Morgunblaðið - 22.03.2022, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022
✝
Anna Guðjóns-
dóttir fæddist
á Saurhóli í Saur-
bæ í Dalasýslu 9.
janúar 1933. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli
15. febrúar 2022.
Foreldrar Önnu
voru hjónin Guð-
jón Guðmundsson,
f. 27. júlí 1891, d.
2. janúar 1980, og
Sigríður Jóna Halldórsdóttir,
f. 8. október 1906, d. 5. janúar
1994. Systkini: Anna Margrét,
f. 22. júlí 1928, d. 14. desember
2013, Elínborg, f. 15. október
1929, Guðmundur, f. 14. jan-
úar 1931, d. 18. júlí 2018, og
Halldór, f. 14. desember 1937.
Anna giftist Jóhanni Júlíusi
Andersen, þau skildu. Anna
bjó með Guðlaugi L. Guð-
mundssyni síðustu 45 árin eða
þar til hann lést 31. júlí 2020.
Börn Önnu eru : 1) Helena
Önnudóttir, f. 16.
nóvember 1961,
gift Mary Hawk-
ins. 2) Linda And-
ersen, f. 18. júlí
1964, unnusti Þor-
steinn Sigurðsson,
börn Lindu eru: a)
Júlíanna Sig-
tryggsdóttir, f. 17.
sept. 1982, gift
Símoni Geir Geirs-
syni. b) Melkorka
Otradóttir, f. 4. nóv. 1987, gift
Alexander Magnússyni. c)
Henríetta Andersen, f. 3. sept.
1990. Barnabörn Lindu eru níu
talsins. 3 ) Pétur Magni J.
Andersen, f. 10. júní 1966,
kvæntur Ídu Þorgeirsdóttur,
synir þeirra eru: a) Jóhann
Sindri, f. 6. ágúst 1986. b) Guð-
laugur Darri, f. 8. maí 2000.
Barnabörn þeirra eru þrjú
talsins.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Elsku mamma. Nú hefur leiðir
okkar skilið um hríð. Leiðarlok
sem komu engum á óvart. Hugur
þinn var lagður upp í þessa leið fyr-
ir þó nokkru. Södd lífdaga enda bú-
in að skila þínu.
En alltaf er erfitt að kveðja þeg-
ar að því kemur. Þá er maður að
kveðja þá mömmu sem hún var og
hafði verið manni klettur í gegnum
ævina. Alltaf gat maður gengið að
mömmu vísri. Seinni árin oftast
sitjandi á kollinum við eldhúsborð-
ið á Njálsgötunni. Kaffi á beyglaðri
hitakönnu sem við vorum margoft
búin að reyna að skipta út fyrir ein-
hverja nýtískulegri en alltaf var
þessi kanna dregin upp því hún
hélt langbest heitu. Þetta lýsir svo-
lítið mömmu og hennar kynslóð
sem var fædd rétt fyrir seinna
stríð. Hlutum var ekki skipt út fyr-
ir nýja að ástæðulausu. Þeim var
ekki skipt út fyrr en þeir höfðu lok-
ið sínu hlutverki. Nýtni og útsjón-
arsemi var henni í blóð borin.
Því miður hugsar maður það
ekki fyrr en nú, hvað þá að maður
hafi sagt það með berum orðum,
hversu mikilvæg mamma var í lífi
manns. Fastur punktur í lífi okkar
systkinanna. Alltaf var hægt að
reiða sig á hana. Sama hvaða
klandur maður var búinn að koma
sér í á unglingsárunum, þá leysti
hún þau og gekk í málin með festu.
Hún hafði skoðanir, sat ekki á
þeim. Lét mann alveg vita ef mað-
ur hafði valdið henni vonbrigðum
en það var fljótt að gleymast.
