Morgunblaðið - 10.02.2022, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 10.02.2022, Qupperneq 54
VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ný dansk-færeysk sjónvarpsþátta- röð, Trom, verður frumsýnd á streymisveitunni Viaplay næsta sunnudag og mun vera fyrsta glæpaserían sem tekin er upp í Færeyjum. Með aðalhlutverk fer einn af þekktari leikurum Dan- merkur, Ulrich Thomsen, sem hef- ur bæði leikið í fjölda verka í heimalandi sínu og utan þess, í jafnólíkum verkum og dogma- myndinni Festen og James Bond- myndinni The World is Not Enough þar sem hann lék illmenni, nema hvað. Í öðrum helstu hlutverkum Trom eru Maria Rich og Olaf Johannes- sen og segir í þáttunum af blaða- manninum Hannis Martinsson, sem Thomsen leikur, sem fær heldur taugatrekkjandi myndbandsskila- boð frá færeysku baráttukonunni Sonju á Heygga sem segist bæði vera dóttir hans og óttast um líf sitt. Martinsson heldur til Færeyja að kanna málið og kemst að því að Sonja er horfin og að aðstæður all- ar eru hinar dularfyllstu. Flækist hann inn í morðrannsókn þar sem sjómannasamfélag á staðnum, hóp- ur aðgerðasinna og þekktur kaup- sýslumaður, Ragnar í Rong, koma við sögu. Martinsson leitar aðstoð- ar hjá lögreglukonu sem leiðir rannsóknina og kemst að því að hans uppgötvanir stangast á við þær sem lögreglan hefur gert. Þáttaröðin er byggð á bókum færeyska höfundarins Jógvans Isaksens og leikstjórar hennar eru tveir, annars vegar Daninn Kasper Barfoed sem á m.a. að baki þættina Dicte og hins vegar hinn íslenski Davíð Óskar Ólafsson sem leik- stýrði Broti. Í leit að sannleikanum „Þetta er ekki svo slæmt,“ svar- ar Thomsen spurningu þess efnis hvort viðtölin séu mörg þennan daginn. Hann hefur verið að í nokkrar klukkustundir með hléum þegar blaðamaður nær tali af hon- um þar sem hann er staddur á hót- eli í Kaupmannahöfn. Örfáir dagar eru þá liðnir frá því danska hand- boltalandsliðið tapaði fyrir Frökk- um á EM og Thomsen kemur af fjöllum þegar blaðamaður nefnir tapleikinn. „Ég hef ekki mikinn áhuga á þessu,“ segir hann sposkur um boltann, „mér er eiginlega al- veg sama.“ Við snúum okkur að blaðamann- inum Hannis Martinsson sem held- ur til Færeyja eftir myndskilaboð frá dóttur sinni, sem fyrr segir. „Hún er að rannsaka spillingarmál, hringir í mig og vill ræða við mig af því ég er blaðamaður. Hún telur það eflaust góða leið til að koma á tengslum og fá mig til að skrifa um þetta spillingarmál,“ útskýrir Thomsen. Blaðamaðurinn er í senn að glíma við flókið mál og þá stað- reynd að hann á dóttur sem hann vissi ekki af. Það virðist vera nokk- uð snúið hlutverk, eða hvað? „Tja, já og nei,“ segir Thomsen um þær vangaveltur, „þetta er glæpaþátta- röð þannig að það eru alltaf ein- hver skipti og ákveðin söguflétta. Atburður á sér stað og það þarf að komast að því hvað gerðist. Það tekur alltaf mikinn tíma en annars væri vissulega hægt að kafa dýpra í persónurnar og þróa þær frekar.