Morgunblaðið - 22.03.2022, Síða 7

Morgunblaðið - 22.03.2022, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022 Ávarp Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra Ísland er á tímamótum. Eftirspurn eftir grænni orku eykst stöðugt. – Hvernig hefur arðsemi af orkuvinnslunni aukist? – Hvaða virkjanaverkefni eru í undirbúningi? – Hvernig hefur Landsvirkjun undirbúið framtíðina? Velkomin á ársfund Landsvirkjunar í Hörpu, fimmtudaginn 24.mars kl. 14 Skráning á fundinn á landsvirkjun.is Tökumvel á móti framtíðinni Ávarp Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Framtíðin er núna – Tækifæri okkar og ábyrgð Hörður Arnarson forstjóri Aukinn arður í þáguþjóðar – Straumhvörf í fjármálum Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni Fyrir okkur og komandi kynslóðir – Landsvirkjun og loftslagið Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis Byr í seglin – Samvinna og stuðningur við viðskiptavini Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu Aðmörgu er að hyggja ef vel á aðbyggja – Næstu skref í orkuöflun Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmda Höldumótrauð áfram! – Lokaorð fundarstjóra Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Þegar kviknar á perunni – Nýsköpun og græn framtíð Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og nýsköpunar Loðnuskipin voru flest að veiðum vestan og síðan sunnan við Reykja- nes í gær, en afli mun ekki hafa ver- ið mikill. Samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu er búið að landa hátt í 506 þúsund tonnum á vertíðinni sem byrjaði í desember. Þá eru tæp 180 þúsund tonn eftir af 685 þúsund tonna kvóta. Síðan brælunni slotaði er leið á föstudag hafa skipin leitað víða; norður með Vestfjörðum, á Breiða- firði og í Faxaflóa. Þá svipuðust skip á leið að austan eftir loðnu fyr- ir Norðurlandi og suður með Vest- fjörðum, en án árangurs. Það var síðan á sunnudag að fréttist af loðnu við Reykjanesið. Þar var þokkalegt veður í gær og vonuðust menn eftir að loðnan á þeim slóðum þétti sig og yrði veið- anlegri. Loðnan var yfirleitt komin að hrygningu, en það var þó eitt- hvað breytilegt. a ij@mbl.is Loðnuskip- in flest við Reykjanes - Búið að landa 506 þúsund tonnum Morgunblaðið/Kristinn Vertíð Hrognavinnsla á Akranesi. Jökulhlaup frá Sólheimajökli, vegna jarðhita og eldvirkni undir Mýrdalsjökli, geta valdið umtals- verðu tjóni og skapað geysimikla hættu á stórum svæðum við Sól- heimajökul og á Sólheimasandi, samkvæmt nýju áhættumati sem fjórir starfsmenn Veðurstofu Ís- lands, gerðu fyrir Ofanflóðasjóð. Skýrslan er aðgengileg á vedur.is. Þrjár sviðsmyndir jökulhlaupa frá Sólheimajökli vegna jarðhita- og eldvirkni undir Mýrdalsjökli voru hermdar með straum- fræðilegum líkanreikningum. Upp- lýsingar um viðveru og fjölda fólks á níu skilgreindum mismunandi viðverusvæðum innan mestu hlaup- útbreiðslu voru nýttar ásamt hættumatinu í áhættumat. „Helstu niðurstöður áhættumats- ins gefa til kynna að sé ekki gert ráð fyrir að komið hafi til rýmingar áður en hlaup hefjist sé áhætta vissra hópa á svæðinu umtalsverð. Ljóst er að erfitt er að draga úr tjónmætti stórra jökulhlaupa með einhvers konar vörnum. Að draga úr tjónnæmi á svæðinu með lok- unum og rýmingu þegar hlaup gætu verið yfirvofandi er því besta leiðin til þess að koma í veg fyrir slys á fólki eða manntjón. Hröð greining yfirvofandi hættu byggist á því að á hverjum tíma sé öflugt vöktunarkerfi til staðar. Einfaldar aðferðir til þess að taka tillit til áhrifa jakahranna og setfram- burðar á rennslishraða og vatns- hæð í jökulhlaupum eru einnig kynntar í skýrslunni,“ segir í út- drætti. gudni@mbl.is Hlaup geta valdið hættu Morgunblaðið/Björn Jóhann Sólheimajökull Mjög vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Jökulhlaup vegna jarðhita eða eldvirkni undir Mýrdalsjökli getur valdið bráðri hættu. - Áhættumat vegna hlaupa frá Sólheimajökli gefið út Tveir íslenskir lögreglumenn á veg- um embættis ríkislögreglustjóra fóru út til Póllands á föstudaginn og aðstoða nú við innritun í flug til Ís- lands á Chopin-flugvellinum í Varsjá. Fram kemur í stöðuskýrslu landa- mærasviðs ríkislögreglustjóra í gær, að lögreglumennirnir hafi aðstoðað nokkra einstaklinga með tengsl við Úkraínu sem vildu koma til Íslands en uppfylltu ekki kröfur viðkomandi flugfélags um ferðaskilríki. Jafnframt kemur þar fram að nokkur tilfelli hafi komið upp hjá landamærayfirvöldum í Úkraínu að undanförnu þar sem fylgdarmenn ólögráða barna framvísi mögulega fölsuðum vottorðum eða yfirlýs- ingum til að sanna fjölskyldu-/ forráðatengsl þeirra. Samtals hafa nú 319 einstaklingar frá Úkraínu sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi frá því að stríðið braust út, en þar af eru 174 konur, 92 börn og 53 karlar. Aðstoða við innritun í Póllandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.