En í hjarta hennar voru nokkur
hólf. Eitt af mörgum hólfum var
mjög stórt og var það hólf sem dýr-
in áttu. Það var alveg sama hvar
sem hún sá t.d. hunda á göngu
sinni, þá varð hún að stoppa, knúsa
þá og kyssa svo okkur systkinun-
um þótti stundum nóg um.
Ógleymanleg er ferð sem við fór-
um með henni á sveitabæ fyrir
austan fjall fyrir nokkrum árum.
Við fengum að kíkja í fjósið og hún
lét kýrnar sleikja sig í framan og
fannst henni það dásamlegt. Alveg
eins og hún hafði gert heima í
sveitinni í Dölunum þar sem hún
var fædd og uppalin. Þegar hún
hnaut um eitthvað heima á Njáls-
götunni sagði hún stundum að
Prins væri að flækjast fyrir fótun-
um á sér. Það var hundur sem
hafði verið á æskuheimili hennar
og var hún sannfærð um að hann
fylgdi sér. Trúi ég því að nú séu
þau sameinuð á ný og farin að
hlaupa á grasi grónum þúfum eins
og hún hafði gert sem barn.
En það voru ekki bara dýrin
sem áttu sér hólf, það voru líka
börnin. Barnabörn hennar og
barnabarnabörn, sem eru orðin 17
talsins, nutu hlýju hennar og að-
stoðar á allan þann hátt sem hún
gat veitt þeim. Þá gleymdist nú
stundum nýtnin þegar eitthvert
barnabarnið varð að fá nýjustu
tegundina af takkaskóm eða nýj-
ustu gallabuxurnar sem voru
komnar í búðir þótt hún fussaði
stundum yfir því þegar þær voru
keyptar, splunkunýjar flíkur sem
voru gauðrifnar!
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði, tár falla á fold.
Þú veist hver var skjól þitt þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og gaf
þér sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Jæja elsku mamma, nú ætla ég
að hætta enda held ég að þér þætti
nú nóg komið og tími til að setja
punkt.
Hvíldu í friði.
Pétur Magni.
Elsku mamma er búin að
kveðja. Mamma lifði langa ævi, ná-
tengd fjölskyldu sinni, og lagði
mikla áherslu á að styðja börnin
sín og aðra í lífsins leik. Mamma
var líka góður vinur barna sinna,
barnabarna og barnabarnabarna,
alltaf tilbúin að leika og grínast og
seinni árin glöð að sitja í fé-
lagsskap afkomenda sinna og
hlusta á nýjasta slúðrið. Á þeim
tíma sem mamma var líkamlega
hress nutu hún og Gulli þess að
ferðast til sólríkra staða í Evrópu.
Þegar mamma varð eldri gafst hún
ekki upp á ferðalögum, hún hélt
áfram að ferðast í draumum sín-
um.
Ég hef mikið saknað þess að
geta ekki séð og faðmað móður
mína á síðustu tveimur árum. Ég
hef saknað þess að koma inn á 92
og hoppa upp í rúm milli mömmu
og Gulla þar sem þau fengu sér síð-
degislúr og spyrja mömmu um
nýjustu draumaferðirnar hennar. Í
draumum sínum var mamma
venjulega með gömlum vinum,
fjölskyldu og dýrum í Saurbæ.
Hún er nú frjáls í sinni ástkæru
Dalasýslu, þar sem ég er viss um
að hún er á ferð með eldri systur
sinni og bróður, öllum dýrunum,
hlaupandi upp og niður hæðir og
fjöll, með lófa fulla af bláberjum og
nýjum kartöflum. Og líklega
stundum röltandi hönd í hönd með
Gulla.
Mamma, nú ertu laus við sárs-
auka, sem er gott að vita. Ég mun
ævinlega vera þakklát því að þú
varst mamma mín. Ég mun alltaf
elska þig. Þakka þér fyrir allt.
Helena Önnudóttir.
