Morgunblaðið - 10.02.2022, Page 60

Morgunblaðið - 10.02.2022, Page 60
www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 *Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. GAIN Borðstofustóll. Grátt áklæði, sléttflauel. 28.990 kr. Fyrir lifandi heimili NIRMAL MOTTA Ishian, dökkgrá. 200 x 300 cm. 49.990 kr. KARE WATER LILY Hægindastóll gulur eða bleikur. 89.990 kr. um að ég hafi gott af þessu held ég æfingunum áfram, en eftir að hund- arnir fóru fer ég bara í tvo göngu- túra á dag. Þeir voru annars bestu göngufélagar, gripu aldrei fram í fyrir mér, mótmæltu mér aldrei, dingluðu bara skottinu og voru góðir vinir.“ Trésmiðurinn fyrrverandi á marg- ar góðar minningar úr íþróttunum. Hann segir það í raun ótrúlegt að hafa tekið þátt í þremur heimsmeist- aramótum. „Við unnum tíu tíma á dag og spiluðum við atvinnumenn og fyrst og fremst hermenn frá austan- tjaldslöndunum. Við komumst aldrei á þeirra skala, kannski sem betur fer, því ekki er víst að við hefðum þolað góðærið. Það þarf sterk bein til að þola góða daga.“ Labbi er tígulegur á velli sem fyrr og virðist ekkert hafa breyst í ára- tugi þrátt fyrir að eiginkonan Guðný Andrésdóttir matreiði fyrir hann ómótstæðilegan mat. „Ég segi stundum við konuna að þegar við kynntumst var ég 85 kíló af vöðvum en nú er ég bara 85 kíló. Ég er hepp- inn hvað ég hef haft góða brennslu- vél því konan eldar góðan mat og miðað við það sem ég borða ætti ég að vera allt öðruvísi í laginu. Ég var snemma nokkuð ellilegur en hef haldið mér nokkuð vel.“ Hann þakk- ar það fyrrgreindu líferni og ekki síður nægjusemi. „Ég er guðs blessunarlega laus við netið og farsíma. Mér finnst svo- lítið broslegt að sjá þegar fólk getur ekki farið í hálftíma eða þrjú korter í ræktina án þess að hafa þessi tæki við hliðina.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Handboltaskyttan Gunnlaugur Hjálmarsson bar af á árum áður sem leikmaður ÍR, Fram og landsliðsins og var meðal annars valinn í heims- liðið að loknu heimsmeistaramótinu 1961, fyrstur Íslendinga. Hand- boltadómarinn Gunnlaugur Hjálm- arsson var í fremstu röð í fjóra ára- tugi og heldri borgarinn Gunnlaugur Hjálmarsson er enn við sama hey- garðshornið, þegar kemur að æfing- um og uppbyggingu og blæs vart úr nös eftir verkefni dagsins. „Ég er að seinka andlátinu,“ segir hann. Gunnlaugur, sem verður 84 ára í sumar, hefur alla tíð verið kallaður Labbi sem er ekki beint lýsandi fyrir orkuna og kraftinn sem hefur alla tíð einkennt hann. „Mér var sagt að það hefði komið til vegna þess að ég hefði aldrei lært að skríða,“ útskýrir hann. „Ég er aldrei kallaður annað nema þegar konan er reið út í mig. Þá segir hún: „Gunnlaugur!““ Þegar Labbi var sextugur hætti hann í launaðri vinnu sem trésmiður og byrjaði á skipulagðri líkamsrækt; daglegu 1.000 metra sundi í Kópa- vogslaug og slökun í heitum potti á eftir og síðan um klukktíma hunda- göngu þrisvar á dag. Eftir að lík- amsræktarstöð var opnuð í húsnæði laugarinnar hefur hann æft þar ekki sjaldnar en þrisvar í viku og sleppt þá sundinu en farið beint í heita pottinn á eftir. Í pottinn alla daga vikunnar. Í menninguna, eins og hann kallar það. „Pólitíkin er alls- ráðandi hjá pottfélögunum og við leysum öll vandamál alheimsins, en annars er þetta engin pólitík hérna í Kópavoginum, voðalega dauft yfir henni.“ Hvorki með farsíma né tölvu Labbi var alltaf á hlaupum í bolt- anum, nema þegar hann var Íslands- meistari með Val í fótbolta 1967. Þá var hann markvörður í einum leik. Hann byrjaði á hlaupabretti í rækt- inni fyrstu árin en vegna aðgerða á hné hefur hann haldið sig við skíða- göngutæki frá aldamótum. „Ég hef ekki hlaupið á þessari öld en get djöflast á skíðagöngutækinu eins lengi og mér sýnist og svo lyfti ég aðeins á eftir.“ Leggur áherslu á að hann gæti þess vel að ofreyna sig ekki. „Á meðan ég get talið mér trú Fyrstur í heimsliðinu - Gunnlaugur „Labbi“ Hjálmarsson gefur ekkert eftir 61 ári síðar Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Alsæl Hjónin Guðný Andrésdóttir og Gunnlaugur Hjálmarsson. FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 41. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Frjálsíþróttakonan Tiana Ósk Whitworth, sem er í harðri keppni við Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur í sprett- hlaupunum, kveðst ætla að einbeita sér að 100 metra hlaupi á nýhöfnu keppnistímabili. „Ég held að við Guð- björg stefnum bara báðar á að komast á EM næsta sumar. Ég er farin að horfa þangað og það er væntan- lega stærsta markmiðið á árinu,“ segir Tiana Ósk. »50 Stefnan er sett á EM í sumar ÍÞRÓTTIR MENNING Saxófónleikarinn Albert Sölvi Óskarsson kemur fram ásamt félögum sínum, Jóni Ómari Árnasyni á gítar og Leifi Gunnarssyni á kontrabassa, á þrenn- um tónleikum í tón- leikaröðinni „Jazz í hádeginu“ í Borgar- bókasafninu í dag og á næstu dögum. Yfir- skrift tónleikanna er „Feður fónanna“ og verða þeir fyrstu í bókasafninu í Grófinni í hádeginu í dag, kl. 12.15. Á morgun, föstudag, leikur tríóið í Gerðubergi á sama tíma og loks í safninu í Spönginni á laugardag kl. 13.15. Albert Sölvi er kennari við Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar og Skólahljómsveit Austurbæjar og leikur líka í nokkrum hljómsveitum. Albert Sölvi leikur ásamt félögum í tónleikaröðinni Jazz í hádeginu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.