Morgunblaðið - 10.02.2022, Síða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022
✝
Áslaug Ein-
arsdóttir hús-
móðir var fædd á
Austurgötu 6 í
Hafnarfirði 1. apr-
íl 1926. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Sólvangi
Hafnarfirði 16.
janúar 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Helga
Þorkelsdóttir, hús-
móðir í Hafnarfirði, f. 30. des-
ember 1894, d. 25. október
1977, og Einar Einarsson,
klæðskeri í Hafnarfirði, f. 13.
desember 1893, d. 16. desem-
ber 1976.
Systkini Áslaugar eru: Guð-
ríður, f. 16. nóvember 1916, d.
29. maí 1937; Jóhannes, f. 10.
ágúst 1917, d. 25. nóvember
1995; Guðbjörg, f. 30. apríl
1920, d. 19. febrúar 1999;
Gróa, f. 9. apríl 1922, d. 9. maí
1922; Ellen, f. 5. júlí 1923, d.
12. mars 2016; Anna, f. 24.
mars 1925, d. 27. ágúst 2007;
Sigríður, f. 28. febrúar 1936,
og María, f. 13. nóvember
1938, d. 2. júlí 2017, og upp-
eldissystir þeirra Unnur Jó-
hannesdóttir, f. 16. apríl 1913,
d. 1. ágúst 1997.
Áslaug giftist þann 11. júní
ur Kristbjörgu Hólmfríði Sig-
urgísladóttur, f. 21. febrúar
1975, börn þeirra eru Sandra
Dögg, f. 7. desember 2005, og
Gísli Már, f. 24. nóvember
2015, Árni Heimir, f. 21. des-
ember 1981, og Helga, f. 7.
desember 1985, sambýlis-
maður hennar er Björn Stein-
ar Árnason, f. 15. mars 1981,
synir þeirra eru Þorvarður
Einar, f. 15. apríl 2020, og
drengur fæddur 27. janúar
2022. 5) Þorvarður Árni, f. 6.
nóvember 1964, kvæntur
Birnu Benediktsdóttur, f. 31.
janúar 1964, börn hans eru
Björn, f. 17. júní 1991, Max
Úlfur, f. 26. mars 1996, í sam-
búð með Laufeyju Ösp Krist-
insdóttur, f. 20. janúar 1996,
og Ólafur Árni, f. 18. nóv-
ember 1998.
Áslaug ólst upp á Austur-
götu 6 í Hafnarfirði í níu
systkina hópi. Hún gekk í
Barnaskóla Hafnarfjarðar og
lauk barnaskólaprófi þaðan. Á
yngri árum vann Áslaug á
klæðskeraverkstæði föður síns,
Einars Einarssonar í Hafnar-
firði. Áslaug og Þorvarður
bjuggu allan sinn búskap í
Hafnarfirði, lengst af á Álfa-
skeiði 71. Áslaug og Þorvarð-
ur hófu störf í ullariðnaði og
stofnuðu fyrirtækið Icesheep
árið 1976 og unnu við það þar
til þau létu af störfum.
Útför Áslaugar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 10.
febrúar 2022, og hefst athöfn-
in kl. 13.
1949 Þorvarði
Magnússyni, f. 19.
maí 1927, d. 26.
sept. 2011, bygg-
ingarmeistara frá
Hafnarfirði. For-
eldrar hans voru
Þóra Þorvarð-
ardóttir, húsmóðir
í Hafnarfirði og
Krýsuvík, f. 4.
september 1884, d.
7. júní 1957, og
Magnús Ólafsson, bóndi í
Krýsuvík, f. 9. september
1872, d. 10. október 1950.
