Fréttablaðið - 02.04.2022, Síða 90

Fréttablaðið - 02.04.2022, Síða 90
ninarichter@frettabladid.is Árleg ljósmyndasýning Blaða- ljósmyndarafélags Íslands verður opnuð í dag og við sama tækifæri eru verðlaun afhent í sjö f lokkum og ljósmynd ársins valin. Í ár voru 789 myndir sendar inn og þar af 102 valdar á sýninguna sem haldin er í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Trygg vagötu. Fyrsta sýningin var árið 1980. Að sögn Kristins Magnússonar, formanns Blaðaljósmyndarafélags Íslands, eru þrjú meginstef í inn- sendingum ársins. „Þetta er rosa misjafnt, en þetta var ár eldgossins, Covid og kosninga,“ segir hann. „Svo blandast þetta íþróttaviðburðum, myndum af daglegu lífi og þarna er líka fullt af frábærum portrett myndum. Verðlaun eru veitt í sjö mismunandi flokkum. Þar á meðal er tímaritaflokkur sem er með upp- stilltum og stíliseruðum myndum, til dæmis, þannig að sýningin er þar af leiðandi mjög fjölbreytt og ætti að höfða til sem flestra.“ Dómnefndin starfar sjálfstætt og er skipuð af stjórn Blaðaljós- myndarafélagsins. Meðlimir dóm- nefndar þetta árið voru Aldís Páls- dóttir, Árni Torfason, Sigríður Elva og Pétur Sigurðsson, ljósmyndarar. Þá eru einnig Gísli Helgason frá Ljós- myndasafni Reykjavíkur og Hrund Þórsdóttir fréttastjóri. Í dómnefnd situr erlendur yfir- dómari á hverju ári. Að þessu sinni er þar David Guttenfelder ljósmynd- ari. Guttenfelder hefur að sögn Kristins unnið 8 sinnum til World Press Photo-verðlaunanna. „Hann er margverðlaunaður ljósmyndari og hefur verið mikið í Norður-Kór- eu. Hann átti þátt í að stofna fyrstu vestrænu fréttastofuna þar,“ segir Kristinn. Guttenfelder heimsótti landið í febrúar þegar dómnefndin lauk störfum. Blaðamannafélagið gefur sigur- vegurum peningaverðlaun. „Þá eru verðlaun veitt fyrir bestu myndina, sem eru stærstu verðlaunin. Í fyrra var besta myndin ljósmynd Þorkels Þorkelssonar, sem var með ljós- mynd frá Landspítalanum, por trett- mynd af hjúkrunarfræðingi,“ segir Kristinn. Sýningin verður opnuð kl. 15 í dag og stendur til 29. maí. Borgarstjóri Reykjavíkur verður viðstaddur opnunina og allir eru velkomnir. ■ Eldgos, kóf og kosningar á uppskeruhátíð blaðaljósmyndara Kvöldvakt á tveimur Covid19- deildum Landspítala Fossvogi, heitir vinningsmynd síðasta árs. MYND/ÞORKELL ÞORKELLSSON. HEFUR ÞÚ ORÐIÐ FYRIR SKYNDILEGUM BARNSMISSI? Birta landssamtök foreldra/forráðamanna sem misst hafa barn/ungmenni skyndilega, standa fyrir fyrirlestri þriðjudaginn 5. apríl n.k. þegar sr. Vigfús Bjarni Albertsson mun heimsækja okkur í Grafarvogskirkju kl. 20:00. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar. Ókeypis er á erindið og allir velkomnir. Stjórn Birtu. www.birtalandssamtok.is Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is Útvarpsmaðurinn góðkunni Þórður Helgi Þórðarson, eða Doddi, fagnaði 39 ára ferm- ingarafmæli á dögunum með myndbirtingu frá árinu 1983. Þar má sjá hann hárprúðan með heimalagaða hárgreiðslu sem Doddi segir hafa verið tilraun til að líkja eftir stíl tónlistarmannsins Limahl. ninarichter@frettabladid.is „Ég er þarna búinn að ákveða að hætta að vera Drumbur,“ segir Doddi, aðspurður um fermingar- daginn. „Ég var ekkert voðalega vel til hafður og ákvað að breyta um stíl og vera töff,“ segir hann. „Þetta er áður en það þekkist að karlmenn liti á sér höfuðið. Ég og vinur minn aflýstum sjálfir á okkur hluta hárs. Við vorum ekki góðir í því fagi,“ segir Doddi glettinn. Aflitaði skellur á vin sinn Doddi segist hafa fengið ljósbaug í hárið. „Hann gerði svona baug á mig og ég setti skellur á hann og hélt að það væru strípur.“ Hann segir myndina þó fela ástandið nokkuð vel. D odd i k lædd- ist gráum jakka- fötum við tilefnið, sem amma hans hafði keypt handa ho nu m . „ Hú n splæsti í glæsileg g rá jak kaföt og vesti, eitthvað sem ég hafði aldrei farið í áður,“ segir Doddi. „Og rautt leðurbindi. Ég er viss um að þarna hafi verið rauðir skór líka,“ segir hann og hlær. Limahl býttað af brjálsemi Doddi segist hafa fengið áhuga á tónlist um þetta leyti, en segist hafa verið gríðarlega hrifinn af Depeche Mode, Kajagoogoo og Limahl. „Þarna uppgötvaði ég að tónlistin væri málið. Ég held líka að ég sé sá eini á landinu sem á þrjár plötur með Kajagoogoo!“ Hann segir hárgreiðsluna hafa verið tilraun til að ná Limahl greiðslunni. „Limahl var það sem allar konur þráðu, en hann átti samt bara tvö vinsæl lög. Þetta v a r á þ e i m t í m a þ e g a r maður safnaði B r a v o - p l a k - ötum og fólk býttaði Limahl- my nd u m e i n s og brjálæðingar,“ segir Doddi. „Hann var ekki merkilegur söngvari og alveg vonlaus tónlist- armaður.“ Vindlingar í glösum Hvað minningar úr fermingarveisl- unni varðar, segir Doddi: „Þetta var heima hjá ömmu og afa, ég bjó þar sjálfur.“ Hann minnist vindlinga í glösum og hugsanlega hafi verið áfengi í boðinu, eins og tíðkaðist á þeim tíma. „Ef ég man rétt þá voru að minnsta kosti vindlingar í glösum, hvort að það hafi verið áfengi þori ég ekki að fara með. Það var ekkert fyllerí, en mig minnir að það hafi verið standardinn þarna.“ Fimm Biblíur og þrjú þúsund krónur Doddi segir hafa sviðið mest að hafa ekki fengið jafn mikinn pening og jafnaldrar hans. „Ég held að ég hafi fengið fimm Biblíur og sjö Passíu- sálma og heilar þrjú þúsund krónur. Allir vinir mínir fengu að minnsta kosti hundrað þúsund. Og ég fékk tvær utanlandsferðir og engan gjald- eyri. Það voru samt engar „fancy“ utanlandsferðir, heldur fór ég með Hvassafelli til Danmerkur, og til Ítalíu með ömmu sem var að skúra.“ Þannig átti Doddi ekki gjaldeyri til að kaupa plötur, sem hann segir hafa verið aðaltilganginn með ferðum sem þessum. „Ég man samt að uppáhaldsgjöfin mín var frá Krumma frænda, hann gaf mér upphitunargallann sem A-lið Njarðvíkur æfði í. Þeir voru Íslandsmeistarar og voru hetjurnar mínar,“ segir Doddi. „Það þekktist ekkert þá að eiga æfingabúning. En ég var geggjað töff, með þetta hár í gallanum.“ ■ Aflitaður á fermingunni til að líkjast Limahl Útvarpsmaður- inn Þórður Helgi Þórðarson eða Doddi, á fermingardag- inn 1983. MYND/AÐSEND Þórður Helgi Þórðarson 54 Lífið 2. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.