Morgunblaðið - 10.02.2022, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
„Ég var svolítið bara snemma á lest-
ina. Ég byrja á samfélagsmiðlum upp
úr 2015,“ segir áhrifavaldurinn og
fatahönnuðurinn Camilla Rut í sam-
tali við Sigga Gunnars og Friðrik
Ómar, sem er með Sigga í þættinum í
febrúarmánuði. Hún fór þar djúpt í
saumana á því hvernig er að vera
áhrifavaldur á samfélagsmiðlum og
hvaða mörk hún hefur þurft að draga
í sambandi við starfið sem er hennar
aðalatvinna.
„Ég fór inn á samfélagsmiðlana af
því að mér finnst gaman að fylgjast
með. Mér finnst skemmtilegt að þú
getur farið inn í annarra manna heim
og séð svolítið ólíkar upplifanir og
upplifað í gegnum annað fólk eitthvað
sem þú myndir annars aldrei sjá.
Þannig að ég fer eitthvað að fikta við
þetta og fer að búa til eitthvert efni
og svo fór boltinn að rúlla. Ég ætlaði
aldrei að fara að vinna við þetta eða
að þetta myndi marka svona líf mitt á
þann hátt sem það hefur gert,“ segir
Camilla einlæg í þættinum en yfir 30
þúsund manns fylgjast með henni á
Instagram þar sem hún heitir „ca-
millarut“.
Klessti á vegg
Hún viðurkennir að hún hafi klesst
á vegg hvað varðar starfið sem var
farið að taka verulega mikið af tíma
hennar frá fjölskyldunni.
„Maður þurfti einhvern veginn að
ná jafnvægi,“ segir Camilla og bendir
á að fólk sem vinnur að sjónvarps-
þáttum taki ákveðinn tíma í tökur.
„Svo fer það bara í klipp og vinnslu
og svo fer það í sýningu. Mér þykir
það ekki eðlilegt fyrir mannskepnuna
að vera í tökum allan sólarhringinn,
alltaf allan ársins hring. Ég fann það
alveg að ég klessti á vegginn að því
leytinu til,“ lýsir Camilla.
„Lífið mitt snerist í kringum þetta.
Ég var alltaf að hugsa næsta skref.
Hverju er ég að fara að pósta? Hvað
er ég að fara að gera? Hvað er ég að
fara að búa til?
Það var veggurinn þegar strák-
urinn minn segir við mig: Æ, mamma
ekki fara í símann núna,“ segir hún.
Ákveðinn vinnutími
„Þetta var farið að yfirtaka líf mitt
að þessu leyti. Af því að maður á að
vera að sýna frá lífinu sínu,“ segir Ca-
milla sem hefur nú sett sér þær regl-
ur að hún leggur frá sér símann þeg-
ar synir hennar tveir, Gabríel og
Óliver, koma heim.
„Ég er bara með minn vinnutíma.
Ég reyni að leggja símann frá mér,
sérstaklega á milli 4 og 8. Það er við-
miðið,“ lýsir Camilla.
Hún lýsir því skilmerkilega hvern-
ig er að vera í samstarfi með fyr-
irtækjum og hvernig hún velur kost-
unaraðila með sér í samstarf en
samstarfsaðilar eru helsta tekjulind
áhrifavalda.
Sagði hún það afar misjafnt hvernig
áhrifavaldar nálgast efnisgerð fyrir
samstarfsaðila.
„Ég vel til dæmis samstarfsaðilana
mína inn til mín út frá því hvað ég fíla
og hvernig ég tengi það inn í mitt dag-
lega amstur. Ég er ekki mikið fyrir
það að vera að taka einhverjum verk-
efnum og búa til efni í kringum það.
Ég bara get það ekki, ég er ekki þann-
ig efnisgerðarkona,“ segir Camilla
sem segir að „sponsað“ efni, þ.e.a.s.
efni sem er gert í samstarfi og greitt
er fyrir, komi oftast fram í story hjá
henni, en hún er einnig farin að hafa
mjög gaman af „reels“ á Instagram –
en það er nokkuð nýtilkominn hluti af
samfélagsmiðlinum, þar sem hægt er
að deila myndböndum og minnir
nokkuð á mest ört stækkandi sam-
félagsmiðil nútímans, TikTok.