Börn Þorvarðar og Áslaugar
eru: 1) Sigurður, f. 14. desem-
ber 1950, kvæntur Vigdísi Vic-
torsdóttur, f. 15. september
1950, og eiga þau tvö börn,
Victor Þór, f. 20. mars 1969,
og Áslaugu, f. 22. febrúar
1977. Hún er í sambúð með
Sigurjóni Þór Sigurjónssyni og
eru börn þeirra Sigurður Orri,
f. 25. apríl 2013, og Jökull
Þór, f. 17. maí 2019, börn Sig-
urjóns eru Brynjar Már, f. 26.
maí 2002, og Karítas Dís, f. 9.
janúar 2004. 2) Guðríður, f. 18.
desember 1952. 3) Óskírður
drengur, f. 3. mars 1955, d. 3.
apríl 1955. 4) Þóra, f. 8. júní
1957, börn hennar eru Ólafur
Þór, f. 22. janúar 1976, kvænt-
Elsku mamma, nú þegar
komið er að kveðjustund hellast
minningarnar fram í hugann,
þú sem varst okkar stoð og
stytta, varst alltaf til staðar
þegar á reyndi.
Þú og pabbi sköpuðuð okkur
systkinunum tryggt og hlýlegt
heimili og eru mínar sterkustu
minningar frá Hvaleyrarbraut-
inni og Erluhrauninu. Í minn-
ingunni finnst mér ég hafa tek-
ið þátt í að byggja þessi hús
með þér og pabba. Ég minnist
þess þegar við mæðginin unn-
um við handlang, mótaþrif og
annað það sem til féll við bygg-
ingarnar. Þá lifir það sterkt í
minningunni hvað þú ræktaðir
vel samskiptin við stórfjölskyld-
una og gættir þess að við systk-
inin nytum hennar. Þú sem
komst úr níu systkina hópi frá
Austurgötunni varst vakandi og
sofandi yfir velferð þeirra og
eru veislur á Austurgötunni
undir stjórn ömmu Helgu,
Möggu og Unnu sterk æsku-
minning, þá voru veislurnar
þínar þar, sem þú hélst fyrir
fjölskylduna, svo minnisstæðar,
sem og saumaklúbburinn með
frænkunum af Hamrinum,
dansæfingarnar með frændfólk-
inu að sunnan, þetta eru svo
sterkar minningar.
Þú lagðir mikið upp úr því að
við værum Hafnfirðingar og
voru ófáar sögurnar sem þú
sagðir frá Austurgötunni, þegar
þú varst að alast upp, af ein-
stökum atburðum, vinum og ná-
grönnum, frá Auðuni á móti og
Eyjólfi frá Dröngum sem
drukku kandískaffi hjá Möggu
á hverjum morgni og Jóni
Matt, kaupmanni og afa, en eft-
ir að hafa borðað hádegismat-
inn fengu þeir sér hádegislúr á
dívönunum í betri stofunni.
Þú talaðir um hvað margt
hafði breyst þegar stríðið skall
á, þú minntist þess að á ferm-
ingardaginn þinn, þegar þú
komst út úr Hafnarfjarðar-
kirkju, blöstu við hermenn í
fullum skrúða.
Ég er svo heppinn að geta
rifjað upp ánægjustundir með
ykkur pabba, eftir að við Dísa
stofnuðum heimili, þar nutum
við aðstoðar ykkar, þú passaðir
fyrir okkur Victor Þór meðan
við vorum í námi eða vinnu,
eins eru heimsóknir ykkar til
okkar þegar við bjuggum í Hor-
sens eftirminnilegar, ferðirnar
um Danmörku jólin 1974, af-
mælisveislan og skírn Áslaugar
1977 eða þegar við heimsóttum
Áslaugu þegar hún var við nám
í Óðinsvéum.
Þá er það mjög sterkt í
minningunni hvað gróður og
garðrækt skiptu þig miklu máli,
tímarnir í kartöflugarðinum
hennar ömmu Helgu í Kapla-
krika, blómaræktin í vetrar-
garðinum á Álfaskeiðinu að
ógleymdri skógræktinni.
Undir það síðasta vildir þú
hvergi vera nema á Álfaskeið-
inu, en heilsan gaf sig og þurft-
ir þú að þiggja aðstoð frábærra
heilbrigðisstarfsmanna á Vífils-
stöðum og nú síðast á Sólvangi,
sem við þökkum fyrir.
Hvíl í friði elsku mamma.
Þinn sonur
Sigurður.
Elsku mamma – nú þegar við
kveðjum þig birtast minningar
um góða daga sem við höfum
átt saman, frásagnir frá lífs-
hlaupi þínu og uppvextinum í
Hafnarfirði.
