Morgunblaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 50
50 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022 Lengjubikar karla A-deild, riðill 1: Valur – Þróttur V ..................................... 4:0 A-deild, riðill 2: Keflavík – Leiknir R ................................ 2:3 Heimsbikar félagsliða Undanúrslit: Chelsea – Al-Hilal .................................... 1:0 _ Chelsea mætir Palmeiras í úrslitaleikn- um á laugardaginn. Grikkland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit, seinni leikur: AEK Aþena – PAOK ............................... 1:2 - Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK sem vann einvígið, 2:1 saman- lagt. Olympiacos – Panetolikos ............. (frl.) 3:1 - Ögmundur Kristinsson var ónotaður varamaður hjá Olympiacos sem vann ein- vígið, 4:3 samanlagt. Ítalía C-deild: Virtus Verona – Sudtirol ........................ 1:1 - Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með Virtus Verona. Holland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Ajax – Vitesse........................................... 5:0 - Kristian Nökkvi Hlynsson var ekki í leikmannahóp Ajax. England Manchester City – Brentford............... (2:0) Norwich – Crystal Palace ..................... (1:1) Tottenham – Southampton .................. (2:3) Aston Villa – Leeds................................ (3:3) _ Leikjunum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Sjá mbl.is/sport/ enski. 4.$--3795.$ Olísdeild kvenna Stjarnan – HK ...................................... 27:24 Staðan: Fram 13 10 1 2 357:308 21 Valur 14 9 0 5 385:324 18 Haukar 15 8 1 6 417:395 17 KA/Þór 12 7 1 4 327:310 15 ÍBV 12 7 0 5 332:306 14 Stjarnan 14 7 0 7 360:361 14 HK 13 4 1 8 302:334 9 Afturelding 15 0 0 15 337:479 0 Þýskaland Magdeburg – Minden.......................... 28:19 - Ómar Ingi Magnússon skoraði 8 mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist- jánsson tvö. Bergischer – Göppingen .................... 33:27 - Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Bergischer. - Janus Daði Smárason skoraði ekki fyrir Göppingen. Balingen – Leipzig .............................. 25:29 - Daníel Þór Ingason skoraði ekki fyrir Balingen. Oddur Gretarsson er meiddur. Danmörk GOG – Skive ......................................... 45:31 - Viktor Gísli Hallgrímsson varði 20 skot í marki GOG. Fredericia – Aalborg .......................... 23:29 - Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoð- arþjálfari liðsins. Ringköbing – Esbjerg......................... 28:34 - Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 9 skot í marki Ringköbing. Frakkland Limoges – Montpellier........................ 29:30 - Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki í leikmannahóp Montpellier. Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit: Nice – Nancy ........................................ 23:25 - Grétar Ari Guðjónsson varði 7 skot í marki Nice. - Elvar Ásgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Nancy. Noregur Sandefjord – Drammen ...................... 34:34 - Óskar Ólafsson skoraði ekki fyrir Dram- men. Nötteröy – Elverum ............................ 24:33 - Orri Freyr Þorkelsson skoraði 8 mörk fyrir Elverum. Sola – Oppsal........................................ 28:13 - Birta Rún Grétarsdóttir var ekki í leik- mannahóp Oppsal. Svíþjóð Hallby – Skövde................................... 21:25 - Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 7 mörk fyrir Skövde. Kristianstad – Sävehof ....................... 29:33 - Andrea Jacobsen skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad. Sviss Wacker Thun – Kadetten ................... 26:30 - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar karlalið Kadetten. Zug – Spono Eagles............................. 32:34 - Harpa Rut Jónsdóttir var ekki í leik- mannahóp Zug. %$.62)0-# FRJÁLSAR Kristján Jónsson kris@mbl.is Spretthlauparinn Tiana Ósk Whit- worth segist nú þurfa að setja sér markmið fyrir árið sem fram undan er þar sem hún er aftur orðin heil heilsu en lítið varð úr síðasta keppn- istímabili hjá henni. Tiana Ósk er öflug í upphafi árs eins og fjallað var um í blaðinu á mánudaginn og hljóp 60 metrana á 7,45 sekúndum á Reykjavíkurleikunum síðasta sunnudag. „Fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki hvar ég yrði stödd á þessum tímapunkti vegna þess að ég var að koma til baka eftir meiðsli. Nú þegar ég sé að ég get keppt þá get ég farið að setja mér framtíðarmarkmið. Ég held að við Guðbjörg [Jóna Bjarna- dóttir] stefnum bara báðar á að kom- ast á EM næsta sumar. Ég er farin að horfa þangað og það er vænt- anlega stærsta markmiðið á árinu. Á innanhússtímabilinu viljum við báð- ar hlaupa 60 metrana hraðar. Við vitum að við getum það og við getum ýtt hvor annarri áfram,“ sagði Tiana Ósk en Evrópumeistaramótið verð- ur á dagskrá í ágúst og fer að þessu sinni fram í München í