Morgunblaðið - 10.02.2022, Side 53
MENNING 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022
L
akkríspítsa er nostalgísk
ástarsaga sögð í gegnum
skrýtin en mannleg
augnablik. Titill kvik-
myndarinnar vísar í fræga SoCal-
plötubúð á áttunda og níunda ára-
tugnum en hugtakið hefur einnig
verið notað til þess að lýsa vínil-
plötum. Titillinn er því tilvitnun í
fortíðina sem er viðeigandi í ljósi
þess að kvikmyndin er í heild sinni
ein stór tilvitnun í fortíð elskenda.
Í San Fernando-dalnum árið
1973 mætir hinn 15 ára gamli Gary
Valentine í myndatöku í mennta-
skólann sinn þar sem hann hittir
hina 25 ára gömlu Alönu Kane,
aðstoðarmann ljósmyndarans, og
stenst ekki mátið að daðra við
hana. Sama kvöld hittast þau yfir
kvöldverði en líkt og Alana ítrekar
þá er ekki um að ræða stefnumót
enda er hann alltof ungur fyrir
hana. Stuttu síðar færir Anita,
móðir Garys, honum þær fréttir að
hún geti ekki farið með honum til
New York á sýninguna með Lucy
Doolittle sem hann er hluti af og
gerir honum líka grein fyrir því að
hann geti ekki farið til New York
án forráðamanns. Gary er hins
vegar þekktur fyrir að vera
útsjónarsamur og áður en áhorf-
endur geta sagt „lakkríspítsa“ sit-
ur hann og sötrar kókið sitt í flug-
vélinni með draumastúlkuna og
forráðamanninn, Alönu, sér við
hlið, hæstánægður.
Paul Thomas Anderson leikur
sér og brýtur línulega, klassíska
söguformið en í hefðbundinni frá-
sögn er einhver byrjun, miðja og
endir. Lakkríspítsa er hins vegar
kvikmynd mynduð af augnablikum
tveggja einstaklinga. Hvert augna-
blik eða atriði er ekki endilega í
samræmi við það næsta og oft
óljóst hvaða hlutverki það gegnir í
sögunni. Aðferð frásagnarinnar lík-
ist því sem við sjáum í Nashville
(Robert Altman, 1975) og Once
Upon a Time … In Hollywood
(Quentin Tarantino, 2019). Sögu-
þráðurinn er flöktandi og óskýr
þannig að áhorfendur bíða
áhyggjufullir eftir því að eitthvað
slæmt gerist en þetta er ekki slík
mynd heldur ástarsaga. Fyrr-
nefndar kvikmyndir eiga að gerast
á svipuðum tíma en Nashville,
ólíkt hinum myndunum, á sér stað
á sama tíma og kvikmyndin er tek-
in upp. Nashville hefur þó hlotið
aðra merkingu í dag; hún er sönn-
un um liðinn tíma og innlit í fortíð-
ina. Myndirnar Once Upon a
Time … In Hollywood og Lakk-
ríspítsa eru frekar endurlit til for-
tíðar. Mynd Tarantinos er endur-
sögn á kvikmyndasögunni og
áhersla lögð á vísanir í kvikmynda-
söguna í stað frásagnarframvindu
og er slíkt hið sama gert í Lakk-
ríspítsu en þar er ekki viðfangs-
efnið kvikmyndasagan heldur saga
tveggja einstaklinga. Kvikmyndin
líkist þannig einu stóru endurliti til
fortíðar, áhorfendur sjá stakar
minningar, augnablik sem stóðu
upp úr eins og þegar þau vinahjúin
afhentu borgarbúum varnsrúm
þegar olíukreppan stóð hvað hæst.
Það að kvikmyndin gerist í fortíð-
inni styður þessa kenningu auk
þess sem myndin er tekin upp á
filmu og kvikmyndatakan er hlý og
draumkennd líkt og um minningar
sé að ræða.
Áður óþekktir leikarar, Alana
Haim og Cooper Hoffman, fara
með aðalhlutverkin, hlutverk
Alönu og Garys. Bæði tvö leika
listilega og fanga fullkomlega
vandræðalega tímabilið milli þess
að vera unglingur og fullorðinn
einstaklingur og þær tilfinninga-
flækjur sem fylgja því. Það styrkir
myndina að hafa óþekkta leikara;
þau birtast á skjánum líkt og
óskrifað blað sem gerir áhorfand-
anum erfiðara fyrir að mynda sér
fyrirframskoðanir um karakterana.