Þið pabbi voruð mér alla tíð
miklir vinir og nutum við sam-
vista hér heima og erlendis. Við
ferðuðumst saman bæði innan-
lands og utan og nýttum vel
þann tíma þegar ég dvaldi í
Skotlandi við vinnu hjá Scottish
Natural Heritage, til að ferðast
um Bretland. Þar kynntust þið
einnig vinum mínum, góðu fólki
sem hefur heimsótt okkur hing-
að. Ég minnist margra ferða
um landið þar sem við nutum
þess að virða fyrir okkur nátt-
úru og menningu. Þið pabbi
höfðuð mikinn áhuga á og
ánægju af að skoða Síldar-
minjasafnið á Siglufirði og
Stríðsminjasafnið á Reyðarfirði.
Eftir að pabbi féll frá héldum
við áfram ferðum um landið og
var það mér afar dýrmætt. Eitt
sinn heimsóttum við vinafólk í
sumarbústað á Akureyri og
nýttum þá tækifærið til að
skoða Hælið, setur um sögu
berkla á Íslandi. Heimsóknin
þangað rifjaði upp lífið á Aust-
urgötunni þar sem Guðríður
systir þín lést ung að árum
vegna berklaplágunnar. Við fór-
um í eina ferð til útlanda eftir
að pabbi féll frá, til strand-
bæjar á suðurströnd Englands.
Við skoðuðum þar almennings-
garða og nutum góða veðursins
í garðinum hjá vinafólki okkar.
Síðasta sumarferðin okkar inn-
anlands var einnig mjög
ánægjuleg, við dvöldum í Dala-
sýslu og fórum í skoðunarferðir
um nágrennið og sunnanverða
Vestfirði. Við höfðum gaman af
því að fara í skemmri og lengri
bíltúra og síðast í desember
skoðuðum við jólaljósadýrðina í
Reykjavík. Allar þessar ferðir
eru mér ógleymanlegar og
munu ylja mér um hjartarætur
til framtíðar.
Elsku mamma, það var þér
mikils virði að fjölskyldan væri
samhent og settuð þið pabbi
okkur ætíð í forgang. Þú hafðir
mikla ánægju af því að fá alla
fjölskylduna heim og halda okk-
ur veislu, helst sem oftast. Ég
naut þeirra forréttinda að fá að
vera með í undirbúningi, m.a. í
innkaupunum, sem var ævintýri
út af fyrir sig. Oft kom ég með
vini heim til ykkar og alltaf var
þeim vel tekið.
Takk fyrir allt.
Guðríður (Gurrý).
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson)
Elsku mamma, í dag kveð ég
þig með trega og sorg í hjarta.
Ég hef alltaf trúað því að það
séu öll litlu augnablikin í lífinu,
sem færa okkur mestu gleðina,
því þau geyma flestar minning-
arnar. Við áttum oft góðar
stundir saman, þar sem við
ræddum um daglegt amstur,
gleði og sorg. Þegar ég var lítil
stelpa, læddist ég oft í fata-
skápinn þinn til að dást að kjól-
unum fínu, sem þú hafðir saum-
að í öllum regnbogans litum,
með glitrandi steinum og pallí-
ettum. Mikið hlakkaði ég þá til
að verða stór og geta klæðst
svona fínum kjólum. Sú ósk mín
rættist svo sannarlega, því í
dag á ég fleiri kjóla en skápa-
plássið leyfir!
Við höfðum svo gaman af að
horfa á samkvæmisdansa í sjón-
varpinu, ræddum þá um kjólana
og sniðin og hreyfingarnar í
dansinum, einnig horfðum við
saman á sjónvarpsþætti um
garðrækt, íslenska sem breska,
því þú hafðir áhuga á blóma-
ræktun og varst svo sannarlega
með græna fingur.
Þú ræktaðir ekki bara garð-
inn þinn, heldur sáðir þú fyrir
sumarblómum, til þess að
skreyta með mörg leiði látinna
ættingja og vina. Þetta gerðir
þú öll árin, frá því að litli bróðir
dó og fram á áttræðisaldur.