Sjálf segir Camilla að hún sé þó
ekki farin að tengjast TikTok sem
virðist vinsælastur meðal yngsta ald-
urshópsins en Camilla talaði um nýja
kynslóð af fólki sem eru snillingar í að
búa til skemmtilegt efni (e. content
creators).
„Þessi nýja kynslóð er að koma.
Þessi TikTok-kynslóð. Ég er alveg
ung en ég finn alveg að ég næ ekki
þessum dampi en ég reyni alveg,“
segir Camilla sem er 27 ára.
Hún segist ekki vera með rosalega
útreiknað efni, þrátt fyrir að hún
leggi mjög mikla vinnu í það sem hún
deilir á samfélagsmiðlum.
„Stundum er heimilið mitt á dag-
inn bara eins og upptökustúdíó. Af
því að ég er með flæðandi hugmyndir
og ég er að gera alls konar hvort sem
það er kostað eða ekki. Ég er bara að
búa til efni,“ segir Camilla sem vinn-
ur þó með ákveðna litapallettu á in-
stagram-síðu sinni sem hún segist
vera mjög stolt af.
„Ég legg mjög mikla vinnu í það,“
segir Camilla sem kveðst hafa mjög
gaman af þeirri vinnu.
„Maður sér hluti svolítið „visúalt“,“
segir hún enn fremur, en hún er núna
að vinna með mjúka jarðliti.
Þetta er svona aðeins mýkra,
svona heimilislegra,“ sagði hún.
„Þetta var
farið að yfir-
taka líf mitt“
Mun meiri vinna fer í að vera áhrifavaldur á
samfélagsmiðlum en margir halda. Þetta
bendir Camilla Rut, einn vinsælasti íslenski
áhrifavaldurinn á Instagram, á í Síðdegisþætt-
inum en hún sagði frá starfinu á K100.
Starf Camilla ræddi um starf
áhrifavalda á K100 og benti á
mikilvægi jafnvægis í starfinu.
Stílhrein Camilla leggur mikla vinnu í instagram-síðu sína þar sem ákveðin litapalletta ræður ríkjum.
Instagram/@camillarut
Reykjavíkurdætur keppa í seinni
undankeppni Söngvakeppninnar
þann 5. mars næstkomandi og eru
þær gríðarlega spenntar fyrir þátt-
töku sinni í keppninni sem hefur ver-
ið á döfinni síðustu fjögur árin. Þetta
staðfesta Ragga Hólm og Steiney
Skúladóttir sem ræddu við morgun-
þáttinn Ísland vaknar í gær.
Sögðu þær að hljómsveitin, sem
samanstendur af átta liðskonum,
hafi síðastliðin ár einblínt mest á er-
lendan markað og fögnuðu þær því
að „koma aftur til Íslands“.
„Af því að það eru svo margir sem
halda að við séum bara eitthvert
„act“ eins og Silvia Nótt. En við er-
um búnar að gera svo margt síðan
2015 þegar fólk sá okkur í Vikunni
hjá Gísla Marteini og fékk einhverja
hugmynd um hverjar við værum og
fékk sjokk,“ segir Steiney „Við erum
búnar að vera gera mjög mikið síðan
þá þannig að við erum mjög spenntar
að sýna ykkur hvað við erum orðnar
og hvað við kunnum núna,“ segir
Steiney. Segjast þær vilja breyta
reglum Eurovision ef þær komast
alla leið til Ítalíu sem framlag Íslands
en reglur Eurovision gera aðeins ráð
fyrir sex keppendum á sviði. Þær eru
eins og áður segir átta. Ef til þess
kemur stefna þær þó á að hafa tvær
úr hópnum með á skjám í atriðinu.
Flottar Reykjavíkurdætur eru til í slaginn í Söngvakeppninni.
Reykjavíkurdætur vilja
breyta Eurovision
Flytja „Tökum af stað“ í undankeppninni
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
Með kaupum á 100 lítra+ fiskabúrum
fylgir afsláttarkort sem veitir 20% afslátt
af öllu í fiskadeild í 30 daga