Morgunblaðið - 10.02.2022, Side 4

Morgunblaðið - 10.02.2022, Side 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022 SÓL Í SUMAR BÓKAÐU ALLT FRÍIÐ Á EINUM STAÐ! SÍMI 585 4000 WWW.UU.IS ALMERÍA FLUG OG GISTING ARENA CENTER HOTEL 4* VERÐ FRÁ 84.900 KR VERÐ Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA & 2 BÖRN Í 10 DAGA FERÐ FERÐATÍMABIL: BEINT FLUG TIL ALMERÍA 6. JÚNÍ - 9. ÁGÚST PORTÚGAL FLUG OG GISTING CLUB ALBUFEIRA . VERÐ FRÁ 95.900 KR VERÐ Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA & 2 BÖRN Í 7 DAGA FERÐ FERÐATÍMABIL: BEINT FLUG TIL ALMERÍA 7. JÚNÍ - 23. ÁGÚST INNIFALIÐ: FLUG, GISTING, MORGUNVERÐUR, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Verkefni okkar er að reka athvarf fyrir mjaldra og að hjálpa lundum sem lenda í olíumengun og sleppa þeim aftur út í náttúruna,“ sagði Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. „Ef koma olíublautir fuglar af öðrum tegundum reynum við að hjálpa þeim. Starfsmenn okkar eru þjálf- aðir í að hreinsa olíublauta fugla en aðstaðan er takmörkuð og miðuð við lunda. Æðarfuglar og langvíur eru mun stærri en við höfum einnig hreinsað fugla af þeim tegundum.“ Audrey nefndi að nú geisi fugla- inflúensa í Evrópu. Þess vegna mega villtir fuglar ekki koma nálægt lund- unum sem eiga heima hjá Sea Life Trust. Lundarnir gleðja augu gesta sem koma að skoða mjaldrana Litlu- Hvít og Litlu-Grá. Þeir dvelja þar vegna þess að þeir geta ekki lifað af í náttúrunni. Sumir eru eineygðir eða blindir, aðrir með lömun eða ónýta fitukirtla. Lundapysjur njóta forgangs í ol- íuhreinsun. Margar þeirra lenda í Vestmannaeyjahöfn og sumar verða fyrir olíu- eða grútarmengun. Þeim er þá bjargað og komið í hreinsun hjá Sea Life Trust. Audrey segir að það sé tímafrekt að hreinsa olíu- blauta fugla. Byrjað er á að meta ástand hvers fugls, hve mikið hann er mengaður og hvar. Það gefur vís- bendingu um hvort fuglinn hefur reynt að þrífa sig og étið olíu. Það getur verið lífshættulegt. Fuglinum er gefinn vökvi í gegn- um næringarslöngu og beðið þar til líðan hans er stöðug. Svo er honum þvegið upp úr heitu v atni með upp- þvottalegi frá Fairy eða DAWN. Vatnið þarf að vera 40-42°C heitt. Þrír starfsmenn hjálpast að við að þvo hvern fugl. Ekki er þvegið leng- ur en í 45 mínútur í einu og er oft skipt um vatn. Svo er fuglinn skol- aður í tíu mínútur til að ná allri sáp- unni og síðan settur í þurrkbúr. Endurtaka þarf þvottinn þar til fiðrið er orðið hreint og getur það tekið nokkra daga. Eftir hreinsunina tekur svolítinn tíma fyrir fuglinn að fituverja sig á ný. Dæmi eru um að fiðrið á lundapysjum sé svo illa farið að bíða verði þar til nýjar fjaðrir vaxa. Hjá nokkrum pysjum hafa fitukirtlarnir stíflast og þá þarf að skola kirtlana út og opna. Það getur því verið flókið og tímafrekt ferli að koma fuglinum til fullrar heilsu. Vingast ekki við villta fugla Starfsfólkið vingast ekki við fugla sem á að sleppa. „Við höfum sem minnst samskipti við þá, tölum ekki við þá og tengjumst þeim ekki. Gæt- um þess líka að þeir tengi ekki fólk við fæðugjöf,“ sagði Audrey. Hún sagði að því miður takist ekki að bjarga öllum fuglunum. „Um þetta leyti fyrir tveimur ár- um var komið með þrjátíu olíu- blautar langvíur. Mig minnir að okk- ur hafi tekist að bjarga tólf en átján voru of olíublautar eða höfðu étið of mikið af olíu og varð ekki bjargað. Það skiptir máli um hvort tekst að bjarga fugli hvað hann finnst snemma og hvað mengunin er mik- il,“ sagði Audrey. Hún kvaðst ekki vita til þess að olíublautum fuglum takist að