Þegar ég fæddist hafði Þóra
amma dáið kvöldið áður. Núna
er staðan ekki ósvipuð, því nú
er von á nýju lífi, hjá Helgu, á
allra næstu dögum. Þú sagðir
alltaf að sólargeislarnir í lífi
þínu væru börnin og andlit þitt
ljómaði þegar lítil börn komu í
heimsókn.
Ég er svo stolt og þakklát
fyrir að hafa átt þig fyrir móð-
ur. Þú kenndir mér svo margt,
meðal annars Faðir vorið, sem
var eitt það síðasta sem við fór-
um með saman, áður en þú
kvaddir þennan heim.
Þín dóttir,
Þóra.
Elskuleg tengdamóðir mín
Áslaug Einarsdóttir hefur kvatt
okkur eftir langa og viðburða-
ríka ævi. Við vorum samferða
síðustu 53 árin. Mér er minn-
isstætt þegar við hittumst fyrst
á Erluhrauninu, þar var tekið
vel á móti verðandi tengdadótt-
ur. Áslaug hugsaði alltaf fyrst
og fremst um þarfir annarra
langt umfram sínar eigin, henn-
ar heitasta ósk var að fjölskyld-
unni liði vel. Þess naut ég í hví-
vetna, hún passaði til dæmis
Victor Þór meðan ég var í skól-
anum. Síðar átti hún eftir að
verða minn lærimeistari í
saumaskap bæði við að sauma á
sjálfa mig og börnin, leiðbeindi
mér af sinni alkunnu færni og
þolinmæði. Saumaskapurinn
var henni í blóð borinn enda
unnið með föður sínum á klæð-
skeraverkstæðinu sem staðsett
var á neðri hæðinni á Aust-
urgötu 6. Tengdamóður minni
var margt til lista lagt, hún
málaði, saumaði út og prjónaði
af mikilli list. Um 1970 fluttum
við saman til Noregs þegar
mikið atvinnuleysi var á Íslandi
og þar reyndum við að veita
hvor annarri stuðning meðan
feðgarnir unnu við byggingar-
vinnu. Okkur fannst báðum
gott að flytja aftur heim eftir
nokkra mánuði, þar voru ræt-
urnar og fjölskyldan. Alltaf
fannst henni gaman að heim-
sækja okkur til Danmerkur
þegar við vorum búsett þar og
sérstaklega er mér minnisstætt
þegar þau komu og voru við-
stödd skírn Áslaugar dóttur
okkar og nöfnu hennar. Við
ferðuðumst líka innanlands og
ekki síst fannst henni gaman að
dvelja hjá okkur í sumarbú-
staðnum. Ég vona að ég hafi
getað launað henni hluta allrar
þeirrar góðvildar, sem hún
veitti minni fjölskyldu, með að-
hlynningu síðustu æviárin. Hún
bjó á heimili sínu fram í ágúst
síðastliðinn, þar naut hún
dyggrar aðstoðar Guðríðar
dóttur sinnar í mörg ár. Sig-
urður sonur hennar og Victor
Þór voru líka með daglegt innlit
sem hún mat mikils og gerði
þetta henni mögulegt að vera
heima svona lengi. Allir voru
tilbúnir að styðja hana eftir
þörfum og bestu getu. Hún lést
á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í
Hafnarfirði sunnudaginn 16.
janúar. Aðstandendur þakka
góðvild í hennar garð.
Elsku Áslaug mín, nú er
komið að kveðjustund.
Blessuð sé minning þín.
Þín tengdadóttir,
Vigdís.
Í dag verður elsku Áslaug
amma jarðsungin frá Hafnar-
fjarðarkirkju. Hún lést á Sól-
vangi 16. janúar sl. 95 ára að
aldri.
Amma fæddist á Austurgötu
6 í Hafnarfirði 1. apríl 1926.
Foreldrar hennar voru Einar
Einarsson klæðskerameistari
og Helga Þorkelsdóttir, hús-
freyja og straukona.
