Morgunblaðið - 22.03.2022, Side 18

Morgunblaðið - 22.03.2022, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022 ✝ Guðrún Eyjólfs- dóttir fæddist í Reykjavík 16. nóv- ember 1925. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund í Reykjavík 9. mars 2022. Foreldrar henn- ar voru Kristín Árnadóttir, f. 3.11. 1899, d. 16.6. 1974, og Eyjólfur J. Brynjólfsson, f. 25.7. 1891, d. 5.9. 1973. Kristín var dóttir Árna b. í Miðdalskoti Laugardal og konu hans Guð- rúnar. Eyjólfur var sonur Brynjólfs b. í Miðhúsum Bisk- upstungum og konu hans Ásdís- ar. Systkin Guðrúnar: Brynj- ólfur látinn, María látin, Ásdís látin, Margrét látin, Ingvar lát- inn, Ingunn látin, Tryggvi lát- inn, Haraldur látinn og Matt- hías. Guðrún eignaðist sex börn. 1) Brynjólfur Ásgeir Guðbjörns- son, f. 1943, faðir Guðbjörn S. Helgason, f. 1923, d. 1945. Maki Brynjólfs er Sigríður Sólveig Halldórsdóttir. Börn þeirra: Helena Svanhvít, Eyjólfur Krist- Guðrún eða Dúna eins og hún var ævinlega kölluð ólst upp á Grímsstaðarholtinu og var gegnheill Vesturbæingur. Hún og systkin hennar stofnuðu öfl- ugt ungmennafélag á Holtinu og voru meðal stofnenda íþróttafélagsins Þróttar sem átti einmitt rætur þar. Hún starfaði lengst af við versl- unarstörf m.a. hjá versluninni Hamborg, einnig hjá vefn- aðarvöruverslun KRON við Skólavörðustíg. Sjálf rak hún bóka- og rit- fangaverslun, Bókabúð Vest- urbæjar, í tæpa tvo áratugi á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Ásamt nokkrum öðrum versl- unum og þjónustufyrirtækjum reyndist Bókabúð Vesturbæjar mikilvægur þáttur í þeirri merku þjónustumenningu sem þreifst við Dunhaga á síðustu áratugum 20. aldar. Síðar flutti hún verslun sína, Bókabúð Vest- urbæjar, að Víðimel. Seinna hóf Guðrún aftur störf við verslunina Hamborg og starfaði þar fram á eftirlaunaár. Síðustu æviárin eða í tæpan ára- tug tók Guðrún virkan þátt í fé- lagsstarfi Dvalarheimilisins Grundar, m.a. kórstarfi, spilum, dansi, upplestrum og tískusýn- ingum aldraðra. Útför Guðrúnar Eyjólfs- dóttur fer fram frá Neskirkju í Reykjavík í dag, 22. mars 2022, og hefst athöfnin kl. 13. inn, d. 1983, Guðrún Lind og Brynjólfur Ásgeir; barnabörn eru 10 og barna- barnabörn 18. Árið 1949 giftist Guðrún Þórólfi Meyvantssyni, f. 23.8. 1923, d. 16.5. 2013, frá Eiði á Sel- tjarnarnesi. For- eldrar Þórólfs voru Björg María El- ísabet Jónsdóttir, f. 1891, d. 1974, og Meyvant Sigurðsson, f. 1894, d. 1990. Börn Guðrúnar og Þórólfs: 2) Stúlkubarn, f. 1947, d. sama ár; 3) Gunnar, f. 1949, maki Jóhanna Friðgeirsdóttir. Börn þeirra: Þórólfur, Kristín og Friðgeir; barnabörn eru sjö og barnabarnabörn sjö; 4) Elísabet Þórólfsdóttir, f. 1950. Börn hennar: Arnar og Elsa Steinunn; barnabörn eru fimm; 5) Mey- vant, f. 1951, maki Rósa Guð- bjartsdóttir. Börn þeirra: Ívar og Guðrún; barnabörn eru sex; 6) Bjarni Þór, f. 1968, maki Hrefna Sigríður Briem. Börn þeirra: Bjarney María, Ásdís Karen og Þór Daníel, barnabörn eru fjögur. Með virðingu og þökk kveðjum við ástkæra móður okkar, sem lést hinn 9. mars síðastliðinn á ní- tugasta og sjöunda æviári. Við kveðjum konu sem var allt í senn, ljúfmenni, stórhuga fram- kvæmdamanneskja og mann- blendin félagsvera, lagin við að hrífa samferðafólk sitt með sér ef því var að skipta. Hún var ein- staklega næm á líðan fólks og snillingur í að lesa í aðstæður og veita ráð; þannig var samhygð mikilvægur kostur