Morgunblaðið - 22.03.2022, Side 13

Morgunblaðið - 22.03.2022, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022 SLÍPIVÉLAR Slípivél BTS800 Verð 49.980,- Opi ð virk a dag a fr á 9- 18 lau frá 11-1 7 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vefverslun brynja.is Slípivél OSM600 Verð 72.890,- Slípivél BTS700 Verð 36.180,- Slípvél OSM100 Verð 53.180,- Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Að minnsta kosti átta létust er Rússar gerðu sprengjuárás á verslunarmið- stöð í Kænugarði í fyrrinótt. Um tíu hæða byggingu var að ræða. Spreng- ingin var kröftug og eyðilagði bifreið- ar á bílastæðinu, auk þess sem stór gígur myndaðist. Rússnesk yfirvöld héldu því fram að úkraínski herinn hefði geymt eldflaugar og vopna- birgðir í verslunarmiðstöðinni. Í kjölfarið tilkynnti Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, að útgöngubann væri í höfuðborginni frá því klukkan 18 í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun. Höfnuðu úrslitakostum Úkraínsk stjórnvöld höfnuðu að skipa herliði sínu í hafnarborginni Maríupol að leggja niður vopn, yfir- gefa borgina og láta yfirráð hennar í hendur Rússa. Yfirvöld í Rússlandi höfðu gefið Úkraínumönnum þann úrslitakost að samþykkja kröfurnar fyrir klukkan fimm í gærmorgun. Úkraínskum hermönnum yrði þá leyft að yfirgefa borgina friðsamlega, svo lengi sem þeir væru ekki vopn- aðir. Að öðrum kosti biði þeirra her- réttur í Rússlandi eða eitthvað verra fyrir „hryllilega glæpi“ hermannanna. Úkraínsk yfirvöld sögðu varnir hersins standast í borginni og að „það væri ekki á dagskránni að gefast upp“. Sendiherra tekinn á teppið Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði árásir Rússa á Maríupol vera „mikinn stríðsglæp“ við upphaf fundar með ut- anríkisráðherrum sambandsins í gær. Á fundinum samþykktu ráðherrarnir nýja stefnu í varnarmálum til þess að auka getu sambandsins er bregðast þarf við ógn. Kveður nýja stefnan meðal annars á um sérstaka fimm þúsund manna hersveit sem geti brugðist skjótt við. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur einnig talað um stríðsglæpi Rússa en í síðustu viku kallaði hann Vladimír Pútín Rússlandsforseta stríðsglæpa- mann. Sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu var því kallaður á fund rúss- neskra yfirvalda í gær. „Svona yfirlýsingar Bandaríkjafor- seta eru ekki svona háttsettum ein- staklingi til sóma og er nú samband ríkjanna tveggja í uppnámi,“ sagði í yfirlýsingu frá rússneska utanríkis- ráðuneytinu. Þá sagði að John Sulliv- an, bandaríski sendiherrann, hefði fengið formlegt mótmælabréf vegna þessara „óviðunandi fullyrðinga“ Bandaríkjaforseta. Í yfirlýsingunni eru Bandaríkjamenn varaðir við að „fjandsamlegum aðgerðum gegn Rússlandi verði mætt af hörku“. AFP Eyðilegging Sprengjuárásin á verslunarmiðstöðina var kröftug og eyði- lagði bifreiðar á bílastæðinu, auk þess sem stór gígur myndaðist. Verslunarmiðstöð í rúst - Að minnsta kosti átta létust - Úkraínumenn gefast ekki upp í Maríupol - Ný stefna í varnarmálum ESB - Samband Rússa og Bandaríkjamanna í uppnámi Ástralar hafa afhent Indverjum með formlegum hætti 27 forngripi, lista- verk og trúarleg verk, sem flestum hafði ýmist verið stolið eða þau flutt ólöglega úr landi. Fagnaði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, þessu framtaki á fjarfundi með Scott Morrison, forsætisráðherra Ástral- íu, í gær. Indverjar hafa um skeið þrýst mjög á stjórnvöld í vestrænum ríkj- um að beita sér fyrir því að indversk- um forngripum sem þar eru verði skilað til heimalandsins. Hafa þau kallað eftir því að menningarminja- söfn landanna leiti að slíkum gripum í safnkosti sínum. Þetta hefur borið þann árangur að mörg hundruð grip- ir hafa verið sendir til Indlands á ný. Þrettán gripanna sem Ástralar skiluðu hafa verið raktir til þekkts forngripasmyglara, Subhash Kapo- or, sem áður starfaði á Manhattan og sætti umfangsmikilli rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar. Hann situr nú í fangelsi og bíður dóms. Sumir