Morgunblaðið - 10.02.2022, Síða 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022
Bighorn M917 front
B
irt
m
e
ð
fy
rirv
a
ra
u
m
m
y
n
d
a
-
o
g
te
x
ta
b
re
n
g
l.
Radíal fjórhjóladekk
Með breiðan snertiflöt
tryggir jafnt og gott grip.
Bighorn M918 rear
Radíal fjórhjóladekk
Hentar í nánast allt undirlag,
sand, drullu og snjó.
Nankang AT-5
Jeppadekk
Frábært neglanlegt dekk í vetrar-
ófærðina, kafsnjó og vetrarhálku.
Courser MXT
Jeppadekk
Hentar við allar aðstæður
og veðurskilyrði.
Jeppadekk
Þrautreynt jeppadekkviðallar
akstursaðstæðurallt áriðumkring.
FJÓRHJÓLADEKK JEPPADEKK
Jeppadekk
Hentar vel þar semmikið grip
þarf, svo sem í drullu og sandi.
Á nesdekk.is finnur þú rétta dekkið á rétta verðinu!
Fiskislóð 30
101 Reykjavík
561 4110
Tímabókun
Grjóthálsi 10
110 Reykjavík
561 4210
Röð
Njarðarbraut 9
260 Reykjanesbæ
420 3333
Röð
Njarðarnesi 1
603 Akureyri
460 4350
Röð
Lyngási 8
210 Garðabæ
565 8600
Röð
Skeifan 9
108 Reykjavík
590 2098
Tímabókun nesdekk.is / 561 4200
Breiðhöfði 13
110 Reykjavík
590 2080
Tímabókun
Open Country A/T Open Country M/T
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Arkitektastofan ARK-þing ehf. hef-
ur sent skipulagsfulltrúa Reykjavík-
ur bréf og vill kanna viðbrögð hans
við hugmyndum um uppbyggingu á
lóðum í Laugarnesi.
Lóðirnar sem um ræðir eru á mót-
um Sæbrautar og Klettagarða og
standa við Héðinsgötu og Köllunar-
klettsveg. Þær mynda samfellda
heild, sem er eins og stígvél í laginu.
Samanlögð stærð þeirra er 56.469
fermetrar. Í dag standa á lóðunum
gamlar byggingar, atvinnuhús og
vöruskemmur, sem munu víkja ef
áformin ná fram að ganga. Verk-
takafyrirtækið Þingvangur hefur
áður kynnt mikla uppbyggingu at-
vinnuhúsnæðis á lóðunum, þ.e. árið
2017, en ekki varð af þeim fram-
kvæmdum. Þá kynnti Þingvangur
árið 2019 hugmyndir um að reisa á
lóð við Köllunarklettsveg 550-600
litlar íbúðir til að leysa skammtíma-
vanda á húsnæðismarkaði.
Á síðasta fundi skipulagsfulltrúa
var kynnt það sem kallað er óform-
leg fyrirspurn frá Köllunarkletti
ehf., sem er eigandi lóðanna í dag.
Þar er óskað eftir viðbrögðum skipu-
lagsfulltrúa við þeim hugmyndum að
byggja þarna 200 íbúðir fyrir eldri
borgara, þ.e. 55 ára og eldri. Á
neðstu hæðunum yrði þjónusta og
hugsanlega hjúkrunarheimili. Nú-
verandi eigandi vilji velta upp þeim
möguleika að þarna geti einnig risið
skólabyggingar.
Í hönnunar- og skipulagsferlinu
verði leitast við að tengja lóðirnar
við nánasta umhverfi sitt ásamt því
að taka mið af umferð og þeirri
starfsemi sem sé stunduð í nágrenn-
inu. Er lóðareigandi tilbúinn að gera
undirgöng undir Klettagarða á sinn
kostnað, en þau muni tengja svæðið
við sögustaðinn Laugarnes.
Á lóðunum er einnig gert ráð fyrir
hóteli, hótelíbúðum, fjölnotahúsi,
verkstæðum, vinnustofum, versl-
unum og skrifstofum. Lóðirnar verði
skipulagðar í nánu samstarfi við
Reykjavíkurborg og hagsmunaaðila
tengda svæðinu. Íbúðir eldri borg-
ara og hótelstarfsemi er hugsuð á
vestari hluta svæðisins. Eldri borg-
arar á svæðinu, sem og gestir í hót-
elíbúðum, geti nýtt sér veitingastaði
og þjónustu hótelsins. Nálægð við
miðborgina verði einnig styrkleiki
fyrir hótelstarfsemina.
Er í nálægð við miðborgina
Fjölnotahús myndi rísa austast á
lóðunum, næst Kassagerðinni. Þar
gæti verið fjölbreytt starfsemi og
viðburðir. Nefna megi vinnustofur,
verkstæði, líkamsrækt, íþróttastarf,
tónleikahald og sýningar, æfinga-
svæði fyrir leiklist o.fl.
„Nálægð lóðanna við miðbæinn,
sundin, græn svæði og strandlengj-
una býður upp á mikla möguleika til
þess að skapa aðlaðandi umhverfi
fyrir svæðið,“ segir meðal annars í
bréfi Köllunarkletts ehf.
Þá er bent á að með uppbyggingu
á lóðunum opnist stórbrotið útsýni
yfir sundin og borgina. Mun skipu-
lag miðast við það að gefa sem flest-
um tækifæri til að njóta þess. Þann-
ig sé ráðgert að byggja sundlaug og
veitingastað á þaki fyrirhugaðs hót-
els með frábæru útsýni.
Köllunarklettur ehf. vonast eftir
jákvæðum viðbrögðum við fyrir-
spurninni og ítrekar í bréfinu að
ekki sé um fullmótaðar hugmyndir
að ræða. Fyrirspurninni var vísað til
umsagnar verkefnisstjóra skipu-
lagsfulltrúa.
Byggt verði upp í „stígvélinu“
- Eldri hús í Laugarnesi víki fyrir íbúðum, hóteli og margvíslegri starfsemi - Stórbrotið útsýni yfir borg og sund
- Nálægð við miðborgina styrki hótelstarfsemina - Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur með fyrirspurn til skoðunar
Laugarnes Svona
líta frumhugmyndir arkitekt-
anna út um uppbygginguna á „stígvélinu“ í
Laugarnesi. Fremst er hæsta byggingin, hótelið með sund-
laug á þakinu. Þar við hliðina er gert ráð fyrir íbúðum eldri borgara. Síðan
taka við hús með annarri starfsemi og lengst til hægri, næst Kassagerðinni, er gert ráð fyrir
fjölnota húsi. Þar er fyrirhuguð margvísleg starfsemi. Lóðareigandi er tilbúinn að kosta jarðgöng undir
Klettagarða, sem myndu tengja lóðina við hið sögufræga Laugarnes, sem er hinum megin við götuna.
Tölvumyndir/ARK-þing
Sundlaugin Á þaki
hótelsins er gert
ráð fyrir sundlaug
og heitum pottum.
Útsýnið yfir sundin
og borgina verður
óviðjafnanlegt,
ekki síst á fögrum
vorkvöldum.