Öðrum stórstjörnum bregður þó
fyrir á skjánum í skamma stund,
líkt og Sean Penn og Bradley
Cooper. Haim og Hoffman stela
hins vegar athygli áhorfandans
auðveldlega frá hinum fjall-
myndarlegu karlmönnunum með
sínum skemmtilega leik.
Lakkríspítsa er tilnefnd til Ósk-
arsins sem besta mynd og ekki að
ástæðulausu. Hún nær því stigi að
vera bíóupplifun en ekki einungis
frásagnarform. Paul Thomas And-
erson manar áhorfendur í að
sleppa rökhugsuninni og leyfa sér
að njóta þess að lifa í augnablikinu
með aðalpersónunum í stað þess
að eltast við frásagnarframvind-
una. Best væri að lýsa myndinni
sem notalegri og hlýrri upplifun á
fortíðinni sem nauðsynlegt er að
sjá á bíótjaldi.
Vínilplötur spila fortíðina
Fortíðarþrá „Paul Thomas Anderson manar áhorfendur í að sleppa rökhugsuninni og leyfa sér að njóta þess að lifa
í augnablikinu með aðalpersónunum í stað þess að eltast við frásagnarframvinduna,“ skrifar gagnrýnandi meðal
annars um Lakkríspítsu. Hér sjást Alana og Gary í upphafsatriði myndarinnar, Gary lagar hárið fyrir myndatöku.
Bíó Paradís
Licorice Pizza / Lakkríspítsa
bbbbn
Leikstjórn: Paul Thomas Anderson.
Handrit: Paul Thomas Anderson. Aðal-
leikarar: Alana Haim og Cooper Hoff-
man. Bandaríkin, 2021. 133 mín.
JÓNA GRÉTA
HILMARSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Bassaleikarinn
Þorgrímur Jóns-
son kemur fram
ásamt hljómsveit
á hádegistón-
leikum í Fríkirkj-
unni í Reykjavík í
dag, fimmtudag,
og hefjast þeir kl.
12. Með honum
leika Rögnvaldur
Borgþórsson á gítar, Tómas Jóns-
son á píanó og fleira og Magnús
Trygvason Eliasen á trommur.
Árið 2016 sendi Þorgrímur frá
sér sína fyrstu sólóplötu og var hún
valin plata ársins og Þorgrímur
tónhöfundur ársins í flokki djass og
blús á Íslensku tónlistarverðlaunum
fyrir árið 2016.
Í ágúst síðastliðnum kom svo út
hans önnur sólóplata sem ber nafn-
ið Hagi. Sú plata hefur líka fengið
glimrandi góðar viðtökur víðsvegar
um heim sem og hérlendis.
Hádegistóneikar
bassaleikarans
Þorgrímur Jónsson
Á hádegistón-
leikum Sinfóníu-
hljómsveitar Ís-
lands í Eldborg í
dag, fimmtudag,
kl. 12.10 verða
flutt rómuð tón-
verk eftir Wolf-
gang Amadeus
Mozart og Lud-
wig van Beetho-
ven undir stjórn Evu Ollikainen,
aðalhljómsveitarstjóra sveitar-
innar. Eftir Mozart hljómar For-
leikurinn að Brúðkaupi Fígarós
sem er lýst sem einhverri glaðvær-
ustu tónlist sem samin hefur verið.
Mozart var á hátindi ferils síns árið
1786 þegar hann samdi þessa sí-
vinsælu óperu um ástir og örlög.
Eftir Beethoven hljómar síðan
Sveitasinfónían, þar sem hann lýsir
ljúfri tilveru innan um læki og ár,
tré og fugla, þótt óvænt óveður
komi öllu í uppnám um hríð.
Tónleikarnir eru um 50 mínútur
án hlés. Aðgangur er ókeypis en
nauðsynlegt er að skrá miða fyrir
fram. Ekki er krafist hraðprófs en
grímuskylda er á tónleikunum.
Mozart og Beet-
hoven í hádeginu
Eva Ollikainen