í fari hennar. Fráfall föður okkar var henni áfall, en hún sýndi þrautseigju og lærði að njóta lífsins á ný. Móðir okkar var fimmta í röð tíu systkina sem ólust upp í föð- urhúsum á Grímsstaðaholtinu. Æskuheimilið, Smyrilsveg 28, einlyft timburhús með risi og kjallara, byggði faðir hennar úr efniviði annars húss sem reist hafði verið við Túngötu seint á 19. öld, en rifið niður fjöl fyrir fjöl 45 árum síðar og flutt á handvagni vestur á Grímsstaðaholt. Þar endurreisti Eyjólfur það með sama útliti og skipulagi og áður var. Á lóðinni bak við húsið var gripahús með mjólkandi kýr, kindur og hænsni. Meðal fyrstu skylduverka móður okkar og systkina var að teyma kýrnar á beit í Vatnsmýrinni. Mannlífið á Holtinu var líflegt á uppvaxtarárum þeirra systkina og varð æ margbrotnara eftir því sem árin liðu. Íbúum fór fjölg- andi, smábúðir risu við Fálka- götu og víðar og útræði úr vörum við Skerjafjörð niður af núver- andi Ægisíðu var í blóma. Skammt frá æskuheimilinu var svið sögunnar „Þar sem djöfla- eyjan rís“, um spákonuna Karól- ínu og ættingja hennar í Thule- kampi um miðja síðustu öld. Helstu persónur þar voru allar raunverulegar og vel þekktar á Holtinu á þessum tíma. Þegar fram liðu stundir hverfðist lífið á Holtinu um versl- anir og smábúðir allt frá Dunhaga og út eftir Fálkagötu. Meðal fjöl- margra verslana og þjónustufyr- irtækja við Dunhaga var ritfanga- og bókaverslun sem móðir okkar rak í tæpa tvo áratugi, Bókabúð Vesturbæjar, sem hún flutti síðar yfir á Víðimel. Fram að því hafði hún hlotið langa reynslu við versl- unarstörf allt frá unglingsárum, m.a. í gamla Pöntunarfélaginu við Fálkagötu, versluninni Hamborg, vefnaðarvöruverslun KRON og víðar. Seinna hóf hún aftur störf hjá Hamborg og starfaði þar fram á eftirlaunaár. Síðustu æviárin dvaldi hún í góðu atlæti á Dvalarheimilinu Grund. Kynni hennar við starfs- fólk og heimilisfólk voru mjög ánægjuleg. Í viðtali við hana og vinkonu hennar í Grundarblaðinu var eftirfarandi haft eftir þeim: „Auðvitað erum við orðnar fúa- spýtur svona gamlar konur en maður hefur samt þennan mann- kærleika í sér að vera stoltur af afkomendum sínum og á meðan maður getur spjallað um það við vin þá líður manni svo vel í sál- artetrinu. Það er nóg að tala um börnin og hæla þeim. Það þarf ekkert að tala um náungann … Nei við tölum aldrei um náung- ann, við nennum því ekki.“ Við minnumst móður sem bar virðingu fyrir afkomendum sín- um, vinum og mannfólki almennt. Starfsfólki og stjórnendum Grundar þökkum við einstaka umhyggju og natni við hana og ættingja hennar. Við kveðjum ljúfa móður með söknuði. Minn- ingin um hana mun lifa með okk- ur öllum. Börn hinnar látnu, Brynjólfur Ásgeir, Gunnar, Elísabet, Meyvant, Bjarni Þór og makar. Elsku hjartans Dúna amma mín er komin aftur í fangið á Tóta afa. Á þeim 96 árum sem hún lifði tókst henni að skapa stórt ríki- dæmi, gefa okkur öllum gott veganesti út í lífið og sýna í verki að dugnaður, æðruleysi, hlátur- mildi og ást fleytir manni langt í lífinu. Það var svo notalegt að sitja hjá henni og hlusta á hana rifja upp gamla tíma enda hafði hún einstakt lag á því að segja frá. Sagan af söngelskum foreldrum hennar, sögur frá þvottalaugun- um í Laugardal, frá stríðsárun- um, af ungmennafélaginu og svo sagan um fallegu regnhlífina. Hún gat sagt frá á svo fumlausan og ljóslifandi hátt, á svo fallegri íslensku að unun