Elsku mamma. Nú er komið að
kveðjustund og hugurinn fyllist af
minningum. Eru það allt góðar
minningar um góða konu, sem vildi
öllum vel. Mamma gaf mér frá-
bæra æsku sem einkenndist af
mikilli hlýju, festu og endalausu
trausti. Ekki mikið um boð og
bönn heldur alltaf mátulega frjáls-
legt.
Mamma var mikill handavinnu-
snillingur, og þegar kom að því að
prjóna, sauma eða sauma út var
ekkert sem hún gat ekki gert. En
því miður þurfti hún að hætta því
öllu eftir að hún greindist með liða-
gigt um fimmtugt. Þótt það hafi oft
verið erfitt til dæmis bara að fara
fram úr á morgnana og gera þá
hluti sem hún var vön að gera, þá
kvartaði hún aldrei. Þegar hún var
spurð hvernig hún hefði það var
svarið alltaf: „Það eru aðrir sem
hafa það verra.“
Þær voru ófáar ferðirnar sem
hún fór til Benidorm, sólin gerði
henni gott. Pönnukökupannan var
alltaf tekin með og bauð hún þeim
sem vildu pönnukökur.
Fyrir tæpum 30 árum flutti ég
og dætur mínar í sama hús og
mamma, það var mikill samgangur
hjá okkur og eigum við frábærar
minningar um þennan tíma. Hún
var alltaf til staðar fyrir okkur og
nú fyllist hugurinn af öllum gæða-
stundunum sem við áttum saman.
Mamma var mjög örlát og vildi allt
fyrir alla gera, en var nægjusöm
þegar kom að sjálfri sér og vildi
alls ekki láta hafa fyrir sér.
Dálæti hennar á dýrum var með
eindæmum og það var mikið af
þeim á heimilinu þegar við systk-
inin vorum yngri. Mamma sá um
köttinn Zorro í nokkur ár, og hún
dekraði við hann. Ef hann var ekki
kominn inn á kvöldin mátti heyra
mömmu kalla á hann, hún hætti
ekki fyrr en hann var kominn inn.
Hún sagðist ekki geta sofnað nema
hún vissi af honum inni.
Síðustu árin voru mömmu oft
erfið, hún var mest rúmliggjandi.
Minnið var farið að versna, en allt-
af þótti henni gaman að vera innan
um fólk og fylgjast með.
Mamma fékk inni á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli ári 2020, þar fékk
hún þá umönnun sem hún þurfti.
Það hefur verið vel tekið á móti
henni af þeim sem fóru á undan.
Og þar hefur Gulli verið fremstur í
flokki.
Takk fyrir allt elsku mamma, þú
verður ávallt með mér.
Þín
Linda.
Það eru 25 ár síðan ég kynntist
Önnu þegar hún, Gulli og öll fjöl-
skyldan komu að sækja okkur Hel-
enu á flugvöllinn. Ég var stressuð.
Ég hafði komið til Íslands áður, en
fjölskyldan var ný fyrir mér,
hvernig myndu þau bregðast við
þessum Ástrala? Ég var svo hepp-
in að mjög ung Henrietta ákvað að
ég væri forvitnileg og fyrsta kvöld-
ið sá ég Önnu horfa, á sinn sér-
staka hátt, á Henny hangandi á
handleggnum á mér. Næstu dag-
ana var ég „metin“ og svo loksins
kom Anna til Helenu og sagði:
„Hún er í lagi.“
Þannig hófust kynni mín af
Önnu, svo ekki sé talað um restina
af fjölskyldunni. Anna talaði ekki
ensku og íslenskan mín er mjög
takmörkuð, en við áttum í litlum
vandræðum með samskipti. Hún
var skemmtileg, vitur, sterk og
hreinskiptin, svo hressandi íslensk.
Þótt hún væri oft með verki vegna
langvinnrar liðagigtar dvaldi hún
ekki við það eða vorkenndi sjálfri
sér. Ég hef lært heilmikið um lífið
af Önnu og það er mér heiður að
vera tengdadóttir hennar.
Vale Anna litla, alltaf í mínu
hjarta.
