Morgunblaðið - 22.03.2022, Qupperneq 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022
✝
Svava Leifs-
dóttir fæddist
á Vopnafirði 10.
maí 1935. Hún lést
á Heilbrigðisstofn-
uninni á Blönduósi
15. mars 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Leifur
Guðmundsson
bóndi á Vindfelli,
f. 1903, d. 1992,
og Guðrún Sigríð-
ur Víglundsdóttir, f. 1910, d.
1996. Systkini Svövu voru:
Margrét, f. 1938, Stefán, f.
1940, d. 1920, Laufey, f. 1944,
og tvíburarnir Guðmundur og
Ólafur, 1947.
Svava giftist Kristjáni Ás-
geirssyni Blöndal múrara frá
Blöndubakka, f. 8. janúar
1937, d. 20. desember 1964.
Foreldrar Kristjáns voru Ás-
geir Kristjánsson Blöndal, f.
Svava giftist manni sínum
Sveinbirni Sigurðssyni frá
Hafursstöðum, f. 6. febrúar
1938, hinn 1. desember 1978.
Foreldrar hans voru Auðbjörg
Albertsdóttir, f. 1908, d. 1994,
og Sigurður Guðlaugsson, f.
1902, d. 1992.
Svava og Kristján byggðu
hús á Mýrarbraut 1 á Blöndu-
ósi og voru þau nýflutt í það
þegar hann lést langt um ald-
ur fram. Svava bjó alla tíð á
Mýrarbrautinni nema síðustu
rúmu tvö árin sem hún bjó á
Heilbrigðisstofnuninni á
Blönduósi.
Svava vann alla tíð úti við
hin ýmsu störf. Svava naut sín
hvergi betur en í glaðværum
söng og fjörugum dansi. Hún
hafði einnig mikla unun af
blómum eins og garðurinn
hennar hefur borið vitni um.
Útför Svövu verður gerð frá
Blönduóskirkju í dag, 22. mars
2022, kl. 14. Hlekkur á
streymi: https://www.mbl.is/
andlat
13. júlí 1908, og
Steinunn Guð-
mundsdóttir Blön-
dal, f. 5. júní 1908.
Börn Svövu og
Kristjáns eru: 1)
Ásgeir Blöndal, f.
12. júní 1958, hans
kona er Bryndís
Bragadóttir, f. 9.
september 1959,
og eiga þau tvö
börn: Svövu, f.
1984, og Kristján, f. 1989. 2)
Guðrún Sigríður, f. 17. ágúst
1959. Hún á þrjú börn: Krist-
ján, f. 1977, d. 2. júlí 2018,
Rúnar Örn, f. 1979, og Svein-
björn, f. 1989. 3) Hjördís, f. 17.
apríl 1961, hennar maður er
Jóhann Örn Arnarson og eiga
þau tvö börn: Ásgeir Örn, f.
1979, og Viktoríu, f. 1985.
Barnabörnin eru orðin sjö og
barnabarnabörnin 18.
Amma, amma, amma.
Mýrarbrautin ykkar afa var
alltaf eins og risastórt ævintýra-
land. Þegar ég var lítil og kom til
ykkar þá var alltaf jafn mikið
sport fá ís og ískex, byggja úr
legó, lesa Júlíus apa og setja upp
dómínókubbana. Garðurinn þinn
var líka alltaf eins og paradís á
jörð, þú naust þess að nostra við
blómin, þar varstu í essinu þínu.
Það var alltaf eitthvað til hjá þér,
alltaf eitthvað gott. Nóg af klein-
um með smjöri sem hitaðar voru
í örbylgjuofninum og allt kexið
og makkíntosið og svo kom
spurningin: Viltu ekki fá þér að-
eins meira? Bara smá? Og litla
rúmið inni hjá ykkur afa, það var
dásamlegt að sofa í því.
Kaffi og sígó og smá spjall, svo
þyrftirðu að drífa þig að brasa
eitthvað. Oft þurfti að drífa sig
ofan í Kaupfélag eða suður í
Kaupfélag eða bara eitthvert
stúss, það þyrfti að klára prjóna-
mennsku eða stinga niður eins og
einni rós hér eða þar.