gripanna sem Indverjar hafa endurheimt eru mörg hundruð ára gamlir og hafa gengið kaupum og sölum við háu verði á svörtum markaði forngripa- og listaverka- safnara utan Indlands. Meðal gripa sem Kapoor hafði komist yfir var bronslíkneski af Shiva, einum helsta guði hindúa. Því hafði verið stolið úr hofi á Suður-Ind- landi og er metið á um fimm milljónir dollara. Þrátt fyrir átak indverskra stjórn- valda að endurheimta forngripi er ekkert lát á ólöglegum viðskiptum með þá. Er fjölda slíkra gripa stolið úr hofum hindúa á hverju ári og smyglað úr landi. Indverjar endur- heimta forngripi - Sumum gripanna hafði verið stolið AFP Forngripir Mori virðir fyrir sér einn endurheimtu gripanna frá Ástralíu. Norska strandgæslan hefur undan- farna daga fylgst grannt með ferð- um eins af stærstu herskipum heims, Péturs mikla frá Rússlandi, sem verið hefur á siglingu í grennd við efnahagslögsöguna. Um helgina var herskipið rétt við Smuguna, al- þjóðlegt hafsvæði austan við Sval- barða. Pétur mikli er flaggskip her- flota Rússlands í norðurhöfum. Ekki eru gerðar athugasemdir við siglingarnar en rétt þykir að fylgj- ast með skipinu enda hafa Rússar haft tilburði til ögrana við vestræn ríki að undanförnu. Byrjað var að smíða þetta stóra herskip á tíma Sovétríkjanna en fjárhagsleg vand- ræði töfðu verkið. Skipið getur bor- ið kjarnorkuvopn. NOREGUR Ljósmynd/Wikipedia Pétur mikli, stolt norðurflota Rússa. Fylgjast með ferðum rússnesks herskips Kínversk farþegaþota með 132 um borð hrapaði í gærmorgun í suður- hluta landsins þegar hún var á leið frá borginni Kunming til flugvallar í Guangzhou. Samband rofnaði við vélina þegar hún var yfir borginni Wuzhou í Guangxi-héraði og er tal- ið að hún hafi brotlent í fjalllendi þar. Farþegar um borð voru 123 og áhöfnin taldi 9 manns að því er kín- versk flugmálayfirvöld hafa upp- lýst. Vitni sem kveðst hafa séð vél- ina hrapa segir að gífurlegur eldur hafi kviknað í skóglendinu í fjallinu þar sem hún kom niður. Óttast er að enginn hafi lifað slysið af. KÍNA 132 voru í farþega- þotu sem hrapaði Þotan var af gerðinni Boeing 737. Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að skilgreina ofsóknirnar sem þjóð- ernisminnihluti Róhingja í Mjan- mar sætir af hálfu stjórnvalda þar sem þjóðarmorð. Hundruð þúsund Róhingja, sem flestir eru múslimar, hafa síðastliðin fimm ár neyðst til að flýja frá Mjanmar, vegna of- sókna hersins. Málið er nú til með- ferðar sem þjóðarmorð fyrir Al- þjóðadómstólnum í Haag. Róhingjar búa nú flestir í Bangladess en fyrir um fimm árum voru þeir vel á aðra milljón í Mjan- mar. Er talið að um 850 þúsund hafi verið flæmdir úr landi eða kos- ið að fara vegna átakanna við her- inn. Róhingjar nutu engra borg- araréttinda í Mjanmar og börn þeirra hafa ekki fengið að ganga í opinbera skóla. Það var Anthony Blinken utan- ríkisráðherra sem tilkynnti ákvörð- un Bandaríkjamanna í gær í Hel- fararsafninu í Washington. Þar stendur nú yfir sýningin „Leið Búrma til þjóðarmorðs“ en Búrma er hið gamla nafn Mjanmar. Auk þeirra 850 þúsund Róhingja frá Mjanmar, sem eru í flótta- mannabúðum í Bangladess, eru enn um 600 þúsund í Rakhine- héraði í Mjanmar og sæta þar illri meðferð. Talsmenn Róhingja hafa fagnað ákvörðun Bandaríkjastjórnar og segja að hún muni styrkja mál- flutninginn gegn herforingjastjórn- inni í Mjanmar fyrir dómstólnum í Haag. Thin Thin Hlaing, aðgerðas- inni úr röðum Róhingja, líkti stöð- unni fram að þessu við svartamyrk- ur í viðtali við AFP-fréttastofuna. Nú hefði kviknað langþráð ljós og viðurkenning fengist á hörmungum sem þjóðin hefur þurft að þola. Í skýrslu sem Bandaríkjastjórn léta gera um ástandið í Mjanmar 2018 kom fram að Róhingjar sættu ofbeldi í vesturhluta Rakhine- héraðs og væri það „harðneskju- legt, stórfellt og víðtækt.“ AFP. Ofsóknir gegn Róhingjum þjóðarmorð - Afstaða Bandaríkjastjórnar styrkir málflutning fyrir Alþjóðadómstólnum AFP Þjóðarmorð Róhingjar í Mjanmar sæta ofsóknum af hálfu stjórnvalda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.