Saman stofnuðu þau heimili á
Austurgötu í Hafnarfirði og
áttu 9 börn og var amma sjö-
unda í röðinni. Á Austurgötunni
voru langafi og langamma hvort
með sitt fyrirtæki. Áslaug
amma rak svo fyrirtæki með
foreldrum sínum síðustu árin á
Austurgötu.
Amma var alla tíð mikill
Hafnfirðingur og bjó á Austur-
götunni þar til hún hóf búskap
með Þorvarði afa á Hringbraut
54. Í kjölfarið teiknuðu þau og
byggðu saman eigið hús á Hval-
eyrarbraut 9, Erluhrauni 4 og
Álfaskeiði 71, auk þess sem þau
byggðu sér sumarbústað í
Höfnunum. Amma mundi tím-
ana tvenna og rifjaði oft upp
þegar herinn kom til Hafnar-
fjarðar og hvernig það var að
alast upp á Austurgötunni og
sagði mér frá daglegu lífi í
miðbæ Hafnarfjarðar. Ein
fyrsta minning ömmu var 23.
júlí 1929, þegar jarðskjálfti
varð í Brennisteinsfjöllum og
minntist hún þess oft hve stór
skjálftinn var.
Amma og afi höfðu gaman af
því að ferðast innanlands og er-
lendis. Oft komu þau og heim-
sóttu mig ásamt Gurrý, þegar
ég bjó í Danmörku. Sérstaklega
er það mér minnisstætt, þegar
amma og afi tóku mig úr ung-
lingavinnunni og fékk ég að
fara vikuferð hringinn umhverf-
is Ísland ásamt Gurrý, Árna og
erlendum gestum.
Frábært var að gista sum-
arlangt á Álfaskeiðinu, þegar
ég bjó erlendis sem barn.
Fyrsta minning mín er örugg-
lega, þar sem ég er að leika
mér í sandkassa á Álfaskeiðinu,
þegar ég var í pössun á meðan
mamma og pabbi voru að vinna.
Amma lauk starfsævinni á
eigin saumastofu, sem hún rak
ásamt afa.
Amma var góður málari og
hafði gaman af hannyrðum.
Amma var mörg ár í stórum
saumaklúbbi sem hittist einu
sinni í viku.
Amma var ætíð lífsglöð, fróð-
leiksfús og var alltaf gaman að
heimsækja hana og ræða um
liðna tíð. Mun sakna þess að
geta ekki lengur komið við og
dýft kringlu í tebolla á Álfa-
skeiðinu, eins og ég hef gert
svo lengi sem ég man eftir mér.
Amma hvatti mig ætíð til góðra
verka og spurði oft hvort það
væri eitthvað verið að byggja í
Hafnarfirði.
Elsku amma, þakka þér fyrir
samfylgdina og allar góðu
stundirnar. Mun ætíð geyma
minningu þína í hjarta mínu.
Victor Þór Sigurðsson.
Ég man þegar ég kom í
heimsókn til ömmu og hún
spurði mig hvað ég væri að
læra í skólanum. Ég svaraði því
til að ég væri að læra margföld-
unartöfluna og að mér gengi
frekar erfiðlega að læra hana
utan bókar. Amma náði þá í
rúðustrikað blað og sagði mér
að skrifa hana alla niður frá 1
sinni 10 upp í 10 sinnum 10,
„þannig lærir maður,“ sagði
hún. En á meðan hannaði hún
textílefni á rúðustrikuðu blaði.
Það var nefnilega málið að
heimilið hennar ömmu, sem við
systkinin vorum ávallt velkomin
á, var líka vinnustaður afa og
ömmu. En amma var ekki bara
saumakona sem hannaði sitt
eigið textílefni, heldur var
henni svo margt annað til lista
lagt, t.d. var hún einstaklega
flink við að mála fugla. Hún
hannaði sín eigin heimili sem
afi síðar byggði, heil þrjú ein-
býlishús, og amma tók líka þátt
í útrásinni áður en það varð að
þjóðaríþrótt. Elsku amma, það
var svo gaman að fylgjast með
rekstrinum hennar og afa. Að
sjá hana hanna, sauma og af-
greiða lopapeysurnar. Og mér
fannst alltaf fyndið þegar ég sá
reikning frá þeim til kaupenda í
Miami, Flórída. Að peysurnar
þeirra væru svo eftirsóttar að
þær enduðu alla leið í Miami
var sönnun þess, hvað fólk lagði
mikið á sig til að eignast þessar
peysur.
