Morgunblaðið - 22.03.2022, Síða 14

Morgunblaðið - 22.03.2022, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það vorar seint og illa í Úkraínu. Ógnir og ömur- leiki, þrútið loft þrúgað einkennir það. Enda full- komin óvissa um framtíðina, bæði til skamms tíma og lengri. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið í fjórar vikur. Þær hafa verið með allra lengstu vikum, enda hefur ástandið versnað með hverjum degi. Stór hluti þjóðarinnar, milljónir manna, hefur yfirgefið landið sitt, og ætt fyrirvaralítið meira og minna allslaus út í óvissuna. Þar fara ekki síst mæður með börn sín, sem kveðja menn sína og feður á landa- mærunum, þaðan sem þeir snúa á ný út í ógnirnar og óvissu. Í loftinu liggur að þessi kveðjustund geti hæglega orð- ið sú síðasta. Flóttafólkið alls- lausa kemst ekki hjá því að sjá fréttamyndir að heiman, og eru margar þeirra verri en hefðbundnar hryllingsmyndir, og ræður úrslitum að þar er veruleikinn á ferð. Borgirnar þeirra eru að breytast í draugakletta fyrir framan það og umheiminn. Nærri tíundi hluti þjóðarinnar hefur þegar flúið landið sitt. Aldraðir, og aðrir þeir sem farnir eru að kröftum, komast hvorki lönd né strönd. Það fólk gerir „best“ í því að hírast í hrörleg- um köldum byrgjum, enda er kalt úti sem inni þar sem raf- magn er þrotið, ótryggt er um vatn, svo ekki sé minnst á mat- væli. Við þessar aðstæður, þrautalendinguna, batt fólkið vonir sínar í fyrstu við að um- heiminum myndi blöskra og hann bregðast skjótt við og jafnvel veita skjól og vörn. Það var vissulega gert gagn- vart fólkinu sem flúði yfir landamærin og inn í skjólið sem NATO-ríkin veita. Þar hefur verið tekið á móti eins vel og má, en ofurþungi straums fólks í vanda lífs síns er meiri en svo, að auðvelt sé í einni svipan að uppfylla lág- markskröfur, þótt allt sé reynt. Við þessar aðstæður er hugsað heim, til þeirra sem urðu eftir og eru þeim allt. Heim, þaðan sem drunurnar koma, þar sem sprengjurnar falla og blossarnir lýsa upp himininn. Það eru helstu frétt- irnar sem berast núna. Heim, þar sem íbúðarhúsin standa mörg hver tóm af fólki, af skiljanlegum ástæðum, þar sem fátæklegar eigur urðu eftir, en eru þó dýrmætar minningar og saknaðarefni þeim sem lítið eiga. Og þegar hægt er að beina huganum annað, þá eru vonirnar helst hengdar á óljósar fréttir um friðarviðræður sem sagðar eru hafnar á milli árásarliðsins og hinna sem eru til varnar. Nokkrir fundir hafa farið fram, án mikils árangurs. Samningamaður úr hópi Úkraínu var tekinn af lífi þeg- ar grunsemd vaknaði að sá léki tveim skjöldum. Var svik- ráðamaður og handbendi Rússa. Brugðist var hart við eins og verða vill í stríðs- ástandi. Selenskí, forseti Úkraínu, hefur síðustu dægrin kallað eftir því að forsetar landanna tveggja komi sjálfir að samn- ingunum. Án atbeina þeirra sé árangur ólíklegur. Pútín for- seti svarar því til að staðan „hafi ekki þroskast nægilega“ svo hægt sé að færa viðræður upp á hæsta plan. Pútín talar eins og höstugur lærifaðir til Selenskís og bætti því við í gær, mánudag, að forseti Úkraínu yrði að klára sína heimavinnu áður en réttlæta megi fund æðstu manna. Tals- menn vesturvelda segja að það henti Pútín að taka sér lengri tíma í hernaðartaktík sína. Hún beinist nær eingöngu að almenningi í Úkraínu. Pútín hafi margoft sýnt áður á sín spil og herbrögð hans því flestum kunn. Eins og áður sækist hann nú eftir tíma til þess að sprengja svo rækilega almenna þjóðarumgjörð Úkraínu, að varla standi þar steinn yfir steini í heilu íbúða- hverfunum. Ekki fyrr en svo sé komið verði andstæðing- urinn orðinn nægjanlega mót- tækilegur sem sáttamaður við hin löngu borð Pútíns. Um leið og sáttafundi leiðtoga var hafnað sendu Rússar út loka- kröfu um uppgjöf hafnarborg- arinnar Maríupol. Fékk um- setið fólkið, kalt og soltið, fáeinar klukkustundir til að fallast á uppgjafarkröfur, en ella yrðu viðurlögin hörð. Selenskí forseti hefur þegar sagt að stjórn sín sé tilbúin til nokkurs undanláts. Hún sam- þykki að hverfa frá áformum um að óska aðildar að NATO og einnig að gefa yfirlýsingar um að Úkraína muni fram- vegis fylgja hlutleysisstefnu eins og nokkur lönd Evrópu hafa tileinkað sér. En allar tilraunir til að skerða fullveldisrétt Úkraínu yfir eigin landi séu handan við þau mörk sem geti komið til umræðu eða ákvörðunar við gerð friðarsamninga. Selenskí vill leið- togafund og nefnir nokkur undanláts- efni. Pútín segir óvinina skorta nægj- anlega auðmýkt} Þokudrungað vor S tækkum kökuna!“ er algengur frasi hjá stjórnmálamönnum. Í kjölfarið fáum við yfirleitt alls konar útskýr- ingar um það hvernig stærri kaka sé forsenda fyrir þá sem þurfa á rík- isútgjöldum að halda og nefna öryrkja, heil- brigðiskerfið, skóla og annað slíkt – svo vitnað sé til orða orku-, auðlinda- og loftslagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum fyrr í mán- uðinum. Þar fullyrti ráðherrann að Píratar væru á móti hagvexti. Þessar skoðanir ráðherra lýsa mjög úreldu viðhorfi á hagkerfið en mantra hins óendanlega hagvaxtar hefur einungis skilað okkur græðgi og sjálftöku á kostnað framtíðarkynslóða. Það er löngu kominn tími til þess að við gerum þær kröfur til stjórnmálafólks að það viti og geri betur. Þess vegna þurfum við að átta okkur á því að hagvöxtur er ekki það eina sem skiptir máli heldur sjálfbærni. Ástæðan fyrir því er einföld vegna þess að ef samfélag okkar er sjálfbært þá þurfum við ekki hagvöxt til þess að hafa ofan í okkur og á. Við erum þá með sjálfbæran rekst- ur opinberrar þjónustu sem stólar ekki á hagvöxt til þess að tryggja réttindi fólks og samfélagsþjónustu. Hérna er mikilvægt að benda á að hagvöxtur getur vissulega verið hluti af sjálfbæru samfélagi enda er hagvöxtur í sjálfu sér ekkert slæmt fyrirbæri. Hagvöxtur er í rauninni bara mælitæki. Að leggja áherslu á aukinn hagvöxt sem sjálf- stætt markmið er hins vegar líklegt til þess að vinna gegn sjálfbærniviðmiðum. Það skiptir nefnilega máli hver markmið okkar eru. Ef vandamálið sem við viljum leysa er lítill hagvöxtur finnum við lausnir sem búa til meiri hagvöxt. Þær lausnir eru ekkert endi- lega góðar í stærra samhenginu. Það eykur til dæmis hagvöxtinn þegar mjólk verður dýrari, svo lengi sem jafn mikið af mjólk er selt. Ef vandamálið sem við viljum leysa er sjálfbærni líta lausnirnar allt öðruvísi út. Um þetta snúast heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og vel- sældarhagkerfi OECD, að við spyrjum okkur „hvernig er gott samfélag?“ Dæmi um svör við þeirri spurningu er að finna í velsældarviðmiðum OECD, sem fjalla um öruggt og gott húsnæði, menntun, heilsu og ýmislegt annað. Þetta eru mælikvarðarnir sem skipta máli en ekki hagvöxtur. Ef við ger- um vel í öllum þessum mælikvörðum skiptir ekki máli hver hagvöxturinn er því það eru ýmsar aðrar leiðir til þess að ná árangri en bara með því að baka stærri köku. Skilvirkari og hagkvæmari leiðir geta til að mynda minnkað hagvöxtinn. Að stjórnmálamenn skilji þetta lyk- ilatriði skiptir öllu máli þegar við horfum til framtíðar og íhugum hvernig samfélag við viljum búa til. Á und- anförnum áratugum höfum við búið í hagvaxtarkerfinu. Afleiðingin af því er að við höfum gengið á auðlindir jarð- arinnar á kostnað framtíðarkynslóða. Við verðum að gera betur með sjálfbæru hagkerfi. Björn Leví Gunnarsson Pistill Það eina sem skiptir máli Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is S uðurtak ehf. hefur lagt fram matsáætlun til Skipu- lagsstofnunar vegna um- hverfismats efnistöku í Seyðishólum, námu 30b í landi Klausturhóla. Tilgangur fram- kvæmdarinnar er áframhaldandi efnisnám á gjallefni, til sölu eins og verið hefur áratugum saman úr námunni, og þá er fyrirhugaður aukinn útflutningur á gjalli til iðn- aðarframleiðslu á vegum Jarð- efnaiðnaðar ehf., JEI. Einnig er tilgangur þessa um- hverfismats að afmarka námusvæð- ið og segja fyrir um frágang nám- unar að efnistöku lokinni. Efnistaka í yfir 70 ár Fyrirhugað er að taka úr nám- unni allt að 500 þúsund rúmmetra á næstu 15 árum eða um 33 þús. rúm- metra á ári að meðaltali. Þessir efn- isflutningar fara ýmist til notkunar í nágrenninu eða til Þorlákshafnar til útflutnings. Ekki er gert ráð fyr- ir sérstakri áfangaskiptingu og vinnslan verður fyrst og fremst háð eftirspurn, en gert er ráð fyrir að 20-25 þús. rúmmetrar af gjalli fari árlega í útflutning gegnum JEI. Í matsáætluninni kemur fram að efnistaka úr námunni hófst fyrir 1950 þegar Jón Loftsson ehf. hóf framleiðslu mátsteina úr Seyðis- hólagjalli. Samkvæmt mælingum er ætlað að búið sé að vinna alls um 450 þúsund rúmmetra af gjalli úr námunni frá upphafi. Síðastliðin fjögur ár hefur efnistakan numið um 75 þúsund rúmmetrum eða tæp- um 19 þúsund rúmmetrum á ári og þar af hafa verið fluttir út 5-10 þús. rúmmetrar á ári á vegum Jarð- efnaiðnaðar ehf. Styrkleiki gjallsins er mikill miðað við rúmþyngd og því hafa verið uppi hugmyndir um að nota Seyðishólagjallið í miklum mæli í léttsteypu. Af þeim sökum hefur gjall úr Seyðishólum verið talsvert rannsakað. Eldri hugmyndir um stór- tæka efnistöku og útlflutning Áður fyrr hafa komið fram hugmyndir um stórtæka efnistöku og útflutning á gjalli úr í Seyðis- hólum. Á árunum 1995-6 var gert mat á umhverfisáhrifum fyrir tvær námur í landi Grímsneshrepps, um efnistöku allt að 8-10 milljóna rúm- metra, til útflutnings með útskipun frá Þorlákshöfn. Framkvæmdarað- ilar og eigendur voru þáverandi Grímsneshreppur og Selfossbær. Niðurstaðan samkvæmt úrskurði Skipulagsstofnunar var sú, að fall- ist var á takmarkað gjallnám úr ofangreindum námum. Þessi efn- istaka kom aldrei til framkvæmda. Fyrir sömu námur og sömu að- ila var svo gerð skýrslan Endur- skipulagning gjalltöku í Seyðis- hólum í Grímsnes- og Grafnings- hreppi, Þetta var áætlun um 2,6 milljóna rúmmetra efnistöku 2008- 2060. Þessi efnistaka hefur ekki komið til framkvæmda. Hyggja á aukinn útflutning á gjalli Ljósmynd/Úr matsáætlun Gjall Séð ofan í námu í Seyðishólum, en styrkleiki efnisins er mikill. Í matáætluninni kemur fram að ekkert deiliskipulag er til fyrir efnistöku- svæðið. Þar segir að námusvæðið sé inni á aðalskipulagi og um það sé fjallað á eftirfarandi hátt í greinargerð með aðalskipulagi: Seyðishólar-E30b. Umfangsmikið gjallnám hefur verið stundað í Seyð- ishólum á undanförnum áratugum. Skipulögð efnistaka hefur verið stunduð í nyrðri hluta Seyðishóla en einnig hefur verið tekið efni í syðri hluta hólanna, sem ekki hefur samræmst aðalskipulaginu 2002-2014. Hefur þessi efnistaka orðið umfangsmeiri en efni hafa staðið til og gætir sjónrænna áhrifa hennar æ meira. Mikilvægt er að koma böndum á efnistökuna vegna nálægðar við Ker- hól og nágrenni (svæði á náttúruminjaskrá og hverfisverndarsvæði). Um- hverfisáhrif þessarar efnistöku eru þess vegna neikvæðari en gjalltök- unnar í nyrðri hluta Seyðishóla (svæði E30a), einkum varðandi sjónræna þætti. Að öðru leyti eru umhverfisáhrif sambærileg. Framkvæmdaaðili þarf að setja fram áætlun um efnistöku. Við útgáfu framkvæmdaleyfis þarf að setja mjög ákveðin skilyrði um umfang, vinnslutíma og frágang námu, einkum m.t.t. til sjónrænna áhrifa. Umfangsmikið gjallnám NEIKVÆÐ SJÓNRÆN ÁHRIF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.