Mary Hawkins.
Elsku amma, kletturinn minn
og mín besta vinkona. Þú varst al-
gjör demantur, húmoristi og með
hjarta úr gulli. Það var alltaf stutt í
grínið hjá þér, skipti ekki máli hvað
hefði gengið á, reyndir alltaf að rífa
upp stemninguna með gríni. Þú
varst alltaf til staðar fyrir alla,
dæmdir engan og trúðir alltaf á
það góða í fólki. Þetta er mikill
missir en á sama tíma reyni ég að
hugga mig við það hve mikinn tíma
ég fékk með þér, allar minningarn-
ar og góðu stundirnar.
Amma hvíldu í friði, ég mun
aldrei gleyma þér og þinni sterku
og hvetjandi nærveru. Elska þig.
Þín
Henríetta.
Ljóð til ömmu
Núna ertu farin elsku amma mín.
Mér hugleikin er góða nærveran þín.
Í heiminn þinn ég var svo velkomin,
átti hjá þér heimili og griðastaðinn
minn.
Í raunum varstu klettur og viskusól.
Alltaf varstu blíð og þolinmóð.
Þú gafst mér í bakpokann fjölda-
mörg tól.
Já, þú reyndist mér meira en
mjög góð.
Ég veit að þú hvílir nú í friði og ró.
Þú hleypur um sveitina sælleg og rjóð.
Eftir sitja minningar sem gefa mér fró
og breytast með tímanum í sögur
og ljóð.
(Júlíanna)
Þín
Júlíanna.
Elsku amma, nú kveðjum við
þig í hinsta sinn og eftir sitja svo
margar góðar minningar. Ég er
svo ótrúlega lánsöm að hafa fengið
að alast upp í sama stigagangi og
þú. Það var mikill samgangur á
milli og það sem er eftirminnilegt
núna eru jólin okkar á Njálsgötu.
Við systurnar brunuðum niður
stigaganginn á 10 mínútna fresti til
að athuga hvort þið afi væruð ekki
örugglega orðin spennt fyrir
kvöldinu.
Ég man alltaf eftir þér sem töff-
ara sem elskaði dýr og kom vel
fram við alla. Árið 2011 fékk ég
mér kettling sem þú hugsaðir síð-
an um frá því þú hittir hann fyrst.
Amma sagði við mig að Zorro ætti
frekar heima þar sem hann kæm-
ist út og inn eins og hann vildi. Ég
sá það strax og allir aðrir í fjöl-
skyldunni að þessi köttur ætti
hjarta þitt. Þið áttuð eitthvert sér-
stakt samband sem tekið var eftir í
hverfinu. Þegar kötturinn átti að
koma inn á kvöldin stóð amma í
útidýrunum og kallaði á hann, þá
kom hann hlaupandi inn.
Ég þakka þér fyrir allt elsku
amma mín og nú hefur afi tekið á
móti þér og þið dansið eflaust sam-
an í einhverjum dýragarði í para-
dís.
Þín
Melkorka.
Anna
Guðjónsdóttir
✝
Jóhann Hann-
esson fæddist í
Reykjavík 20. júní
1930. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum
26. febrúar 2022.
Foreldrar Jó-
hanns voru Hannes
J. Jónsson, f. 26.5.
1892, d. 2.7. 1971,
kaupmaður í
Reykjavík, og Ólöf
G. Stefánsdóttir, f. 12.5. 1900, d.
23.7. 1985, húsfreyja.
Systkini Jóhanns voru Mál-
fríður (hálfsystir, samfeðra), f.
1920, látin, Sveinbjörn, f. 1921,
látinn, Stefán, f. 1923, látinn,
Pétur, f. 1924, látinn, Sesselja, f.
1925, látin, Ólafur, f. 1926, lát-
inn, Andrea, f. 1928, látin, Björg-
vin (tvíburabróðir), f. 1930, lát-
með Hlyni Sigurðssyni, f. 1989,
börn þeirra eru Arnbjörg Elín, f.