Þýskalandi. Tiana hefur hlaupið 60 metra, 100 metra og 200 metra hlaup á und- anförnum árum. Hún segist eiga von á því að leggja mesta áherslu á 100 metrana og sú vegalengd henti henni betur en 200 metrarnir. Horfir til alþjóðlegra móta „Já ég held að bestu vegalengd- irnar séu þessar stuttu. Um leið og ég er komin upp í 200 metrana á ég aðeins erfiðara með að halda hrað- anum. Ég er meira í 60 og 100 og mun leggja áherslu á 100 metrana í sumar. En það er alltaf gaman að keppa einnig í 200 metrunum,“ sagði Tiana og spurð út í lágmarkið fyrir EM segir hún það vera krefjandi, en einnig sé hægt að komast inn í mótið með góðri stöðu á styrkleikalistum. „Lágmarkið er mjög krefjandi en notast er við nýtt kerfi og þar er einnig horft til stöðu á Evrópulist- anum. Þótt maður nái ekki lágmarki þá kemst maður inn í mótið ef maður er ofarlega á styrkleikalistanum. Við erum að horfa til þess og þar af leið- andi að vera í hópi þeirra bestu í Evrópu. Frekar fáir ná lágmörk- unum því þau eru orðin svo erfið og stefnan er því að vera eins ofarlega á listanum og hægt er,“ sagði Tiana en því fylgir þá væntanlega þátttaka í nokkuð mörgum alþjóðlegum mót- um, ekki satt? „Já einmitt. Maður þarf að safna stigum á sterkum mótum erlendis. Maður hleypur alltaf hraðar í hita og við góðar aðstæður. Ég stefni því á að fara út á sem flest mót,“ sagði Tiana Ósk Whitworth í samtali við Morgunblaðið. EM er stóra markmiðið - Tiana leggur áherslu á 100 metrana Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Sprettur Tiana Ósk Whitworth á fleygiferð í 60 metra hlaupinu á Reykja- víkurleikunum þar sem hún náði sínum besta árangri, 7,45 sekúndum. Romelu Lukaku reyndist hetja Chelsea þegar liðið mætti Al-Hilal frá Sádi-Arabíu í undanúrslitum heimsbikars félagsliða í knatt- spyrnu á Mohammed Bin Zayed- vellinum í Abú Dabí í gær. Leiknum lauk með 1:0-sigri Chelsea en Lu- kaku skoraði sigurmark leiksins á 32. mínútu. Kai Havertz fór þá illa með varnarmenn Al-Hilal, átti sendingu fyrir markið, og Lukaku var réttur maður á réttum stað. Chelsea mætir Palmeiras frá Bras- ilíu í úrslitaleik í Abú Dabí á laug- ardaginn. Chelsea leikur til úrslita AFP Sigurmark Romelu Lukaku fagnar marki sínu í Abú Dabí í gær. Tyrkneska stórliðið Galatasaray gerði belgíska liðinu Antwerp Gi- ants tilboð í íslenska landsliðs- manninn Elvar Má Friðriksson að sögn ítalska körfuboltamiðilsins Sportando. Elvar er ekki með klausu í samn- ingi sínum við Antwerp sem myndi gera honum kleift að skipta um fé- lag á miðju tímabili. Líklegast er því að Elvar muni leika út tímabilið í Belgíu en hann er lykilmaður hjá Antwerp. Næsta sumar geta lið sem hafa áhuga á Elvari gert tilraun til að næla í hann á frjálsri sölu. Stórlið reyndi að fá Elvar til sín Ljósmynd/FIBA Eftirsóttur Elvar Már hefur verið mjög áberandi í Belgíu í vetur. Stjarnan vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild kvenna í handknatt- leik, Olísdeildinni, þegar liðið tók á móti HK í TM-höllinni í Garðabæ í 13. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 27:24-sigri Stjörnunnar en Garðbæingar náðu mest þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik, 12:9. Stjarnan var einu marki yfir í hálfleik, 15:14, en staðan var jöfn, 19:19, þegar tutt- ugu mínútur voru til leiksloka. Þá seig Stjarnan hægt og rólega fram úr og fagnaði nokkuð þægilegum sigri í leikslok. Lena Margrét Valdimarsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir voru markahæstar í liði Stjörnunnar með fimm mörk hvor. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, Elna Ólöf Guðjónsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir og Jóhanna Mar- grét Sigurðardóttir skoruðu fjögur mörk hver fyrir HK. Ljósmynd/Kristinn Steinn 5 Garðbæingurinn Lena Margrét Valdimarsdóttir sækir að HK-ingum í TM- höllinni í Garðabæ í gær en hún skoraði fimm mörk Stjörnunnar í leiknum. Stjarnan á skriði Michaela Kelly átti sannkallaðan stórleik fyrir Breiðablik þegar liðið vann óvæntan sigur gegn toppliði Njarðvíkur í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Smáranum í Kópavogi í 19. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með sex stiga sigri Breiðabliks, 76:70, en Kelly gerði sér lítið fyrir og skoraði 37 stig, ásamt því að taka sjö fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Blikar leiddu, 39:29, í hálfleik en jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik. Njarðvík tókst að minnka forskot Breiðablik í tvö stig þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka, 67:69, en lengra komust Njarðvíkingar ekki. Þetta var annar sigurleikur liðs- ins í deildinni í röð en Aliyah Col- lier var stigahæst í liði Njarðvíkur með 32 stig og ellefu fráköst. Blikar unnu toppliðið Ljósmynd/Kristinn Steinn Illviðráðanleg Njarðvíkingar réðu ekkert við Michaelu Kelly í Smáranum í Kópavogi í gær en hún skoraði 37 stig í leiknum og tók sjö fráköst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.