. Jóhannsson (frumflutn- ingur) og Stef úr Fellini-myndum – kvikmyndatónlist eftir Nino Rota. Flytjendur eru Bryndís Pálsdóttir og Hildigunnur Halldórsdóttir (fiðl- ur), Herdís Anna Jónsdóttir (víóla), Sigurður Halldórsson (selló) og Steef van Oosterhout (marimba). Sérstakir gestir eru Sigrún Hjálm- týsdóttir (Diddú) sópran og Sigurð- ur Flosason saxófónleikari. n Verk af ýmsum toga flutt í Hörpu Sigurður Flosason er gestur á tón- leikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK kolbrunb@frettabladid.is Næstkomandi þriðjudag 5. apríl kl. 19.30 brestur á með söng, hljóð- færaleik og dansi í tilefni 30 ára afmælis Voces Thules. Á tónleikunum flytja þeir gaml- ar og góðar perlur úr eigin ranni en frumflytja jafnframt tvö verk sem samin eru sérstaklega fyrir Voces Thules. Verkin eru Gekk ég í gljúfrið dökkva, eftir Arngerði Maríu Árnadóttur og Agnus Dei, eftir Svein Lúðvík Björnsson. Í lok tónleikanna bjóða þeir upp á óvissuferð í land Söngdansanna. Voces Thules skipa þeir Einar Jóhannesson, Eiríkur Hreinn Helgason, Eggert Pálsson, Eyjólfur Eyjólfsson, Pétur Húni Björnsson og Sigurður Halldórsson. Sérstakir gestir Voces Thules á tónleikunum verða Sverrir Guð- jónsson og Guðlaugur Viktorsson. Steef van Oosterhout slagverksleik- ari heldur uppi stuðinu í nokkrum lögum og dansnúmerunum og til stuðnings verða Atli Freyr Hjalta- son og Elízabeth Katrin Mason. n Afmælisfögnuður Voces Thules Voces Thules fagnar stórafmæli. MYND/AÐSEND Skýjasmiðjan setti árið 2013 á svið grímuleikinn Hjarta- spaða en sú sýning var fyrsta heilgrímusýningin á íslensku leiksviði. Nú sýnir hópurinn nýjan sjónleik, Hetju!  kolbrunb@frettabladid.is Verkið, sem frumsýnt er í dag, laug- ardaginn 2. apríl, er samið af hópn- um. Ágústa Skúladóttir er leikstjóri og leikarar eru Aldís Davíðsdóttir, Ellen Margrét Bæhrenz, Fjölnir Gíslason, Orri Huginn Ágústsson og Stefán Benedikt Vilhelmsson. „Við erum að vinna með heil- grímuformið sem er sérstök áskor- un því þá er öll sagan sögð án orða og allt byggist á líkamsbeitingunni,“ segir Ágústa Skúladóttir. Spurð hvaða sögu sé verið að segja í verkinu segir hún: „Hjartaspaðar gerðist á dvalarheimili aldraðra, stað þar sem enginn vill enda ævi sína. Þar kynntust þrjár persónur og mynduðu vinabönd. Nú erum við að segja litla einfalda sögu sem gerist inni á spítala þar sem starfs- fólk og sjúklingar bindast böndum. Þetta er líka staður sem enginn vill vera á en byggist samt á umhyggju og umönnun allan sólarhringinn og allan ársins hring.“ Að tjá með hjartanu Aldís Davíðsdóttir fer með tvö hlut- verk í verkinu, leikur langveikt barn og yfirhjúkrunarfræðing og gerir auk þess grímur, búninga og leik- mynd. Hún segir frábært að leika án orða. „Það er gríðarlega skemmti- legt og gefur manni tækifæri til að tjá svo margt með hjartanu og flytja átakalaust til áhorfenda.“ „Það sem er svo spennandi við þetta form er að það er aðgengilegt öllum og skilst hvar sem er í heimin- um. Þess vegna höfum við í þessum tveimur verkum, Hjartaspöðum og Hetju! valið að lýsa aðstæðum sem eiga við hvar sem er í heiminum, eins og á spítala og dvalarheimili. Upplif- unin byggir á hinu sjónræna og tón- listarupplifuninni,“ segir Ágústa, en tónlistin í verkinu er eftir Eggert Hilmarsson og Sigurjón Sigurðsson. Óræður heimur Aldís er spurð hvernig heim hún sé að leitast við að skapa með grímunum, búningunum og í leik- myndinni. „Þessi heimur er nokkuð óræður og einkennist af tímaleysi en er samt svo skyldur okkar heimi,“ segir hún. Hver er hetjan í verkinu? spyr blaðamaður. „Starfsmennirnir, verkið er óður til þeirra sem eru á þessum vöktum á sjúkrahúsum og í þessum aðstæðum,“ segir Ágústa. „Á sjúkrahúsum skapast ótrúlegar tengingar, þar ríkir manngæska og vinátta myndast milli sjúklinga og starfsfólks. Þessu lýsum við í sjón- rænu og ljóðrænu verki þar sem ein- faldleikinn ræður ríkjum.“ n Sjónrænt og ljóðrænt verk Aldís og Ágústa með grímur sem leikarar nota í sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Öll sagan er sögð án orða. MYND/AÐSEND Sérstakir gestir Voces Thules á tónleikunum verða Sverrir Guð- jónsson og Guðlaugur Viktorsson. 50 Menning 2. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 2. apríl 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.