2016, og Eysteinn Pétur, f. 2021.
3) Helga, f. 1964, d. 2014.
Jóhann ólst upp ásamt systk-
inum sínum á Ásvallagötu. Hann
gekk til náms í Miðbæjarskól-
anum og lærði húsgagnasmíði í
Iðnskólanum í Reykjavík. Að
námi loknu gerðist hann lærling-
ur hjá Áhaldahúsi Reykjavíkur.
Hann starfaði sem smiður alla
sína tíð, aðallega við húsaupp-
slátt og húsinnréttingar. Jóhann
kvæntist Margréti Sigfúsdóttur
og hófu þau saman búskap í
Vesturbænum og bjuggu þar á
Hagamel, Víðimel og Birkimel.
Þau byggðu sér svo hús í Gilja-
landi í Fossvogi þar sem þau
bjuggu lengst af með dætrum
sínum þremur. Þegar hreiðrið
var tómt fluttust þau hjónin loks
á Sléttuveg, þar til þau fengu
skjól á Droplaugarstöðum.
Útförin fór fram 10. mars
2022.
inn, Jón, f. 1936,
látinn, Sigurður, f.
1937, og Þorbjörg,
f. 1939.
Jóhann giftist
Margréti Sigfús-
dóttur 14. febrúar
1952. Margrét var
fædd í Reykjavík 3.
september 1929,
hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Droplaugarstöðum
5. júlí 2017.
Dætur Jóhanns og Margrétar
eru: 1) Arnbjörg Guðrún Kristín,
f. 1949, gift Jóhanni Kröyer, f.
1949, d. 2014. 2) Jóhanna Ólöf, f.
1959, gift Birgi Heiðari Þór-
issyni, f. 1960. Börn þeirra eru:
Jóhann Þórir, f. 1978, Hulda
Björg, f. 1984, og Margrét
Hanna, f. 1988, hún er í sambúð
Mikið vorum við heppin með
hann afa Giljó/Sléttó okkar. Þegar
ég hugsa um afa sé ég fyrir mér
gleðiblik í augum hans og lítið
glott á vör. Hann var undantekn-
ingarlaust kátur og glaður við
okkur barnabörnin, alltaf tilbúinn
með smá stríðni upp í erminni.
Hann kvaddi yfirleitt með frasan-
um „komdu sem oftast, það er svo
gaman þegar þú ferð!“ og hló dátt
á meðan hann lýsti Jóa sem „fal-
lega ljótum“.
Afi var líka orðinn þessi fíni
langafi og undi því vel enda var
hann mikill barnakall. Hann hafði
mjög gaman að Öddu langafabarni
sínu og reyndi eftir mesta megni
að halda í við hana í leik, þó hún
hefði nú ekki alltaf þolinmæði fyrir
þessum hægfara stríðnispúka.
Undir stríðnispúkanum var þó
algjör öðlingur, umhyggjusamur,
duglegur, hjálpsamur og góður
maður. Hann sinnti ömmu Mar-
gréti og Helgu sinni af mikilli ást-
úð og vildi bókstaflega allt fyrir
þær gera. Afi fékk til dæmis aldrei
möndluna í möndlugrautnum, að
minnsta kosti ekki opinberlega,
því hann laumaði henni þá yfir til
Helgu. Hann setti samt ávallt
höndina upp að munninum og
þóttist taka möndluna út og fela
hana í servíettunni bara til að
rugla í okkur og var alsæll með
eigin fyndni.
Afi var mjög gjafmildur við
okkur barnabörnin, hann var til
dæmis svo spenntur þegar Jói
fékk bílpróf að hann fór keypti
fyrsta bílinn fyrir hann (bíllinn var
nefnilega á svo góðum díl). Afi átti
erfitt með að sleppa góðu tilboði,
sér í lagi ef um skó var að ræða!
