Morgunblaðið - 10.02.2022, Page 10

Morgunblaðið - 10.02.2022, Page 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022 Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir 82 ára í stjórn Vöruhúss tækifæranna Draumar mínir rættust! Ég menntaði mig, tók meistaragráðu 48 ára og aðra 70 ára. Byrjaði í karate 60 ára. Var 72 ára frumkvöðull að stofnun U3A Reykjavík og fyrsti formaður samtakanna. Hef tekið þátt í þremur alþjóðlegum verkefnum síðan og stýrði þar m.a. þróun Vöruhúss tækifæranna. Tilgangur Vöruhúss tækifæranna er að auðvelda fólki á þriðja æviskeiðinu að gera breytingar á lífi sínu og láta óskir sínar rætast. Vöruhúsið er spennandi nýjung sem svarar kalli sífellt stækkandi hóps fólks sem komið er yfir miðjan aldur og vill feta nýjar slóðir í lífinu á einn eða annan hátt. Líttu inn í vöruhús tækifæranna.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Það stefnir í að í sumar sigli fleiri skemmtiferðaskip hringinn í kring- um Ísland en nokkru sinni fyrr. En eitt hefur ekki breyst síðan þessar siglingar hófust sumarið 2015. Vegna gildandi tollalaga geta Íslendingar ekki tekið sér far með þessum skip- um. Þegar farþegaskið Ocean Dia- mond hóf hringferðir um Ísland fyrir sjö árum lýstu ráðamenn því yfir að vert væri að endurskoða reglurnar enda hafa margir Íslendingar lýst áhuga á því að taka sér far með þess- um skipum, sem í dag eru jafnan kölluð leiðangursskip. Morgunblaðið sendi í fyrrasumar fyrirspurn til fjármálaráðuneytisins um stöðu málsins. Fengust þau svör þar að málið væri til skoðunar í ráðu- neytinu. Ekki afgreitt fyrir sumarið Í síðasta mánuði sendi Morgun- blaðið nýja fyrirspurn og fékk eftir- farandi svar: „Málið er enn til skoð- unar í ráðuneytinu og liggur ekki fyrir hvenær henni lýkur. Það hefur snertiflöt við ýmis atriði sem varða m.a. tollfrelsi erlendra farþegaskipa, samkeppnisstöðu innlendra gisti- húsa og veitingastaða gagnvart sölu á tollfrjálsum veitingum um borð í erlendum farþegaskipum í innan- landssiglingum og hugsanlegri mis- notkun að öðru leytinu til.“ Telur ráðuneytið ekki líkur á því að af- geiðsla málsins klárist fyrir komandi sumar. Íslendingum býðst að taka sér far með skipunum í erlendri höfn, þegar þau leggja af stað til Íslands en ís- lensk tollalög koma í veg fyrir að hægt sé að fara um borð hér á landi og sigla hringinn í kringum landið. Íslendingar þyrftu að fara um borð í skipin utan 12 mílna lögsögu til að geta keypt þar tollfrjálsan varning. Guðmundur Kjartansson, sem gerir út Ocean Diamond, sagði í við- tali við Morgunblaðið sumarið 2017 að áherslur fyrirtækisins til þessa hafi verið á markaðssetningu erlend- is en vonast þó til að stjórnvöld muni breyta þessu með tíð og tíma. Allra vilji í stjórnkerfinu virðist standa til þess. „Það er í raun fáránlegt að Íslend- ingar geti ekki siglt héðan með skemmtiferðaskipum, það er hægt í öllum öðrum löndum. Ég bind vonir við að í síðasta lagi árið 2017 verði búið að breyta þessu.“ Guðmundi varð ekki að ósk sinni. Ocean Diamond siglir nokkrar ferðir hringinn í kringum landið á hverju sumri. Skipið tekur um 200 farþega og Guðmundur segir það henta mjög vel til að sigla inn á smærri firði og hafnir, sem stór skemmtiferðaskip ná ekki. Í áhöfn eru um 100 manns. Bæði íslenskir og erlendir leiðsögumenn eru um borð og stoppað er á stöðum eins og Seyðisfirði, Húsavík, Akureyri, Siglufirði og Ísafirði. Þaðan eru farn- ar ferðir í land og einnig siglt á Zodi- ac-gúmbátum sem gefa möguleika á að skoða landið betur af sjó. Um borð í skipinu eru 20 bátar sem notaðir eru í hvala- og fuglaskoðun. Siglt er á bátunum inn Héðinsfjörð, á Breiða- firði, til Grímseyjar og við Vest- mannaeyjar, svo dæmi séu tekin. Einu Íslendingarnir um borð eru starfsmenn, leiðsögumenn og skemmtikraftar. Íslenskir farþegar eru hvergi sjáanlegir. Fá ekki að sigla með skemmtiferðaskipum - Tollalög koma í veg fyrir að Íslendingar geti farið í hringsiglingar hér við land - Ráðuneytið skoðar málið Morgunblaðið/Styrmir Kári Ocean Diamond Skipið er gert út frá Reykjavík á sumrin og fer í nokkrar hringferðir árlega. Um borð starfa Íslendingar en farþegar eru erlendir. