Morgunblaðið - 22.03.2022, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 22.03.2022, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022 Lengjubikar kvenna A-deild, 2. riðill: Afturelding – Þróttur R.......................... 3:1 Lokastaðan: Valur 5 5 0 0 22:0 15 Afturelding 5 3 1 1 11:6 10 Þór/KA 5 3 0 2 9:10 9 Keflavík 5 1 1 3 5:8 4 Þróttur R. 5 1 0 4 5:13 3 Fylkir 5 1 0 4 2:17 3 _ Valur og Afturelding fara í undanúrslit. Valur mætir Stjörnunni og Afturelding mætir Breiðabliki. Noregur Vålerenga – Stabæk................................ 2:0 - Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Vålerenga. Þýskaland C-deild: Dortmund II – Braunschweig................ 0:1 - Kolbeinn Birgir Finnsson lék allan leik- inn með Dortmund II. >;(//24)3;( Svíþjóð Karra – Kristianstad........................... 26:26 - Andrea Jacobsen skoraði 7 mörk fyrir Kristianstad sem endaði í 10. sæti af 12 lið- um og heldur sér í deildinni. Lugi – Skara......................................... 21:23 - Lilja Ágústsdóttir skoraði eitt mark fyr- ir Lugi en Ásdís Þóra Ágústsdóttir lék ekki vegna meiðsla. Lugi endaði í 5. sæti og mætir Kungälv í átta liða úrslitum um meistaratitilinn. E(;R&:=/D KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, undanúrslit, 1. leikur: Seljaskóli: ÍR – KR ................................... 18 Kennarahásk.: Ármann – Hamar/Þór 19.15 ÍSHOKKÍ Fyrsti úrslitaleikur karla: Akureyri: SA – SR................................ 19.30 Í KVÖLD! Saga Traustadóttir og Gunnlaugur Árni Sveinsson úr Golfklúbbi Kópa- vogs og Garðabæjar eru Lands- mótsmeistarar í golfhermum 2022. Úrslitin réðust um helgina í íþróttamiðstöð GKG þar sem átta konur og átta karlar léku 36 holur í úrslitum mótsins. GKG var fram- kvæmdaraðili mótsins en þetta er í fyrsta sinn sem Landsmót í golf- hermum fer fram með þessum hætti. Undankeppnin og fyrri úr- slitakeppnin fóru fram víðsvegar um landið en leikinn var högg- leikur án forgjafar. Meistarar í fyrsta sinn Ljósmynd/GSÍ Meistarar Saga Traustadóttir og Gunnlaugur Árni Sveinsson. Daníel Finns Matthíasson hefur verð kallaður í U21-árs landslið karla í knattspyrnu en hann kemur inn í hópinn fyrir KR-inginn Stefán Árna Geirsson sem er að glíma við meiðsli. Hópurinn var tilkynntur á föstudaginn síðasta en Ísland mætir Portúgal og Kýpur í undankeppni Evrópumótsins 25. og 29. mars. Báðir leikirnir fara fram ytra. Daníel Finns er samningsbund- inn Leikni úr Reykjavík og á að baki 20 leiki fyrir félagið í efstu deild þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Morgunblaðið/Eggert Breiðholt Daníel Finns er samn- ingsbundinn Leikni í Reykjavík. Kallaður í U21- árs landsliðið HM 2023 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þjálfarar og leikmenn íslenska karla- landsliðsins í handknattleik ættu að þekkja ágætlega til mótherja sinna í umspilinu um sæti á HM 2023, Aust- urríkismanna. Eftir sigur Austurríkis á Eistlandi á sunnudaginn liggur fyrir að Ísland og Austurríki heyja tveggja leikja einvígi um sæti á HM dagana 13. og 16. apríl þar sem fyrri leikurinn fer fram í Austurríki. Fjórir af leikmönnum austurríska liðsins eins og það er skipað þessa dagana leika undir stjórn íslenskra þjálfara og þrír eru samherjar ís- lenskra landsliðsmanna. Auk þess þekkja þeir sem leika í Þýskalandi vel til stærstu stjörnu og fyrirliða austurríska liðsins, Nikola Bilyk. Hann er 25 ára rétthent skytta eða miðjumaður, hefur leikið með þýska stórliðinu