Morgunblaðið - 10.02.2022, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.02.2022, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 60+ g 28. mars í 15 nætur Tenerife Verð frá kr. 239.900 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Síðustu dagana hafa verið mikil umsvif við höfnina á Þingeyri, sem nú er orðin umsvifastaður með fisk- eldinu sem stundað er í Dýrafirði. Artic Fish er með umfangsmikla starfsemi á Vestfjörðum og ætlar sér meira í framtíðinni. Í höfn á Þingeyri er flutningaskip sem flyt- ur fóður og þjónustubátar sem not- aðir eru til ferða að eldiskvíum úti á firðinum, þar sem nú eru í sjó alls um 8.000 tonn af laxi. Slátrun á laxi úr kvíunum á Dýrafirði sem fram fer á Bíldudal hófst rétt fyrir jól og stendur allt þetta ár og væntanlega eitthvað fram á það næsta. Allt vitnar þetta um að vestra er bragurinn breyttur og umsvif í eldinu hafa í raun skap- að nýjan þrótt í atvinnulífi á svæð- inu eftir langt samdráttarskeið. Tímarnir breytast og mennirnir með er stundum sagt. Nýr tónn sem ómar víðar er sleginn á Þingeyri og svo vitnað sé til hinnar frægu Gísla sögu Súrssonar, sem gerist á þess- um slóðum, þá falla nú öll vötn til Dýrafjarðar. sbs@mbl.is Öll vötn falla nú til Dýrafjarðar þótt í nýrri merkingu sé Mikil um- svif í Þing- eyrarhöfn Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Áhugaleikfélagið Hugleikur berst í bökkum eftir synjun um menning- arstyrki frá borginni og þungan rekstur í faraldrinum. „Það hefur ekki gengið nógu vel eins og gefur að skilja. Við vorum reyndar svo heppin að það síðasta sem við gerð- um fyrir Covid var að sýna Gesta- gang, stóra sýningu, fjölmenna og mjög vel heppnaða. Það var kraftur í öllu. En svo höfum við þurft að fresta öðrum verkefnum. Við höfum einungis haldið stuttleikjadagskrá sem við höfum streymt á netinu og tvö námskeið,“ segir Þórarinn Stef- ánsson, formaður leikfélagsins. „Við erum með föst útgjöld svo það er farið að hringla mikið í budd- unni,“ segir hann. Það hafi síðan ver- ið ákveðið áfall að fá synjun í ár þeg- ar félagið sótti um menningarstyrki til borgarinnar. „Þessir styrkir sem okkur hefur verið úthlutað hafa farið lækkandi síðustu ár og núna í ár fengum við synjun. Við sóttum um styrk til þess að halda félaginu á lífi, halda starfseminni gangandi, og svo sóttum við líka um styrk til þess að betrumbæta húsnæðið sem við höf- um.“ Þetta gerir stjórn Hugleiks erfitt fyrir. „Það er mjög erfitt að segja til um hvernig næsta leikár verður. Að óbreyttu munum við neyðast til þess að selja húsnæðið okkar,“ segir Þór- arinn og vísar til eignar félagsins við Langholtsveg þar sem æfingar þess fara fram. Því er ekki enn vitað hvort og þá hvernig félagið muni starfa á næsta leikári. „Við erum að kanna hvort við sjáum einhverja fleti á því að bjarga rekstrinum en að óbreyttu þurfum við líklega að pakka saman. Við höf- um verið starfandi síðan 1984 og sett upp sýningu nánast á hverju ári síð- an, þar til kom að Covid, svo þetta yrði skarð fyrir skildi.“ »14 Gríðarslæm staða hjá Hug- leik sem fékk enga styrki - Útlit er fyrir að leikfélagið verði að selja húsnæði sitt Morgunblaðið/RAX Leikfélagið Úr sýningu Hugleiks á „Ó, þú aftur …“ árið 2009. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umsókn Landsvirkjunar um virkj- analeyfi fyrir Hvammsvirkjun í neðri- hluta Þjórsár er enn í vinnslu hjá Orkustofnun. Umsóknin barst stofn- uninni 10. júní, eða fyrir átta mán- uðum, og Orkustofnun veitir ekki upplýsingar um það hvenær þess megi vænta að niðurstaða fáist. Hvammsvirkjun er sá virkjana- kostur sem einna lengst er kominn í undirbúningi hjá Landsvirkjun, eins og fram kom í viðtali við Hörð Arn- arson forstjóra í blaðinu 28. janúar síðastliðinn. Þetta er 95 megavatta vatnsaflsvirkjun. Þegar virkjanaleyfi fæst verður hægt að sækja um fram- kvæmdaleyfi hjá sveitarfélögunum og fara yfir hönnun virkjunarinnar. Ef stjórn fyrirtækisins ákveður á þessu ári að virkja má gera ráð fyrir að það taki fimm ár að undirbúa og fram- kvæma þannig að virkjunin ætti að geta tekið til starfa á árinu 2027. Virkjunin mun því ekki leysa þann orkuskort sem nú blasir við en Lands- virkjun telur sig hafa markað fyrir alla orkuna. Fyrsta skrefið er að fá virkjana- leyfi hjá Orkustofnun. Samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar er verið að ljúka yfirferð yfir innsend gögn, skoðun á fylgiskjölum, ítarefni og öðr- um þáttum rannsóknar málsins, í samræmi við ákvæði laga og reglu- gerða. Álag og umfang gagna Ef stofnunin telur að umsóknin sé fullnægjandi er næsta skref að aug- lýsa hana í Lögbirtingablaðinu. Þeim sem hagsmuna eiga að gæta verður þá veittur þriggja vikna frestur til að gera athugasemdir áður en unnið verður að ákvörðun. Ef hins vegar stofnunin telur að upplýsingar eða gögn skorti verður óskað úrbóta, skýringa eða viðbótar- upplýsinga um þau atriði, áður en ferlið heldur áfram. Orkustofnun viðurkennir að tafir hafi orðið á yfirferð Orkustofnunar á umsókn um virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Það sé að hluta til vegna mikils álags á viðkomandi starfsmenn og fjölda mála sem til af- greiðslu eru hverju sinni og að hluta til afleiðing af því hversu málsskjölin eru mikil að vexti. Til skýringar er nefnt að framkvæmdin hafi tvisvar farið í umhverfismat og kæruferli og ýmsar breytingar hafi orðið á hönnun og tengdum framkvæmdum á þeim tæpu 20 árum sem liðin eru frá því fyrst var fjallað um framkvæmdina samkvæmt lögum um mat á umhverf- isáhrifum. Umsóknargögn eru í heild- ina hátt í 1.200 blaðsíður, auk korta og teikninga, og samkvæmt upplýsing- um Orkustofnunar því allnokkurt mál að fara yfir þau svo vel sé. 1.200 blaðsíður í umsóknargögnum - Umsókn Landsvirkjunar um virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun barst Orkustofnun fyrir átta mán- uðum - Stofnunin er að ljúka yfirferð þeirra gagna sem fylgdu umsókninni en ferlinu er ekki lokið Morgunblaðið/RAX Þjórsá Unnið hefur verið að undirbúningi Hvammsvirkjunar í tuttugu ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.