var á að hlusta, enda deilir hún afmælisdegi með sjálfum Jónasi Hallgrímssyni, á degi íslenskrar tungu. Mig lang- aði oft að setja tæki á milli okkar og taka upp sögurnar hennar en hún var ekki hrifin af svoleiðis tækni, ekkert frekar en fjarstýr- ingum eða hækjum. Hún kenndi mér ótal spilakapla og hvernig á að skera almennilega tertusneið. Hún var mikil handverkskona, heklaði milliverk og saumaði út í sængurver og handmálaði ker- amik af mikilli natni langt fram á níræðisaldur. Við eigum eftir að sakna hennar óskaplega mikið en minningarnar eru ótal margar. Það að fá að koma til ömmu í bókabúðina í skólafríum og hjálpa til, fá að fara með pönnukökur og kakó út í kofa í garðinum á Smyr- ilsvegi, vinka henni í glugganum á Aflagranda og svo samverustund- irnar á Grund undir lokin. Minn- ingarnar munu ylja okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Hvíldu í friði elsku dásamlega amma mín. Þú sagðir oft sjálf á þínum efri árum að þú værir orð- in óttaleg fúaspýta en nú gengur þú um með afa, áhyggjulaus og léttfætt með þína fallegustu regn- hlíf. Guð geymi, elsku amma mín. Þín Kristín Gunnarsdóttir (Stína). Elsku Dúna amma, þessi ein- staka kona, er farin í Sumarland- ið. Dúna reyndist okkur öllum af- ar góð og þótti okkur öllum mjög vænt um hana. Við höfum undarfarin ár heim- sótt hana reglulega á Grund og haft gaman af því að heyra allar sögurnar hennar, hún var hafsjór af fróðleik um gamla tíma og vel með á nótunum um allt og alla sem henni þótti svo vænt um og spurði um alla okkar afkomendur í hvert sinn er við komum til hennar. Einnig þótti okkur gaman að færa henni eitthvað, blóm, kon- fekt, kökubox o.fl., því hún var alltaf svo þakklát, en lét það líka fylgja að við ættum ekki að vera að þessu fyrir svona „fúna spýtu“ eins og hún kallaði sig. Takk fyrir elsku Dúna að vera amma okkar allra. Takk fyrir hvað þú varst ynd- isleg, hlý og einlæg í okkar garð. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur með visku þinni í gegnum tíðina. Við söknum þín, minning þín er ljós í lífi okkar allra. Kveðja, Bryndís og Friðgeir. Elsku hjartans amma mín. Ég man að sem ung stúlka var ég dá- leidd yfir fingrum þínum, sem báru svo fallega hringa og lakk- aðar neglur. Þú varst umvafin góðu fólki sem elskaði þig, allir sem þér kynntust dásömuðu þig, þú stóðst alltaf upp jafnvel þótt aðrir hefðu ekki trú á að þú gætir það, þú varst með svo hressilegan húmor að þú gerðir okkur flest ef ekki öll kjaftstopp rétt áður en við skelltum upp úr. Þú hafðir svo mikla ást að gefa að þú umvafðir alla þá sem til þín leituðu. Heimili þitt var öllum op- ið og þú elskaðir að slá upp veislu- borði um hverja helgi. Þú áttir alltaf eina Möggutertu í frystin- um, ef ekki fleiri, og eina konfekt- köku. Þegar heilsa þín var farin að gefa sig samþykktirðu að fá til þín konu til að hjálpa þér við þrif en áður en hún kom þreifstu til að létta henni verkið og að sjálf- sögðu bauðstu henni til kaffisam- sætis því þú vildir taka vel á móti henni og þú vissir fátt skemmti- legra en að fá fólk til þín í spjall. Þú fékkst svo sannarlega stál- taugar í arf frá foreldrum þínum en á sama tíma viðkvæmt hjarta. Þú varst einn af mínum bestu kennurum og ég vildi óska þess að ég hefði sýnt visku þinni meiri áhuga, sótt fleiri tíma og haft hugrekki til að spyrja fleiri spurninga. Þú sýndir mér svo sannarlega að maður