Morgunblaðið - 22.03.2022, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
86%
EMPIRE
TOTAL F ILM
VARIET Y
“ONE OF THE BEST SUPERHERO MOVIES EVER MADE”
“A masterpiece.”
Í Angouleme í Frakklandi lauk um
helgina 49. árlegu teiknimynda-
sagnahátíðinni, en áhugafólk um
teiknimyndasögur af ýmsu tagi
þyrpist ætíð á hátíðina til að sjá nýj-
ar bækur, hlusta á höfunda og skoða
hvers kyns sýningar tengdar teikni-
myndasögum sem mikil menning er
kringum í Frakklandi.
Meðan á hátíðinni stóð var afhjúp-
aður á torgi í borginni minnisvarði
um teiknarann Albert Uderzo, sem
er dáður út um heimsbyggðina fyrir
sögurnar um félagana Ástrík og
Steinrík sem flestar voru skrifaðar
af René Goscinny. Uderzo lést fyrir
tveimur árum og voru dætur Uderzo
og Goscinnys viðstaddar. Það var við
hæfi að minnisvarðinn væri í formi
bautasteins. Í sögunum ber Stein-
ríkur hinn sterki út slíka steina, og
kastar þeim líka léttilega að róm-
verskum hermönnum ef þörf er á.
Aðalverðlaun alþjóðlegu teikni-
myndasagnahátíðarinnar féllu að
þessu sinni í skaut kanadíska teikn-
arans Julie Doucet, fyrir ævistarf í
þjónustu teiknaðra sagna. Hún er
fyrsti Kanadabúinn sem hreppir
verðlaunin og aðeins fjórða konan á
49 árum. Brasilíski teiknarinn Mar-
cello Quintanilha vann verðlaun fyrir
bók ársins, Listen, pretty Marcia.
Hún fjallar um móður í fátækrahvefi
nærri Ríó hvers dóttir flækist inn í
átök milli gengja.
AFP/Yohan Bonnet
Bautasteinn Sylvie Uderzo og Anne Goscinny, dætur höfunda Ástríkssagn-
anna, Alberts Uderzo og Renés Goscinny, við minnisvarðann.
Bautasteinn reistur
í minningu Uderzo
- Doucet heiðruð fyrir teiknaðar sögur
Víða um lönd hafa listamenn og
menningarstofnanir af ýmsu tagi
staðið fyrir ýmiss konar viðburðum
þar sem varnarbaráttu Úkraínu-
manna gegn innrás Rússa er í senn
sýndur stuðningur og fé safnað fyrir
flóttamenn og hjálparsamtök. Tón-
listarmenn hafa haldið tónleika,
dansarar dansað og leikarar leikið,
ljósmyndir víða að sýna fólk streyma
að viðburðunum og sýna hug sinn til
innrásarinnar.
AFP/Florian Wieser
Friðarljós Á samstöðutónleikum með Úkraínu á aðalíþróttaleikvangi Vínarborgar hafa gestir kveikt ljós á snjall-
símum sínum sem tákn um ósk fyrir frið í landinu. Margir vinsælir austurrískir tónlistarmenn komu fram.
AFP/Daniel Leal
Svifið Argentínski dansarinn Marianela Nunez sveif í London Coliseum á
sýningunni Dansað fyrir Úkraínu. Frægir dansarar víða að komu fram.
AFP/Thomas Coex
Í fánalitum Á Torgi lýðveldisins í París, Place de la Republique, er brons-
styttan sem táknar franska lýðveldið klædd í liti úkraínska fánans.
Koma fram
saman fyrir
Úkraínu
AFP/Florian Wieser
Friðarhvatning Meðal listamanna á
friðartónleikum í Vín var söngv-
arinn Marco Michael Wanda.