Morgunblaðið - 10.02.2022, Side 32
32 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022
Mikill meirihluti Evrópubúa, meira
en 60 prósent fólks, vill að ríki
þeirra komi Úkraínu til hjálpar ef
Rússar ráðast inn í landið eins og
margir eiga von á. Þetta er niður-
staða viðamikillar könnunar sem
stofnunin European Council on
Foreign Relations lét á dögunum
gera í sjö löndum Evrópu. For-
svarsmenn stofnunarinnar segja að
niðurstaðan bendi til þess að al-
menningur í Evrópu sé mun sam-
hentari og ákveðnari í andstöðu við
Rússa en búist hafi verið við í ljósi
mikilla umræðna um ólíkar skoð-
anir vestrænna stjórnvalda á því
hvernig bregðast eigi við komi til
innrásar.
Könnunin leiddi í ljós að fólk tel-
ur almennt að Rússar muni láta til
skarar skríða gegn Úkraínu á þessu
ári. Meirihlutinn segir að innrás sé
ekki einkamál Rússa og Úkraínu-
manna heldur verði Evrópuríkin
ásamt Atlantshafsbandalaginu
(NATO) og Evrópusambandinu að
koma Úkraínu til hjálpar.
Nokkur skoðanamunur er þó
meðal fólks um það hvaða ógnir og
áhætta fylgi stöðu mála og hve
miklar fórnir Evrópulöndin eigi að
færa til að hjálpa Úkraínu. Eru Pól-
verjar, Rúmenar og Svíar mun
reiðubúnari til að færa fórnir í þágu
Úkraínu en Frakkar og Þjóðverjar.
„Það er að verða vakning í öryggis-
málum í Evrópu,“ segir Mark
Leonard, framkvæmdastjóri leið-
togaráðs ESB, um niðurstöðurnar.
Það sé misskilningur að Evrópu-
búar séu andvaralausir gagnvart
stöðunni sem uppi er og trúi því að
friður séu tryggður í álfunni.
AFP
Spenna Baerbock, utanríkis-
ráðherra Þjóðverja, í Úkraínu.
Vilja verja Úkra-
ínu gegn Rússum
- Meiri samhljómur en búist var við
Yoweri Muse-
veni, forseti Úg-
anda, hefur falið
Abel Kandiho,
fyrrverandi yfir-
manni leyniþjón-
ustu hersins, að
stjórna ríkislög-
reglunni. Hann
hefur að undan-
förnu stýrt að-
gerðum í Suður-Súdan. Kandiho
hefur verið ásakaður um að bera
ábyrgð á pyntingum sem pólitískir
andstæðingar stjórnvalda hafa
sætt. Í desember var hann settur á
bannlista bandaríska fjármálaráðu-
neytisins vegna þessara ásakana.
Traustar heimildir eru fyrir því að
Kandiho hafi sjálfur tekið þátt í að
beita handtekna menn hrottaskap.
Stjórnvöld í Úganda hafa markvisst
reynt að bæla niður alla pólitíska
gagnrýni í landinu og hefur það
m.a. bitnað á blaðamönnum og lög-
fræðingum sem sinna mannrétt-
indum.
ÚGANDA
Hrotti settur yfir
lögreglu landsins
Abel Kandiho
Ekki er hægt að
fullyrða að kín-
verska tennis-
stjarnan heims-
fræga Peng
Shuai sé frjáls
ferða sinna, geti
sagt hug sinn og
búi við öryggi.
Þetta segir
blaðamaður sem
ræddi við hana í Peking á dögunum
að viðstöddum kínverskum túlki.
Að sögn túlksins neitaði Shuai að
hafa kvartað yfir kynferðisofbeldi
háttsetts kínversks embættismanns
á samfélagsmiðlinum Weibo í nóv-
ember síðastliðnum. Málið væri
einn stór misskilningur. Færslunni
á Weibo var eytt og Shuai hvarf
sjónum næstu vikurnar. Ljóst er að
stjórnvöldum í Kína er mjög um-
hugað um að kveða málið niður og
koma í veg fyrir að það skyggi á
Vetrarólympíuleikana sem nú fara
fram í höfuðborginni.
KÍNA
Ekki öruggt að
Shuai sé frjáls
Peng Shuai
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Vísindamenn í Bretlandi tilkynntu í
gær að þeir hefðu náð að slá fyrri
met í orkuframleiðslu með kjarna-
samruna, og sögðu þeir að það væru
merk tímamót í leitinni að ódýrum
og grænum orkugjafa í framtíðinni.