“ Thomsen segir þættina drama- tíska þar sem blaðamaðurinn Martinsson sé að reyna að komast að því hvað varð um dóttur hans. Í anda glæpaþátta fari hann víða um völl, ræði við marga og reyni að komast að kjarna málsins. Flétta glæpasögunnar sé því hinn ráðandi hluti frásagnarinnar á heildina litið og fjölskyldudramað aðeins einn þráður í fléttunni. Vænn pakki – Hvernig náungi er þessi blaða- maður sem þú leikur? „Hann er rannsakandi í eðli sínu, leitar uppi sögur sem gætu verið áhugaverðar. Þess vegna hringir dóttir hans í hann,“ svarar Thom- sen. Leikarinn er spurður hvað hafi fengið hann til að taka hlut- verkið að sér og svarar hann því til að honum hafi þótt handritið gott. Góðvinur hans Kasper Barfoed hafi þar að auki verið einn leikstjóra og í þriðja lagi hafi hann átt eftir að heimsækja Færeyjar. „Mér fannst þetta vænn pakki,“ segir Thomsen um þá þrennu. – Svo er fegurð Færeyja mikil að vori og sumri … „Já, við vorum reyndar aðeins fyrr á ferðinni, frá mars fram í seinni hluta júní. En eru sumur í Færeyjum? Ég er ekki svo viss um það,“ svarar Thomsen og hlær við, bætir svo um betur og segir ein- hvern hafa lýst færeysku sumar- veðri þannig að það hafi verið harðasti vetur sem hann hafi upp- lifað. Að hluta skrifstofustarf Ulrich á býsna langan feril að baki og hefur leikið í fjölda þátta og kvikmynda. Hefur hann til að mynda leikið rússneskan óþokka í Bond-mynd og hvað undirbúning fyrir hlutverk varðar segist hann vissulega ímynda sér að hann sé persónan sem hann er að leika, hvort heldur er rússneskur óþokki eða þjáður fjölskyldufaðir en starf leikarans sé líka að stórum hluta eins og hvert annað skrifstofustarf. Leikarar þurfi að sitja við og lesa, læra texta og undirbúa sig og æfa. Þegar á hólminn sé komið gangi starfið svo út á að láta allt ganga upp, líkt og stærðfræðidæmi sem þurfi að leysa. – Þú hefur leikið í mörgum kvik- myndum og þáttum, eru einhverjar ákveðnar kvikmyndir eða þættir sem þú ert sérstaklega ánægður með og stoltur af? „Já, þær sem komu ferlinum af stað, Festen og sú fyrsta sem ég gerði í útlöndum og hóf feril minn erlendis, James Bond-myndin,“ svarar Thomsen. Festen verði hon- um líklega alltaf mikilvægust því hún hafi opnað honum margar dyr og möguleika á því að vinna utan heimalandsins. Thomsen minnist líka sjónvarpsþáttanna Banshee með hlýju. „Það var mjög gaman að gera þá, þeir voru býsna klikk- aðir,“ segir hann kíminn. En hvað kvikmyndirnar varðar eigi þær sér allar einhvern stað í hjarta hans. „Ég hef aðeins gott eitt að segja um þær flestar,“ segir Thomsen. Nóg að gera Leikarinn er að lokum spurður að því hvað hann sé að gera nú um stundir og segir hann það býsna margt. „Ég er að skrifa handritið að minni þriðju kvikmynd, gera „storyboard“ og reyna að fjár- magna hana,“ segir hann og bætir við að einnig sé sjónvarpsverkefni fram undan í Chicago. Ómíkron hafi svo seinkað nokkrum verk- efnum og eflaust muni einhver þeirra brotlenda, eins og venja er. „En sem betur fer hef ég enn nóg að gera,“ segir Thomsen brattur að lokum. Eitthvað er rotið í Færeyjum Kommúna Thomsen með einni þekktustu leikkonu Dana, Trine Dyrholm, í kvikmyndinni Kollektivet, eða Kommúnan, sem er frá árinu 2016. Í Færeyjum Ulrich Thomsen í einum þátta Trom. Færeyjar eru sögusvið þáttanna sem teknir voru upp í fyrra. Veislan Thomsen, annar frá vinstri, með aðalleikurum Festen sem vakti mikla athygli á honum, bæði í Danmörku og á erlendri grundu. - Danski leikarinn Ulrich Thomsen leikur blaðamann sem rannsakar hvarf dóttur sinnar í dansk- færeysku þáttunum Trom - „Hann er rannsakandi í eðli sínu,“ segir Thomsen um blaðamanninn 54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022 LED skilti Fjarstýrð LED ljósaskilti með litastillingu. Xprentehf. | Sundaborg3 |104Reykjavík |5556500|xprent@xprent.is xprent.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.