Fréttablaðið - 02.04.2022, Side 96

Fréttablaðið - 02.04.2022, Side 96
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Þessi orð Einars Ben. eiga ekki við í umferðinni. Ekki það að maður sé bein­ línis vondur þar við fólk, heldur brjótast fram mestu og verstu brestir manns nánast daglega á leið heim í umferðar öngþveiti. Ein sem ég vinn með var í 75 mínútur á leið heim til sín eftir vinnu í gær upp í Árbæ. Þegar þyngslin eru sem mest á leið heim verð ég vond inni í mér af óþolinmæli og algerri fjarveru einhvers konar æðru­ leysis. Sjálf finn ég hreinlega hatursfullar hugsanir heltaka mig gagnvart bílstjóranum sem gefur mér ekki séns til að skipta um akrein eða komast inn á eina þeirra og fer kannski ruddalega fram fyrir mig. Þessar ömurlegu kenndir eru sérstaklega gagnvart f lottu bílunum, Range Roverum og Land Rover, Teslu og þessum dýru f lottu sem mér finnst montið fólk aka á – sjaldnar gegn Yaris, eins og ég er á sjálf – en kemur þó líka fyrir á verstu dögunum. Eftir góðan nætursvefn fer ég stundum að velta fyrir mér yfir morgunkaffinu af hverju maður lætur svona. Þessi hamskipti og þessar eitruðu neikvæðu hugsanir sem gera mann sjálfan svo örmagna að maður getur varla eldað kvöldmat þegar heim er komið. Maður þarf að aðgæta sitt eigið sálartetur. Sumt er bara eins og það er. n Svínað á sálartetrið Lindu Blöndal n Bakþankar As tri d Lin dg re n + © Inter IKEA System s B.V. 2022 6.490,- ÅKERKÖSA borðdúkur B145�L240 cm VEIÐIN LAUGARDAGA KL. 19.30 OG AFTUR KL. 21.30

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.