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Áform um að setja upp hraðbanka við hinn heimsfræga pylsuvagn Bæjarins bestu í miðbænum ná ekki fram að ganga. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið neikvætt í fyrirspurn þess efnis. Á embættisafgreiðslufundi skipu- lagsfulltrúa 28. janúar sl. var lögð fram fyrirspurn um að koma fyrir hraðbanka á baklóð veitingastað- arins Hornsins að Hafnarstræti 15, samkvæmt tillögu Arkþing – Nordic ehf. Fyrirspurninni var vísað til um- sagnar verkefnisstjóra. Umræddur hraðbanki er á vegum Euronet. Fram kemur í fyrirspurn- inni að baklóð Hornsins sé hluti af iðandi torgi (Bæjartorgi) sem hafi nýlega verið endurnýjað og pylsu- vagninn á torginu drægi að fjölda fólks. Það færi því vel á því að koma fyrir hraðbanka á torginu. Fyrirhugað var að staðsetja hrað- bankann meðfram kjallaratröppum veitingastaðarins Hornsins þar sem nú er einfalt viðarhandrið. Lagt var upp með að gera hraðbankann að eins konar borgarhúsgagni með áföstum bekk/gróðurkari. Í umsögn verkefnisstjóra skipu- lagsfulltrúa kemur fram húsið á lóð nr. 15 við Hafnarstræti sé versl- unar-og skrifstofuhúsnæði, byggt árið 1917 og njóti verndar ásamt Hafnarstræti 17. Í gildandi deiliskipulagi sé ekki minnst sérstaklega á hraðbanka og því þurfi að meta erindið úr frá öðr- um forsendum. Í gildandi deili- skipulagi sé lögð áhersla á að vernda og viðhalda upprunalegum byggingum og götumynd eldri Kvosbyggðar. „Við hönnun torgsins var ekki gert ráð fyrir hraðbanka/borgar- húsgagni á þessum stað. Betur færi á að staðsetja hraðbanka inni í byggingum eða á stöðum þar sem ásýnd þeirra hefur ekki neikvæð áhrif á umhverfið,“ segir meðal ann- ars í umsögninni. Staðsetning hraðbanka á mið- borgartorgi aftan við Hafnarstræti 15 samræmist ekki deiliskipulaginu og myndi hafa neikvæð áhrif á útlit torgsins og því sé ekki hægt að fall- ast á erindið. Tölvumynd/Arkþing Hraðbanki Átti að vera tengdur veitingastaðnum Horninu við Hafnarstræti. Rautt ljós á ósk um hraðbanka - Átti að vera við hlið Bæjarins bestu Forsætisnefnd Alþingis mun eigi síðar en í maí næstkomandi gera tillögu til Alþingis um einstakling til að gegna embætti ríkisendur- skoðanda og verður hann kjörinn á þingfundi. Alþingi kýs ríkisend- urskoðanda til sex ára í senn, en heimilt er að endurkjósa sama ein- stakling einu sinni. Hafin er leit að einstaklingi til að skipa embættið. Í tilkynningu á heimasíðu Alþingis eru þeir sem áhuga kunna að hafa á að gegna embættinu, og uppfylla sett skil- yrði, beðnir að senda forsæt- isnefnd Alþingis erindi þar um ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf. Einnig geta þeir sem vilja koma með ábendingar um einstaklinga í embættið komið slíku á framfæri við forsætisnefnd. Guðmundur settur tímabundið Erindi skulu berast forsætis- nefnd bréflega eða með rafrænum hætti. Skúli Eggert Þórðarson, sem gegnt hefur embættinu, var skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis og hóf störf hinn 1. febrúar. For- seti Alþingis fól Guðmundi Björg- vini Helgasyni stjórnmálafræðingi að gegna embættinu þar til kosn- ing nýs ríkisendurskoðanda hefur farið fram. Fram kemur í tilkynn- ingunni að ríkisendurskoðandi starfi á vegum Alþingis. Hann er trúnaðarmaður þess og ábyrgur gagnvart því við endurskoðun og eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins. Ríkisendurskoðandi skal hafa þekkingu á reikningsskilum og ríkisrekstri auk stjórnunar- reynslu. Hann fer með stjórn Rík- isendurskoðunar. Ríkisendurskoðandi er sjálf- stæður og engum háður í störfum sínum og ákveður sjálfur hvernig hann sinnir hlutverki sínu sam- kvæmt lögum um embættið. sisi@mbl.is Leit hafin að ríkis- endurskoðanda - Alþingi óskar eftir umsóknum og ábendingum - Kjörinn á þingfundi Skúli Eggert Þórðarson Guðmundur B. Helgason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.