Hann keypti sér fleiri skó en hann
komst yfir að nota og yfirleitt end-
aði það svo að aðrir fjölskyldu-
meðlimir græddu á þessum kjara-
kaupum hans.
Við systkinin eyddum ófáum
stundum niðri í Giljó hjá ömmu og
afa, þar var alltaf gott að vera. Það
var spennandi að fá að kíkja í
smíðakompuna með afa þar sem
hann kenndi okkur að saga og
negla og leyfði okkur að berja dós-
ir með hamri. Afi var einnig hinn
mesti sælgætisgrís, sló hendinni
aldrei á móti góðu súkkulaði og
sendi okkur krakkana oft niður í
frystikistu að sækja eina sand-
köku fyrir kaffið. Oftast fór maður
heim frá ömmu og afa með mag-
ann fullan af ást og vasana fulla af
klinki í þokkabót.
Það var mikil breyting fyrir afa
þegar Helga flutti á sambýlið í
Fannafold og svo seinna meir þeg-
ar amma flutti á Droplaugarstaði.
En afi hafði þó alltaf göngurnar
sínar, hann spígsporaði fram og til
baka um allan Fossvoginn á degi
hverjum með derhúfu á kollinum,
sama hvernig viðraði. Líklegast á
hann heilsu sinni og langlífi þess-
um göngum að þakka. Hann var
tæplega 92 ára gamall en samt
farinn of snemma. Við erum full af
þakklæti fyrir árin sem við áttum,
fyrir hláturinn, gleðina og þennan
dásamlega afa.
„Abbisínía“ elsku besti afi okk-
ar, við munum ævinlega sakna
þín.
Þín barnabörn,
Margrét Hanna, Hulda
Björg og Jóhann Þórir.
Jóhann Hannesson
Gott er sjúkum að
sofna
meðan sólin er
aftanrjóð
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa
meðan sólin í djúpinu er
og ef til vill dreymir þá eitthvað
sem engin í vöku sér.
(Davíð Stefánsson)
Margrét systir mín er dáin
langt fyrir aldur fram.
Við kynntumst því miður
ekki að ráði fyrr en á fullorð-
insárum, en alltaf síðan hefur
hún verið og reynst mér sama
góða systirin. Mér er minnis-
stætt eins og hafi gerst í gær
þegar hringvegurinn um Ísland
opnaðist og við sunnlenskir
sveitadrengir lögðum upp í ferð
á Norðurlandið. Þar átti ég föð-
ur og systur sem ég þekkti að
vísu ekki mikið. En viðtökurnar
Margrét Hólm
Magnúsdóttir
✝
Margrét Hólm
Magnúsdóttir
fæddist 12. desem-
ber 1956. Hún lést
24. febrúar 2022.
Útför hennar fór
fram 7. mars
2022.
voru frábærar og
þar áttu Magga og
Gunnar stærstan
hlut, að öllum öðr-
um ólöstuðum.
Eftir þessa stuttu
heimsókn – með
ballferð, að sjálf-
sögðu, í þá daga
var tíminn nýttur
til hins ýtrasta –
héldu þau hjónin
vina- og systkina-
sambandi við mig og mína alla
tíð. Þegar þau bjuggu í Noregi
komu þau aldrei svo til Íslands
að ekki heimsækti Margrét
bróður sinn á Suðurlandinu.
Okkur var líka alltaf tekið opn-
um örmum á Akureyri hjá
þeim og áttum vinum að fagna.
Margrét bjó sér og sínum
glæsilegt heimili, garðurinn
hennar var og er rómaður fyrir
fegurð og allt sem hún snerti á
var smekklegt og vel gert.
Margrét glímdi við alvarleg-
an heilsubrest síðustu árin,
sem sigraði hana að endingu,
allt of snemma. Innilega samúð
votta ég fólkinu hennar.
Hvíldu í friði elsku systir,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þinn bróðir,
Gísli Halldór
Magnússon.