Kiel í fimm ár, steig þar sín fyrstu skref sem ungur leik- maður undir stjórn Alfreðs Gísla- sonar, og hefur skorað 347 mörk í 81 landsleik. Guðjón Valur þjálfar tvo Örvhenta skyttan Janko Bozovic er þrautreyndur, 36 ára gamall, og leik- ur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðs- sonar með Gummersbach, eins og rétthenta skyttan Alexander Her- mann. Þeir Bozovic og Hermann eru því samherjar landsliðsmannsins Ell- iða Snæs Viðarssonar. Bozovic hefur skorað 112 mörk í 21 leik fyrir Gumm- ersbach í vetur og er markahæsti leikmaður liðsins. Þá hefur hann skorað 461 mark í 164 landsleikjum. Skyttan Lukas Hutecek er sam- herji Bjarka Más Elíssonar hjá Lemgo, 21 árs gamall, línumaðurinn Lukas Herburger leikur undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar með Kad- etten í Sviss og markmaðurinn Golub Doknic leikur undir stjórn Hannesar Jóns Jónssonar hjá Alpla Hard í Austurríki. Línumaðurinn Tobias Wagner, sem leikur með Toulouse í Frakk- landi, skoraði níu mörk í fyrri leikn- um gegn Eistlandi og rétthenti hornamaðurinn Sebastian Frimmel, leikmaður Pick Szeged í Ungverja- landi, skoraði átta mörk í seinni leikn- um í Tallinn. Eins og sjá má á þessu eiga Aust- urríkismenn leikmenn í sterkum fé- lagsliðum, sem og reynda leikmenn sem geta reynst erfiðir í mikilvægum leikjum. Besti árangurinn 2020 Austurríkismenn náðu sínum besta árangri á stórmóti frá upphafi á EM 2020 þegar þeir enduðu í áttunda sæti, þremur sætum ofar en Ísland. Það snerist við á EM í janúar á þessu ári þegar Ísland varð í sjötta sæti en Austurríki í því tuttugasta. Austurríska liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á Evrópu- mótinu í janúar. Liðið lék í D-riðli í Bratislava og beið lægri hlut fyrir Pólverjum 31:36, Þjóðverjum 29:34 og Hvít-Rússum 26:29. Niðurstaðan varð 20. sæti af 24 liðum og þar með þurftu Austurríkismenn að fara í fyrstu umferð umspilsins fyrir HM. Þar lentu þeir í meiri vandræðum með lið Eistlands en búist var við. Austurríki vann nauman heimasigur í fyrri leiknum í Bregenz, 35:33, þar sem þeir skoruðu tvö síðustu mörkin í lokin, og unnu síðan seinni leikinn í Tallinn á sunnudaginn, 27:24. Talsverð tengsl hafa verið á milli handboltans í Austurríki og á Íslandi um árabil. Patrekur Jóhannesson og Dagur Sigurðsson hafa þjálfað lands- lið Austurríkis, Patrekur var með það í heil átta ár, og Dagur stýrði því m.a. í frægum jafnteflisleik þjóðanna á EM 2010 þegar Austurríkismenn skoruðu þrjú mörk á lokamínútunni og jöfnuðu metin. Eins og áður hefur komið fram er Hannes Jón Jónsson þjálfari eins af bestu félagsliðum landsins, Alpla Hard. Áhrif stríðsins á umspilið Stríðið í Úkraínu hefur haft mikil áhrif á umspilið fyrir HM. Bæði Hvíta-Rússlandi og Rússlandi var vikið úr keppni og Úkraínumenn gáfu leiki sína við Finna. Þar með tryggðu Belgar sér óvænt sæti á HM í fyrsta sinn með því að vinna Slóvaka í fyrri umferð umspils- ins um helgina en þeir áttu að mæta Rússum í annarri umferð. Færeyingar komust í aðra umferð í fyrsta sinn en þeir áttu að mæta Hvít-Rússum. Nú glíma þeir við sjálfa Þjóðverja, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, í umspilinu. Finnar fóru sömuleiðis áfram án keppni og mæta Króötum. Erlingur mætir Portúgal Meðal áhugaverðustu leikja um- spilsins verða viðureignir Portúgala og Hollendinga, liðanna sem Ísland mætti á EM í Búdapest í janúar. Er- lingur Richardsson og hans menn í hollenska liðinu eiga þar seinni leik- inn á sínum heimavelli. Þá verður líka mikill slagur á Balk- anskaganum þegar Slóvenar og Serbar glíma um sæti á HM. Eins milli Tékka og Norður-Makedóna, og ört vaxandi lið Grikklands mætir Svartfjallalandi, sem er þó alltaf mun sigurstranglegri aðilinn. Ungverja- land verður væntanlega ekki í vand- ræðum með lið Ísraels. Heimsmeistaramótið fer fram í Svíþjóð og Póllandi í janúar 2023. Evrópuþjóðirnar sem þegar eru með keppnisrétt þar eru Svíþjóð, Pólland, Danmörk, Frakkland, Spánn og Nor- egur, auk Belgíu. Þekkja vel til mótherjanna í umspilinu Ljósmynd/THW Kiel Aðalmaðurinn Nikola Bilyk er besti leikmaður austurríska landsliðsins og hefur leikið með þýska stórliðinu Kiel undanfarin fimm ár. - Miklar tengingar hafa verið á milli handboltans í Austurríki og á Íslandi _ Argentínski knattspyrnumaðurinn Paulo Dybala er á förum frá ítalska stórliðinu Juventus eftir að honum og félaginu mistókst að komast að samkomulagi um nýjan samning. Dy- bala verður samningslaus í sumar og er því frjálst að ræða við og semja við önnur félög. Hann verður laus allra mála hjá Juventus eftir leiktíð- ina og mun þá fara frá félaginu á frjálsri sölu. Dybala, sem er 28 ára, hefur leikið 202 deildarleiki með Ju- ventus og skorað í þeim 80 mörk. Þá hefur hann skorað tvö mörk í 32 landsleikjum fyrir Argentínu. _ Fyrirtækið Molten hefur loks framleitt handbolta sem ætti að vera nothæfur í fremstu röð án þess að leikmenn þurfi að nota klístrið har- pix. Boltinn hefur fengið nafnið Mol- ten d60 Pro. Boltinn verður fyrst notaður á HM U18 ára landsliða kvenna í Georgíu í sumar. Nokkuð er síðan ákveðið var að nota boltann á mótinu en því hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar tvö ár í röð. Gefi notkun boltans góða raun á mótinu mun hann verða notaður á fleiri stórmótum og gæti handbolti með harpixi loksins heyrt sögunni til. _ Enski knattspyrnudómarinn Mike Dean leggur flautuna á hilluna eftir yfirstandandi leiktíð. Dean, sem er 53 ára, er einn umdeildasti dóm- arinn í sögu ensku úrvalsdeild- arinnar en hann hefur dæmt 838 leiki í meistaraflokki á ferlinum og þar af 553 í ensku úrvalsdeildinni. Eitt ogannað Fotios Lampropoulos fór mikinn fyrir Njarðvík þegar liðið vann öruggan sigur gegn Vestra í úrvals- deild karla í körfuknattleik, Subway- deildinni, á Ísafirði í 19. umferð deildarinnar í gærkvöld. Leiknum lauk með 115:82-sigri Njarðvíkur en Lampropoulos skoraði 21 stig og tók 13 fráköst í leiknum. Njarðvíkingar eru með 28 stig í öðru sæti deildarinnar og svo gott sem öruggir með heimavallarréttinn í úrslitakeppninni. Þá er liðið áfram með í baráttunni um deildarmeist- aratitilinn en Njarðvík mætir Stjörnunni heima, ÍR á útivelli og Keflavík heima í lokaumferðunum á meðan topplið Þórs frá Þorlákshöfn mætir KR á útivelli, Tindastól heima og Grindavík á útivelli en Njarðvík er með betri innbyrðis viðureign á Þór. Þá eru Vestramenn í slæmum málum í ellefta og næstneðsta sæt- inu og þurfa að vinna þá leiki sem þeir eiga eftir til þess að eiga von um að halda sæti sínu í deildinni. Mario Matasovic var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 26 stig en Marko Jurica var stigahæstur Vestramanna með 25 stig. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tvenna Njarðvíkingurinn Fotios Lampropoulos, til hægri, átti frábæran leik gegn Vestra og skoraði 21 stig, ásamt því að taka 13 fráköst. Njarðvíkingar berjast um deildarmeistaratitilinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.