Kjarnasamruni er sama ferli og
sólin notar til þess að framleiða
orku, en það felur í sér að kjarnar
tveggja frumefna renna saman og
mynda nýtt frumefni. Því fylgir mik-
ill hiti, geislun og ljós.
Til þessa hefur ferlið aðallega ver-
ið notað í vetnissprengjum, en vís-
indamenn hafa lengi bundið vonir
við að hægt yrði að beisla orkuna
sem fylgir samrunanum á friðsamari
hátt, sér í lagi í ljósi þess að mun
„öruggara“ er að láta atómkjarna
renna saman frekar en að kljúfa þá
líkt og gert er í öllum kjarnorku-
verum í dag, þar sem samruninn
getur ekki leitt af sér keðjuverkun
og farið úr böndunum.
Metið var sett á rannsóknarstof-
unni Joint Europen Torus, JET,
sem er í nágrenni Oxford, og náðu
vísindamennirnir að mynda 59
megajúl af orku í fimm sekúndur. Er
það tvöfalt meira en náðist að fram-
leiða árið 1997. Slík orkuframleiðsla
þykir ekki mikil í stóra samhenginu,
en hún dugar til þess að sjóða vatn í
um 60 tekötlum, eða til þess að knýja
35.000 heimili í fimm sekúndur.
Engu að síður þykir tilraunin vera
merki um þá möguleika sem felist til
framtíðar fyrir orkuframleiðslu með
kjarnasamruna.
Orkuver tilbúið árið 2050?
Vélin sem framleiddi orkuna er í
laginu eins og kleinuhringur, og er
sú sem JET á í fórum sínum sú
stærsta sem byggð hefur verið til
þessa. Hins vegar er nú í smíðum
annað slíkt „samrunaver“ í suður-
hluta Frakklands, sem kallast
ITER.
ITER-verið mun byggja að miklu
leyti á þeim niðurstöðum sem JET-
tilraunirnar hafa skilað, en það á að
vera fullklárað árið 2025. Standa
vonir til þess að það ver muni geta
haldið kjarnasamrunanum gangandi
í rúmlega 300 sekúndur, ef ekki
lengur.
Joe Milnes, yfirmaður JET-
versins, sagði að ITER-verið sé um
80% tilbúið, og að þá muni starfsemi
JET færast þangað. Segir Milnes að
þá sé líklegt að samhliða þeim til-
raunum sem ITER muni fram-
kvæma verði hægt að hanna raf-
orkuver sem byggi á tækninni. „Ég
held að við séum komin hálfa leiðina
þangað,“ sagði Milnes, og áætlaði
hann að frumgerð að slíku orkuveri
gæti verið tilbúin árið 2050.
Vegvísir að orkugjafa framtíðar
- Hópur vísindamanna í Bretlandi segist hafa náð merku skrefi fram á við í
þróun kjarnasamruna - Mynduðu 59 megajúl af orku í fimm sekúndur
Morgunblaðið/Hari
Kjarnasamruni Sólin er knúin
áfram af kjarnasamruna.
Svíar geta nú strokið um frjálst
höfuð á ný eftir að nær allar tak-
markanir vegna kórónuveirunnar
voru felldar úr gildi í gær. Meta
stjórnvöld stöðu faraldursins svo
eftir að ómíkron-afbrigðið varð
ríkjandi að ekki sé lengur ástæða til
sama viðbúnaðar og áður. Nú getur
fólk til dæmis farið á knæpur og
veitingastaði að vild án þess að
sýna bólusetningarskírteini og ekki
er krafist sérstakrar fjarlægðar á
milli fólks. Var því fagnað á mið-
nætti í biðröðinni við næturklúbb-
inn KB í Malmö eins og myndin sýn-
ir. Sömu afléttingar gilda um alla
aðra mannfundi í landinu, svo sem á
íþróttaviðburðum, leikhúsum og
heilsuræktarstöðvum. Stefnt er að
endanlegri afléttingu allra tak-
markana 1. apríl næstkomandi.
Svíar fagna afnámi flestra takmarkana vegna kórónuveirunnar
Mikill
léttir að fá
frelsið aftur
AFP
8.990
6.990
5.490
5.490 2.990
KASTARADAGAR
RAFVÖRUMARKAÐURINN
Við Fellsmúla Reykjavík / Sími: 585 2888 / www.rafmark.is
Opið virka daga kl. 09 - 18
Laugardaga kl. 10 - 16
Sunnudaga kl. 12 - 16
ALLT AÐ
70%
AFSLÁTT
UR AF
KÖSTUR
UM