Eitt af því ranglæti, sem
ömmu fannst hafa verið beitt,
var að hafa ekki fengið að halda
skólagöngu sinni áfram eftir
barnaskóla, en það er nefnilega
kaldhæðni örlaganna. Ég fór
alla leið í skólagöngu minni,
lærði MSc í alþjóðaviðskiptum
en ég hef ekki tærnar sem
amma hafði hælana. Amma var
svo mikill bógur í lífinu.
Amma var nefnilega ekki
bara amma mín, heldur líka
trúnaðarvinur minn. Henni
fannst alltaf mikilvægt að fá að
tala. Að fá að rausa um hlutina,
eins og hún sagði. En hún
amma hikaði ekki við að and-
mæla mér og lýsa sinni afstöðu
til hlutanna. Mér er eftirminni-
legt að í bankahruninu, þá ætl-
aði ég að vera sniðugur og
kaupa mér áskrift að Lögbirt-
ingablaðinu til að kaupa íbúð á
uppboði fyrir lítið. Þegar ég
sagði ömmu frá þessu ráða-
bruggi mínu sagði hún: „Árni
minn, svona lagað gerum við
ekki. Við högnumst ekki á óför-
um annarra.“ Þetta sýnir hvað
það er mikilvægt að eiga ein-
hvern að sem maður getur bor-
ið hluti undir, skynsamlega
jafnt sem óskynsamlega hluti.
Amma vildi mér líka alltaf það
besta. Hún sýndi staminu mínu
oft mikinn skilning og áhuga.
Þegar ég stamaði átti amma til
að stoppa mig í orðinu og segja
„mundu að anda“. Ein mín
mesta gæfa er að hafa átt hana
ömmu sem leiðsögumann mín
fyrstu 40 ár á þessari lífsgöngu.
Amma var svo lánsöm, að
fyrir utan þessa fáu daga sem
heimsóknarbann var á Vífils-
stöðum og Sólvangi, þar sem
hún dvaldi í lokin, held ég að
hún hafi ábyggilega ekki eytt
heilum degi án fjölskyldu sinn-
ar eða með afa. Amma var
þeirrar skoðunar að fjölskyldur
ættu að vera samheldnar og
þær ættu að standa vel saman.
Ég hélt að ég yrði betur und-
ir það búinn þegar þú færir yfir
móðuna miklu. En þegar manni
þykir vænt um einhvern, þá er
tíminn sem manni er gefinn
með þeim aldrei nægur.
Þangað til næst, elsku amma,
að eilífu þinn
Árni Heimir Ingimundarson.
Áslaug amma hefur alltaf
leikið stórt hlutverk í mínu lífi
og á ég henni margt að þakka.
Aldrei fór ég í leikskóla, frí-
stund eða íþróttir. Í staðinn fór
ég í pössun á Álfaskeiðið. Í
saumastofunni í kjallaranum
skiptumst við amma á að setj-
ast við overlock- eða saumavél-
ina; ég að lita eða lesa upphátt,
á meðan saumaði amma lopa-
peysur. Þarna kenndi amma
mér að skrifa og reikna. Þó
ekki frádrátt. Ég var svo sár út
í ömmu að hún hafði ekki kennt
mér mínusmerkið, því allir
krakkarnir kunnu það nema ég.
Amma baðst innilega afsökun-
ar. Seinna meir eignaði hún sér
að þessi mínus hefði gert það
að verkum að ég er stærðfræð-
ingur í dag.
Áður en ég valdi stærðfræði
var ég að spá í fatahönnun, en
amma talaði mig af því. Textíll
hefur í staðinn fylgt mér sem
áhugamál. Í upphafi saumaði
amma á mig föt sem ég valdi úr
Burda-blaði (þar átti ég að
velja út frá sniði en ekki sæt-
ustu fyrirsætunni), síðar tók ég
upp sniðin og saumaði undir
hennar handleiðslu. Þegar
Áslaug
Einarsdóttir