Þegar ég heimsótti þig síðustu
ár sátum við oft í holinu hvor í
sínum stólnum, í þögn eða þú
sagðir mér frá lífinu. Það var oft
á tíðum ekki auðvelt. Þú varst
ekki gömul þegar þú stóðst ein
með þrjú lítil börn eftir fráfall
afa Kristjáns. Þú sagðir mér
stundum sögur frá þessum tím-
um. Þú rifjaðir líka oft upp böllin
og sagðir svo oft að þú skildir
ekkert í því að það væri hvergi
hægt að dansa lengur. Ég man
líka eftir að það var alltaf kveikt
á útvarpinu hjá ykkur á Mýr-
arbrautinni og ef það kom eitt-
hvert lag sem þér líkaði þá
hækkaðirðu og söngst með. Það
eru svo fallegar minningar og
mér þykir svo ósköp vænt um
þær núna. Sérstaklega voru
gömul íslensk dægurlög spiluð í
hærri kantinum – þú sagðir að
það skipti máli hvað væri sungið
um. Ég skildi það ekki þá en ég
veit það núna. Það skiptir öllu
máli. Það skipti líka máli hvað
fólk sagði og gerði. Þú varst ekki
allra og reyndir ekkert að vera
það. Einu sinni sátum við úti á
palli á Mýrarbrautinni og þú
horfðir á mig og straukst mér
um kinnina og sagðir: „Ef allt
væri væri eins og við vildum,
Viktoría, þá væri ekkert vesen!“
Nei amma, akkúrat – ef fólk
gerði bara eins og við vildum þá
væri lítið vesen í heiminum.
Í seinni tíð sagðir þú yfirleitt
alltaf við mig þegar við kvödd-
umst, hvort sem það var í síman-
um eða í persónu, hversu glöð þú
værir með okkur afkomendur
þína, hvað við værum heil og
hversu þakklát þú værir að okk-
ur liði vel og hefðum það gott.
Hjartans amma Svava, ég
hugsa fallega til þín og gleðst yf-
ir minningunum sem ég á núna
þegar þú kveður þetta líf.
Ást og kossar til þín elsku
amma.
Þín
Viktoría.
Svava Leifsdóttir
✝
Magnús G. Sig-
urðsson fæddist
21. júlí 1949 að
Lundi í Lundar-
reykjadal. Hann
lést á Hjúkrunar-
og dvalarheimilinu
Höfða, Akranesi,
10. mars 2022.
Foreldrar hans
voru Sigurður Ás-
grímsson og Ágústa
Jónsdóttir. Magnús
var fjórði í röðinni af sex systk-
inum.
Mikið var um búferlaflutninga
hjá fjölskyldunni vegna atvinnu
Sigurðar. En árin 1951-1960 bjó
fjölskyldan að Selhaga í
skap að Oddstöðum í Dalasýslu.
Þau bjuggu þar til ársins 1990 er
þau fluttu á Akranes, þar sem
Magnús starfaði hjá Akranes-
kaupstað í áhaldahúsi bæjarins
og vann þar til starfsloka. Magn-
ús og Svana eignuðust fjögur
börn.
1) Skarphéðinn, f. 26.3. 1971,
kvæntur Þóru Björg Elídóttur, f.
1971. Þau eiga fimm börn og tvö
barnabörn. 2) Valdimar, f. 6.1.
1973, kvæntur Rögnu Hann-
esdóttur, f. 1970. Þau eiga tvö
börn. 3) Berglind, f. 27.3. 1976,
unnusti hennar er Björn Óskar
Andrésson, f. 1981. Þau eiga þrjú
börn. 4) Stefán, f. 19.4. 1980, eig-
inkona hans er Kristín Inga
Karlsdóttir, f. 1992. Þau eiga
þrjá syni.
Útför Magnúsar fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 22. mars
2022, klukkan 13.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Stafholtstungum.
Árin 1960-1968
bjuggu þau að Jafn-
askarði í Stafholts-
tungum, eftir það
fluttu þau Sigurður
og Ágústa á Akra-
nes. Magnús varð
eftir í sveitinni þar
sem hann fór að
vinna fyrir sér og
var meðal annars
vinnumaður að
Hreðavatni, þar sem hann kynnt-
ist eftirlifandi eiginkonu sinni.