hreinsa sig sjálfir. Þeir vissulega reyna það og éta olíuna. Eiturefni í henni valda lifr- arskemmdum sem drepa fuglinn. Sea Life Trust í Vestmannaeyjum hefur bjargað meira en 300 olíu- blautum fuglum, mest lundapysjum, á síðustu tveimur árum með dyggri aðstoð sjálfboðaliða og bæjarbúa. Starfsfólkið hefur verið reiðubúið að leggja á sig þessa vinnu í þágu fuglanna. „Okkur sem vinnum hér er öllum annt um dýr og við viljum hjálpa dýrum sem eru í neyð. Það er okkur mikil hvatning þegar það tekst,“ sagði Audrey. Sea Life Trust fær ekki sér- staklega fjármuni til að sinna þessu björgunarstarfi. „Við erum góðgerð- arstofnun. Framlög stuðningsaðila, tekjur af gestamiðstöðinni, ættleið- ingar dýra og fleira hjálpar okkur með kostnaðinn við fuglabjörgunina. Við erum þó ekki með sérstakt stuðningsnet hennar vegna. Það er ein ástæða þess að geta okkar er takmörkuð,“ sagði Audrey. Hún sagði að þau hyggist leita eftir aukn- um stuðningi við þetta starf. Lundapysja Þessi er olíublaut og þarf hreinsun til að geta lifað af. Þvottur Fuglarnir eru þvegnir upp úr 40-42°C heitu vatni og sápulegi. Skoðun Dýralæknir skoðar lunda- pysjuna áður en henni er sleppt. Hafa bjargað hundruðum fugla - Starfsfólk Sea Life Trust hefur mikla reynslu af að hreinsa olíublauta fugla - Eftir hreinsun er fuglunum sleppt - Tímafrek vinna og þolinmæðiverk - Starfsfólkið hefur unnið mjög fórnfúst starf Ljósmyndir/Sea Life Trust Heitur blástur Harry Tolliday hvalaþjálfari og Lína Katrín Þórðardóttir, markaðsráðgjafi hjá Sea Life Trust, að þurrka æðarkollu eftir bað. Þurrkun Æðarkolla í hitabúrinu. Hitalampi flýtir fyrir þurrkuninni. Tandurhrein Lundapysjan er orðin hrein og tilbúin í lífið í náttúrunni. Tæplega 40 íbúar Einarsness hafa krafist endurupptöku á máli þar sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála hafi augljóslega byggt úr- skurð sinn á röngum forsendum um málsatvik. Nefndin hafnaði því í síð- ustu viku að ákvörðun borgarstjórn- ar um nýtt deiliskipulag fyrir Nýja- Skerjafjörð yrði felld úr gildi. Í kröfunni segir að forsenda nefndarinnar fyrir úrskurðinum hafi alfarið byggst á upplýsingagjöf Reykjavíkurborgar og að stuttu áð- ur en nefndin kvað upp úrskurð í málinu greip Reykjavíkurborg til ráðstafana sem séu ekki í samræmi við upplýsingagjöfina. Að sögn Ingva Hrafns Óskarsson- ar, sem er í forsvari fyrir kærendur og er auk þess einn íbúanna, var upplýsingagjöf Reykjavíkurborgar til nefndarinnar með þeim hætti að hún mátti ætla að deiliskipulagið fyr- ir allt svæðið yrði unnið áður en framkvæmdir myndu hefjast. Hins vegar hafi Reykjavíkurborg fyrir skömmu auglýst útboð og þar komi fram að þetta verði ekki unnið saman. Nefndin hafi því byggt úr- skurð sinn á röngum forsendum. Segir í kröfunni að nefndin virðist byggja á því í úrskurði sínum að einu gildi hvort tekist sé á við neikvæð umhverfisáhrif af nýrri byggð í Skerjafirði í tveimur frekar en einni deiliskipulagsáætlun. Sú afstaða standist hins vegar ekki nema deili- skipulagstillögur fyrir allt svæðið séu unnar í samfellu áður en fram- kvæmdir hefjast í nýju hverfi. „Það er mjög sérkennilegt að greina frá því að það verði unnið nýtt deiliskipulag en sleppa því að geta þess að það verði engu að síður farið í framkvæmdirnar við Nýja-Skerja- fjörð án þess að það sé búið að leysa úr hinu,“ segir Ingvi. Íbúar krefjast endurupptöku - Segja rangar forsendur fyrir úrskurði Tölvuteikning/Reykjavíkurborg Deiliskipulag Svona á Nýi- Skerjafjörður að líta út.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.