uppsker eins og maður sáir. Ég elska þig, knús og koss. Elsa Steinunn Halldórsdóttir. Elsku amma Dúna. Ég kveð þig með sorg og söknuði, en líka þakklæti. Þakklæti fyrir allar þær minningar sem við eigum saman. Minningar sem ég geymi og munu ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Þegar við vorum á ferðinni saman sagðirðu gjarn- an: „hér erum við, æskan og ellin“ og hlóst, ég endurtók þetta og gleymi aldrei hvað okkur þótti þetta fyndið. Þrátt fyrir 71 árs aldursmun vorum við miklar vin- konur. Ég var svo heppin að fá að koma reglulega til þín og afa á Aflagrandann og verja með ykk- ur deginum. Mér leið eins og ég væri „drottningin af Saba“, eins og þú kallaðir mig oft. Þú lofaðir mér að leggjast í hreint rúmið þitt með hljóðbók, sem þú hafðir valið handa mér í bókabílnum og geymt þar til ég kæmi í heimsókn. Þar gat ég dormað, aldrei á æv- inni hef ég sofið betri blund. Svo horfði ég á breiðbandið í sjón- varpsherberginu með afa á með- an þú undirbjóst matinn. Þar breiddirðu yfir mig teppi og gafst mér hunangsmelónu og vínber í skál. Þegar kom að matnum var alltaf eins og það væru jólin. Mat- urinn þinn var sá besti sem ég hef smakkað; heimalagaðar fiskiboll- ur með brúnni sósu, nýveidd smálúða í raspi, lambakótelettur, kjöthringur og lengi gæti ég talið. Ekki var meðlætið verra, alltaf mátti finna nýbakað normal- brauð, ekta smjör, relish-dress- ingu, heimalagað sinnep og yfir- leitt hafði ég fengið „grjónó“ í forrétt. Maður borðaði á sig gat Guðrún Eyjólfsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Grund við Hringbraut þriðjudaginn 15. mars. Útförin verður gerð frá Áskirkju föstudaginn 1. apríl klukkan 15. Starfsfólki Grundar er þakkað fyrir umhyggju og hlýhug. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Ástusjóð (astusjodur.is). Sigríður Einarsdóttir Þorgeir Kristjánsson Stefán Einarsson Inga Þórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN BRIDDE bakarameistari, lést 18. mars á Hrafnistu Reykjavík. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Friðrik Bridde Einar Bridde Karl H. Bridde Okkar ástkæra INGVELDUR PÁLSDÓTTIR, Hverfisgötu 92b, lést á Spáni miðvikudaginn 16. mars. Jarðarför auglýst síðar. Jóhannes Ólafsson Ásta Þórunn Jóhannesdóttir Brynjar Húnfjörð Ólafía Jóhannesdóttir Einar Páll Jóhannesson Páll Aronsson Inga Einarsdóttir og aðrir aðstandendur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA STEINGRÍMSDÓTTIR, Eskihlíð 18a, lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 19. mars. Viðar Pétursson Rebekka Björk Þiðriksdóttir Þorvaldur Logi Pétursson Fríða Björg Eðvarðsdóttir Inga Lára Pétursdóttir Regína U. Beck Margrétard. Laufey Pétursdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA DAGBJÖRT SIGURÐARDÓTTIR, Kleppsvegi 62, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu Laugarási 25. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kærar þakkir til starfsfólks Vífilsstaða og Hrafnistu Laugarási fyrir hlýja og góða umönnun. Kristbjörn Theodórsson María K. Sigfúsdóttir Dagbjört Theodórsdóttir Theodóra Theodórsdóttir Christer Björklund barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN FRIÐGEIRSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 19. mars. Stefán Briem Axel Jóhannsson Bodil Fich Snorri Briem Rachel Briem Kjartan Briem Erla Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.