Eiginkona hans er Svanhildur
Skarphéðinsdóttir, f. 3.1. 1952 að
Kringlu í Dalasýslu. Árið 1973
hófu þau Magnús og Svana bú-
Minnið er ekki alltaf áreiðanleg
heimild, en líklega sá ég Magga í
fyrsta sinn vorið 1975, þegar ég
steig út úr rykugri og dasaðri rút-
unni sem hafði lagt af stað frá
Reyjavík átta um morguninn, og
staðnæmdist í Miðdölum undir há-
degi við afleggjarann rétt vestan
við Sauðafell. Ég var ellefu ára,
hafði aldrei komið í Dalina áður,
en fram undan var mitt fyrsta
sumar hjá hjónunum á Oddsstöð-
um, Magnúsi og Svönu.
Honum Magga, sem nú er lát-
inn, rétt rúmlega sjötugur.
En var svo sannarlega á lífi, svo
ungur að hann titraði af afli æsk-
unnar, þar sem hann beið mín við
bláa Landroverinn, þennan vor-
dag fyrir næstum hálfri öld. Ég
þekkti engan í sveitinni og grunaði
ekki, þar sem ég steig út úr rút-
unni, sá Magga, grannvaxinn,
sinaberan, með sitt svarta skegg,
lifandi augu, köflótta vinnuskyrt-
una dregna upp að olnbogum, eins
og yfirlýsingu um það að honum
væri lítt að skapi að sitja með
hendur í skauti, að Oddsstaðir
ættu eftir að verða mitt annað
heimili næsta áratuginn og þau
Maggi og Svana allt í senn, hús-
bændur, vinir, félagar. Bæði korn-
ung, að hefja sinn búskap, komin
með tvö börn; með fáeinar kýr,
eitthvað af kindum í fjárhúsum
sem var þetta sumar enn með
torfþaki, nokkrar hænur sem
spígsporuðu um hlaðið eins og
montnir heimspekingar. Næstu
sumur dvaldi ég á Oddsstöðum frá
því um miðjan maí og fram í miðj-
an september, og í öllum þeim
vetrarfríum sem stóðu til boða. Í
stuttu máli; alltaf þegar ég komst.
Það virtist svo sjálfsagt, og ástæð-
an fyrir því að ég festi slíka ást á
þessari sveit að í mörg ár varð hún
minn griðastaður er fyrst og síð-
ast þeim hjónum að þakka. Það
var einfaldlega gott að vera hjá
þeim. Þau buðu upp á svo mikið
hjartarými. Og Maggi ljúfur mað-
ur, sanngjarn, glaðsinna, átti létt
með að kynnast fólki. Afskaplega
stríðinn, góður bruggari, góður
ökumaður, góður faðir, góð mann-
eskja – það var auðvelt að þykja
vænt um Magga. Auðvelt að vera
til í kringum hann. En bretti
gjarnan upp skyrtuermar því
dugnaðurinn lá í blóðinu. Sein-
þreyttur til vandræða og fljótur að
fyrirgefa. Þurfti þó stundum að
fórna höndum, bölva í hljóði, anda
djúpt, þegar ég ofbauð honum
með mínum tíu þumalfingrum. En
fyrirgaf allt, jafnvel þegar ég nán-
ast bakkaði niður hlöðuna á Odds-
stöðum. Fyrirgaf það kannski
ekki umsvifalaust; mig minnir að
það hafi tekið hann um það bil sex
mínútur.
En nú er hann farinn. Mann-
eskja sem átti þátt í því að gera líf
mitt birtumeira. Hann og Svana.
Ég hefði átt að vera fyrir löngu
búinn að þakka fyrir það – geri
það núna, þótt seint sé, og mun
endurtaka þær þakkir þegar ég
sjálfur fer héðan. Því séu til aðrir
heimar eftir þetta líf, þá geng ég
út frá því að Maggi hefji þar fljót-
lega búskap, með kindum, fáein-
um kúm, montnum hænum; ég
býð hér með fram aðstoð mína við
girðingarvinnuna í eilífðinni,
fjósastörf og heyskap. Og lofa því
að bakka ekki niður hlöðuna hans í
þetta sinn.
Blessuð sé minning Magga,
Magnúsar Sigurðssonar. Ég votta
Svönu, börnunum og þeirra börn-
um og barnabörnum samúð mína.
Jón Kalman Stefánsson.
Magnús Guðvarður
Sigurðsson
Elsku hjartans
vinkona mín hún
Hulda er látin. Við
kynntumst fyrir
mörgum árum á flugvelli á leið
Hulda
Vilhjálmsdóttir
✝
Hulda Vil-
hjálmsdóttir
fæddist 20. desem-
ber 1943. Hún and-
aðist 11. febrúar
2022.
