Morgunblaðið - 10.02.2022, Síða 56

Morgunblaðið - 10.02.2022, Síða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022 Tilkynnt var í gær hvaða tíu bækur eru tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir útgáfuárið 2021. Viðurkenning Hagþenkis verð- ur veitt við hátíðlega athöfn um miðjan mars og felst í sérstöku viðurkenningarskjali og 1.250.000 krónum. Viðurkenningarráð Hagþenkis skipað fimm félagsmönnum Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú nýbreytni að tilnefna tíu höfunda og bækur er til greina kæmu. Viðurkenningarráð Hag- þenkis, skipað fimm félagsmönnum, stendur að valinu en það hóf störf um miðjan október og fundaði viku- lega fram yfir miðjan janúar. Viðurkenningarráð Hagþenkis er skipað fimm félagmönnum til tveggja ára í senn og í því eru: Auð- unn Arnórsson, Árni Einarsson, Halldóra Kristinsdóttir, Súsanna Margrét Gestsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir. Eftirfarandi höfundar og bækur eru tilnefnd í stafrófsröð höfunda. Með fylgir umsögn viðurkenning- arráðsins: - Aðalbjörg Stefanía Helga- dóttir. Samfélagshjúkrun. Iðnú útgáfa. „Þarft kennslurit um sam- félagslega brýn málefni sem hefur víða skírskotun og nýtist bæði skóla- fólki og almenningi.“ - Aðalheiður Guðmundsdóttir. Arfur aldanna. I Handan hindar- fjalls. II Norðvegur. Háskóla- útgáfan. „Vandað og yfirgripsmikið rit sem opnar heillandi baksvið forn- aldarsagna fyrir lesendum.“ - Anna Dröfn Ágústsdóttir og Guðni Valberg. Laugavegur. Angú- stúra. „Með göngu upp Laugaveginn fá lesendur nýja sýn á sögu og þróun húsanna við þessa aðalgötu bæj- arins, verslun og mannlíf.“ - Arnþór Gunnarsson. Hæsti- réttur í hundrað ár. Saga. Hið íslenska bókmenntafélag. „Verðugt afmælisrit sem grefur upp for- vitnilegar og oft óvæntar hliðar á sögu æðsta dómstóls sjálfstæðs Íslands.“ - Auður Aðalsteinsdóttir. Því- líkar ófreskjur. Vald og virkni rit- dóma á íslensku bókmenntasviði. Sæmundur. „Brautryðjandaverk þar sem fjallað er um þróun bók- menntaumfjöllunar á Íslandi með hliðsjón af alþjóðlegum straumum.“ - Guðrún Ása Grímsdóttir (útgef- andi). Sturlunga saga eða Íslendinga sagan mikla I-III. Hið íslenzka forn- ritafélag. „Úrvals textaútgáfa með greinargóðum inngangi um rann- sóknir á Sturlungu og umgjörð hennar. Lesendur fá góða innsýn í ófriðartíma 13. aldar.“ - Kristjana Kristinsdóttir. Lénið Ísland. Valdsmenn á Bessastöðum og skjalasafn þeirra á 16. og 17. öld. Þjóðskjalasafn Íslands. „Vandað og ítarlegt verk um stöðu Íslands sem léns í danska konungsríkinu, byggt á umfangsmikilli rannsókn á frum- heimildum.“ - Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir. Reykjavík barnanna. Tímaflakk um höfuðborg- ina okkar. Iðunn. „Fjörleg og falleg bók fyrir alla aldurshópa um líf og starf í Reykjavík fyrr og nú.“ - Már Jónsson (ritstjóri). Galdur og guðlast á 17. öld. Dómar og bréf I-II. Sögufélag. „Rit sem opnar greiða leið að frumheimildum um galdramál og veitir jafnframt góða yfirsýn yfir framandlegt tímabil sög- unnar.“ - Þórður Kristinsson og Björk Þorgeirsdóttir. Kynjafræði fyrir byrjendur. Mál og menning. „Vel unnið og vekjandi kennsluefni sem gerir nýrri námsgrein góð skil og tengir saman sögulegar forsendur og samtímaumræðu,“ segir í umsögn viðurkenningarráðs. Morgunblaðið/Unnur Karen Framúrskarandi Höfundar þeirra tíu framúrskarandi rita sem tilnefnd eru til viðurkenningar Hagþenkis þetta árið. Viðurkenningin verður veitt í mars. Tilnefningar Hagþenkis 2021 - Viðurkenningin veitt fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings - Verðlaunin nema 1.250.000 kr. - Afhent um miðjan mars - Viðurkenningin verið veitt síðan 1986 www.gilbert.is Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum við okkur í úrsmíði, hönnun og framleiðslu úra Tónlistarkonan Adele hélt heim af bresku Brit-verðlaunahátíðinni á þriðjudagskvöldið hlaðin verð- launagripum. Hún var valin tón- listarflytjandi ársins, fjórða og nýj- asta hljómplata hennar, 30, var valin sú besta og þá átti hún líka besta breska lag ársins, „Easy on Me“. Adele hefur nú samtals hlotið 12 Brit-verðlaun. Í fyrsta skipti var Brit-verðlaun- unum nú ekki skipt í flokka eftir kynferði listamanna og voru konur sigursælastar; af fimmtán verð- launum sem veitt voru hrepptu konur tíu. Dua Lipa bar sigur úr býtum í kosningu almennings um besta framlag popp- eða R&B-listamanns. Ed Sheeran var tilnefndur til fernra verðlauna og hreppti engin þeirra – hann varð hins vegar fyrst- ur til að hljóta nýja viðurkenningu, lagahöfundur ársins. Þá var Wolf Alice valin besta hljómsveitin og rapparinn Little Simz, AKA Sim- biatu Ajikawo, var valin besti nýi listamaðurinn. AFP Best Adele hampar einum af þremur verðlaunagripum sem hún fékk. Adele sigursæl á Brit- verðlaunahátíðinni - Konur hrepptu 10 af 15 verðlaunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.