Útförin fór fram
25. febrúar 2022.
á framandi slóðir,
okkur samdi mjög
vel frá fyrstu
stundu. Hún sagði
alltaf við hljótum
að vera skyldar,
það kom á daginn,
fimmmenningar,
og svo hlógum við.
En við áttum fleira
sameiginlegt, báð-
ar áttum við
mömmur sem hétu
Heiðbjört og dætur okkar hétu
líka Heiðbjört. Margar
skemmtilegar ánægjustundir
áttum við áfram hér heima og
erlendis, alltaf jafn gaman.
Hlátur einkenndi okkar sam-
verustundir það var svo gaman
að vera nálægt henni. Skemmti-
legar athugasemdir skutu
ósjaldan upp kollinum. Mikið á
ég eftir að sakna hláturkast-
anna okkar.
Þínum anda fylgdi glens og gleði
gamansemin auðnu þinni réði.
Því skal halda áfram hinum megin
með himnaríkisglens við mjóa veginn.
(Lýður Ægisson)
Þín verður sárt saknað. Dýr-
lega þig dreymi og drottinn
blessi þig.
Þorgerður Tryggvadóttir.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Minningargreinar
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi okkar,
STEINGRÍMUR TH. ÞORLEIFSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
fimmtudaginn 3. mars.
Útförin fer fram í Guðríðarkirkju í Grafarholti
fimmtudaginn 24. mars klukkan 15.
Kærar þakkir til starfsfólks á Grund fyrir góða og kærleiksríka
umönnun.
Ethel M. Thorleifsson
Sigurður Þór Steingrímsson Birgir Örn Steingrímsson
Eva M. Steingrímsdóttir Einar Már Steingrímsson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri
ÞORSTEINN JÓN ÓSKARSSON,
fyrrverandi forstöðumaður
hjá Pósti og síma,
Krummahólum 4, Reykjavík,
lést á Hrafnistu Laugarási sunnudaginn
27. febrúar. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. mars klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Ljósið.
Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat
Svanhildur Halldórsdóttir
Edda Þorsteinsdóttir Halldór Guðmundsson
Einar Baldvin Þorsteinsson Sally Thorsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
RÓSLÍN ERLA TÓMASDÓTTIR,
Drangshlíð 1, Akureyri,
lést 9. mars í faðmi fjölskyldunnar á
Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð
og kunnum við starfsfólki þar sérstakar þakkir fyrir hlýju og góða
umönnun í veikindum hennar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sævar Sigurpálsson
Heiða Björk Sævarsdóttir
Halldóra Björg Sævarsdóttir Björn Grønvaldt Júlíusson
Tómas Páll Sævarsson Hrafnhildur S. Sigurgeirsd.
ömmu- og langömmubörn
Okkar elskulegi
SIGMUNDUR BENEDIKTSSON
frá Vatnsenda
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Akranesi mánudaginn 14. mars.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 25. mars klukkan 13 og verður henni einnig
streymt. Hlekkinn má finna á vef Akureyrarkirkju: Jarðarfarir í
Akureyrarkirkju – beinar útsendingar.
Jarðsett verður í Hólakirkjugarði í Eyjafjarðarsveit.
Heiðrún Jónsdóttir
Sveinn Rúnar Sigmundsson Guðný Óskarsdóttir
Eygló Sigmundsdóttir
Hugrún Sigmundsdóttir Hálfdán Örnólfsson
Elsa Sigmundsdóttir Davíð Ragnar Ágústsson
Hákon Viðar Sigmundsson Petrína Þórunn Óskarsdóttir
Elfar Davíð Sigmundsson Lena Malmgren
Benedikt Jón Sigmundsson
Auðun Benediktsson Ragnheiður Ragnarsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐMUNDA ALDA EGGERTSDÓTTIR,
Súluvöllum ytri, Vatnsnesi,
lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga
föstudaginn 11. mars.
Útför hennar fer fram frá Tjarnarkirkju á
Vatnsnesi föstudaginn 25. mars klukkan 14.
Aðstandendur færa starfsfólki Sjúkrahússins á Hvammstanga
hjartans þakkir fyrir góða umönnun.
Eva Björg Jónsdóttir Sighvatur Rúnar Árnason
Pétur Jónsson Lára Sverrisdóttir
Lilja Kristín Jónsdóttir
Jónína Helga Jónsdóttir Halldór Pálsson
Haukur Örn Jónsson Þórunn Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn